Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 51

Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sannfærandi og býrð yfir ákveðni og þrautseigju. Þú leggur þig alla/n fram við það sem þú tekur þér fyrir hendur og lætur mótlæti ekki draga úr þér kjark. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera á árunum 2005 og 2006. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að njóta samvista við nágranna þína, systkini og aðra ætt- ingja. Þetta er einnig góður dagur til innkaupa. Gættu þess bara að eyða ekki um efni fram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega í innkaupum í dag og gættu þess að kaupa engan óþarfa. Dýrir hlutir höfða alltaf til þín en þetta er ekki rétti tíminn til að kaupa þá. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Venus er í merkinu þínu í dag og afstaða hennar við Júpíter gerir það að verkum að þú hefur mjög litla sjálfstjórn. Þú vilt helst skemmta þér og borða góðan mat. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú eigir auðvelt með að smita aðra af jákvæðni þinni í dag ættirðu að reyna að um- gangast fólk sem er þegar í góðu skapi. Annars er hætt við að jákvæðni þín brenni fljótt upp. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú nýtur þess að sýna vinum þínum örlæti en ættir þó að fara varlega í að borga fyrir aðra í dag. Dómgreind þín er ekki með besta móti í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Forðastu skyndiákvarðanir í dag. Afstaða stjarnanna gerir það að verkum að það er hætt við að þú farir yfir strikið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til að hefja nám eða nýjar rann- sóknir. Nýjar hugmyndir vekja áhuga þinn jafnvel þótt þú sért ekki sammála þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega í að lána öðr- um peninga í dag. Örlæti er góður eiginleiki en hann snýst þó upp í heimsku þegar hann fer út í öfgar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Láttu það eftir þér að skemmta þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Passaðu þig á því að lofa ekki of miklu í vinnunni í dag. Annars er hætt við að metn- aðurinn hlaupi með þig í gön- ur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt njóta þess að daðra og leika við börnin í dag. Gættu þess bara að fara ekki yfir strikið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Flest sambönd ættu að ganga vel hjá þér í dag. Farðu þó varlega í allar skyndiákvarð- anir því þér hættir til fljót- færni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Um þessar mundir eru sextug hjóninMargrét St. Nielsen og Sveinn Sveinsson, Ánalandi 6, Reykjavík. Þau fagna því með fjölskyldu og vinum í dag. ÞAÐ ER fágætt að spil bjóði upp á snilldartilþrif bæði í sókn og vörn. Hitt er enn sjaldgæfara að allir nýti tækifærið. En það gerðist á landsliðsæfingu í síðustu viku. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠5 ♥KG1043 ♦ÁK105 ♣1072 Vestur Austur ♠83 ♠KG764 ♥975 ♥ÁD6 ♦DG94 ♦873 ♣D953 ♣86 Suður ♠ÁD1092 ♥82 ♦62 ♣ÁKG4 Magnús Magnússon og Matthías Þorvaldsson voru í NS gegn Páli Þórssyni og Ómari Olgeirssyni: Vestur Norður Austur Suður Páll Matthías Ómar Magnús Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Einfaldar sagnir og eðli- legur samningur. En ballið var rétt að byrja. Páll lagði línuna með eitruðu útspili – tíguldrottningu. Í fljótu bragði virðist útkoman hjálpa sagnhafa, en svo er alls ekki, því tígullinn er sambandið við hjartalitinn í borði. Magnús drap með tíg- ulás og svínaði spaðaníu í næsta slag. Spilaði svo hjarta á gosann og drottn- ingu austurs. Nú var kom- ið að Ómari. Ef hann spilar sofandi laufi um hæl, fríar sagnhafi hjartað og notar tígulkónginn sem innkomu. Ómar sá þetta fyrir og spilaði tígli upp í K10! Magnús fékk slaginn á tíuna og ákvað að skilja tígulkónginn eftir í borði – spilaði hjartakóng. Ómar drap og skipti nú yfir í laufáttu. Gosinn frá Magn- úsi og LÍTIÐ frá Páli! Glæsileg vörn, því ef drep- ið er á drottningu kemst sagnhafi inn á tíu blinds. En Magnús átti síðasta orðið. Hann tók ÁK í laufi og sendi Pál inn á drottn- inguna í þessari stöðu: Norður ♠-- ♥G43 ♦K ♣-- Vestur Austur ♠8 ♠KG76 ♥9 ♥-- ♦G9 ♦-- ♣-- ♣-- Suður ♠ÁD102 ♥-- ♦-- ♣-- Páll varð að spila spaða og Magnús fékk slaginn á tíuna. Það var áttundi slagurinn. Lokahnykk- urinn var svo að spila spaðatvistinum og neyða Ómar til að spila frá kóngnum. Magnað spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Dc7 6. O-O Rf6 7. De2 Bc5 8. Rb3 Be7 9. c4 Rc6 10. f4 Rb4 11. e5 Rxd3 12. Dxd3 Rg4 13. Rc3 O-O 14. De2 f5 15. h3 Rh6 16. Be3 b6 17. Hac1 Hb8 18. Df2 Rf7 19. Ra4 Bd8 20. c5 b5 21. Rb6 Be7 22. Hfd1 Rd8 23. Hc2 Rc6 24. Hcd2 Hb7 25. Df3 Hd8 26. g4 fxg4 27. hxg4 a5 28. Hh2 a4 Staðan kom upp á öflugu alþjóðlegu móti í Paks í Ung- verjalandi sem lauk fyrir skömmu. Land- arnir og kollegarnir Peter Asc (2548) og Lajos Portisch (2573) áttust hér við og fórnaði sá fyrr- nefndi nú manni. 29. Rd5! exd5 29...Db8 hefði verið betra. 30. Dxd5+ Kh8 31. Hxh7+! Glæsileg hróksfórn. 31...Kxh7 32. Hd2 Hf8 33. Hh2+ Kg6 34. f5+ og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Mjóddarmótið hefst í dag í Göngugötunni í Mjódd. Taflfélagið Hellir stendur fyrir mótinu og eru nánari upplýsingar um það að finna á www.hellir.is eða www.skak.is SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA ÞJÓÐFUNDARSÖNGUR 1851 Aldin móðir eðalborna, Ísland, konan heiðarlig, eg í prýðifang þitt forna fallast læt og kyssi þig. Skrípislæti skapanorna skulu ei frá þér villa mig. Þér í brjósti barn þitt liggur, blóðfjaðrirnar sogið fær. Ég vil svarinn son þinn dyggur samur vera í dag og gær. En hver þér amar alls ótryggur eitraður visni niður í tær. Ef synir móður svíkja þjáða, sverð víkinga mýkra er. Forneyslunnar bölvan bráða bylti þeim, sem mýgir þér. Himininn krefjum heillaráða og hræðumst ei, þótt kosti fjör. Bólu-Hjálmar LJÓÐABROT 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19. júní, er sextugur Friðrik Guðmundsson raf- eindavirki, Álfabrekku 2, Kópavogi. Friðrik og fjöl- skylda taka á móti ætt- ingjum og vinum milli kl. 16 og 20 í dag. 40 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19. júní, verður fertug Sigríður Ósk Jónsdóttir, til heimilis að Blikaási 1, Hafnarfirði. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í Kiwanishús- inu í Kópavogi, Smiðjuvegi 13a, milli kl. 15 og 17. Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 18. júní 2004 Kr. 1.000.000,- 632B 868F 2877F 11829E 13402E 20557H 23387G 27304F 30228E 30698E 31225B 31699B 36966B 50601H 54705B Heimsferðir bjóða nú glæsilega vetrarferð með Sigurði Guðmundssyni þann 20. október og 23. nóvember í 3 og 5 vikur til Kanarí. Á Kanarí er yndislegt veður á þessum árstíma og þú nýtur lífins á góðum gististöðum Heimsferða og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða með farar- stjórum. Að auki verður glæsileg dagskrá með Sigurði Guðmundssyni, kvöldvökur, leikfimi og félagsstarf. Bókaðu strax, og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Dagskrá með Sigurði • Kvöldvökur • Leikfimi • Út að borða • Félagsvist • KynnisferðirVal um gististaði: • Roque Nublo • Los Tilos • Tanife • Los Volcanes • Valentin Marieta Dagsetningar 20. okt. – 34 nætur 25. nóv. – 29 nætur Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Glæsileg eldri borgara ferð með Sigurði Guðmundssyni 20. okt. og 23. nóv. til Kanarí Verð kr. 79.790 M.v. 2 í íbúð, Las Faluas, 23. nóv. 29 nætur. Lagerútsala Allt að 50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.