Morgunblaðið - 04.07.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 04.07.2004, Síða 22
UMRÆÐAN 22 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER jafnaðarmaður og hef sem slíkur miklar áhyggjur af þeirri dásamlegu hugsjón. Augljósasta ástæðan er uppgangur frjálshyggj- unnar hér á landi og annars staðar í hinum vestræna heimi. Ég geri mér grein fyrir því að ríkisstjórnirnar sem drífa þessa þróun áfram eru kosnar í lýð- ræðislegum kosn- ingum, sem þýðir að meirihlutinn vill þessa þróun. Hér á landi er krafa um samdrátt í op- inberum rekstri og skattalækkanir, sem á endanum mun þýða samdrátt í velferð- arkerfinu. Ein- staklingshyggjan virð- ist hafa skotið tryggum rótum hér á landi. Áhyggjur mínar rista hins veg- ar enn dýpra og varða jarðveginn sem jafnaðarstefnan er sprottin úr. Hugmyndafræðilegur grundvöllur stjórnmálalegrar umræðu undanfar- inna alda hefur fyrst og fremst verið heimspekilegur. Frá tímum upplýs- ingarinnar hefur þessi umræða einn- ig að einhverju leyti litast af því sem gerðist í raunvísindunum á hverjum tíma. Skýrasta dæmið um þetta er hvernig jafnt hægri- og vinstrimenn notuðu þróunarhugmyndir Darwins til þess að réttlæta hugmyndir sínar. Á ofanverðri 19. öld gátu hægriöflin einnig nýtt sér mannkynbóta- hugsjónina, sem fékk byr undir báða vængi árið 1900 er lögmál Mendels voru enduruppgötvuð. Hugmynda- fræði mannkynbótasinna var í stuttu máli á þá leið að allt mannlegt atferli væri arfgengt og myndaði þessi hugmynd grunn- inn að mannkynbóta- lögum í Evrópu og Am- eríku á fyrri hluta 20. aldar. Þetta hafði mikil áhrif á opinbera stefnu- mótun í félags- og heil- brigðismálum, eins og mannkynbótalögin (1938) hér á landi sýndu vel. Í kjölfar grófrar mis- notkunar þýskra nas- ista á erfðahyggjunni var mann- kynbótastefnan gerð útlæg í Vestur-Evrópu og Ameríku. Við tók algjör andstæða erfðahyggjunnar, svo kölluð atlætishyggja, er fól í sér að allt mannlegt atferli væri mótað af umhverfinu sem einstaklingurinn er sprottinn úr. Til marks um hve mik- ilvægt þótti að breiða út atlæt- ishyggjuna má nefna að UNESCO studdi yfirlýsingar frægra raun- og félagsvísindamanna í þá veruna. At- lætishyggjan hafði hins vegar skotið föstum rótum í Rússlandi í kjölfar byltingarinnar 1917. Marx og Engels voru báðir á því að mannlegt eðli væri ekki til og að mótun einstaklingsins færi algjörlega fram í samfélaginu, sem fól í sér að flutningur líf- fræðilegra hugmynda yfir í fé- lagsvísindin er merkingarlaus, eins og Lenin benti á. Þetta er í grófum dráttum sú hugmyndafræði sem mót- að hefur rannsóknir í félags- og hug- vísindum og opinbera stefnumótun á Vesturlöndum frá stríðslokum. Hún á sér styrkar rætur í hugsjónum marx- ismans og liggur til grundvallar vel- ferðarhugsjóninni. Árið 1975 hélt erfðahyggjan hins vegar aftur innreið sína inn í háskóla- samfélagið með tilkomu félagslíffræði E.O. Wilsons, sem olli gríðarlegum deilum milli fylgismanna erfða- og at- lætishyggju. Frægustu gagnrýn- endur Wilsons voru marxistarnir S.J. Gould, S. Rose, R. Lewontin og fleiri, sem voru „sammála um gildi þess að búa til samfélag, sósíalískt samfélag, þar sem meira jafnrétti ríkir. Að þeirra mati stóð félagslíffræðin í vegi fyrir þessari hugsjón. Þetta pólitíska eðli deilunnar skyggði hins vegar á mun djúpstæðari deilu um góða rann- sóknarhætti í raunvísindum. Á þetta bendir félagsfræðingurinn U. Seg- erstråle í nýrri bók um félagslíf- fræðideiluna, enda töldu Lewontin og félagar erfðahyggju Wilsons „slæm vísindi“. Þrátt fyrir kröftuga mótspyrnu hafa hugmyndir Wilsons seytlað inn í vísindasamfélagið. Skilgetin afkvæmi hans, þróunarsálfræði og atferl- iserfðafræði, eru í dag sammála um að „allt mannlegt atferli sé arfgengt“ og að „áhrif þess að alast upp í sömu fjölskyldunni séu minni en áhrif gen- anna“, sem aftur leiðir til þess „að samtíma rannsóknir í félagvísindum séu ótúlkanlegar ef þær innlima ekki áhrif erfðafræðilegs breytileika inn í útskýringalíkönin“. Ef þessar nið- urstöður, sem koma úr tveimur ný- legum yfirlitsgreinum, eru réttar er þáttur umhverfisins í að móta atferli okkar miklu minni en stjórnmála-, vísinda- og fræðimenn töldu sjálfum sér og okkur hinum trú um á síðari hluta tuttugustu aldar. Af þessu leiðir að stefnumótun í mennta- og fé- lagsmálum hefur að einhverju leyti byggst á röngum forsendum, sem og hugmyndafræðilegur grundvöllur jafnaðarstefnunnar, ef þetta reynist rétt. Ég segi „ef“ því enn eru þessar niðurstöður mjög umdeildar og póli- tískt viðkvæmar. Undanfarnar vikur hef ég lesið mikinn fjölda vísindagreina um tengsl erfða og atferlis og ber þar allt að sama brunni; genin stjórna miklu um það hvernig gáfum okkar, per- sónuleika, hegðun og fleiru er háttað. Sem atlætissinna og jafnaðarmanni varð ég fyrir miklu áfalli við þennan lestur og hvet ég því alla þá sem annt er um þessar hugsjónir að opna aug- un því við gætum þurft að endur- skoða kjarnann í hugsjón okkar, eins og heimspekingurinn Peter Singer gerði nýlega tilraun til í umdeildri bók. Ég er ekki að segja að til þessa muni koma, en í ljósi genavæðing- arinnar sem nú gegnsýrir vestræn samfélög er rétt að vera vel á verði. Er jafnaðarstefnan líffræði- lega ómöguleg? Steindór J. Erlingsson skrifar um jafnaðarmennsku ’Þrátt fyrir kröftugamótspyrnu hafa hug- myndir Wilsons seytlað inn í vísindasamfélagið.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. NÚ LIGGUR fyrir skýrslan Stefna og starfsáherslur þjóðkirkj- unnar 2004–2010 sem er afrakstur stefnumótunarvinnu innan þjóðkirkj- unnar sem fram fór á síðasta ári. Stefnumótun sem þessi er ný af nálinni í starfi kirkjunnar og komu að henni hundruð manna, bæði prestar, starfsfólk kirkjunnar og leik- menn. Hún ætti því að endurspegla bæði óskir og almennan vilja þeirra sem vinna innan kirkjunnar og með henni starfa. Ég fagna þessari mikilvægu stefnumótun og þakka fyrir hana en um leið langar mig að benda í einlægni á atriði sem mér finnst mjög mikilvæg og ég hefði vilj- að sjá þar. Kirkjuna skortir spádómsgáfu Í stefnumótuninni er ekkert fjallað um hvers konar samfélag það er sem kirkjan mun starfa í á næstu sjö árum og þá við hvers konar aðstæður borg- arar þess búa. Þar er ekkert fjallað um mögulega framtíð, hvorki heims- ins, þar sem stríð og hryðjuverk ógna lífi margra og ofbeldi og misrétti fer vaxandi, né hins íslenska samfélags þar sem m.a. fjölmenning mun óhjá- kvæmilega verða ríkjandi á komandi árum. Skýrslan er fremur tæknilegs eðlis, ef það má orða það svo, og ekki alltaf hugað að því umhverfi og sam- félagi sem kirkjan starfar í eða mun starfa í. Svo ég taki dæmi um þetta get ég nefnt markmið þar sem segir að þjóð- kirkjan vilji ,,stuðla að varðveislu ís- lensks menningar- og trúararfs í samvinnu við stofnanir og aðra er sinna þeim málum“ sem að sjálfsögðu er gott og gilt. Hins vegar hefði mér fundist eðlilegt, með hliðsjón af þróun fjölmenningar hér á landi, að í skýrsl- unni væri einnig að finna markmið eins og: ,,Kirkjan vill styrkja við fjöl- menningu í íslensku samfélagi og stuðla þar að góðu sambýli ólíkra trúarbragða.“ Almennt þykir mér sem kirkjuna skorti spádómsgáfu í stefnumót- uninni, í þeirri merkingu að segja fyr- ir um hvernig ætla má að íslenskt samfélag þróist á þessu árabili. Það er mikilvægt hlutverk kirkjunnar og raunar sérhvers krist- ins manns að sjá fyrir þann vilja Guðs sem ekki kann að hafa ræst og óska eftir því að sá vilji verði. Það er spá- dómsgáfa í stuttu máli og er raunar einn af grunnþáttum trúar okkar, samanber orðin í bæninni Faðir vor: ,,Verði þinni vilji svo á jörðu sem á himni.“ Kristin þjóð og þjóð- kirkjan En hvers vegna skyldi vera skortur á slíkri spádómsgáfu við stefnumót- unina og jafnvel í þjóðkirkjunni sjálfri? Ástæðan liggur ef til vill í því að lengi vel játaði nánast öll íslenska þjóðin kristna trú og að samfélagið hefur þróast, með hin kristnu gildi að leiðarljósi, í þá átt að almennt er við- urkennd ákveðin verkaskipting á milli burðarása samfélagsins. Þannig hefur þótt við hæfi að einskorða stjórnmál við Alþingi, láta sérstakar stofnanir sjá um framkvæmd velferð- armála og kirkjuna um trúarlegar at- hafnir. Nú veit ég ekki hvort þessi rök séu gild en ég tel að þetta gæti verið ein ástæða þess að kirkjan hef- ur að mestu leyti kosið að standa utan við stjórn- og samfélagsmál og taka þar afstöðu. Það er hins vegar mín skoðun að trú okkar varði öll svið samfélags og mannlífs og hún hefur jafnframt áhrif á viðhorf okkar til heimsins. Kirkjan ætti því að virkja spádómsgáfu sína, skoða samfélagið og reyna að sjá fyr- ir nánustu framtíð og þá móta hana, t.d. með því að taka afstöðu til hennar eins og hægt er. Þess eru mörg dæmi í sögunni um að kirkjur hafi tekið afstöðu, mót- mælt og barist gegn samfélagsþróun sem ekki var í samræmi við hin kristnu gildu. Þannig hafnaði þýska játningakirkjan nasismanum og svertingjakirkjurnar í Bandaríkj- unum kynþáttamisrétti og Galíleu- kirkjan helgaði sig lýðræðisbaráttu í Suður-Kóreu. Þessar kirkjur sýndu heiminum hvaða þýðingu og áhrif kristin trú getur haft. Dæmin eiga samt ekki að sýna „starfsemi kirkj- unnar á samfélagssviði“, heldur trú kristinna manna á sjálfa sig og spá- dómsgáfu kirkna þeirra. Slík spá- dómsgáfa, sem lyftir sér yfir ein- staklingshyggjuna og kemur okkur í samband við raunveruleikann eins og hann birtist í mismunandi sam- félögum, skiptir máli. Hér á ég ekki við að ætíð skuli blanda saman trú og samfélagsmálum sem hljóta samt stundum óhjákvæmilega að skarast. Það sem ég á við er að í trú okkar á Jesú Krist kristallast ákveðið viðhorf til náungans, hvar sem er í heiminum og að tilvera okkar verður ekki að- skilin frá tilveru náungans. Sögur í Biblíunni Miskunnsama samverjinn eða Matarborðið Jesú við ,,syndara“, fjalla þannig ekki um ,,kærleiksþjónustu kirkjunnar“ eða ,,velferðarþjónustu“ hennar. Þær kenna okkur um trúna sjálfa, það er að leita eftir vilja Guðs og óska eftir að taka þátt í birtingu hans. Þær spurningar sem við í kirkjunni ættum að spyrja okkur sjálf, í fram- haldi af þessari hugleiðingu, eru: Hvernig við lítum á eigin trú okkar, hvaða væntingar við höfum til kirkj- unnar og hvernig við viljum iðka trú okkar innan sem utan kirkjunnar? Lokaorð Kirkjan og sérhver kristinn maður stendur sífellt frammi fyrir já-i eða nei-i Guðs til heimsins okkar. Spá- dómsgáfan felst í því að hlusta á þessi já og nei. Ef við erum búin að týna gáfunni verðum við að finna hana aft- ur. Stefna þjóðkirkjunnar og spádómsgáfan Toshiki Toma skrifar um mál- efni innflytjenda ’Spádómsgáfan felst íþví að hlusta á þessi já og nei.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. FÆKKUN kvenna á Alþingi Ís- lendinga í kosningunum fyrir ári úr 20 í 19 var áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Það liggur ljóst fyrir að stjórn- málaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun, t.a.m. skipti Sjálfstæð- isflokkur út þremur reyndum þingkonum fyrir þrjá unga frjáls- hyggjumenn með upp- stillingum fyrir próf- kjör og það var ótrúlegt að engin kona skyldi leiða framboðs- lista í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins. Breytingar á ríkisstjórninni á þessu ári bæta þó hlutfall kvenna í hópi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en leiðtogar flokksins hefðu engu að síður getað gert enn betur enda úr fjölda hæfra kvenna að velja í flokknum svo sem annars staðar. Eftir síðustu þingkosningar þótti þó ýmsum vera til bóta að meðal- aldur þingmanna hefði lækkað veru- lega. Af átján þingmönnum sem sett- ust á Alþingi í fyrsta sinn voru fjórtán fæddir eftir 1960 en þar af að- eins tvær konur. Það voru því fyrst og fremst ungir karlar sem lækkuðu meðalaldurinn. Af umræðum að dæma, bæði eftir kosningar sl. vor og nú í kjölfar ummæla dóms- málaráðherra um jafnréttislögin, virðist sem aldur megi vega þungt, en ekki kynferði. Erum við virkilega sammála um það, að reynsla og sjón- armiðs ungs fólks skipti meira í ís- lenskri stjórnsýslu en reynsla og sjónarmið kvenna? Konur verði metnar að verðleikum Það er brýnt að veita stjórnarflokk- unum ákveðið aðhald, nú þegar breytingar eru fyrirsjáanlegar varð- andi skipan í ráðherraembætti nýrr- ar ríkisstjórnar. Hver verður hlutur kvenna í þeirri ríkisstjórn? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í ráðherraembætti og meta hana að verðleikum. Það liggur fyrir hjá Sjálfstæð- isflokki að Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir verður áfram mennta- málaráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir verður umhverf- isráðherra og Sólveig Pétursdóttir verður forseti Alþingis. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar ekki upplýst um fyrirhugaða skipan í ráðherrastóla. Talið er lík- legt að Valgerður haldi embætti iðn- aðar- og viðskiptaráðherra. Það ligg- ur fyrir að flokkurinn missir umhverfisráðherraembættið og þá er látið sem það sé alveg sjálfsagt að Siv víki úr ríkisstjórn. En er það svo? Er ekki eðlilegt að einhver karlráðherra flokksins víki? Þeir hafa hvorki meiri þing- reynslu né fleiri atkvæði á bakvið þingsæti sitt með þeim hætti að ráð- herradómur þeirra sé sjálfgefnari en kvennanna í þingliði Framsóknarflokksins. Bent er á að Siv og Jón- ína Bjartmarz leiddu báðar lista í sínum kjör- dæmum, í tveimur af stærstu kjördæmum landsins. Skiptir það ekki máli núna í stjórn- málum eins og það hef- ur gert þegar karlar hafa átt sjálfsagðan rétt til ráðherrasætis? Á ekki að meta þessar reyndu alþingiskonur að verðleikum? Það er næsta víst að ef að valið stæði á milli reynslumeiri karls og reynsluminni konu þá þætti sjálfsagt að hún viki fyrir þeim eldri og reyndari, hvað þá ef tekið væri til- lit til stöðu á framboðslista. Konur standi vörð um hlut kvenna Þáttur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Konur eldast greini- lega verr í pólitík en karlar ef þær komast að á annað borð. Það er oft vitnað til þess að eldri stjórn- málamenn hafi öðlast „dýrmæta reynslu“. Konur virðast hins vegar vera reynslulausar fram á graf- arbakkann og þær virðast aldrei vera á réttum aldri, eru ýmist of ungar eða of gamlar. Við konur og aðrir jafnréttissinnar þurfum að hvetja og styrkja þær konur sem eru að berj- ast við karla um pólitískar valdastöð- ur, hvar í flokki sem þær standa, og láta í okkur heyra þegar ekki er talið nauðsynlegt að gæta kynjasjón- armiða eins og annarra við skipun ríkisstjórnar. Og það eina sem við þurfum að spyrja að núna, er hverjar fá ráð- herrastóla? En ekki hvort gert sé ráð fyrir þingkonum Framsóknarflokks- ins við skipan ríkisstjórnar með sama hætti og þingkörlum, því að svarið við þeirri spurningu getur ekki verið annað en já. Hverjar fá ráð- herrastóla? Þorbjörg Inga Jónsdóttir fjallar um skipan í ráðherraembætti Þorbjörg Inga Jónsdóttir ’Þáttur kvennaí stjórnmálum er ennþá óeðli- lega rýr og end- urspeglar ekki samfélagið.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og formaður Kvenréttindafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.