Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. VEGFARENDUR í miðbæ Reykja- víkur voru vel búnir í votviðrinu í gær þar sem sjá mátti regnhlífar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir sem ætla að bregða sér af bæ í dag ættu ef til vill að fylgja fordæmi þeirra því spáð er áframhaldandi rigningu á suðvesturhorni landsins. Morgunblaðið/Ásdís Regnhlífaveður á suðvesturhorninu ÞAÐ er hallærislegt að vera lengi að skrifa sms eða hringja í foreldra sína en flott að hanga í sím- anum og vera fljót/-ur að skrifa sms. Þetta var meðal svara sem Kristín Lilliendahl fékk í athug- un sinni á farsímanotkun 30 nemenda í 9. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Krist- ínar var úrtakið lítið og því erfitt að álykta út frá könnuninni en engu að síður komi þar fram atriði sem vert sé að gefa betri gaum. Kristín skrifar grein um notkun farsíma í nýj- asta tölublað Skímu, málgagns móðurmálskenn- ara. Þar segir hún meðal annars frá því að rann- sóknir á notkun farsíma meðal unglinga hafi leitt í ljós að hún er mismunandi eftir aldri. Til dæmis er farsíminn nokkurs konar stöðutákn í 7. og 8. bekk, félagsmiðstöð í 9. bekk en lífsnauðsyn fyrir ung- linga í 10. bekk. Kristín telur að mögulegt sé að nýta farsíma við kennslu og þá sérstaklega í ís- lenskukennslu. Hún bendir á að með sms-skila- boðum hafi þróast nýtt samskiptamál sem sé eins konar blanda af táknum og hefðbundnu ritmáli í styttu formi enda mikilvægt að koma skilaboðum frá sér með sem fæstum stafabilum. Þurfa að hafa góð tök á málinu Kristín álítur þetta skemmtilega nýjung og að það þurfi færni í stafsetningu og ríkan orðaforða til að geta beitt málinu á þennan hátt um leið og ákveðin nýsköpun á sér stað. „Þetta verður nokk- urs konar keppni í færni; að beita málinu og stytta það. Ég held við getum nýtt símana heilmikið í samskiptum við nemendur og ég held það hjálpi til við lestur, ritun og stafsetningu. Ég er jafnframt viss um að í gegnum símann og Netið fá krakkar sem eiga á hættu að einangrast, t.d. vegna fötl- unar, tækifæri á samskiptum sem þau annars hefðu ekki möguleika á,“ segir Kristín og bætir við að sums staðar séu kennarar farnir að aflétta banni við farsímanotkun í skólastofum og farnir að nota símana markvisst til náms og kennslu. Að sögn Kristínar virðast foreldrar sjaldnast fylgjast með farsímanotkun barna sinna. Áður var hins vegar auðvelt fyrir foreldra að fylgjast með félagsskap barnanna enda fóru samskipti mikið fram í gegnum heimasíma. „Heimur unglinga og foreldra þeirra er mun meira aðgreindur en æskilegt og eðlilegt er,“ segir Kristín. Nýtt samskiptamál með farsímanotkun að þróast meðal unglinga Hallærislegt að vera lengi að skrifa sms-skilaboð ÞRETTÁN flugstjórar sem áður fyrr flugu DC-3 flugvélinni Gljáfaxa, TF-ISH, sem var lengi í eigu Flugfélags Íslands, hittust á dög- unum og rifjuðu upp gamlar minningar. Vélin heitir núna Páll Sveinsson og er notuð til áburðarflugs og enn er það kjarni þessara reyndu flugmanna sem sinna áburðarfluginu sem reyndar hefur dregist nokkuð saman á síð- ustu árum. Flugstjórarnir minntust þessarar vinsælu flugvélar, þar sem þeir áttu oft ógleymanlegar stundir við stjórnvölinn, í blíðu og stundum stríðu. Efri röð frá vinstri: Ólafur Indriðason, Brynjúlfur Thorvaldsson, Sigurður Haukdal, Geir Gíslason, Henning Bjarnason, Rúnar Guð- bjartsson og Jón R. Steindórsson. Neðri röð frá vinstri: Jóhannes R. Snorrason, Smári Karls- son, Skúli Magnússon, Snorri Snorrason, Vikt- or Aðalsteinsson og Bragi Norðdahl./15 Minntust liðinna daga ALGJÖR breyting hefur orð- ið á því að sjá máva á höf- uðborgarsvæðinu miðað við undanfarin 10–20 ár. Segir Æv- ar Peter- sen fugla- fræðingur að þetta hafi ekki þekkst hér áður fyrr en tengist gríðar- legri fjölgun sílamávsins. Hann sé mjög áræðinn og sæki miklu frekar en aðrar mávategundir inn til bæja og sé þetta mikil breyting sem komi til vegna úrgangslosun- ar mannsins. Mislíki mönnum þetta verði þeir að líta í eigin barm./8 Sílamávi fjölgar GREINA má breytingar í setninga- gerð færeysku í átt frá íslensku til annarra norrænna tungumála að því er fram kemur í samtali við dr. Höskuld Þráinsson, prófessor í ís- lensku við HÍ og aðalhöfund nýút- kominnar ríflega 500 blaðsíðna handbókar um færeysku, „Faroese, An Overview and Reference Grammar“. „Færeysk setningagerð hefur ver- ið að breytast og þá kannski í átt frá íslensku til annarra norrænna tungumála. Að sumu leyti má því segja að ýmis atriði í máli eldra fólks séu lík íslensku en atriði í máli yngra fólksins hafi tilhneigingu til að líkj- ast meira dönsku, sænsku og norsku,“ segir Höskuldur í viðtalinu. Þar kemur m.a. fram að Færey- ingar hafi leitað álits Jóns Sigurðs- sonar á því hvernig best væri að haga samræmdri færeyskri stafsetn- ingu. Færeyska að fjarlægj- ast íslensku  Íslendingar fyrirmynd/18 ALÞINGI kemur saman á mánudaginn klukkan 15 til þing- funda vegna lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl- miðlalögin, að því er fram kemur á vef Alþingis. Illugi Gunnarsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að rík- isstjórnin héldi áfram undirbún- ingi að frumvarpinu um helgina en enginn ríkisstjórnarfundur hafði verið boðaður þegar Morg- unblaðið fór í prentun. „Það eru ýmis atriði sem þarf að taka afstöðu til. Menn vilja vanda þessa lagasmíð enda skiptir miklu máli að hún sé vel úr garði gerð. Það er því ekkert óeðlilegt að það taki tíma að ganga frá henni, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki langt síðan starfshópurinn, sem fór yfir hina lögfræðilegu hlið máls- ins, skilaði áliti sínu,“ segir Ill- ugi. Alþingi kemur saman á mánudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.