Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 41
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 41 Tómstundaspilið í garðinn. Fyrir afmæli, ættarmót ofl . Góður leikur fyrir alla fjölskylduna. Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður • sími: 565-1533 www.polafsson.is KUBBASPIL EM fjölskyldutilboð 4 ostborgarar Stór franskar 2L kók aðeins 1890 Smábitinn Síðumúla 29 / 533 1061 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s LISTASUMARIÐ á Akureyri er haf- ið, en ekki tengjast báðar fram- kvæmdirnar sem hér verður rýnt í ótvírætt þeim árvissa gjörningi norð- anlands. Sýning listakvennanna þriggja bar hins vegar upp á opn- unardegi listasumarsins en Kenj- arnar, flokkur málmstungumynda eftir Goya, er að syngja sitt síðasta, lýkur 4. júlí, og löngu búið að gera henni drjúg skil á síðum blaðsins, lofsverð framkvæmdin rýninum þó tilefni nokkurra hugleiðinga enda þess eðlis að seint verður oflof á hana borið. Samsýningin í Ketilhúsinu, sem er kennd við kvennadaginn 19. júní, býð- ur upp á textíla, leirvasa og vatns- litamyndir eftir þær Auði Vésteins- dóttur, Sigríði Ágústsdóttur og Björgu Þorsteinsdóttur. Síðastnefnd var lengi vel þekkt stærð í málm- grafík en á síðari árum hefur hún ein- beitt sér að málverkinu og ekki síður athafnasöm á vettvangnum. Að þessu sinni sýnir listakonan röð vatns- litamynda í sama dúr og sjá mátti í sal Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu fyrir skömmu undir samheitinu Streymi. Um að ræða gegnumgang- andi og gagnsætt flæði og hryn forma og lita sem mynda samræmda heild, huglægt ferli í anda módernismans sem enn er í fullu gildi svona líkt og strangflatalistin þótt ekki geti hún talist með því heitasta á seinni tímum. Listamarkaðurinn sækir líf sitt í stöð- ugar uppstokkanir en listamenn eru ekki skyldugir til að vera hér auð- mjúkir línudansarar, blekking og misskilningur að þeir verði þarmeð ósjálfrátt fullgildir nýskapendur. Hinir fremstu láta sér fátt um finnast og halda sínu striki gegnum þykkt og þunnt, eins og berlegast kemur fram á alþjóðlegum stórsýningum og lista- kaupstefnum. Það verður því frekar sagt Björgu til hróss en lasts að hún er á meðal þeirra staðföstu sem rækta í rólegheitum sinn garð, láta breytingarnar ráðast af vinnuferlinu en síður utanaðkomandi dagskip- unum listhöndlara og annarra hags- munaaðila í útlandinu, sem margur lætur glepjast af. Árangurinn í sjálf- um sér svo annað mál, hér sýnist sitt hverjum, hvað mig snertir er hér um mjög fágað myndmál að ræða og mun vandmeðfarnara en margur ólæs á liti gerir sér grein fyrir, slíkum fjölg- ar því miður hratt í jöfnu hlutfalli við minni verklega fræðslu innan skóla- veggja. Þá er mun léttari og heillegri svipur yfir þessum myndheildum en fyrrum hefur sést til listakonunnar. Auður Vésteinsdóttir hefur á síðari árum verið í mikilli sókn í textílum sínum og er sömuleiðis einn þeirra listamanna sem flýta sér hægt og ræktar sinn garð af kostgæfni, kannski um of á stundum. Höfund- areinkennin vissulega til staðar, þótt áhrif úr ýmsum nærtækum áttum séu auðsæ, sum verkanna í háum gæðaflokki en þó fullmikið um end- urtekningar forma og lita að mínu mati, þá er það ekki nóg að stíla á sér- kenni og frávik í útfærslunni því inn- an hins sígilda ramma er líka hægt að gera byltingu. Ljúft að viðurkenna, að vefir Auðar njóta sín mjög vel í húsakynnunum og verður að telja verk hennar þungamiðju sýning- arinnar, en einhvern veginn þykist ég skynja að listakonan á meira inni og því nái hún einungis fram með því að vera ákveðnari og dálítið vond við sig, stokka meir upp í hlutunum og sýna á sér fleiri hliðar. Sigríði Ágústsdóttir þekki ég minna til enda er Akureyri starfsvett- vangur hennar og þangað kemur maður því miður ekki nema með höppum og glöppum, þá svo er komið getur það allt eins verið jafnmikið fyrirtæki og fljúga til London eða Kaupmannahafnar. Hina stóru og náttúrulegu vasa listakonunar hefur þó borið fyrir augu mín, um mjög fáguð vinnubrögð að ræða og birtingarmynd sem við getum nefnt ekta leirlist, gerandinn þar í góðum málum. Ekkert skortir á faglega útfærslu og ríka efniskennd en um frumleika er ekki að ræða, sem getur þó allt eins verið styrkur Sig- ríðar, því ef frumleiki er fyrir hendi þrengir hann sér fyrr eða síðar fram, þetta algild staðreynd og farsælast að ganga til vinnu sinnar eins og hug- urinn býður hverju sinni. Rembast ekki eins og rjúpan við staur við að vera öðruvísi, einkum ef viðkomandi er það ekki og gerir það meira af skyldurækni við tíðarandann en áskapaðri þörf. Í heildina séð er þetta upplífgandi og menningarlegt framtak og lista- konunum til sóma. Get þó ekki skilið við þessar línur án þess að benda á að bráðnauðsynlegt er að hafa aðgang að búnaði í húsinu sem gefur mynd- listarfólki möguleika á sveigjanlegri upphengingum. Við gefnar aðstæður fullkomlega vonlaust að hengja upp myndverk undir gleri á endavegg, sýningargesturinn þá í mörgum til- vikum einnig að horfa á sjálfan sig sem og sviðið í bakgrunni. Kenjarnar í heild sinni, málm- þrykkmyndaröð eins af meisturum grafíklistarinnar, Francisco Jose de Goya e Lucientes, er yfirnáttúrulegt að skoða á Akyreyri, til viðbótar í sinni upprunalegustu mynd. Trúlega gera færri en skyldi sér fulla grein fyrir því afreki að fá myndaröðina hingað, ígildi mikils háttar viðburðar í virtustu listasöfnum heimsins En það sem ég vildi í fáeinum lín- um vekja athygli hér á, er á hve ólík- an hátt fræðimenn og rithöfundar annars vegar, listamenn hins vegar nálgast slíkar myndaraðir. Hinum fyrrnefndu verður helst hin þjóð- félagslega rýni, háð og ádeila að um- fjöllunarefni og hefur svo mikið verið afkastað hér um að setja mætti sam- an í þykka doðranta. Hins vegar vill hitt falla í skuggann sem eftirkom- endum finnst aðalatriði, með allri virðingu fyrir allri söguskoðun og gegnumgangandi ádeilu á ófrið- artímum. Hér átt við sjálfa útfærsl- una, hina úrskerandi yfirburðatækni og skynrænu hugljómun að baki. Tækni er þó aldrei fullnægjandi ef ímyndunaraflið og hugljómunina skortir, en sé allt þrennt fyrir hendi eru gerendur í farsælum málum, hér þarf allt að vera í jafnvægi, ekkert getur án hins verið, hið sama má segja um fortíð, nútíð og framtíð. Lífsmögnin þurfa á öllu þessu þrennu að halda, ekkert einangrað atriði æðra hinu, síst eftir uppgötvun kalda atómsins sem umturnar viðteknum skilningi á svo mörgum fyrirbærum. Vakin athygli þessu hér á, vegna þess að Goya var öðru fremur snillingur í útfærslu verkefna sinna, allt helst í hendur; raunsæi á samtímann, allar hliðar hans, óþrjótandi sköpunar- gleði, óaðfinnanlegt handverk og ný- sköpun í tækni. Goya ennfremur einn hinna fyrstu er hagnýttu sér stein- þrykkið og hafði slíka innsýn á graf- ísku tæknina og viðfangsefni sín að hann gat séð hina endanlega útkomu á pappírnum fullkomlega fyrir sér. Nægði þannig að vinna í málmplöt- una og varðveita til vinnslu og þrykk- ingar síðar, þannig haft fyrir satt að sjálfur hafi hann ekki séð þrykk sumra málmætinga sinna á lífanda lífi, sem þó eru óviðjafnanleg snilld- arverk, allt í eðlilegum og náttúru- legum skorðum. Summan af þessu er að skoðandinn á ekki einungis að einblína á eðli og vægi frásagnarháttarins í hverri mynd fyrir sig heldur umfram allt sjálfa útfærsluna, samspil allra eðl- isþátta myndflatarins, ljós, skugga, blæbrigðaríkdóm þar á milli og línu- spil. Umfram allt óútskýranlegan sköpunarkraftinn að baki og hinu myndræna inntaki. Dagstund á Akureyri Vefir eftir Auði Vésteinsdóttur. MYNDLIST Akureyri Ketilhúsið og Listasafnið eru opin kl. 12–17. Lokað mánudaga. KETILHÚSIÐ: ÞRJÁR LISTAKONUR LISTASAFNIÐ: KENJARNAR Bragi Ásgeirsson Náttúrulegir leirvasar Sigríðar Ágústsdóttur. Sjálfsmynd Francisco Jose de Goya e Lucientes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.