Morgunblaðið - 04.07.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 04.07.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það verður að þjálfa þá frá grunni, þeir virðast ekki kunna annað en að freta upp í loftið, Dóri minn. ÁRLEGA kemur upp súumræða að vargfugl-ar eins og mávurinn herji á mófugla í ætisleit og segja sumir ástæðuna vera m.a. minni úrgangslosun fisk- vinnslustöðva. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, segir þessar fullyrðingar, að þetta sé „að leggja mófuglalíf í rúst“, orðum auknar. Ekki hafi farið fram neinar skipulegar rann- sóknir til þess að skoða þessi tengsl og að ýmiss konar mis- skilningur sé í gangi varðandi vargfugla og ekkert sé hægt að alhæfa í þessum efnum. Nauð- synlegt sé að vita um hvaða tegundir sé að ræða, en hug- takið vargfugl er oft notað um mávategundir, t.a.m sílamáv og svartbak. „Eitt af því sem menn draga oft ályktun af við að sjá t.d. sílamáva labbandi út um alla móa er að þeir séu á eftir mófuglum. Sannleikurinn er sá að þeir eru fyrst og fremst að leita að ormum og slíku,“ segir Æv- ar og bendir á að sílamávurinn sé oft í stórum hópum og því álykti menn að hann sé að elta egg og unga sem eigi ekki alltaf við. „Það eru því mið- ur ansi miklar klisjur í gangi um þessi mál án þess að menn séu að skoða þau neitt nánar.“ Akkilesarhæll fuglafræðinga Sigurður Ægisson, sóknarprest- ur á Siglufirði og fuglaáhugamaður, segir að mávurinn ásamt fleiri varg- fuglum sé plága í Siglufirði og nær- sveitum og þykir honum furðulegt að fuglar eins og hrafninn og svart- bakur séu friðaðir þannig að ekkert megi aðhafast til þess að sporna gegn þeim. Hann tekur dæmi af því hvernig andarungum hafi fækkað við Siglufjörð vegna ágangs máva og hafi sést til þeirra rífa unga í sig. Hann segir að það sé mikil aukn- ing stormmáva í Eyjafirði og hafi verið sótt um leyfi til þess að veiða svartbak en það leyfi hafi ekki feng- ist. Hann gagnrýnir fuglafræðinga og nefnir það Akkilesarhæl þeirra að þeir dragi úr alvarleika mála. Ævar Petersen segir að vissulega taki t.a.m. sílamávar og hettumávar egg og unga en endur og vaðfuglar sæki sérstaklega eftir því að verpa í námunda við hettumáva. „Þetta er í svo litlum mæli að þetta skiptir engu máli fyrir hið náttúrulega kerfi.“ Aðalfæða sílamávs og hettu- mávs séu ýmiss konar smádýr eins og ormar en ekki egg og ungar. Mjög miklar náttúrulegar sveiflur séu í mófuglastofnum sem útskýri hæðir og lægðir í stofninum. Hann segir að það sé alveg órannsakað mál hvort mávar sæki meira inn í land eða í móa vegna minni úr- gangslosunar fiskvinnslustöðva. Það sé hins vegar vitað að sílamáv- urinn leiti mikið út á báta sem séu að gera að og það haldi áfram við landið. Árviss söngur Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, er sammála Ævari í því að ágangur máva á mófugla hafi engin áhrif á stofninn og hann bendir á það að það sé mjög gott varp hjá mófuglum um þessarmundir. Hann segir að veðrátta og æti skipti miklu meira máli heldur en annað. Þetta sé ár- viss söngur og er sérstaklega haft samband við hann út af Tjörninni í Reykjavík ef fólk sér til máva grípa andarunga eða eitthvað slíkt. Hann heldur því fram að mávarnir séu frekar að sækja í brauðið sem fólk er að gefa heldur en að veiða unga og að mávar séu ekki eins miklir vargfuglar og fólk vilji meina. T.a.m. sé mjög sjaldgæft að hettumávar veiði andarunga. Hann tekur dæmi af Tjörninni í Reykjavík þar sem kannski 200 mávar séu saman komnir en aðeins tveir af þeim séu að leita að ungum. „Þetta er bara gangur náttúrunnar,“ segir Jóhann og segir að það sé hægt að fara aðr- ar leiðir en að drepa mávana ef mönnum er illa við þá. Fólk hefur mikið tekið eftir máv- um í Reykjavík og þá sérstaklega í kringum verslunarkjarna þar sem æti er að finna eða þá við sorphauga. Spurður út í það segir Ævar að al- gjör breyting hafi orðið á því að sjá máva á höfuðborgarsvæðinu sé mið- að við undanfarin 10–20 ár. Þetta hafi ekki þekkst áður fyrr en nú sé sílamávurinn farinn að láta meira til sín taka í borginni og tengist þetta gríðarlegri fjölgun sílamávsins um land allt og þá sérstaklega á suð- vesturhorninu við Miðnesheiði. „Það gerist núna á hverju einasta vori, sem var aldrei hér áður fyrr, að maður sér sílamáv hér sitjandi á hverjum ljósastaurnum á fætur öðr- um, þegar maður keyrir upp í Breiðholtið eða eitthvað þess hátt- ar.“ Hann segir að sílamávurinn sé mjög áræðinn og sæki miklu frekar en aðrar mávategundir inn til bæja og þetta sé mikil breyting og sé komin til vegna úrgangslosunar mannsins. Því verði menn að líta í eigin barm ef þeim mislíki þetta. „Af hverju er þetta svo slæmt?“ segir Ævar og vill meina að það sé mjög orðum aukið sem fuglunum sé kennt um. Taka eigi á vandamálum sem geta komið upp vegna fuglanna sérstaklega. „Stundum eru vanda- málin þess eðlis að það er maðurinn sjálfur sem gæti tekið til í sínum ranni, þá verður ekki vandamál,“ segir Ævar. Fréttaskýring | Árlega hefst umræða um ágang vargfugla á mófugla Því miður mikl- ar klisjur í gangi Mávar ekki eins áfjáðir í unga og egg og margir halda Ævar Petersen jonpetur@mbl.is  Mikill áhugi er á fuglum hér á landi að sögn Ævars Petersen, fuglafræðings hjá Náttúruvernd- arstofnun Íslands. Hann segir að á bilinu 600–700 manns séu í Fugla- verndunarfélagi Íslands. Um níu eða tíu einstaklingar hafa tekið doktorspróf í fuglafræði hér á landi að sögn Ævars og segir hann að það sé örugglega heims- met miðað við höfðatölu. Tæpur helmingur þeirra eða fjórir starfa í dag hjá Náttúruverndarstofnun Íslands. Fuglaþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.