Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 11
mjög vel fylgst með rekstri þeirra fyrir- tækja sem sjóðurinn á eignarhlut í, auk þess sem sjónarmiðum varðandi rekstur viðkom- andi fyrirtækja sé komið á framfæri með reglubundnu samráði við stjórnendur þeirra og talið að það sé nægilegt til þess að tryggja hagsmuni sjóðsins sem eiganda. Ef sjóðurinn sé síðan óánægður með stefnu og/ eða rekstur viðkomandi fyrirtækis sé eig- endum alltaf opin sú leið að selja viðkom- andi eignarhlut. Vissulega megi hins vegar færa fram rök fyrir því sjónarmiði að eðli- legt sé að lífeyrissjóðir skipi stjórnarmenn í fyrirtækjum til að gæta hagsmuna sinna, en að hans mati vegi þau rök ekki jafnþungt og þau rök sem mæli gegn því að lífeyrissjóðir eigi stjórnarmenn í fyrirtækjum. „Allar athuganir sýna það að með því að dreifa fjárfestingum á mismunandi eignar- flokka ná menn hærri ávöxtun, auk þess sem sveiflur í ávöxtun minnka. Hornsteinn- inn er alltaf innlendu ríkistryggðu skulda- bréfin. Innlendu hlutabréfin sveiflast mun meira, en eiga að gefa betri ávöxtun til lengri tíma og erlendu hlutabréfin dreifa áhættunni á fleiri hagkerfi en eingöngu það íslenska, sem er skynsamlegt þegar horft er til þess að um er að ræða lífeyrissparnað sem ávaxta þarf áratugi fram í tímann,“ sagði Haukur ennfremur. Síðasta ár einstaklega hagfellt Hann segir að síðastliðið ár hafi verið sjóðnum einstaklega hagfellt eftir þrjú mög- ur ár þar á undan. Nafnávöxtun eigna sjóðs- ins hafi verið tæp 14% og raunávöxtun 10,8% og sé það besta ávöxtun sjóðsins frá upphafi. Nafnávöxtun innlendu skuldabréfa- eignarinnar hafi verið 8,4% á síðasta ári, innlendu hlutabréfanna 42,6% og erlendu hlutabréfanna 20,4%. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur einnig rekið séreignadeild síðustu árin. Upphaflega fól sjóðurinn Kaupþingi rekstur séreignadeildarinnar, en á síðasta ári var reksturinn færður yfir til LSR. Haukur segir að þegar séreignasparnað- urinn hafi komið til í lok síðustu aldar hafi stjórn og starfsmenn sjóðsins velt því fyrir sér hvort eðlilegt væri að sameignarlífeyr- issjóður eins og LSR tæki einnig að sér að ávaxta séreignalífeyrissparnað sjóðfélaga sinna. Eftir ítarlega umhugsun hafi það orð- ið ofan á að bjóða upp á séreignasparnað ekki síst vegna eindreginna óska sjóðfélag- anna sjálfra og einnig vegna þess að LSR væri eins og aðrir lífeyrissjóðir almennt tal- að sérfróður á sviði ávöxtunar lífeyrissparn- aðar og hefði tekist ágætlega upp í þeim efnum í gegnum tíðina. Því til viðbótar hefðu lífeyrissjóðirnir sem slíkir það fram yfir bankanna að hafa það eina markmið að ávaxta lífeyrissparnað sjóðfélaganna og skila honum til baka til þeirra þegar að líf- eyristöku kæmi. Lífeyrissjóðirnir þyrftu ekki að skila neinum öðrum arði af þessum peningum öfugt við banka og verðbréfafyr- irtæki sem þyrftu að skila eigendum sínum arði. Þrjár ávöxtunarleiðir eru í boði hjá sér- eignadeild LSR. Í fyrstu leiðinni er hlutfall hlutabréfa hæst eða 45% á móti 55% í skuldabréfum, í leið tvö er hlutfall hluta- bréfa 20% á móti 80% í skuldabréfum og þriðja leiðin er bundinn verðtryggður inn- lánsreikningur. Gera má ráð fyrir meiri sveiflum í ávöxtun áhættumeiri ávöxtunar- leiða en þegar horft er til lengri tíma skila þær hærri ávöxtun. Haukur segir að yngstu sjóðfélögunum sé ráðlagt að fara í leið I þar sem þeir geti tek- ið á sig meiri sveiflur í ávöxtun en þeir sem nær eru lífeyristöku og að fólk færi sig síð- an í áhættuminni ávöxtunarleiðirnar eftir því sem lífeyristaka nálgist. Á síðasta ári var mest ávöxtun á fyrstu leiðinni eða 16,1% nafnávöxtun, hún var 12,1% í leið tvö og 10,1% á leið þrjú. Furðuleg uppákoma Haukur segir það furðulega uppákomu þegar Samtök banka og verðbréfafyrirtækja gerðu á dögunum athugasemdir við sjóð- félagalán lífeyrissjóðanna í umsögn til efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis. Í um- sögninni sögðu þau vexti lánanna niðurgreidda sem kæmi niður á lífeyrisrétt- indum í framtíðinni og tiltóku sérstaklega LSR í því sambandi. Haukur segir að þarna sé um beinlínis rangar fullyrðingar að ræða, sem eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Í fyrsta lagi séu sjóðfélagalánin góður fjárfestingarkostur fyrir lífeyrissjóðina, sem beri markaðsvexti eins og þeir eru á hverjum tíma að viðbættu tilteknu álagi. Til viðbótar séu lánin mjög vel tryggð og tapsáhætta vegna þeirra nán- ast engin, auk þess sem um mjög góða og sjálfsagða þjónustu sé að ræða við sjóðfélag- ana. Lífeyriskerfið stendur vel „Almennt talað, ef við horfum á íslenska lífeyriskerfið í heild, stöndum við mjög vel. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna á hins vegar enn talsvert í land með að ná fullri sjóðssöfnun og þar er ennþá mikið verk að vinna, en í heild stendur íslenska lífeyr- iskerfið vel. Við höfum borið gæfu til þess að leggja verulega fjármuni til hliðar til þess að mæta lífeyrisgreiðslum seinna meir. Hins vegar verður lífeyriskerfið, eins og önnur mannanna verk að vera í stöðugri endurskoðun. Það er margt sem hefur áhrif í því sambandi og hyggja þarf að. Þannig hafa örorkulífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóð- unum verið mun meiri heldur en reiknað var með í upphafi og stærri hluti af eignum líf- eyrissjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri en reiknað var með, svo dæmi sé tekið. Það eiga því örugglega eftir að verða umræður í framtíðinni um ýmsar breytingar á lífeyr- iskerfinu, en í heild stendur það vel. Það er engin stöðnun í þeim efnum fremur en öðr- um,“ sagði Haukur Hafsteinsson að lokum. rsta sjóðnum Morgunblaðið/Sverrir Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sýna starfsemi sjóðsins mikinn áhuga. Árlega er haldinn fundur fyrir þá sem hafa hafið töku lífeyris úr sjóðnum og í vor mættu yfir 400 manns á slíkan fund á Grandhótel. hjalmar@mbl.is ’Allar athuganir sýna þaðað með því að dreifa fjár- festingum á mismunandi eignarflokka ná menn hærri ávöxtun, auk þess sem sveiflur í ávöxtun minnka.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 11 ’Ég er forseti Íraks‘Saddam Hussein, fyrrverandi leiðtogi Íraks, var kok- hraustur er hann kom fyrir dómara í Bagdad á fimmtudag, eftir að hann hafði verið færður úr vörslu Bandaríkjamanna í hendur írösku bráðabirgðastjórn- arinnar. ’Einkareknu skólarnir í Reykjavík berjast fyrir lífi sínu.‘Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , ráðgjafi mennta- málaráðherra, á fundi Verslunarráðs um grundvöll einkaskóla á fimmtudag. Þar kom fram að mikið ósam- ræmi er á fjárframlögum með nemendum einkaskóla og skólum sveitarfélaganna. ’Ég er mjög ánægður með að fáþennan fund og hlakka til hans.‘Skýrt var frá því á miðvikudag að Davíð Oddsson for- sætisráðherra hefði fengið boð um fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta 6. júlí nk. ’Ævintýrið heldur áfram.‘Otto Rehhagel , þjálfari gríska landsliðsins í knatt- spyrnu, eftir að liðið sigraði Tékka í undanúrslitum EM á miðvikudag. Gengi gríska liðsins hefur þótt æv- intýri líkast, því fáir spáðu því góðum árangri í upp- hafi mótsins. ’Fólk öskraði: „Út með leikstjórann“.‘Daníel Bjarnason , sem var viðstaddur umdeilda upp- færslu á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvenna- búrinu, í Komische Oper í Berlín. ’Það er margt sem tengir okkur Íslendinga og Norðmenn saman.‘Hákon krónprins Noregs á fréttamannafundi á Bessastöðum sl. sunnudag, en prinsinn kom í op- inbera heimsókn til Íslands í vikunni ásamt eiginkonu sinni, Mette-Marit krónprinsessu. ’Ég er í senn auðmjúkur og hrærður að fá svo afgerandi umboð.‘Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson , um nið- urstöður forsetakosninganna um liðna helgi. ’Þetta hlýtur að vera reiðarslag fyrirhann, því það hefur myndast hyldýpisgjá á milli hans og þjóðarinnar.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra um Ólaf Ragnar Grímsson og úrslit forsetakosninganna. ’Ég væri til í að skipta á öllu því sem éghef unnið og afrekað í fótbolta fyrir augnablikið þegar flautað var til leiksloka og ljóst að við vorum komnir í úrslit.‘Luis Figo , fyrirliði landslið Portúgala, eftir að hann og félagar hans höfðu borið sigurorð af hollenska landsliðinu í undanúrslitum á miðvikudag og tryggt að Portúgalar lékju til úrslita gegn Grikkjum í kvöld. ’Það að leika er sú iðn, sem síst er leynd-ardómsfull. Í hvert skipti, sem við viljum eitthvað frá einhverjum eða viljum fela eitthvað eða þykjast, erum við að leika. Flestir gera það allan liðlangan daginn.‘Marlon Brando lést á fimmtudag, áttræður að aldri. Hann markaði þáttaskil í kvikmyndaleik, en gaf fá viðtöl og tekið var eftir tilsvörunum. ’ Harry Potter hefur þroskast og breystog það hef ég gert líka, sem betur fer.‘Gísli Gíslason , 15 ára nemandi í Hagaskóla, hefur tal- sett allar þrjár myndirnar, sem gerðar hafa verið um galdradrenginn Harry Potter. ’ Það var ekki sótt um byggingaleyfieða talað við neinn.‘Bjarki Reynisson , oddviti Villingaholtshrepps, um risavaxna majonesdós, sem reist var við Suðurlands- veg. Dósin er á steyptum undirstöðum og hefði því þurft að sækja um leyfi, þótt hún sé á landi í einka- eigu. Ummæli vikunnar Reuters Saddam Hussein var leiddur í hlekkjum fyrir íraskan dómara á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.