Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F yrst flugu flugvélarnar yfir og skutu á okkur. Síðan komu Janja- weed-vígamennirnir. Þeir byrjuðu að skjóta og leggja eld að hús- um. Þeir tóku allar eig- ur okkar. Þeir tóku karlmennina og skáru þá á háls með sveðjum. Þeir tóku konurnar og nauðguðu þeim.“ Þannig hljóðaði frá- sögn ungrar konu í flóttamannabúð- um í Darfur-héraði í vesturhluta Súd- ans, þegar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, heimsótti búðirnar á fimmtu- dag. Nú þegar loks sér fyrir endann á tveggja áratuga borgarastyrjöld í Súdan milli stjórnvalda í norðri og uppreisnarmanna í suðri hafa brotist út alvarleg átök í Darfur í vesturhlut- anum, sem talið er að hafi kostað allt að 30 þúsund manns lífið á undanförn- um sextán mánuðum. Um ein milljón blökkumanna af afrískum uppruna hefur lagst á flótta undan árásum vígasveita araba, og telja fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ástandið vera alvarlegustu mannúðarkrísuna í heiminum í dag. Alþjóðasamfélagið hefur verið seint að bregðast við, en Annan og Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem einnig heimsótti Súdan í vikunni, gáfu til kynna að málið yrði nú tekið föstum tökum. Annan sagði á fundi með súd- önskum ráðamönnum á miðvikudag að til greina kæmi að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Darfur, og við heim- sókn í aðrar flóttamannabúðir á föstu- dag hét hann því að Sameinuðu þjóð- irnar myndu fylgjast grannt með ástandinu í héraðinu. Powell kvaðst hafa krafist þess af stjórnvöldum í Kartúm að þau afvopnuðu vígasveit- irnar, afléttu hömlum á hjálparstarf og tryggðu frið í héraðinu innan fárra vikna. Þá hefur Bandaríkjastjórn hvatt til þess að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykki vopnasölu- bann gagnvart vígasveitunum. Þjóðernishreinsanir Átökin í Darfur hafa staðið síðan í febrúar á síðasta ári, þegar hópar uppreisnarmanna úr röðum blökku- manna hófu að gera árásir á opinber- ar byggingar og embættismenn til að mótmæla kúgun stjórnvalda á íbúum af afrískum uppruna. Ólga milli þel- dökkra Afríkumanna og araba á sér langa sögu í Súdan, og í Darfur hafa afrískir bændur og arabískir hirðingj- ar í gegnum margar kynslóðir tekist á um vatn og beitiland. Vígasveitir araba, sem hliðhollar eru stjórnvöldum í Kartúm, voru sett- ar á fót til að kveða niður uppreisnina. Flestir telja að sveitirnar hafi verið stofnaðar og starfi að undirlagi stjórnvalda, en ríkisstjórnin sver af sér tengsl við þær. Vígasveitirnar, sem nefndar eru Janjaweed, eru sagðar telja nokkur þúsund bardagamenn, sem fara um á hestum og gera árásir á bæi og þorp á valdi uppreisnarmanna. Oft hefur súdanski flugherinn áður gert árásir úr lofti. Janjaweed-vígamennirnir hafa á undanförnum mánuðum myrt 10–30 þúsund manns og mikill fjöldi kvenna hefur orðið fyrir nauðgunum, sem virðast skipulagðar í þeim tilgangi að geta þeim börn með arabískt blóð í æðum. Hundruð þorpa hafa verið lögð í eyði og þeir íbúar sem komast undan eru neyddir á flótta. Stjórnvöld halda því fram að Janjaweed-sveitirn- ar séu aðeins að kveða niður upp- reisn, en fulltrúar alþjóðlegra mann- úðarsamtaka segja að um sé að ræða hreinar og beinar þjóðernishreinsan- ir. Arabísku vígasveitirnar flæmi íbúa af afrískum uppruna kerfisbundið á brott. Tuttugu ára borgarastríð Átökin í Darfur tengjast borgara- stríðinu sem geisað hefur undanfarna tvo áratugi milli norðurhluta landsins, þar sem arabískir múslimar eru í meirihluta, og suðurhlutans, þar sem afríkumenn sem aðhyllast kristni og ýmis ættbálkatrúarbrögð eru í meiri- hluta. Súdan varð sjálfstætt ríki árið 1956 og þar hefur síðan meira og minna ríkt ófriður. Borgarastyrjöld- in, sem nú sér fyrir endann á, hófst árið 1983, þegar ríkisstjórnin, sem norður-súdanskir arabar leiða, reyndi að koma á íslömskum sharia-lögum í öllu landinu, einnig á svæðum þar sem múslimar eru í minnihluta. Afr- ískir íbúar suðurhlutans gátu ekki un- að því og út brutust átök sem kostað hafa tvær milljónir manna lífið. Aðrir hagsmunir en trúardeilur hafa einnig blandast inn í átökin, ekki síst vegna olíusölu á síðustu árum. Súdan hóf að flytja út olíu árið 1999 og er hún orðin helsta útflutningsvara landsins. Gjöf- ulustu olíulindirnar eru í suðurhlut- anum og stjórnvöld hafa tekist á við uppreisnarmenn um yfirráð þeirra. Friðarviðræður milli stjórnvalda og uppreisnarmanna hófust í Kenýa fyrir tveimur árum og í lok maí náðu samninganefndir saman um grund- völl að friðarsamningum. Stjórnin í Kartúm féllst á að suðurhlutinn skyldi njóta sjálfsstjórnar í sex ár og að þeim tíma liðnum myndi fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði hans. Sunnanmenn viðurkenndu á móti að sharia-lögin skyldu gilda í norðurhlutanum. Samkomulagið fel- ur í sér að komið verði á fót 39.000 manna herliði sem skipað yrði her- mönnum úr báðum fylkingum. En óttast er að ágreiningur kunni að rísa um hagnað af olíusölu, sem á samkvæmt samkomulaginu að skiptast jafnt milli norður- og suður- hlutans. Þá hefur verið bent á að vandamál kunni að skapast vegna stöðu þriggja landsvæða á mörkun- um, sem verða undir sameiginlegri stjórn norðan- og sunnanmanna, ef suðurhlutinn ákveður í fyllingu tím- ans að lýsa yfir sjálfstæði. Samkomulagið tekur heldur ekki til átakanna í Darfur og margir óttast að þau kunni að stefna vopnahlénu í tvísýnu. Aðrir segja á hinn bóginn að unnt verði að byggja á friðarsam- komulaginu milli norðurs og suðurs til að stilla til friðar í Darfur. Hætta á hungursneyð og farsóttum Átökin í Darfur hafa leitt af sér gríðarlegt flóttamannavandamál. Að minnsta kosti 1,2 milljónir manna eru taldar hafa neyðst til að flýja heimili sín og samkvæmt mati Flóttamanna- stofnunar SÞ, UNHCR, hafa um 150.000 manns leitað skjóls í ná- grannaríkinu Chad. Þá hefst mikill fjöldi fólks við í flóttamannabúðum meðfram landamærunum og býr það við stöðuga hættu á árásum af hálfu Janjaweed-sveitanna. Konur hætta sér ekki út úr búðunum til að sækja vatn, af ótta við að verða rænt og nauðgað. Flóttafólkið skortir tilfinn- anlega húsaskjól, hreint vatn, mat og lyf, og óttast er að ástandið versni til muna nú þegar regntímabilið er hafið og hættan á farsóttum eykst. David Nabarro, yfirmaður Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, sagði frétta- mönnum á fimmtudag að 10 þúsund manns gætu dáið úr hungri og far- sóttum í þessum mánuði ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða. BBC hefur eftir yfirmanni UNHCR, Ruud Lubbers, að ástandið meðal flóttafólksins, bæði í Tsjad og við landamærin, sé hörmulegt. Stór hluti fólksins hefst við á afskekktum, harðbýlum svæðum, þar sem erfitt er að veita neyðaraðstoð, enda eru fjar- lægðirnar miklar og vegakerfið lé- legt. Lubbers segir fjárskort að auki hamla hjálparstarfi á vegum Flótta- mannastofnunarinnar. Þá kvarta alþjóðlegar hjálparstofn- anir undan óútskýrðum töfum á toll- afgreiðslu hjálpargagna og því að langan tíma taki að fá leyfi frá stjórn- völdum í Kartúm fyrir hjálparstarfs- menn til að ferðast til Darfur. Þjóðarmorð eins og í Rúanda endurtaki sig ekki Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna hægagang við að koma hjálparstarfi og friðargæslu á skrið í Súdan. Vísað er til þess að margir þjóðarleiðtogar og yfirmenn alþjóðastofnana lýstu því yfir þegar þess var minnst fyrir skömmu að tíu ár voru liðin frá þjóð- armorðinu í Rúanda að alþjóðasam- félagið mætti aldrei aftur bregðast skyldum sínum með slíku aðgerða- leysi. Kofi Annan, sem stýrði friðargæslu SÞ á þeim tíma, hefur með heimsókn- inni til Darfur í vikunni sýnt að Sam- einuðu þjóðirnar ætla ekki að leiða ástandið þar hjá sér, en hann hefur jafnframt vakið athygli á því að það sé enginn hægðarleikur að gæta friðar og sinna hjálparstarfi í Súdan. Í skýrslu til Öryggisráðsins fyrr í þessum mánuði benti framkvæmda- stjórinn á að landið væri 35 sinnum stærra að flatarmáli en Sierra Leone, þar sem Sameinuðu þjóðirnar héldu úti stærsta friðargæsluliði sínu, sem taldi 17.000 hermenn, og að kostnað- urinn við það hefði verið gríðarlegur. Annan undirstrikaði einnig að lélegt samgöngukerfi í þessu stóra, harð- býla landi og aðrar brotalamir í inn- viðum samfélagsins þýddu að friðar- gæsluliðar þyrftu að vinna við afar erfiðar aðstæður. Ein milljón manna á flótta Átökin í Darfur-héraði í Súdan hafa ekki vakið mikla athygli umheims- ins, þrátt fyrir að Sam- einuðu þjóðirnar skil- greini þau sem mestu mannúðarkrísuna í heiminum í dag. En með heimsóknum Col- ins Powells og Kofis Annans til Darfur í vik- unni kann að verða breyting þar á. Að- alheiður Inga Þor- steinsdóttir segir frá rótum átakanna og gríðarlegum flótta- mannavanda sem þau hafa leitt af sér. Reuters Kofi Annan fylgist með konum dæla vatni í Zamzam-flóttamannabúðunum í Darfur á fimmtudag. adalheidur@mbl.is                                       !        "#                !"#$ %&' ( )'*(!$++ '( !"#$  ,&$', !"#$ -!"#$ # & ( . !',$ (//0&$ +0 ++ -!"#$ # & ( . !',$ 120+!',   3 )0 -(,+   3-4 5 3   60,70 $''$ 120+08&0 7 +, )7 (//0&$ +0 ++ 89 :)0$  ;9$0 '+, "0$+ $++ * -<,+ $ %   =  ++ 89 9''$# *#+ +&  . *#  .0$ * .> ( $''$ (//0&$ +0 ++ )7 !*7 !&$ & (,,0 &0( 9 120+!>',( &  "    & '  Tíu þúsund manns gætu dáið úr hungri og farsóttum í þess- um mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.