Morgunblaðið - 04.07.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.07.2004, Qupperneq 1
Sígild saga í nýjum búningi Passepartout í karate og Fogg reytir af sér brandara | Listir 42 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Eliza í Skandinavíu  Lomo-myndavélar  Tíska  Rauða húsið á Eyrarbakka Flugan Atvinna | Atvinnutekjur hækkuðu Traustir starfskraftar  Fjölgun starfa 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 RÍKISSJÓÐUR greiðir aukalega tæpa níu milljarða króna til B-deild- ar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins í ár. Þar er um svipaða árlega greiðslu að ræða og að meðaltali síð- ustu fimm ár, en á því tímabili hafa verið greiddir 50 milljarðar auka- lega til sjóðsins vegna lífeyrisrétt- inda opinberra starfsmanna. Lífeyrisgreiðslur úr B-deild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu um tíu milljörðum króna á síðasta ári og voru um þriðjungur af eftirlaunagreiðslum í lífeyrissjóða- kerfinu í landinu í heild. Greiðslurn- ar munu fara stighækkandi á næstu árum og verða um og yfir 20 millj- arðar króna á ári þegar mest er á árunum milli 2020 og 2030, en eftir það dregur hratt úr þeim, sam- kvæmt greiðslustreymisáætlun sem gerð hefur verið fyrir sjóðinn. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, segir að þetta verði að skoða í því samhengi að þessi sjóður sé langelstur lífeyris- sjóða í landinu. „Það var fyrr komið upp lífeyr- iskerfi fyrir opinbera starfsmenn en aðra landsmenn og þegar við erum að tala um skuldbindingar lífeyris- sjóðsins, sem vissulega eru miklar og ekki ætla ég að draga úr því, verðum við að hafa í huga að þarna er um að ræða umsamin réttindi 40 þúsund sjóðfélaga. Mér finnst um- ræðan um skuldbindingar B-deild- arinnar oft á tíðum byggð á mis- skilningi og að sumu leyti ósanngjörn í garð þess fólks sem greitt hefur í sjóðinn. Það gleymist nefnilega að þetta fólk starfaði ára- tugum saman lengst af samkvæmt launakerfi, þar sem laun voru lægri en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði, en á móti voru ýmis réttindi betri. Hluti þessara rétt- inda voru lífeyrisréttindi, en í stað þess að byggja upp sjóð til að mæta þessum réttindum að fullu, þegar þau féllu til, var tekin ákvörðun um að launagreiðandinn fjármagnaði hluta af lífeyrisgreiðslum þegar að þeim kæmi,“ sagði Haukur. Í samtali við Hauk kemur einnig fram að LSR hafi markað þá stefnu að hvorki starfsmenn sjóðsins, stjórnarmenn né aðrir fulltrúar sjóðsins sitji í stjórn fyrirtækja sem sjóðurinn á hlut í, jafnvel þótt eign- arhluturinn gefi tilefni til þess að sjóðurinn eigi þar stjórnarmann. Níu milljarðar aukalega til B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í ár Lífeyrisgreiðslur verða yfir 20 milljarðar 2020–30  150 milljarðar/10–11 STJÓRNVÖLD í Súdan hyggjast grípa tafarlaust til ráðstafana til að af- vopna arabíska vígamannahópa, sem notið hafa stuðnings frá rík- inu, en þessir hópar eru sakaðir um að bera ábyrgð á því hörmungarástandi sem ríkir í Darfur-hér- aði í suðvesturluta landsins. Kemur þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu Súdan- stjórnar og Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, er heimsókn hans til Súdan lauk í gær. Súdanstjórn heitir því að „hefja tafarlaust að afvopna Janjaweed-sveitirnar og aðra vopnaða útlagahópa“. Einmitt þetta hafði verið aðalkrafa Annans í viðræðum við Om- ar al-Beshir, forseta Súdan, síðla föstudags. Heita afvopn- un vígahópa Khartoum. AFP. Flóttafólk í Darfur.  Ein milljón/14 SJÖ hvolpar og sjö krakkar vöktu athygli fréttaritara þar sem þeir veltust hver um ann- an. Hvolparnir eru af tegundinni Beagle og eru fimm vikna gamlir. Eigendur þeirra eru Blængur Alfreðsson og Þórdís Þorvaldsdóttir og höfðu þau hólfað af hluta af garðinum fyrir hvolpana. Frá vinstri eru Salvör Svava G. Gylfadóttir, Margrét Helga Magnúsdóttir, Hrefna Sigfúsdóttir, Aníta Pálínudóttir, Valur Örn Vífilsson, Þorgrímur Magnússon og Þórð- ur Elí Þorvaldsson og hvolparnir ónefndir eru fjórar tíkur og þrír hundar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Hvolparnir laða krakkana að Borgarnesi. Morgunblaðið. AFLEIÐINGAR efnavopnanotkunar í Víetnamstríðinu eru enn að koma í ljós þó að 30 ár séu liðin frá því stríðinu lauk. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari lagði leið sína til Víet- nams í mars sl. ásamt sendifulltrúa hjá Alþjóða Rauða krossinum í Suðaustur-Asíu. Þau heimsóttu fatlaða ein- staklinga sem rekja ástæðu fötlunar sinnar til efnavopna- árásar Bandaríkjahers. Efnavopnanotkunin hefur leikið þrjár kynslóðir grátt. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag eru birtar myndir frá ferð Þorkels ásamt texta Gunnars Her- sveins blaðamanns. Nánari umfjöllun um Víetnam í máli og myndum er að finna á mbl.is. Morgunblaðið/Þorkell Langtímaböl efna- vopnanotkunar FJÖLDI farsímaáskrifta í Svíþjóð er nú orðinn meiri en fólksfjöldi í land- inu, að því er greint er frá í Dagens Nyheter. Farsímaáskriftum fjölgaði um tíu af hundraði á seinasta ári og voru orðnar um 9,07 milljónir undir lok mars sl. Íbúar landsins eru um 8,98 milljónir og því er 1,01 „gemsi“ á hvern Svía sem er Norðurlandamet í farsímaeign. Skýringin á þessari miklu þörf Svía fyrir farsíma er talin sú, að margir þeirra noti einn far- síma til persónulegra símtala og hinn til starfstengdra. Fleiri farsím- ar en fólk Stokkhólmi. AFP. NORSKA ríkið hefur nú loksins gefist upp á að vernda þarlenda einstaklinga fyrir meintu guðlasti í Monty Python-myndinni Life of Brian. Myndin verður tekin til sýn- ingar í þarlendum kvikmyndahúsum í fyrsta skipti hinn 6. ágúst, en hún var bönn- uð þegar hún kom fyrst út, árið 1979. Reyndar leyfðu frændur okkar sýningar á myndinni ári seinna, 1980, en þá aðeins fyrir fullorðna og með því skilyrði að vegg- spjald með áletruninni „Þessi mynd er ekki um Jesú“ væri við alla sýningarstaði. Life of Brian loks leyfð í Noregi STOFNAÐ 1913 180. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.