Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 40
MENNING 40 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 4. júlí kl. 20.00: Thierry Mechler frá Frakklandi leikur verk eftir Liszt, Bach og Reubke auk spuna. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008. sun. 4. júlí kl. 17.00 upps. lau. 10. júlí kl. 19.30 upps. fös. 16. júlí kl. 19.30 Yfir 8000 miðar seldir lau. 10. júlí kl. 17.00 upps. fim. 15. júlí kl. 19.30 fim. 22. júlí kl. 19.30 1. Fo rsýn . M i ð 07 .07 20 :00 UPPSELT 2 . Fo rsýn . F im 08.07 20 :00 UPPSELT F rumsýn. Fös 09.07 20 :00 UPPSELT 2 . sýn . Lau 10 .07 20 :00 UPPSELT 3 . sýn . F im . 15 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn . Fös . 16 .07 20 :00 LAUS SÆTI 5. sýn . Lau . 17 .07 20 :00 Í frétt blaðsins á fimmtudag,af umdeildri uppfærslu á óp-eru Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu í Komische Oper í Berlín, mátti lesa, að enn í dag getur ópera, og það meira að segja sígild gamanópera, valdið usla og látum, við það eitt að vera færð í nýjan búning og með því að taka á málefnum líð- andi stundar. Leikstjóri sýn- ingarinnar, Calixto Bieito, kaus að fara þá leið að sviðsetja óperuna í samtímanum, en ekki á fyrri hluta 18. aldar, eins og sag- an gerir ráð fyrir. Í stað Tyrkja sem ræna vestur-evrópskum hefð- arstúlkum á hafi úti og koma fyr- ir í kvennabúrum sínum, eru komnir úkraínskir mafíósar, og stúlkurnar austur-evrópskar al- þýðustúlkur, þvingaðar til þjón- ustu í hóruhúsum mafíósanna. Í stað þess glens og gamans sem Mozart gerir út á í verki sínu eru kynlíf, kynferðisofbeldi og dráp rauði þráðurinn í uppfærslu Bieitos. Finnur Bjarnason tenórsöngv- ari, sem syngur eitt aðalhlutverk- anna í sýningunni, sagði að leik- stjórinn hefði kosið að draga sérstaklega fram þann flöt á verkinu sjálfu sem snýst um of- beldi og kúgun á konum sem birt- ist í nútíma þrælahaldi, og mikið hefur verið fjallað um í vestræn- um fjölmiðlum á síðustu miss- erum. Þar er ungum stúlkum, oft- ar en ekki af austur-evrópskum uppruna, lofað góðri vinnu og farsæld á Vesturlöndum, en lof- orðið er fals, og þær hnepptar í kynlífsánauð í vestur-evrópskum vændishúsum. Sagan er sem sagt færð til nútímans, með beinum skírskotunum í hræðilegan veru- leika sem viðgengst jafnvel í okk- ar nánasta umhverfi. Hefðir gagnvart nýjum leiðum í óperuuppfærslum eru endalaus uppspretta deilna í tónlistarheim- inum. Þeim íhaldssömustu finnst að ópera eigi að vera sett upp í sama anda og gert var á tímum höfundanna sjálfra, og að ekki eigi að hvika frá þeirri reglu. Allt annað sé svik við verkið sjálft og ætlun þeirra sem það smíðuðu. Á hinn bóginn hefur óperan sem listgrein sætt harðri gagnrýni fyrir að vera dautt list- form, sem taki ekki á neinu sem máli skiptir, vegna tregðunnar á eðlilegri endurnýjun. Þeir sem harðast hafa gagnrýnt óperuna hafa kallað hana safnlist, og sagt að það að fara í óperuhús að sjá óperu sé eins og að fara í safn og horfa á steindauð listaverk löngu genginna listamanna. Það er líka staðreynd að margir fara aldrei að sjá óperur vegna þess að sög- urnar eru hallærislegar, verkin höfða einfaldlega ekki til þeirra, þótt þeim gæti eflaust hugnast að hlusta á tónlistina eina og sér á fóninum heima hjá sér.    Vissulega er tregða í endurnýj-un óperulistarinnar viðvar- andi vandamál. Tónskáld semja þó enn óperur, byggðar á efnivið sem ætti að höfða til samtímans, en vandinn liggur í því að óp- eruhúsin eru mörg hver illfáan- leg til að setja upp ný verk af ótta við að óperugestir láti ekki sjá sig. Þar ráða markaðs- lögmálin, og á meðan leikhúsið veit, að Brúðkaup Fígarós, svo dæmi sé tekið, getur malað gull er ekki hætt á að sýna verk eftir tónskáld, sem kannski aðeins örfáir óperugesta hafa heyrt minnst á. Endurnýjunin í óperuheiminum hefur því einna helst verið fólgin í því að gera óperuleikhúsið að leikstjóraleikhúsi, fá þekkta leik- stjóra til að setja upp gömul verk, í þeirri von að þeim auðnist að blása nýju lífi í Brúðkaupið, Travíötu, Hollendinginn og þau meistaraverk sem óperugestir virðast þó enn vilja sjá og heyra, aftur og aftur. Það er ekki komin öld síðan fyrst var almennt farið að ráða leikstjóra til að setja upp óp- erusýningar. Allt fram á tutt- ugustu öld var áherslan á söng- inn og tónlistina, og söngstjörnur á borð við Caruso, Melba, Sjaljap- in og Galli-Curci voru dáðar og hljómsveitarstjórar á borð við Toscanini og Fürtwängler voru nánast í guðatölu. Frægar upp- færslur voru; og eru enn, kennd- ar við nöfn söngvara og hljóm- sveitarstjóra. Eflaust hefur hljómsveitarstjórinn Herbert von Karajan verið síðasti móhíkaninn með þennan status innan óp- eruheimsins. Þótt leikstjóramiðað leikhús sé vinsælt í dag er enn ekki talað um hvaða leikstjórar settu upp eftirminnilegar sýningar þessara listamanna; – það skiptir heldur ekki máli, því eflaust hafa það í mörgum tilfellum langt fram eftir síðustu öld verið sviðsstjórar sem leiðbeindu söngvurum um það hvort þeir ættu að taka skrefin tvö til hægri eða vinstri. Í dag eru óperuuppfærslur hins vegar oftar en ekki kenndar við leikstjórana. Zeffirelli-Travíatan er til dæmis fræg, og rataði á endanum í kvikmyndabúning; Miller-Míkadóinn var tímamóta- uppfærsla, og uppfærslur Peters Sellars, á Cosi fan tutte og Brúð- kaupi Fígarós, eru umtalaðar sem „hans“ verk.    Óperuleikstjórum er reyndarærinn vandi á höndum í þeirri gagnrýni sem hrinið hefur á óperuhúsunum fyrir íhaldssamt verkefnaval. Meðan óperuhúsin skirrast við að sýna nýjar óperur sem ættu að eiga greiða leið að óperugestum samtímans er þeirra hlutverk oftar en ekki að blása lífi í aldagömul verk, og gera þau spennandi í augum fólks, sem myndi aldrei láta bjóða sér að ganga í korseletti og krínólíni, þekkir ekki hárkollupúður, og þarf ekki að takast á um lóð- arsláttinn við nágranna sína með einvígi. Leið þeirra margra hefur ein- mitt verið sú, vegna þess hve samtíminn virðist tregur til að meðtaka óperur samtímans, að færa gömlu verkin inn í raun- veruleika dagsins í dag. Í tilfelli sýningarinnar í Komische Oper í Berlín virðist það hafa tekist, og markmið leikstjórans skýr og ljós. Hann sér einfaldlega í verki Mozarts ákveðna samsvörun við stórfellt vandamál í samtímanum, og verkið liggur vel við þeirri áherslubreytingu sem hann kýs að gera. Og það er hans listræna frelsi. Vandamálið hefur þó oft verið það, að leikstjórar hafa ekki skýra sýn á það hvernig gamalt verk getur þjónað sínu hlutverki í samtímanum, eða þeir einfald- lega finna enga samsvörun í því við nútímaaðstæður. Tilraunir Ís- lensku óperunnar til þess að færa gamlar óperur inn í nútímann hafa verið nokkrar, en misjafnar að gæðum. Fyrir fimm árum setti David Freeman Leðurblökuna eftir Strauss upp í Íslensku óp- erunni, og færði sviðið frá Vín undir lok 19. aldar, til Rima- hverfis í Reykjavík um aldamótin 2000. Með þessari breytingu var enginn augljós tilgangur. Sagan var sú sama, framhjáhaldið það sama, drykkjan sú sama, feluleik- irnir voru þeir sömu og fólkið var það sama, þótt þeir væru starfsmenn Bílastæðasjóðs Reykjavíkur í stað þess að vera opinberir starfsmenn Vín- arborgar. Umgjörðinni var breytt, án þess að sögunni sjálfri væri fundinn trúverðugur staður í samtímanum. Við fyrstu sýn hefur mörgum eflaust fundist óhugsandi að Brottnámið úr kvennabúrinu gæti haft skír- skotun til samtímans, svo úrelt sem viðfangsefnið kann að virð- ast, og það sama má segja um Leðurblökuna, og gjálífi miðevr- ópskra broddborgara á 19. öld. En vera má að vel hefði verið hægt að gera Leðurblöku Free- mans mun meira sannfærandi, ef meiri alúð hefði verið lögð í hug- myndafræði uppfærslunnar. Það var beinlínis hallærislegt að heyra vínarvalsana leikna í rave- partíi í flugskýli á Reykjavík- urflugvelli og sjá þotuliðið í Rimahverfinu skiptast á sendi- bréfum á tölvupóstsöld. Það er nefnilega ekki nóg að færa verk inn í nútímann, ef sú tilfærsla þjónar engu markmiði eða list- rænni sýn.    Frásögn Finns og DaníelsBjarnasona af uppfærslunni á Brottnáminu úr kvennabúrinu er lýsandi fyrir þær aðstæður sem óperuheimurinn er í. Fólk er með eða á móti, og virðist taka hjartanlega og einarða afstöðu. Varla þarf að óttast að púrist- arnir fái ekki eftirleiðis sem hingað til að sjá óperusýningar í sinni „upprunalegu“ mynd. Þeir mega þó aldrei gleyma því að margar þær óperur sem þeir krefjast að séu sýndar á þann hátt ollu sams konar fjaðrafoki og úlfaþyt þegar þær voru frum- sýndar og bæði margar nýjar óp- erur og módernískar uppfærslur eldri ópera gera í dag. Verdi var umdeildur og umtalaður á sinni tíð, og tilraunir voru gerðar til að ritskoða verk hans af pólitísk- um ástæðum. Honum var mun meira í mun að ögra en að skapa átakslausar stillimyndir með fal- legri tónlist. Og Mozart vildi líka ögra, og gerði það meðal annars bæði í Brúðkaupi Fígarós og Don Giovanni. Ein umtalaðasta óp- eruuppfærsla síðustu ára er ein- mitt uppfærsla á Don Giovanni í höndum leikstjórans Deborah Warner frá Glyndebourne- hátíðinni. Þar voru gleðigosinn Giovanni og þjónn hans Leporello samkynhneigðir elskendur, og kvennabrölt hans ekkert annað en yfirvarp til að fela hans raun- verulegu fýsnir og kenndir, sem ekki þoldu dagsljósið. Warner tókst að skapa uppfærslu sem miklum meirihluta óperugesta og gagnrýnenda þótti aðdáunarverð og sérlega áhugaverð, og umfram allt annað höfða til raunveruleika sem nútímafólk þekkir af eigin raun úr samtíma sínum. Það er auðvitað hægt að segja sögu á margan máta, og í tilfelli óperunnar markar tónlistin auð- vitað þær vörður sem leikstjóri getur fylgt gegnum söguna. Hún er sá þráður og það leiðarljós sem ber söguna uppi. En eins og góður sögumaður hefur lag á því að segja sögu aldrei eins í tvö skipti – þarf óperuleikstjórinn að geta kryddað og krítað eins og aðstæður hvers samtíma krefjast, ef gömlu verkin eiga á annað borð að eiga eitthvert erindi við líðandi stund. Ópera í átökum við samtímann Ljósmynd: Monika Rittershaus Frá umdeildri uppfærslu Komische Oper á Brottnáminu úr kvennabúrinu. ’Það var beinlínis hallærislegt að heyra vínarvalsana leikna í rave-partíi í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og sjá þotuliðið í Rimahverfinu skiptast á sendibréfum á tölvupóstsöld.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.