Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 23 NOKKUÐ hefur verið um það fjallað að undanförnu hvernig haga beri þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl- miðlalögin, sem Alþingi samþykkti hinn 21. maí síðastliðinn. Eins og vant er sýnist sitt hverjum, en merkilegt nokk virðast skoðanir manna á því skipast á afar svipaðan hátt og af- staðan til laganna. Greinarhöfundur er þeirrar skoðunar, að til þess að hnekkja lögum frá Alþingi þurfi að koma til óyggjandi vilji meirihluta þjóðarinnar: að löggjafarvaldið sé ekki tekið af æðstu stofnun þjóðarinnar nema meirihlutinn sé örugglega á móti. Í því skyni dugir ekki að setja skilyrði um kjör- sókn, því það felur í sér hættuna á að minnihluti þjóðarinnar geti ónýtt meirihlutavilja réttkjörins Alþingis. Það leikur enginn vafi á að meiri- hluti var fyrir samþykkt laganna frá Alþingi og því má enginn vafi leika á því að það sé meirihluti þjóðar, sem hnekki þeim að tillögu forseta. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að 50% kosningabærra manna og einum betur felli þau úr gildi. And- stæðingar fjölmiðlalaganna – sem af tilviljun eru hinir sömu og telja að ekki þurfi frekari reglur um þjóð- aratkvæðagreiðslu um landslög en skoðanakannanir um hundahald – telja þetta fráleitt og jafnvel stjórn- arskrárbrot. Furðulegt dæmi um þetta birtist í lögfræðiáliti Daggar Pálsdóttur og Hróbjarts Jónatanssonar, sem unnið var að beiðni leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, þar sem því er haldið fram að í ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur séu engin skilyrði, ef frá séu talin þau skilyrði sem fram komi í 81. greininni, en í þeirri grein segir að stjórnarskráin öðlist gildi „þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í land- inu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau“. En er það svo, að slík ákvæði finnist ekki víðar? Í stjórnarskránni er vikið að kosningum til Alþingis (33. gr.) og for- setakjöri (5. gr.) og þar er fjallað um kosninga- réttinn, sumsé að menn hafi rétt til þess að kjósa í þeim kosningum að uppfylltum skil- yrðum um ríkisborg- ararétt, aldur o.s.frv. En í 81. greininni kveð- ur við annan tón og sér- staklega tekið fram að til þurfi meiri- hluta allra kosningabærra manna. Ekki meirihluta þeirra, sem nýta kosningaréttinn; heldur meirihluta allra, sem mega kjósa. Hvar skyldum við nú finna sam- svarandi orðalag? Jú, ótrúlegt en satt, það gerum við í 26. greininni margfrægu. Þar segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Sama er upp á teningnum í 2. máls- grein 79. gr. þar sem fjallað er um breytingu kirkjuskipanar ríkisins, en þar er greinilega talið vissara að öruggur meirihluti kosningabærra sálna sé að baki samningsslitum þeg- ar almættið á í hlut. Á hinn bóginn er í 3. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar vikið að annarri tegund þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar segir: „Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Þar er ekki talað um alla kosningabæra menn, heldur að meiri- hluti atkvæða skuli ráða. Ef í stjórn- arskránni fælist sú skýring, sem lög- mennirnir tveir vilja trúa, um 26. greinina, hefði það auðvitað verið orð- að á sama hátt og í 11. grein. Svo er bara ekki. En af því þeir vilja trúa leggjast þeir í afar langsóttar burt- skýringar í stað þess að lesa einfald- lega stjórnarskrána og hlíta henni. Má þetta skýrara vera? Í venjuleg- um kosningum ræður meirihluti þeirra, sem vilja nýta kosningarétt- inn. En sum málefni eru þess eðlis, að gerð er krafa um það að meirihluti allra kosningabærra manna ráði. Ónýting laga frá Alþingi að tilstuðlan forseta er eitt þeirra og fyrirmæli stjórnarskrárinnar um kosninga- tilhögunina liggja ljós fyrir. Þá þarf meirihluta kosningabærra manna til en ekki aðeins atkvæði stærri minni- hlutans. Meirihluti manna ráði Andrés Magnússon skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslur ’Sum málefni eru þesseðlis, að gerð er krafa um það að meirihluti allra kosningabærra manna ráði.‘ Andrés Magnússon Höfundur er blaðamaður. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 862 1350 898 8226 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 663 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarás Bisk. Hjörtur Freyr Sæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 862 1286 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Rómantískur rúmfatnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.