Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 54
ÚRSLIT
54 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
1. deild karla:
Akureyrarvöllur: Þór - Stjarnan.................14
Fjölnisvöllur: Fjölnir - Breiðablik ..............14
Hlíðarendi: Valur - Þróttur R .....................14
Kópavogsvöllur: HK - Völsungur ...............14
2. deild karla:
Helgafellsvöllur: KFS - Selfoss ..................14
Siglufjarðarvöllur: KS - Víkingur Ó ...........14
Leiknisvöllur: Leiknir R. - Tindastóll ........14
3. deild karla:
Skeiðisvöllur: Bolungarvík - Hamar ..........15
Dúddavöllur: Snörtur - Hvöt.......................14
Eskifjarðarv.: Fjarðabyggð - Einherji ......14
1. deild kvenna:
Sauðárkróksvöllur: Hvöt/Tindastóll - ÍR ..14
Sunnudagur:
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
Akureyrarvöllur: Þór/KA/KS - ÍBV...........16
1. deild karla:
Ásvellir: Haukar - Njarðvík ........................20
3. deild karla:
Siglufjarðarv.: GKS - Boltaf. Húsavíkur ...14
Mánudagur:
Efsta deild karla, Landabankadeild:
KR-völlur: KR - Fram..................................21
1. deild kvenna, A-riðill:
Þorlákshöfn: Ægir - Keflavík......................20
Kópavogur: HK/Víkingur - Haukar...........20
1. deild kvenna, B-riðill:
Fylkisvöllur: Fylkir - Þróttur R..................20
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Keppni í Evrópubikarkeppni landsliða, 2.
deild, A-riðili, fer fram á Laugardalsvelli í
dag og á morgun. Keppni hefst kl. 14 báða
dagana. Setningarathöfn hefst kl. 13.45 í
dag. Auk íslenska landsliðsins taka þátt,
landslið Austurríkis, Danmerkur, Eistlands,
Írlands, Kýpur, Litháens, Lúxemborgar,
Noregs og sameiginlegt lið smáþjóða.
UM HELGINA
KNATTSPYRNA
Evrópukeppnin
B-RIÐILL:
England - Sviss......................................... 3:0
Mörk Englands: Wayne Rooney 23., 76.,
Steven Gerrard 82.
Coimbra, Portúgal:
Lið Englands: David James - Gary Neville,
John Terry, Sol Campbell, Ashley Cole -
David Beckham, Steven Gerrard, Paul
Scholes (Owen Hargreaves 70.), Frank
Lampard - Wayne Rooney (Kieron Dyer
83.), Michael Owen (Darius Vassell 72.)
Lið Sviss: Jörg Stiel - Bernt Haas, Patrick
Müller, Murat Yakin - Fabio Celestini (Ric-
ardo Cabanas 53.), Benjamin Huggel, Chri-
stoph Spycher, Raphael Wicky, Stephane
Chapuisat (Daniel Gygax 46.), Alexander
Frei, Hakan Yakin (Johann Vonlanthen
83.),
Gult spjald: Rooney (Englandi), Celestini
og Haas (Sviss).
Rautt spjald: Bernt Haas (Sviss) 60.
Dómari: Valentin Ivanov, Rússlandi.
Áhorfendur: 30.216.
Króatía - Frakkland ................................ 2:2
Mörk Króatíu: Milan Rapaic 48. (víti),
Dado Prso 52.
Mörk Frakklands: Igor Tudor (sjálfsm.)
22., David Trezeguet 64.
Pessoa, Portúgal:
Lið Króatíu: Tomislav Butina - Robert Ko-
vac, Dario Simic, Igor Tudor , Josip Sim-
unic - Nenad Bjelica (Jerko Leko 68.), Nico
Kovac, Milan Rapaic (Ivica Mornar 87.),
Giovani Rosso - Tomislav Sokota (Ivica Olic
73.), Dado Prso.
Lið Frakklands: Fabian Barthez - Lilian
Thuram, William Gallas (Willy Sagnol 82.),
Marcel Desailly, Mikael Silvestre - Sylvain
Wiltord (Robert Pires 70.), Olivier Dacourt
(Bernoit Pedretti 79.), Patrick Vieira, Zi-
nedine Zidane - David Trezeguet, Thierry
Henry.
Gul spjöld: Tudor, Rosso, R. Kovac og Leko
(Króatíu), Vieira og Dacourt (Frakklandi).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Kim Milton Nielsen, Danmörku.
Áhorfendur: 30.000.
Staðan í B-riðli:
Frakkland 2 1 1 0 4:3 4
England 2 1 0 1 4:2 3
Króatía 2 0 2 0 2:2 2
Sviss 2 0 1 1 0:3 1
Síðasta umferð, 21. júní:
Króatía - England
Sviss - Frakkland
C-RIÐILL:
Búlgaría - Danmörk ................................ 0:2
Mörk Danmerkur: Jon Dahl Tomasson 44.,
Jesper Grönkjær 89.
Braga, Portúgal:
Lið Búlgaríu: Zdravko Zdravkov - Vladim-
ir Ivanov (Zdravko Lazarov 51.), Rosen
Kirilov, Ivaylo Petkov (Zlatomir Zagorc-
hich 40.), Iliyan Stoyanov - Stilian Petrov,
Marian Hristov, Georgi Peev, Martin Pet-
rov - Dimitar Berbatov, Zoran Yankovich.
Lið Danmerkur: Thomas Sörensen -
Thomas Helveg, Rene Henriksen, Niclas
Jensen, Martin Laursen - Dennis Romme-
dahl (Jesper Grönkjær 23.), Thomas
Gravesen, Daniel Jensen, Martin Jörgen-
sen (Claus Jensen 72.) - Ebbe Sand, Jon
Dahl Tomasson.
Gul spjöld: Kirilov, Stoyanov, S. Petrov,
Zagorchich, Hristov og M. Petrov (Búlg-
aríu), N. Jensen og Sand (Danmörku).
Rautt spjald: Stilian Petrov (Búlgaríu) 83.
Dómari: Lucilio Batista, Portúgal.
Áhorfendur: 30.000.
Ítalía - Svíþjóð .......................................... 1:1
Mark Ítalíu: Antonio Cassano 37.
Mark Svíþjóðar: Zlatan Ibrahimovic 85.
Porto, Portúgal:
Lið Ítalíu: Gianluigi Buffon - Gianluca
Zambrotta, Fabio Cannavaro, Alessandro
Nesta, Christian Panucci - Gennaro Gat-
tuso (Giuseppe Favalli 76.), Simone Per-
rotta, Andrea Pirlo - Antonio Cassano
(Stefano Fiore 70.), Alessandro Del Piero
(Mauro German Camoranesi 82.), Christi-
an Vieri.
Lið Svíþjóðar: Andreas Isaksson - Olof
Mellberg, Andreas Jakobsson, Erik Ed-
man (Marcus Allbäck 77.) - Christian Wil-
helmsson (Mattias Jonson 67.), Anders
Svensson Kim Källström 55.), Mikael Nils-
son, Fredrik Ljungberg, Tobias Linderoth
- Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson.
Gul spjöld: Gattuso, Cannavaro, Zambrotta
(Ítalíu), Edman, Linderoth (Svíþjóð)
Dómari: Urs Meier, Sviss.
Áhorfendur: 44.926.
Staðan í C-riðli:
Svíþjóð 2 1 1 0 6:1 4
Danmörk 2 1 1 0 2:0 4
Ítalía 2 0 2 0 1:1 2
Búlgaría 2 0 0 2 0:7 0
Síðasta umferð, 22. júní:
Danmörk - Svíþjóð
Ítalía - Búlgaría
2. deild karla
Afturelding - ÍR ....................................... 2:1
Þorvaldur Már Guðmundsson, Brynjólfur
Bjarnason (víti) - Arnar Þór Valsson (víti).
Víðir - Leiftur/Dalvík ............................. 1:4
Rafn Markús Vilbergsson (víti) - Þorleifur
Árnason 2, Guðmundur K. Kristinsson 2.
Staðan:
Leiknir R. 5 5 0 0 15:3 15
KS 5 4 0 1 13:10 12
Víkingur Ó 5 3 1 1 9:3 10
ÍR 6 3 1 2 9:7 10
Víðir 6 2 2 2 9:13 8
Tindastóll 5 1 3 1 12:9 6
Leiftur/Dalvík 6 2 0 4 12:16 6
Afturelding 6 1 1 4 7:11 4
Selfoss 5 1 1 3 8:13 4
KFS 5 0 1 4 4:13 1
3. deild karla A
Númi - Afríka............................................ 6:1
Grótta - Árborg......................................... 2:2
Freyr - Skallagrímur ............................... 0:5
Staðan:
Skallagr. 5 4 1 0 12:4 13
Númi 4 3 0 1 27:4 9
Árborg 4 2 2 0 9:5 8
Grótta 5 2 1 2 12:8 7
Deiglan 4 2 0 2 6:6 6
Afríka 4 0 0 4 2:14 0
Freyr 4 0 0 4 0:27 0
3. deild karla B
ÍH - Ægir .................................................. 5:3
BÍ - Hamar................................................ 4:0
Staðan:
BÍ 5 4 0 1 12:2 12
ÍH 5 3 2 0 13:7 11
Reynir S. 3 1 2 0 6:4 5
Bolungarvík 3 1 1 1 8:7 4
Drangur 4 1 1 2 7:12 4
Hamar 4 1 0 3 6:10 3
Ægir 4 0 0 4 5:15 0
3. deild karla C
Reynir Á. - Magni ..................................... 4:2
Staðan:
Magni 4 3 0 1 10:6 9
Hvöt 4 2 1 1 11:4 7
Reynir Á 4 2 0 2 8:11 6
GKS 4 2 0 2 6:9 6
Neisti H. 4 1 1 2 6:8 4
Boltaf.Húsav. 3 1 0 2 8:8 3
Snörtur 3 1 0 2 6:9 3
3. deild karla D
Sindri - Neisti D........................................ 1:0
Huginn - Leiknir F. .................................. 1:2
Staðan:
Fjarðabyggð 4 2 1 1 13:4 7
Huginn 3 2 1 0 5:2 7
Neisti D. 4 2 0 2 4:7 6
Sindri 4 1 2 1 3:4 5
Einherji 3 1 1 1 4:5 4
Leiknir F. 4 1 1 2 5:9 4
Höttur 4 0 2 2 3:6 2
Efsta deild kvenna,
Landsbankadeild
FH - KR ................................................... 2:11
Elín Svavarsdóttir 9., Sigríður Guðmunds-
dóttir 26. - Hólmfríður Magnúsdóttir 25.,
29., 48., 82., Guðlaug Jónsdóttir 7., 23., 38.,
Edda Garðarsdóttir 61., 67., Sif Atladóttir
55., Katrín Ómarsdóttir 88.
Staðan:
Valur 4 4 0 0 18:1 12
ÍBV 4 3 1 0 28:2 10
Breiðablik 4 3 0 1 7:10 9
KR 4 2 1 1 15:7 7
Þór/KA/KS 4 1 1 2 4:8 4
Stjarnan 4 0 2 2 3:16 2
Fjölnir 4 0 1 3 2:6 1
FH 4 0 0 4 2:29 0
Markahæstar:
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV.............. 10
Nína Ósk Kristinsdóttir, Val ...................... 7
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR................... 6
Olga Færseth, ÍBV...................................... 5
Karen Burke, ÍBV....................................... 4
Edda Garðarsdóttir, KR............................. 3
Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV................... 3
Guðlaug Jónsdóttir, KR.............................. 3
Hildur Einarsdóttir, Breiðabliki................ 3
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val....................... 3
PHIL Mickelson og Shigeki Maruyama voru jafnir og efstir á
sex höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi opna
bandaríska meistaramótsins í golfi, US Open, lauk seint í
gærkvöld. Það fer fram í Southampton í New York-ríki.
Mickelson lék á fjórum höggum undir pari vallarins í gær, 66
höggum, en Maruyama, sem var efstur ásamt Angel Cabrera
og Jay Haas eftir fyrsta hringinn, lék á tveimur undir pari í
gær.
Mótið tafðist vegna þrumuveðurs í fyrrakvöld, 78 kylf-
ingar náðu þá ekki að ljúka keppni og þurftu að gera það í
morgun.
Mickelson og Maruyama eru á 134 höggum eftir tvo daga,
Jeff Maggert er á 135, Fred Funk og Retief Goosen á 136 og
Ernie Els og Angel Cabrera eru á 137 höggum.
Tiger Woods, sem lék fyrsta hringinn á 72 höggum, bætti
sig talsvert og er á einu höggi yfir pari. „Þetta er allt galopið
ennþá, það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Woods sem ekki hef-
ur gengið vel á stórmótum upp á síðkastið.
Mickelson og
Maruyama jafnir
LEIKUR KR og Fram í sjöundu umferð úr-
valsdeildar karla í knattspyrnu verður leik-
inn á óvenjulegum tíma á mánudagskvöldið.
Hann hefst kl. 21.00 á KR-vellinum en honum
var seinkað vegna Evrópukeppninnar í
Portúgal.
Þá um kvöldið, kl. 18.45, leika Króatía-
England og Sviss-Frakkland í lokaumferð B-
riðils keppninnar.
Þótt leikurinn hefjist svona seint ætti birt-
an að vera nægileg því hinn 21. júní eru sum-
arsólstöður og sólin því aldrei lengur á lofti
hér á landi en einmitt þennan dag.
Þetta er fyrsti leikurinn í 7. umferð en hin-
ir eru á miðvikudagskvöld. Þá mætast KA-
Fylkir, Keflavík-ÍA, FH-Grindavík og Vík-
ingur-ÍBV. Þeir leikir verða allir á hefð-
bundnum tíma, kl. 19.15.
Spilað síðla
kvölds á KR-velli
Danska liðið hafði talsverða yfir-burði í fyrri hálfleik og náði
loks að skora þegar ein mínúta var
eftir af honum. Jon Dahl Tomasson
batt þar endahnútinn á fallega sókn,
eftir sendingu frá Martin Jörgensen.
Búlgarir komust meira inn í leikinn í
síðari hálfleik en léku sífellt grófari
knattspyrnu eftir því sem leið á leik-
inn, brutu þá oft illa af sér og fengu
fjölda gulra spjalda fyrir vikið. Fyr-
irliðinn Stilian Petrov fékk sitt síðara
gula fyrir mótmæli, eftir að Lazarov
virtist felldur á vítateigslínu Dana en
ekkert dæmt. Jesper Grönkjær
skoraði síðan eftir skemmtilegt spil á
lokamínútu leiksins, 2:0.
„Við erum að sjálfsögðu ánægðir,
bæði með sigurinn og hvernig liðið
lék. Fyrra markið lét reyndar bíða
dálítið eftir sér og í seinni hálfleik
fengum við á okkur nokkra pressu á
köflum. En fyrri hálfleikurinn var
frábærlega leikinn. Við erum alveg á
áætlun, við ætluðum okkur að fá eitt-
hvað út úr Ítalíuleiknum og vinna
Búlgarana, svo það má segja að allt
hafi gengið að óskum til þessa,“ sagði
Morten Olsen, landsliðsþjálfari
Dana.
Harðjaxlinn Thomas Gravesen
kom inn í lið Dana á ný en hann var í
leikbanni gegn Ítölum í fyrsta leikn-
um. Danskir fjölmiðlar töldu flestir
að hann hefði verið maður leiksins.
„Ég vil frekar tala um frammistöðu
liðsins,“ sagði Gravesen þegar
danska sjónvarpið hyllti hann sem
besta mann liðsins. „Við spiluðum
mjög vel í fyrri hálfleik en þurfum að
auka hraðann í spili okkar og reyna
að skora fyrr í leikjunum. En það er
auðvelt að spila vel í þessu danska
liði,“ sagði Gravesen.
Plamen Markov, þjálfari Búlgara,
sagði að dómgæslan hefði verið sínu
liði óhagstæð, rétt eins og gegn Sví-
um. „En Danir unnu þetta samt
sanngjarnt, þeir voru gæðaflokki
fyrir ofan okkur, og ég er ekki sáttur
við hvernig mínir menn höguðu sér í
leiknum,“ sagði Markov.
Reuters
Jesper Grönkjær og Martin Laursen fagna marki þess fyrr-
nefnda sem innsiglaði sigur Dana á Búlgörum í gær.
Sanngjarn
sigur Dana
DANIR styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum
Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gær þegar þeir lögðu Búlgari að
velli, 2:0, í C-riðlinum í Braga. Það eru þó miklar líkur á að þeir verði
að sigra nágranna sína, Svía, til að komast áfram, því jafntefli verð-
ur líklega ekki nóg ef Ítalir sigra Búlgari á meðan.
KEFLVÍKINGAR hafa lánað tvo
leikmenn úr úrvalsdeildarhópi sínum
til nágrannanna, Víðis í Garði, sem
leikur í 2. deildinni í knattspyrnu.
Þetta eru sóknarmaðurinn Haraldur
Axel Einarsson og varnarmaðurinn
Sigurður Markús Grétarsson. Hvor-
ugur þeirra hefur fengið tækifæri
með Keflavík í sumar.
ÞÁ hafa Eyjamenn lánað Sindra
Viðarsson yfir til nágranna sinna, 2.
deildarliðs KFS. Sindri hefur komið
við sögu í einum leik ÍBV í úrvals-
deildinni í sumar.
PHIL Thompson hætti í gær störf-
um sem aðstoðarknattspyrnustjóri
enska félagsins Liverpool. Fram-
kvæmdastjóri Liverpool, Rick Parry,
tilkynnti í gær að það hefði verið nið-
urstaðan úr viðræðum Thompsons
við nýjan knattspyrnustjóra félags-
ins, Rafael Benitez, að hann myndi
yfirgefa félagið. Thompson gegndi
stöðunni í sex ár, var hægri hönd Ger-
ards Houlliers og stýrði liðinu í veik-
indafríi Frakkans árið 2001.
MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari
Dana, hrósaði mjög Jesper Grönkjær
eftir leikinn gegn Búlgörum í gær.
Grönkjær missti móður sína fyrir
stuttu og kom ekki til liðs við danska
hópinn fyrr en á þriðjudag af þeim
sökum. Honum var skipt inná eftir að-
eins 23 mínútur í gær þar sem Dennis
Rommedahl meiddist.
OLSEN sagði að Grönkjær hefði í
raun komið of snemma inn á. „Hann
hafði ekki æft í átta daga og var því
ekki í æfingu til að spila heilan leik, en
hann sýndi mikinn styrk,“ sagði þjálf-
arinn um Grönkjær, sem skoraði síð-
ara mark Dana á lokamínútu leiksins,
2:0.
STEVE Marlet, sóknarmaður
Frakka, varð fyrir sérkennilegu slysi
í Portúgal í gær. Vindhviða feykti
þátttökukorti Marlets, sem hann bar í
bandi um hálsinn, upp í auga hans og
olli sjóntruflunum. Það er þó ekki tal-
ið að um alvarleg meiðsli sé að ræða
og hann ætti að geta mætt á æfingu
franska liðsins í dag.
ÍTALSKA knattspyrnusambandið
ákvað í gær að áfrýja ekki þriggja
leikja banninu sem Francesco Totti
var úrskurðaður í, fyrir að hrækja á
danskan leikmann á EM í Portúgal. Í
yfirlýsingu frá sambandinu var sagt
að Totti iðraðist mistaka sinna inni-
lega.
JACQUES Santini, landsliðsþjálf-
ari Frakka, sagði í gær að sínir menn
væru búnir að spila eins og svefn-
genglar til þessa í Evrópukeppninni
og yrðu að fara að vakna, ef ekki ætti
illa að fara. „Við þurfum ekki að ör-
vænta en leikmennirnir verða að
spyrja sjálfa sig ákveðinna spurninga
því það er eitthvað sem vantar í okkar
leik,“ sagði Santini, en Frakkar eru
taldir mjög heppnir með að vera
komnir með 4 stig úr leikjum sínum
við Englendinga og Króata.
FÓLK