Morgunblaðið - 19.06.2004, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Smáauglýsingar á
Leitið og þér munið finna!
NEFND sem sjávarútvegsráðherra skipaði árið
2001 til að meta árangur í nýtingu nytjastofna
leggur til að aflareglu verði breytt þannig að veidd
verði 22% af veiðistofni þorsks en ekki 25% eins og
núgildandi aflaregla gerir ráð fyrir.
Nefndin kynnti lokaskýrslu sína á blaðamanna-
fundi í gær og er í henni að mestu fjallað um afla-
reglu fyrir þorskveiðar. Í niðurstöðum nefndarinn-
ar kemur fram að á undanförnum tveimur
áratugum hafi verið tilhneiging til ofmats á stærð
þorskstofnsins sem ekki hafi verið skýrt til fulls.
Ofmatið hafi leitt til þess að afli hafi að jafnaði ver-
ið 27,5% af veiðistofni en ekki 25% eins og stefnt
var að.
Auk þess hafi afli umfram leyfðan heildarafla
farið vaxandi á síðustu árum og því hafi raunveru-
leg veiði orðið um 30% af veiðistofni eða 20% meiri
en stefnt var að með aflareglunni sem sett var á
fiskveiðiári 1995/1996. Segir nefndin brýnt að leið-
rétta ofmat og umframafla, þannig að raunveru-
legur afli verði í samræmi við nýtingarstefnu.
Nefndin leggur til að núverandi aflareglu verði
breytt þannig að veidd verði 22% af veiðistofni
þorsks en ekki 25% eins og nú er gert. Segir
nefndin að við samanburð og ítarlegar prófanir á
ýmsum aflareglum hafi aflaregla sem miðar við
22% góða eiginleika hvað varðar hagnað, stöð-
ugleika og vöxt og viðkomu þorskstofnsins. 22%
aflaregla þýði hins vegar töluverða skerðingu
afla frá því sem nú er.
Myndi þýða 20 þúsund
tonna skerðingu á næsta ári
Fram kom á fundinum í gær að skerðingin
gæti numið um 10% eða um 20 þúsund tonnum
miðað við leyfilegan þorskafla á næsta fiskveiði-
ári. Telur nefndin að hugsanlegt sé að innleiða
slíka reglu þannig að fyrri regla með leiðrétt-
ingum vegna ofmats og umframafla verði látin
gilda þar til 22% reglan þýði enga eða litla
minnkun frá fyrra ári.
Á blaðamannafundinum í gær benti Friðrik
Már Baldursson, sem stýrði starfi nefndarinnar,
á að miðað við góða nýliðun í þorskstofninum,
vegna uppbyggingar hrygningarstofns og eða
betri umhverfisskilyrða, myndi 22% aflaregla
leyfa veiðar á 310–320 þúsund tonnum af 1.400
þúsund tonna stofni. Hreinn hagnaður slíkra
veiða, svokölluð auðlindarenta, gæti þá numið
190 milljörðum króna. Eftir því sem hlutfall afla-
reglunnar hins vegar hækkaði myndi afli aukast
en stofninn og hagnaðurinn minnka. 22% afla-
reglan er hins vegar óháð breytingum á umhverf-
isskilyrðum. Friðrik lagði áherslu á að það tæki
tíma fyrir regluna að virka. Liðið gætu u.þ.b. 5 ár
uns afli færi upp fyrir 250 þúsund tonn og 10 ár
þangað til aflinn yrði meira en 300 þúsund tonn.
Þessu fylgdi þó veruleg óvissa. Þannig gæti afli
orðið 175–350 þúsund tonn eftir 5 ár.
Þá segir nefndin að sveiflur í þorskafla verði
verulegar vegna náttúrulegra sveiflna í stofnin-
um og óvissu í stofnmati. Því þurfi að beita jöfnun
af einhverju tagi samhliða hlutfallsreglunni. Þeg-
ar veiðihlutfallið sé lækkað og stofninn stækki sé
minni áhætta af slíkri jöfnun en ella.
Skýrsla nefndarinnar er nú til skoðunar í sjáv-
arútvegsráðuneytinu og vildi Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra ekki segja neitt til um
hvort hann færi að tillögum hennar.
Nefnd um langtímanýtingu fiskstofna vill breyta aflareglunni
Leggur til 22% reglu
FALLBYSSA af olíuskipinu El Grillo var dregin á
land í gær, en hún lá í 60 ár á um 50 metra dýpi und-
an ströndum Seyðisfjarðar. Að sögn Tryggva Harð-
arsonar, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, gekk vel að ná
fallbyssunni upp en Árni Kópsson kafari vann að því
í sjálfboðavinnu. Hann notaði til þess loftbelgi sem
lyftu byssunni upp á yfirborð sjávar.
Tryggvi segir að byssan líti vel út en nú sé unnið
að því að þrífa hana og að hún verði eins og ný þeg-
ar búið sé að fjarlægja hrúðurkarlana af henni.
Fallbyssan er þriðja byssan sem náð hefur verið í
af El Grillo, og sú langstærsta. Fyrir hafði verið náð
í loftvarnabyssu og minni fallbyssu. „Það er nú með
sumar þessar byssur að þær eru mjög fágætar í
heiminum og jafnvel ófáanlegar. Þannig að þetta
vekur athygli.“
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Tryggvi Harðarson bæjarstjóri og Árni Kópsson kafari takast í hendur við afhendingu fallbyssunnar.
Fallbyssa af El Grillo dregin
á land eftir 60 ár í sjónum
HVALFJARÐARGÖNG voru lokuð í um
tvær klukkustundir í gærmorgun þegar
hollensk hjón á bíl með hjólhýsi í eft-
irdragi lentu í óhappi í göngunum. Við
slysið lagðist hjólhýsið á hliðina. Ekki
urðu meiðsl á fólki. Bíllinn er ónýtur og
hjólhýsið illa farið. Um er að ræða alvar-
legasta slys sem orðið hefur í göngunum
frá því að þau voru opnuð. Stórir flutn-
ingabílar voru á leið niður í göngin þegar
óhappið varð.
Tildrög slyssins eru í rannsókn lögregl-
unnar. Hjónin voru á suðurleið í göng-
unum, á hringferð um landið.
Versta slysið
í Hvalfjarð-
argöngum
PÉTUR Kr. Hafstein
hæstaréttardómari
hyggst hætta störfum við
Hæstarétt Íslands og
mun hann segja af sér
embætti hæstaréttar-
dómara 1. október nk., en
þá eru 13 ár síðan hann
tók til starfa við réttinn.
Í samtali við Morgun-
blaðið segir Pétur að
hann og kona hans séu að byggja íbúðarhús á
Rangárvöllum í Rangárvallasýslu og muni
þau þegar fram líði stundir flytjast þangað
búferlum. Þangað til mun hann nema sagn-
fræði til BA-prófs við Háskóla Íslands, og
hefur hann nám við sagnfræðideildina í
haust. Hann segir sagnfræði lengi hafa verið
sitt áhugamál, og segist hlakka til að sinna
henni í framtíðinni.
Hættir sem
hæstaréttar-
dómari
Pétur Kr. Hafstein
FIMM ára börn í leikskólum
Reykjavíkur fá þriggja tíma leik-
skólavist frítt, samkvæmt tillög-
um starfshóps um samþættingu
leikskóla og grunnskóla, sem
kynntar voru í gær. Tillögurnar
verða lagðar fram í borgarráði á
þriðjudag en þegar hefur fengist
fjárveiting fyrir breytingunni,
sem kostar um 100 milljónir á
ársgrundvelli. Mánaðargjöld fyrir
leikskólavistun fimm ára barna
lækka því talsvert við breyt-
inguna, úr 27.900 í 19.500 krónur
á mánuði fyrir hjón og sambúð-
arfólk.
Í tillögum starfshópsins er
einnig lagt til að tekin verði upp
sérstök námskrá fyrir leik-
skólana sem hver og einn skóli
vinnur sjálfstætt. Þannig á að
brúa bilið milli grunnskóla og
leikskóla og festa leikskólann í
sessi sem fyrsta skólastigið.
Námið á að vera fjölbreytt og
verður m.a. lögð áhersla á félags-
og samskiptahæfni, hreyfingu,
myndsköpun og tónlist.
Fimm ára börn fá fría
skólavist hluta úr degi
Gjaldfrí/6
NORSKA Stórþingið sam-
þykkti í gær að leggja til við
sjávarútvegsráðherra landsins,
Svein Ludvigsen, að reynt yrði
enn á ný að hífa fjölveiðiskipið
Guðrúnu Gísladóttur upp af
hafsbotni. Norsk stjórnvöld
lýstu því yfir nýlega að þau
hefðu ákveðið að stöðva aðgerð-
irnar eftir að í ljós kom 35 metra
löng og 2–3 metra breið rifa á
síðu skipsins. Ekkert varð úr því
að Ludvigsen fengi sérstök fyr-
irmæli um það frá þinginu að
láta hífa Guðrúnu Gísladóttur
upp vegna brotthlaups Fram-
faraflokksins frá stuðningi við
sérstaka tillögu þar að lútandi. Í
staðinn var lagt til við sjávarút-
vegsráðherrann að hann tæki
ákvörðun sína um að láta skipið
liggja áfram á hafsbotni til end-
urskoðunar í sumar í ljósi nýrra
upplýsinga, eins og það heitir.
Niðurstaðan er túlkuð á þann
veg í norskum fjölmiðlum að
Guðrún muni liggja um ókomin
ár í sinni votu gröf við Lófót.
Haft var eftir Ludvigsen sjáv-
arútvegsráðherra að beðið yrði
með aðgerðir á meðan allri olíu
yrði náð úr skipinu.
Guðrún Gísladóttir sökk und-
an strönd Noregs sumarið 2002
og liggur á um 40 metra dýpi.
Talið er að fjórðungur af olíu
skipsins hafi farið út í hafið en
áætlað er að um borð séu 10 m³
af smurolíu og 275 m³ af elds-
neyti.
Þrír flokkar í Noregi
leggja fram tillögu á
Stórþinginu
Óvíst
hvort Guð-
rún verður
hífð upp
HANNES Smárason,
aðstoðarforstjóri Ís-
lenskrar erfðagreining-
ar, ÍE, dótturfyrirtækis
deCODE, er að láta af
störfum hjá fyrirtækinu
til að einbeita sér að
starfi stjórnarformanns
Flugleiða. Hann mun
áfram verða ráðgjafi hjá
fyrirtækinu, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu þess.
Hannes er ásamt Jóni Helga Guðmunds-
syni, eiganda Byko, eigandi félagsins Odda-
flugs, sem á tæplega þriðjung í Flugleiðum.
Í tilkynningu ÍE er haft eftir Kára Stef-
ánssyni, forstjóra ÍE, að Hannes hafi hafið
störf hjá fyrirtækinu skömmu eftir stofnun
þess og hafi í sjö ár verið lykilmaður í vexti
þess og þróun. Haft er eftir Kára að starf-
semi ÍE hafi sjaldan verið meira spennandi
því fyrirtækið sé byrjað að prófa lyf sem
erfðafræðirannsóknir hafi skilað því.
Hannes
Smárason
hættir hjá ÍE
Hannes Smárason
♦♦♦
♦♦♦