Morgunblaðið - 04.07.2004, Page 9

Morgunblaðið - 04.07.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 9 ÚTGJÖLD ríkissjóðs og fjárfesting- ar á fyrsta fjórðungi ársins námu 68,3 milljörðum króna og voru um 1,36 milljörðum króna meiri en rekstrartekjur sama tímabils sem námu 66,9 milljörðum. Tekjur sveitarfélaganna voru rúmur 21 milljarður og tekjujöfnuð- ur þeirra var því neikvæður um 0,6 milljarða sem aftur þýðir að tekju- jöfnuður hins opinbera í heild var neikvæður um tæpa tvo milljarða króna eða 2,2% af tekjum. Tekjur ríkis 64,6 milljarðar Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands en allar þessar tölur eru bráðabirgðatölur á svokölluðum rekstrargrunni, svipað og tíðkast í uppgjörum fyrirtækja, en ekki á greiðslugrunni eins og mánaðarleg- ar tölur frá ríkissjóði. Sambærilegar tölur á rekstrargrunni frá fyrsta árs- fjórðungi í fyrra liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu og fjármálaráðuneyti. Þetta er í fyrsta sinn sem Hag- stofan birtir samandregið talnaefni yfir fjármál ríkis og sveitarfélaga á rekstrargrunni innan ársins en framvegis, segir í frétt Hagstofunn- ar, verður þetta efni birt ársfjórð- ungslega. Talnaefni þetta er meðal annars unnið vegna þeirra alþjóð- legu skuldbindinga sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á sig í tengslum við EES-samninginn.Tölurnar frá sveitarfélögunum byggjast á úrtaki sjö sveitarfélaga með 50% íbúafjöld- ans og hefur það úrtak verið fært upp til heildar. Tekjur ríkissjóðs námu alls 64,6 milljörðum króna króna samkvæmt greiðsluuppgjöri fjármálaráðuneyt- isins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins en gjöldin námu þá 65 milljörðum króna og var þá tekið fram að færsla gjalda væri nær rekstrargrunni en áður en tekjur ríkissjóðs væru hins vegar gerðar upp með sama hætti og áður. Útgjöld ríkisins 1,3 millj- örðum meiri en tekjur BÚIÐ er að koma upp girðingum á hafnarsvæðinu á Eskifirði og að sögn hafnarstjórans, Sigurþórs Hreggviðssonar, er verið að taka nýjan búnað í notkun og auka ör- yggi á hafnarsvæðinu. „Það má segja að hafnarsvæðið sé orðið víggirt,“ segir Sigurþór og bætir því við að von sé á nýjum einkennisbúningum innan skamms. „Við bíðum spenntir eftir búningunum og munum eflaust taka okkur vel út í þeim,“ segir Sigurþór að lokum þar sem hann stóð á verði við hliðið á hafn- arsvæðinu á meðan verið var að losa m/s Goðafoss.Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hafnar- svæðið orðið víggirt Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.