Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 61

Morgunblaðið - 19.06.2004, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 61 LISTA- OG menningarhátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafn- arfirði um helgina. Meðal dag- skrárliða eru tónleikar með Geir Ólafssyni og Furstunum sem fram fara í kvöld í Hafnarborg. „Hafnfirðingar eru góðir í því að gera hátíðarnar sínar skemmti- legar og því er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í því,“ seg- ir Geir, sem ber Hafnarfirði vel söguna. „Mér hefur alltaf verið tekið vel í Hafnarfirði og þar er gott að vera. Á tónleikum þar myndast stemning sem er eins og hún gerist best í Las Vegas.“ Geir segist meira að segja vera að huga að húsakaupum í Firð- inum. Furstana skipa þeir Guðmundur Steingrímsson, Árni Scheving, Jón Páll Bjarnason, Carl Möller og Ólafur Jónsson. Ferskur til leiks Þeir og Geir ætla að leika suð- rænan djass í bland við þekkta slag- ara í kvöld og ætti allt tónlistar- áhugafólk að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða djassgeggjara eður ei. „Þetta er kjörið tækifæri til að koma og hlusta á góða tónlist,“ seg- ir Geir. „Við leggjum mikinn metnað í tónleikana og vonumst til að sem flestir láti sjá sig.“ Geir er nýkominn úr fríi þar sem hann segist hafa slappað vel af og hlaðið batteríin og mætir því fersk- ur til leiks í kvöld. Þessa dagana er Geir svo að und- irbúa sína næstu plötu. Hún mun innihalda hans eigið efni sem Geir er að leggja lokahönd á þessa dag- ana. Hann segir útgáfutíma þó ekki ráðinn né bandið sem leika muni með honum á plötunni. Tónleikarnir fara fram í Hafn- arborg í Hafnarfirði og hefjast klukkan 20. Geir Ólafsson og Furstarnir leika í Hafnarfirði í kvöld Líkt og í Las Vegas Geir Ólafsson verður ásamt Furst- unum í Hafnarfirði í kvöld.                                           ! "#  " !$!%& " !$!%&  ! "#  "#  "#  "#  " !$!%& " !$!%& " !$!%& " !$!%& "#  " !$!%& ' ! ( !  ( !  ") ") ( !  ( !  ' ! ' ! ( !  ( !  ( !  ' ! ") ")                              "# $  % &       % '  &  (  ) * # +  ,    AKUREYRI Sýnd kl. 5 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 9. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8 og 10 með ensku tali. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B. i. 12. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banar i t t , r l l , r i  SV MBL EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. Kvikmyndir.is AKUREYRI Sýnd kl. 10.30. B.i. 14. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2, 5 og 8. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl Geggjuð grínmynd frá framleiðendum „Road Trip“ og „Old School“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B. i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 7 og 10. Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrotasnillingur sem nokkru sinni hefur REYNT að fremja glæp aldarinar! Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrotasnillingur sem nokkru sinni hefur REYNT að fremja glæp aldarinar! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45. Ísl tal. BANDARÍSKIR dreifingaraðilar Fahrenheit 9/11, kvikmyndar hins um- deilda leikstjóra Michaels Moore, ætla að áfrýja dómi bandarísku kvikmynda- skoðunarinnar, sem hefur ákveðið að hún skyldi bönnuð börnum undir 17 ára aldri og fá merkinguna „R“. Moore er ákaflega ósáttur við R- stimpilinn en kvikmyndaskoðun segir hann til kominn vegna ofbeldis og grófs orðalags í myndinni. Í henni eru m.a. myndskeið sem sýna lík banda- rískra hermanna brennd, dregin á eft- ir jeppa og strengd upp en einnig sjást hermenn misþyrma íröskum fanga. Leikstjórinn mótmælti ákvörðuninni með því að benda á það að 15-16 ára gömul börn yrðu „mjög líklega“ skráð í bandaríska herinn og því talin nógu gömul til þess að hætta lífi sínu. Því ættu þau rétt á því að fá að sjá það sem væri að gerast í Írak. Dreifingaraðilar myndarinnar eru sannfærðir um að banninu verði aflétt, skv. frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Áhrifasamtök bandarískra íhaldsmanna hafa farið fram á að mynd Moores verði alfarið bönnuð, á þeim grundvelli að hún sé villandi og ærumeiðandi í garði Bush Bandaríkja- forseta.Samtökin heita Move America Forward og eru hin sömu og tókst að fá sjónvarpsstöðina CBS af því að sýna sjónvarpsmyndina The Reagans í nóv- ember sl. Fahrenheit 9/11 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 25. júní en hér á landi síðsumars eða í haust. Fahrenheit 9/11 bönnuð innan 17 ára Samtök íhaldsmanna heimta lögbann á myndina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.