Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 42

Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 42
42 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er ósjaldan sem fólkkvartar undan því að þaðséu ekki gerðar neinarævintýramyndir lengur sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni. Bandaríski leikstjórinn Frank Cor- aci, var í þeim hópi. Saknaði þrjú- bíómyndanna sem hann ólst upp við. Þessara hreinræktuðu, fjar- stæðukenndu ævintýramynda sem voru uppfullar af hasar, saklausu gríni, vondum brellum og vafasöm- um B-myndaleikurum með skunka á kollinum. Besti vinur aðal Eftir að hafa gert tvær býsna hefðbundnar gamanmyndir, Wedd- ing Singer og Waterboy – ef hægt er að telja mynd með Adam Sand- ler hefðbundna – þá taldi hann sig þurfa á meiri áskorun að halda. Einhverju alveg snargeggjuðu, eins og t.d. að prófa að búa til þrjúbíó, nú á tímum þegar eitthvað þykir hreinlega bogið við saklausar myndir og vel meintar. „Umhverfis jörðina á 80 dögum var tilvalin saga, algjör klassík, sem hefur að geyma frábæra sögu, spennandi og viðburðaríka sem æs- ir hjá manni ævintýraþrána. Svo eru persónurnar kostulegar, ekki bara Fogg og Passepartout heldur einnig allar þessar skrautlegu aukapersónur. Þá hefur sýnt sig að sögur Vernes eru sannarlega sígild- ar, höfða alltaf jafnsterkt til fólks. Ég hafði mjög gaman af frægu út- gáfunni frá 1956 með David Niven en þótti hún alltaf fullalvörugefin. Mig langaði aðeins að létta hana upp og láta hana ná til yngri áhorf- enda.“ Coraci er 38 ára og er gamall skólafélagi Adams Sandlers. Þeir gengu saman í New York Univers- ity og eftir að þeir brautskráðust lágu leiðir þeirra saman aftur er Coraci leikstýrði Sandler í einni af hans best heppnuðu myndum The Wedding Singer, sem var nokkurs konar óður til æskuára beggja á miðjum 9. áratugnum þegar sítt-að- aftan tískan var málið og Billy Idol tekinn alvarlega. Myndin gerði það líka verulega gott og sama má segja um næstu mynd á eftir sem þeir gerðu saman The Waterboy, þótt sú hafi verið síðri í alla staði. Coraci segir þá Sandler enn bestu vini þótt þeir hafi ekki gert saman mynd síðan 1998. „Við náum alveg ótrúlega vel saman, höfum sama húmorinn, sömu áhugamálin og sömu vinnureglur. Höfum gaman af því að fíflast en vitum báðir alveg upp á hár hvenær rétti tíminn er til að taka vinnuna föstum tökum.“ Snillingurinn Coogan Coraci segir þó aldrei hafa komið til tals að fá Sandler til að leika séntilmanninn Phileas Fogg sem veðjaði um það að hann gæti ferðast á loftbelg umhverfis jörðina á 80 dögum. „Allt frá upphafi beit ég í mig að Fogg þyrfti að vera breskur. Ekki franskur og alls ekki bandarískur. Ég vildi þennan breska aðalsmann. Klaufabárð með ómælt stolt og mikla snilligáfu. Og eftir að hafa séð hann fyrir mér kom enginn annar til greina en Steve Coogan.“ Coraci segist ekki hafa þekkt hann fyrir. Samstarfsmaður hefði bent honum á að sjá þennan mögu- lega kandídat fyrir hlutverkið í 24 Hour Party People. „Og eftir að hafa séð þá kol- geggjuðu og frábæru mynd þá sannfærðist ég endanlega. Coogan yrði að fá hlutverkið. Einhver sem gæti gjörsamlega lagt undir sig hlutverk og gert heila mynd með því eins og hann gerði við 24 Hour Party People. Ég þurfti að fá ein- hvern svona snilling til að leika snillinginn Fogg. Annars hefði hann ekki orðið trúverðugur.“ Björk í Bláa lóninu Steve Coogan er þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt í popp- sýrumyndinni 24 Hour Party People en þessi breski snillingur – og sannarlega er hann snillingur – er þó mun þekktari í heimalandi sínu fyrir sjónvarpshlutverk sín, einkum sem þáttastjórnandinn hé- gómagjarni, Alan Partridge. Það er líka aðal Coogans að geta brugðið sér í allra kvikinda líki og spunnið út í eitt þangað til fólk er hætt að greina muninn á Coogan sjálfum og persónunni hans. Ein af þessum kostulegum persónum Coogans er Tony Ferrino, rómanski ástmög- urinn, sem hefur sungið sig inn í hjörtu kvenna um allan heim – að hann heldur. Ein er sú kona sem þó féll fyrir honum. Það er hún Björk okkar og saman sungu þau ást- ardúettinn hádramatíska „Short Term Affair“ við glæpsamlega veik- ar undirtektir. Það var um miðbik 10. áratugar síðustu aldar og Björk þakkaði fyrir þennan miklar heiður sem Ferrino sýndi henni með því að bjóða þeim Coogan til Íslands. „Ég hef einu sinni komið til Ís- lands,“ segir Coogan við blaðamann Morgunblaðsins, sem reyndi að stoppa hann af og benda honum á að ekki væru nema tvö ár síðan hann sagði sama blaðamanni og les- endum Morgunblaðsins frá þessari sömu heimsókn fyrir tveimur árum er Coogan var að kynna 24 Hour Party People. „Já, ég man það eins Kvikmyndir | Sagan sígilda Umhverfis jörðina á 80 dögum er komin í nýjan og ferskan kvikmyndabúning Umhverfis jörðina með Coogan og Coraci Í nýrri æsilegri bíóútgáfu af Umhverfis jörðina á 80 dögum beitir Passepartout karatebrögðum og Phileas Fogg reytir af sér brandarana – allt í þágu meira fjörs. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Fogg sjálfan – Steve Coogan – og leikstjórann Frank Coraci.  Steve Coogan sem breski aðalsmaðurinn Phileas Fogg og Jackie Chan er slagsmálahundurinn Passepartout. Coogan ber mótleikara sín- um frá Hong Kong afar vel söguna og segir hann mikinn öðling og hafa verið hjálpsaman mjög þegar kom að líkamlegum grínleik. Sýnd kl. 4 og 8.Sýnd kl. 6 og 10. B.I. 16.  SV Mbl www .borgarb io. is SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock FRUMSÝNING Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐI I HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13 .00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16. Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Sýnd kl. 1.30 og 3.40. Íslenskt tal Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40. 1/2 HL Mbl  ÓÖH DV  Ó.H.T Rás2  Ó.H.T Rás2  SV Mbl  SKONROKK Kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.40. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock FRUMSÝNING Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. ÓHT Rás2  SV Mbl Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.