Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F æreyingar hafa að ýmsu leyti tekið sér Íslendinga til fyrir- myndar í tengslum við færeysk- una. Gott dæmi um slíkt er að Færeyingar leituðu álits Jóns Sigurðssonar á því hvernig best væri að haga samræmdri fær- eyskri stafsetningu á sínum tíma. Mér fannst skemmtileg tilviljun að ég skyldi einmitt sitja í Jónshúsi þegar ég skrifaði þennan kafla,“ segir dr. Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, og hampar nýútkominni handbók um færeysku eftir sjálfan sig og þrjá færeyska meðhöfunda, Hjalmar P. Petersen, Jógvan í Lon Jacobsen og Zakaris Svabo Hansen. Handbókin er gefin út af Føroya Fróðskaparfelaginu undir heitinu „Faroese, An Overview and Reference Gramm- ar“. Höskuldur segist lengi hafa grúskað í fær- eysku. „Málfræðingar fást mikið við að bera saman tungumál, bæði skyld mál og óskyld. Færeyska liggur að ýmsu leyti á milli íslensku og hinna norrænu tungumálanna og því er for- vitnilegt að skoða hvað er líkt og ólíkt með henni og hinum tungumálunum,“ segir hann og bend- ir á kenningu um áhrif beygingakerfisins á orðaröðun innan setninga. „Algeng skoðun meðal málfræðinga er að ríkulegar beygingar stuðli að frjálsari orðaröð. Minni beygingar valdi því að treysta verði á orðaröðina til að sjá til dæmis hvað sé frumlag og andlag í setning- unni. Áhugavert er að kanna þessar tilhneig- ingar í færeysku vegna skyldleika hennar ann- ars vegar við íslensku og hins vegar við önnur norræn tungumál. Fallbeygingarnar í fær- eysku eru svipaðar og í íslenskunni. Aftur á móti eru sagnbeygingarnar talsvert einfaldari.“ Átta ára ferli Vinnan við verkið hefur staðið yfir í um átta ár. „Ég fékk styrk til að bera saman færeysku og íslensku úr Rannsóknasjóði árið 1995. Verk- efnið fólst reyndar aðallega í samanburði á setningagerð tungumálanna. Eftir að ég hófst handa við verkið komst ég fljótt að því að upp- lýsingar um færeysku voru af skornum skammti. Einu ítarlegu mállýsinguna var í rauninni að finna í bókinni An Introduction to Modern Faroese eftir Lockwood frá árinu 1955. Engar endurbætur höfðu verið gerðar á bók- inni þrátt fyrir að hún hafi verið endurprentuð nokkrum sinnum. Mállýsingin er ákaflega vel unnin þótt hún sé takmörkuð og löngu orðið tímabært að skoða tungumálið á nýjan leik.“ Hugmyndin að heildstæðri handbók í fær- eysku kviknaði árið eftir. „Ég komst að því að tveir Færeyingar hefðu unnið um 70 blaðsíðna drög að kennslubók eða handbók í færeysku fyrir norræn sumarnámskeið í Færeyjum. Megininntakið fólst í lýsingu á hljóð- og beyg- ingarkerfi tungumálsins. Auk þess var tæpt á málsögu og mállýskum færeyskunnar,“ segir Höskuldur og segir ekkert hafa verið fjallað um setningafræði í drögunum. „Ég stakk því upp á því við höfundana Hjalmar P. Petersen og Jógvan í Lon Jacobsen að við myndum einfald- lega leggja saman í ítarlega handbók um fær- eysku. Tvímenningarnir tóku erindi mínu vel og seinna bættist þriðji Færeyingurinn, Zakaris Svabo Hansen, í hópinn.“ Tútnaði út „Við reiknuðum aldrei með að vera svona lengi að skrifa bókina,“ viðurkennir Höskuldur. „Ferlið tók einfaldlega þennan tíma. Stærstur hluti bókarinnar var tilbúinn árið 1998. Nokkrir fræðimenn tóku að sér að fara yfir textann sama ár. Við fórum í framhaldi af því yfir at- hugasemdir frá þeim og prófuðum bókina á nemendum á færeyskunámskeiðum bæði hér heima, í Þýskalandi, Svíþjóð og Færeyjum. Smám saman hefur bókin verið að tútna út. Þú sérð hvað hún er þykk – yfir 500 blaðsíður,“ seg- ir Höskuldur og lyftir bókinni upp af borðinu á skrifstofu sinni í Árnagarði. „Á seinni hluta ferl- isins hafa bæst við ítarlegir kaflar um setninga- fræði, málsögu og stafsetningu svo eitthvað sé nefnt.“ Ein af ástæðunum fyrir því hvað gerð verks- ins tók langan tíma var að því er ætlað að nýtast nokkrum lesendahópum. „Bókinni er ekki að- eins ætlað að þjóna færeyskum og erlendum nemendum og kennurum í færeysku. Henni er ætlað að vera allsherjar uppflettirit fyrir mál- vísindamenn og aðra áhugasama máláhuga- menn um heim allan. Sumt þarf ekki að segja einum hópnum þótt sömu upplýsingar séu bráð- nauðsynlegar öðrum, til dæmis þurfa færeysku- mælandi lesendur ekki á því að halda að geta flett upp á beygingu fyrstupersónufornafnsins „ég“ þótt slíkar upplýsingar geti verið bráð- nauðsynlegar erlendum málvísindamönnum í samanburði þeirra á ólíkum tungumálum. Við ákváðum þó að safna öllum upplýsingunum saman í eina bók frekar en að gefa kannski út þrjár bækur fyrir jafn marga lesendahópa.“ Höskuldur segist vona að bókin geti orðið undirstaða frekari rannsókna á hljóðkerfi og setningafræði færeyskunnar. „Hvað nemend- urna varðar er bókinni ekki ætlað að vera kennslubók heldur uppflettirit. Hins vegar væri vel hægt að skrifa kennslubók upp úr bókinni þótt slíkt verk sé ekki á dagskrá hjá mér. Full þörf er á slíkri kennslubók. Eina nýlega kennslubókin í færeysku fyrir útlendinga er eft- ir Jeffrei Henriksen og var gefin út fyrir dönskumælandi nemendur og til nota í nokkurs konar bréfaskóla árið 1983. Ekki er heldur hægt að kvarta yfir áhugaleysi og má til marks um aukinn áhuga á færeysku nefna að haldið verður alþjóðlegt námskeið í færeysku í fyrsta skipti í Færeyjum í sumar. Norræn sumarnám- skeið hafa verið haldin í færeysku annað hvert ár undanfarin ár.“ Færeyska ekki nógu heilög – En er ekki í rauninni kraftaverk að jafn fá- menn þjóð og Færeyingar skuli hafa getað varðveitt móðurmál sitt jafn vel og raun ber vitni fram á okkar daga? „Jú, eiginlega,“ segir Höskuldur. „Til sam- anburðar er áhugavert að rifja upp að þegar Ís- lendingar eru spurðir að því hvað valdi því að ís- lenskan hafi varðveist svona vel benda þeir venjulega á staðreyndir eins og að íslenskt rit- mál eigi sér óralanga sögu, íslensk Biblía hafi verið gefin út á 16. öld, embættismenn og kenn- arar hafi að jafnaði talað íslensku og svo fram- vegis. Ekkert af þessum rökum á við í Fær- eyjum, til dæmis var fyrsta bókin á færeysku gefin út árið 1822. Biblían var fyrst gefin út á færeysku árið 1961. Prestar, embættismenn og kennarar töluðu dönsku fram á 20. öld,“ segir hann og tekur fram að færeyskan hafi nær ein- göngu varðveist í munnlegri geymd. „Almenn- ingur varðveitti móðurmálið í danskvæðum og öðrum munnlegum frásögnum í gegnum ald- irnar og svo auðvitað í daglegu lífi því að danska var aldrei notuð í hversdagslegum samskiptum Færeyinga sjálfra.“ Fyrsta tilraunin til að þýða Biblíuna yfir á færeysku var gerð í byrjun 19. aldar. „Flestir prestar í Færeyjum voru danskir í upphafi 19. aldarinnar. Eini færeyski presturinn á eyjunum árið 1815 hét Schrøter. Hann kvartaði yfir því í bréfi til Danska Biblíufélagsins að stundum væri erfitt að hlýða fermingarbörnum yfir kver- ið því að þau skildu yfirleitt ekki dönskuna á því. Hann hefði því til viðbótar oftsinnis rekið sig á að eldra fólk skildi ekki dönsku og vildi frekar láta fara með eitthvað fallegt á færeysku en ein- hverja ritningargrein á dönsku yfir sjúkrabeði sínum. Schrøter óskaði eftir því að fá að þýða Biblíuna yfir á færeysku og stakk í framhaldi af því upp á því að hann byrjaði á Nýja testament- inu. Endirinn varð sá að ákveðið var að hann byrjaði á því að þýða Mattheusar-guðspjallið. Hann lét það ekki aftra sér frá því að þýða guð- spjallið að ekki var til færeyskt ritmál og var guðspjallið gefið út af Danska Biblíufélaginu ár- ið 1823. Alls voru gefin út 1.200 eintök og þeim dreift inn á hvert einasta heimili í Færeyjum.“ Framtakið vakti óneitanlega mikla athygli á eyjunum. „Prestarnir ráku sig þó fljótt á ýmsar hindranir við notkun bókarinnar. Einn þeirra skrifaði útgefandanum bréf og þakkaði honum fyrir framtakið. Megininntakið var þó að lýsa því hvers konar erfiðleikum hann hefði mætt í tilraun sinni til að færa færeyskt guðsorð inn í kirkjuna. Hann sagðist hafa fengið Færeying til að lesa kafla úr guðspjallinu í guðsþjónustunni. Sá hefði átt í stökustu erfiðleikum með að lesa textann fyrir utan að kirkjugestir hefðu lýst því yfir að þeim fyndist færeyska ekki nógu heilagt tungumál til að heyrast í kirkjunni. Þeir hefðu vanist því að nota dönsku í messum og vildu halda því áfram. Þess vegna má segja að þessi fyrsta tilraun til að færa færeysku inn í fær- eyskar kirkjur hafi mistekist. Schrøter lét þó ekki af þýðingarstarfi sínu og kom þýðing hans á Færeyingasögu út árið 1832. Öfugt við Mattheusarguðspjallið varð þýðingin mjög vinsæl meðal eyjaskeggja.“ Jákvæðir gagnvart nýyrðasmíð Færeyingar hófust handa við að þróa sam- ræmda færeyska stafsetningu laust fyrir miðja 19. öld. „Einn vandinn fólst í því að vegna mál- lýskumunar á eyjunum var ekki hægt að laga stafsetninguna að framburði allra Færeyinga,“ segir Höskuldur og tekur fram að auk þess hafi verið mikill vilji fyrir því að þeir sem þekktu fornnorrænu og íslensku gætu lesið færeysku. „Þeir sem stóðu að þessu, svo sem Færeying- urinn Hammershaimb og danski norrænufræð- ingurinn C.C. Rafn, ráðfærðu sig við ýmsa fræðimenn um málið, meðal annars Jón Sig- urðsson, og á heildina litið má segja að niður- staðan hafi orðið talsvert íhaldssöm. Í því felst meðal annars að tekið er tillit til uppruna ein- stakra orða og ekki bara samtímamálsins. Upp- runinn er þó oft býsna fjarlægur framburði orða, til dæmis er gerður greinarmunur á a og æ í færeyskri stafsetningu vegna uppruna orða þótt hljóðin sem þessir bókstafir táknuðu í fornu máli hafi fallið saman í eitt hljóð í fram- burði með sama hætti og i og y eru orðin að einu hljóði í íslenskum framburði og færeyskum. Þessi ákvörðun varð til þess að tiltölulega lítill munur er á íslenskri og færeyskri stafsetningu miðað við framburð. Íslendingar eiga auðveld- ara með að lesa færeysk blöð en að skilja talaða færeysku.“ Færeyingar tóku Íslendinga ekki aðeins sér til fyrirmyndar í stafsetningu. „Færeyingar hafa fylgt svipaðri málstefnu og Íslendingar í gegnum tíðina, það er að reyna að vernda tungumálið fyrir áhrifum frá öðrum tungumál- um. Lengi vel var danska helsta ógnin við fær- eyskuna og mörg dönsk tökuorð eru í málinu. Núorðið hafa Færeyingar vaxandi áhyggjur af enskum áhrifum. Eins og Íslendingar hafa Færeyingar verið ákaflega duglegir við nýyrða- smíð á síðari árum,“ segir Höskuldur og nefnir dæmi að danska orðið tunnel hafi verið leyst af hólmi með nýyrðinu „berghol“ yfir jarðgöng – nýyrðið „flöga“ hafi verið búið til yfir geisladisk og „telda“ yfir tölvu. „Eins og gengur hefur fólk verið mishrifið af þessum nýyrðum. Þess vegna kom mörgum á óvart hversu Færeyingar voru almennt jákvæðir gagnvart nýyrðasmíð í ný- legri norrænni könnun á viðhorfum almennings til nýyrða. Þó verður að viðurkennast að nið- urstöðurnar eru ekki alveg jafn afgerandi þegar spurt er um einstök orð.“ Setningagerð að breytast Höskuldur játar því að greina megi breyt- ingar í setningagerð færeysku á síðari árum. „Færeysk setningagerð hefur verið að breytast og þá kannski í átt frá íslensku til annarra nor- rænna tungumála. Að sumu leyti má því segja að ýmis atriði í máli eldra fólks séu lík íslensku en atriði í máli yngra fólksins hafi tilhneigingu til að líkjast meir dönsku, sænsku og norsku. Færeyingar nota eignarfall miklu minna en Ís- lendingar til dæmis. Þeir segja ekki „bíll Gunn- hildar“ heldur „bilurin hjá Gunnhildi“. Þetta gera allir. Hins vegar hefur unga fólkið tilhneig- ingu til að útvíkka notkun forsetningarinnar hjá í svona samböndum, til dæmis með því að nota þessa forsetningu þegar rætt er um eigin lík- amshluta. Þá segir það kannski „hondin hjá mær“. Eldra fólkið myndi frekar segja „hond mín“ eða „hondin á mær“ nema það væri þá að tala um hönd sem væri stödd hjá því af tilvilj- un,“ segir Höskuldur glettinn á bragði. Hann bætir því við að önnur eignarfallsleið í færeysku sé að bæta -sa aftan við sum nöfn eða nafnliði, til dæmis hafi titill barnabókar Guð- rúnar Helgadóttur „Í afahúsi“ verið þýddur „Í abbasa húsi“ á færeysku. Höskuldur segir að lítið hafi verið unnið að svokölluðum félagslegum málvísindum í Fær- eyjum. „Þó hefur Kirsten Didriksen, sem er færeysk og starfar í Gautaborg en var einu sinni danskur lektor á Íslandi, aðeins verið að skoða tungumálið út frá kynjasjónarmiðum. Að öðru leyti hefur lítið verið unnið að slíkum rann- sóknum í Færeyjum en Færeyingar eru þó núna þátttakendur í þessari stóru norrænu rannsókn um afstöðu til tökuorða, nýyrða og fleira sem ég nefndi áðan og þar er Jógvan í Lon Jacobsen aðalmaðurinn. Hingað til hafa þeir sem hafa skoðað tilbrigði í færeysku máli frekar verið að skoða landfræðilegan mállýskumun. Enn er töluverður mállýskumunur á eyjunum, til dæmis á milli Straumeyjar og eyjanna þar fyrir norðan annars vegar og svo syðri eyjanna, það er Sandeyjar og Suðureyjar hins vegar. Fyrri hópurinn hneigist til dæmis til nokkurs konar harðmælis en sá síðari er linmæltari.“ Enginn verkefnaskortur Höskuldur situr ekki auðum höndum þótt vinnunni við handbókina sé lokið. „Á meðan ég vann að handbókinni þurfti ég að láta ýmis önn- ur verkefni bíða. Eitt af því er handbók í ís- lenskri setningafræði. Bókin er ein þriggja fyr- irhugaðra handbóka um íslenska málfræði. Hinar bækurnar eru um hljóðfræði og hljóð- kerfisfræði í umsjón Kristjáns Árnasonar og um beyginga- og orðmyndunarfræði í umsjón Guðrúnar Kvaran,“ segir Höskuldur. „Ég get ekki kvartað yfir verkefnaskorti – síður en svo.“ Íslendingar fyrirmynd Færeyinga Morgunblaðið/Ásdís Að sögn Höskuldar leituðu Færeyingar m.a. ráða hjá Jóni Sigurðssyni um hvernig best væri að haga samræmdri færeyskri stafsetningu. Íslendingar og Færeyingar eru ekki aðeins frændur og nágrann- ar. Tungumál þjóðanna eru náskyld eins og sést best á stafsetn- ingunni og fram kom í spjalli Önnu G. Ólafsdóttur við dr. Hösk- uld Þráinsson, aðalhöfund nýútkominnar ríflega 500 bls. handbókar um færeysku. ’Hann [presturinn] sagðist hafa fengið Færeying tilað lesa kafla úr guðspjallinu í guðsþjónustunni. Sá hefði átt í stökustu erfiðleikum með að lesa textann fyrir utan að kirkjugestir hefðu lýst því yfir að þeim fyndist færeyska ekki nógu heilagt tungumál til að heyrast í kirkjunni.‘ ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.