Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 45 KRINGLAN Sýnd kl. 12, 3 og 6 m. íslensku tali KEFLAVÍK Sýnd kl. 3 enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 10. AKUREYRI Kl. 2 og 5 með ísl. tali. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. KRINGLAN Sýnd kl. 9 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B i 12  SV MBL  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl V I N D I E S E L Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter með íslensku tali. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 2 OG 5. Kvikmyndir.is KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6 og 8. Með hinum hressa og sparkfima Jackie Chan en með honum leika líka Steve Coogan, Arnold Schwarzenegger, John Cleese, Rob Schneider, Oween Wilson og Luke Wilson. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 1.30, 3, 5.30, 8 og 10. i fi i l i lí t , l , l , i , il il . Frábær, gamansöm og spennandi ævintýramynd sem byggð er á sigíldu skáldsögu Jules Verne. i i i íl l l AKUREYRI Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.15. KEFLAVÍK Kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Með hinum hressa og sparkfima Jackie Chan en með honum leika líka Steve Coogan, Arnold Schwarzenegger, John Cleese, Rob Schneider, Oween Wilson og Luke Wilson. i fi i l i lí t , l , l , i , il il . Geggjuð grínmynd frá framleiðendum „Road Trip“ og „Old School“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 103. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8. ÍSLENDINGAR gera mikið af því að kvarta undan veðri, nokkuð sem mér hefur ávallt þótt dálítið kynd- ugt. Því við búum nú á Íslandi. En eitt er það veðurafbrigði sem aldr- ei hefur angrað landið og Frón- verjar ættu að geta glaðst yfir. Rigning. Á fimmtudaginn kynntist ég því af hverju orðatiltækið „það rigndi eins og hellt væri úr fötu“ er stundum notað. Um hádegisbil brast á þvílík beljandi rigning að ég hef aldrei á ævi minni séð eða heyrt annað eins. Það sást ekki á milli dropanna og vatnið hreinlega sturtaðist niður með braki og brestum. Tölvuverið sem ég sit í núna flóði í vatni og rafmagni sló út. Þrumur og eldingar. Allt á floti alls staðar. Hróarskeldugestir flykktust óðar niður í bæ til að kaupa sér stígvél og um nóttina fór eigandi gúmmí- stígvélaverslunarinnar þar sæll og glaður í bólið. Biðraðir mynduðust og stígvélin fuku út, í hundraðatali. Blá, hvít og græn stígvél eru orðin auðkenni hátíðarinnar þetta árið. Tónleikarnir Um fjögurleytið fór maður að taka eftir spennu-mólekúlum í loft- inu. Hátíðin skyldi sett klukkan 18.00 á appelsínugula sviðinu með leik dönsku nýþungarokksveit- arinnar Mnemic. Um þetta leyti hætti líka að rigna og það hefur ekki rignt síðan (og nú krosslegg ég fingur). Um korter yfir fimm tóku marg- ir stefnuna á Odeontjaldið en þar átti nýbylgjusveitin Blonde Red- head frá New York að spila, hálf- tíma fyrir eiginlega setningu hátíð- arinnar, sem virkar dálítið undar- lega. Þar sem þetta var fyrsta sveitin á hátíðinni í ár var tjaldið smekkfullt. Tónleikarnir voru fínir, einkenndust þó af hæðum og lægð- um. Blonde Redhead er eitt flott- asta band samtímans, komin með sinn eigin og mjög svo sérstaka hljóm og nýja platan þeirra, Mi- sery is a Butterfly, er hiklaust ein af plötum ársins. Mnemic voru kraftmiklir en tón- listin ekkert sérstök. Endurunnið Korn-rokk en Mnemic þó auglýstir sem „þungarokk fyrir 21. öldina“. Jamm … Annað markvert þennan fyrsta dag var að hinir ofsalegu Hatebreed, sem spila „metal-core“ eftir bókinni, breyttu Odeontjald- inu í einn risastóran „moss“-pitt. Keltapönkararnir í Dropkick Murphys léku þá við hvurn sinn fingur í Arena og strax á eftir steig sænska kvennapönksveitin Sahara Hotnights þar á svið. Sál- arsöngkonuundrið unga Joss Stone var í Odeon en eitthvað var nú settið hennar klént. Íslandsvinirnir í Korn voru aðalbandið á appels- ínugula sviðinu þetta kvöldið, hörku tónleikasveit og mjög „herfræðilegt“ að loka fyrsta deg- inum með Korn. Í Ballroomtjaldinu er svo alltaf svaka stuð, hressar heimstónlistarsveitir halda uppi gríðarlegu stuði og allir þar inni eru dillandi sér. Svo er þar líka forláta hanastélsbar! Pólverjarnir Seinna um kvöldið hitti ég nokkra Pólverja sem höfðu plantað tjöldunum sínum í kringum tjöld okkar Íslendinga á blaða- mannasvæðinu. Þeir fóru að barma sér yfir því að Pólverjar, sem væru 40 milljónir, ættu engar þekktar hljómsveitir, en Íslendingar, sem væru nokkrar hræður, ættu Björk, Sigur Rós, múm og Ske (hvernig vissu þeir um Ske!?). Ég gat engar útskýringar veitt á þessu. Það hlýt- ur bara að vera þetta með jöklana, hverina og hraunið. Það segja út- lendingarnir að minnsta kosti. Hróarskelda 2004| Fyrsti dagurinn Rauð- hærðar blondínur Morgunblaðið/Árni Torfason Regnið hefur vissulega sett mark sitt á stemninguna á Hróarskeldu. Hróarskeldu. Morgunblaðið arnart@mbl.is Samantekt um dagskrá föstudags, laugardags og sunnudags verður birt eftir helgi. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.