Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT SAMSKIPTAMÁL Niðurstöður könnunar á far- símanotkun 30 nemenda í 9. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nýtt samskiptamál með farsímanotkun sé að þróast á meðal unglinga. Talið er að mögu- legt sé að nýta farsíma við kennslu og þá sérstaklega í íslenskukennslu. Níu milljarðar aukalega Ríkissjóður greiðir aukalega tæpa 9 milljarða króna til B-deildar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins í ár. Greiðslurnar munu fara stighækk- andi á næstu árum og verða um og yfir 20 milljarðar króna á ári þegar mest er á árunum milli 2020 og 2030, en eftir það dregur hratt úr þeim. Síðastliðin fimm ár hafa verið greiddir 50 milljarðar aukalega til sjóðsins vegna lífeyrisréttinda op- inberra starfsmanna. Hvatt til framfara Tveir kennarar við Mennta- skólann í Reykjavík, þær Maja Loe- bell og Marta Konráðsdóttir, fengu kennsluverðlaun Ragnheiðar Briem sem voru veitt í þriðja skipti við Menntaskólann í Reykjavík í vor. Verðlaunin eru veitt í minningu Ragnheiðar Briem og er tilgangur þeirra að heiðra framúrskarandi kennara og hvetja til framfara í kennslu og kennsluháttum. Fíkniefnasmygl stöðvað Lögreglan á Hvolsvelli hefur lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna sem átti að smygla inn á Landsmót hestamanna á Hellu og hefur bæði fundið hörð fíkniefni og kannabis- efni. Þrátt fyrir góðan árangur við fíkniefnaleit valda málin lögrelunni nokkrum áhyggjum en fyrir lands- mótið var áhersla lögð á málaflokk- inn. Vígahópar afvopnaðir Stjórnvöld í Súdan hyggjast grípa tafarlaust til ráðstafana til að af- vopna arabíska vígamannahópa, sem notið hafa stuðnings frá ríkinu til þessa, en þessir hópar eru sakaðir um að bera ábyrgð á því hörmung- arástandi sem ríkir í Darfur-héraði í suðvesturhluta landsins. Kom þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu Súdanstjórnar og Sameinuðu þjóð- anna er Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, lauk heimsókn sinni til landsins í gær. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 36 Sigmund 8 Dagbók 36/38 Sjónspegill 19 Víkverji 36 Umræðan 22/23 Menning 39/45 Forystugrein 24 Af listum 40 Reykjavíkurbréf 24 Bíó 42/45 Hugvekja 26 Sjónvarp 46/47 Minningar 26/28 Staksteinar 47 Auðlesið efni 29 Veður 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl FORNLEIFAUPPGRÖFTUR við Hóla í Hjaltadal hófst að nýju fyrir nokkrum dögum en þetta er þriðja sumarið sem grafið er á þessum gamla biskupsstóli. Við uppgröftinn hefur m.a. fundist prentsmiðja frá 17. öld og hús frá upphafsárum bisk- upsstólsins, þ.e. frá því snemma á 12. öld. Yfir 15 þúsund gripir af ýms- um toga hafa komið í ljós við rann- sóknina. Í júní hefur hópur fornleifafræð- inga og nema verið við störf á staðn- um, en þá fór fram vettvangsskóli fyrir nema í fornleifafræði við Há- skóla Íslands. Fengu nemendurnir að taka þátt í uppgreftinum, kynn- ast aðferðum og störfum fornleifa- fræðinga á vettvangi sem og að hlýða á fyrirlestra. Fimmtán nemar voru í vettvangsskólanum í ár og nokkrir þeirra munu starfa áfram við rannsóknina á Hólum í sumar auk 33 sérfræðinga á ýmsum sviðum frá fjölmörgum löndum, t.d. Grikk- landi og Úkraínu. Munu þeir einnig starfa við uppgröft við Kolkuós en að rannsóknunum standa þrjár meg- instofnanir, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga og Hóla- skóli. Svæðið stækkað Í sumar verður sjónum í rann- sókninni á Hólum einna helst beint að elsta húsinu sem fundist hefur á staðnum, frá þeim tíma sem bisk- upsstóllinn var settur, árið 1106, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings sem stýrir rann- sókninni. Húsið fannst árið 2002 og er ekki að fullu vitað um hvers konar hús er að ræða. „Þá komum við nið- ur á sjálft eldstæðið sem er einhvers konar langeldur og við gátum ald- ursgreint að það sé frá 12. öld,“ seg- ir Ragnheiður um fundinn. Þá hefur fundist prentsmiðja á svæðinu sem er frá 17. öld. „Við ætl- um í sumar að stækka svæðið í kringum prentsmiðjuna. Það eiga fleiri hús að hafa tilheyrt henni og við ætlum að reyna að sjá hvort þau koma ekki í ljós og fá þar með meiri skilning á því hvernig prentverk hefur farið fram fyrr á tímum.“ Ragnheiður segir að vonir standi til að hægt verði að komast að leifum fyrstu prentsmiðjunnar, sem reist var um 1530 á Hólum. Auk sjálfs fornleifauppgraftarins fer fram heilmikil greiningarvinna á staðnum sem unnin er af ýmsum sérfræðingum, t.d. plöntusérfræð- ingi og dönskum sérfræðingum í beinagreiningum, á stórri rannsókn- arstofu sem er nú á Hólum. Öll gögn um muni og annað sem í ljós kemur í rannsókninni eru samstundis sett inn í tölvuforrit sem auðveldar alla greiningu til muna. Þá verður haldin ráðstefna á Hól- um 7. ágúst nk. um Hólarannsókn- ina sem og hugsanlega aðrar forn- leifarannsóknir sem nú standa yfir með styrkjum frá Kristnihátíðar- sjóði. Almenningur fær að fylgjast með Nýsköpunarverkefni sem miðast að því að gera fornleifarannsóknir aðgengilegar fyrir börn á aldrinum 4–12 ára hefur verið unnið samhliða rannsókninni. Út er komin verk- efnabók og litabók og verður efni tengt verkefninu innan skamms sett á Netið þar sem einnig er hægt að fylgjast með gangi rannsóknarinnar á Hólum í sumar. 25. júlí verður fornleifadagur á Hólum, þar sem almenningur getur komið og kynnt sér rannsóknina og fengið að taka þátt í henni. „Börnin fá að sigta og skoða rannsóknarstof- una,“ segir Ragnheiður. Þá er alla fimmtudaga og laugardaga kynning á Hólarannsókninni fyrir almenning og leiðsögn er hægt að fá um staðinn alla daga vikunnar. Fornleifarannsókn og vettvangsskóli á Hólum í Hjaltadal þriðja árið í röð Um 15 þúsund gripir fundnir Morgunblaðið/Einar Falur Grafið við Hóla. Í ljós hefur komið prentsmiðja frá 17. öld og verður grafið enn dýpra í sumar og vonast til að finna prentsmiðju frá því um 1530. LÖGREGLAN í Hafnarfirði kærði 268 ökumenn fyrir hraðakstur í júní og fyrstu sex mánuði ársins eru þeir orðnir um 1.200. Umferðin og mál henni tengd skapa lögreglunni flest verkefnin um þessar mundir. Alls hafði lögreglan afskipti af 93 ökumönnum vegna brota á umferð- arlögum í vikunni. Auk þeirra 73 sem óku of hratt voru 2 kærðir vegna gruns um ölvun við akstur, 11 fyrir að hafa ekki fært bifreið sína til skoðunar, 3 fyrir að vera ekki með bílbelti spennt, 2 vegna réttindaleysis, 1 vantaði fram- númer á bifreið sína, 1 fyrir að aka fram úr þar sem það var ekki leyfi- legt og 1 var að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Lögreglan segir það vekja at- hygli að 73 ökumenn hafi verið kærðir í þessari viku fyrir að aka of hratt í umdæminu. Ökumenn verði að taka sig verulega á í þessum efn- um þar sem staðreynd sé að hrað- akstur er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa og hún sé öllum ljós. 268 kærðir fyrir hraðakstur í júní GRÍÐARLEG umferð var í gegnum umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í gær og fyrradag í tengslum við Landsmót hestamanna á Hellu auk þess sem mikil umferð var áfram austur á land en á Höfn stendur nú yfir Humarhátíð. Þá stendur yfir Landsmót öldunga á golfvellinum á Strönd á Rangárvöllum þar sem tal- ið er að um 300 manns séu. Þá voru 400 manns á tjaldsvæðinu í Skógum aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu hefur umferðin í heild gengið mjög vel að frátöldum tveimur umferðaróhöppum á Hellu. Engin meiðsl urðu á fólki. Á föstudag og aðfaranótt laug- ardags voru átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og fjórir vegna gruns um ölvun. Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo ökumenn grun- aða um ölvun við akstur á föstudag. Þess má geta að lögreglan á Hvols- velli stöðvaði 126 bíla á mótssvæðinu á Hellu frá 8–12 á föstudag og 139 bíla í eftirliti á Suðurlandsvegi. Sex teknir fyrir ölvunarakstur HITAVEITA Suðurnesja hefur samið um að kaupa alla orku af Múlavirkjun, sem áætlað er að rísa muni á Snæfellsnesi. Fyrirhuguð gangsetning virkjunarinnar er um mitt ár 2005. Um er að ræða vatnsaflsvirkjun en virkjuð verður Straumfjarðará á Snæfellsnesi, sem rennur úr Baul- árvallavatni í suður, þar til hún streymir út í Faxaflóa. Kaupskylda er hjá HS á allri framleiðslu virkj- unarinnar en uppsett afl hennar er 3x900 kW. Áætluð orkuframleiðsla á ári er 14,3 GWh. Júlíus J. Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, segir virkjunina vera mótvægi við jarðhitavirkjanir í orkukaupum. „Þetta er ágætt með jarðhitanum, sem er grunnafl og keyrt alla daga. Þessi orka er meira notuð á daginn á veturna, þegar álagið er meira í kerfinu,“ segir Júl- íus. Byggð verður steinsteypt stífla með yfirfalli og inntaksbúnaði um 100 m neðan við ós vatnsins og mun vatnsborð þess lækka um einn metra. Frá stíflu niður í stöðvarhús er um 1.500 m leið. Þá verður byggð stífla með botnloku við ós Hrauns- fjarðarvatns en úr því rennur Vatnsá í Baulárvallavatn. Stíflan verður um 60 m löng og 4 m há. Megintilgangur stíflunnar er að jafna rennsli úr Hraunsfjarðar- vatni, og við mat á umhverfisáhrif- um var ákveðið að láta sveiflur á vatnsborði Baulárvallavatns halda sér innan náttúrulegra marka en láta vatnsyfirborð Hraunsfjarðar- vatns sveiflast meira. Samningur við virkjunina er til 12 ára. Mögulegt verður að stýra virkjuninni frá Svartsengi og mun verða gert sérstakt samkomulag um þann þátt, ásamt þóknun til HS hf. HS semur um kaup á allri orku Múlavirkjunar HÓPUR steypireyða hefur sést austan við Flatey á Skjálfanda að undanförnu og er þar um sjaldgæfa sjón að ræða. Segir Stefán Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gentle Giants-hvalaferða á Húsavík, að þetta sé mikil veisla fyrir augað. „Dýrin hafa haldið sig þarna undanfarna daga, líklega í einhverju æti, og er það mjög óvenjulegt að sjá svo margar steypireyðar sam- ankomnar,“ segir Stefán. Hann segir ferðamenn hafa verið í skýjunum yfir að geta séð stærstu dýr jarð- arinnar í sjónum skammt frá bátnum. Steypireyður sýnir sporð Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.