Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 3. júlí 1994: „Þegar íslensk- ar fiskvinnslustöðvar hófu kaup á þorski úr Barents- hafi af rússneskum fiski- skipum komu fram marg- víslegar efasemdir um þessi viðskipti. Bent var á óvenju- lega viðskiptahætti, rottu- gang í rússnesku skipunum og lélegt hráefni. Á þessu virðist hafa orðið breyting. Nú er litið svo á, að vinnsla á svonefndum rússaþorski sé mikilvægur þáttur í starfi fiskvinnslustöðvanna. Fáist þessi fiskur ekki til vinnslu geti það leitt til uppsagna í frystihúsum. Rússar virðast gera sér ljóst, að þessi viðskipti hafa vaxandi þýðingu fyrir okkur Íslendinga. Þeir gera nú til- raun til að stöðva veiðar ís- lenzkra skipa í Smugunni með því að takmarka á einn eða annan veg sölu á fiski hingað úr rússneskum fiski- skipum. Raunar eru skiptar skoðanir á, hvort um sam- ræmdar aðgerðir sé að ræða. Viðtöl sendiherra Ís- lands í Moskvu við ráða- menn þar gefa til kynna að mismunandi afstaða sé í Múrmansk og á Kirjála- svæðinu. Varaformaður fiskveiðiráðsins í Moskvu segir að löndunarbann rúss- neskra togara sé til komið að frumkvæði útgerð- armanna en ekki stjórnvalda í Moskvu, sem hins vegar styðji þessar aðgerðir. Alla vega er ljóst, að lönd- unarbannið nær ekki til allra viðskiptaaðila. Sumir út- gerðarmenn og fiskselj- endur í Rússlandi sýnast til- búnir til að selja okkur fisk en aðrir ekki.“ . . . . . . . . . . 4. júlí 1984: „Mikil hreyfing hefur komizt á framtíðarupp- byggingu stóriðju hér, eftir að ráðherraskipti urðu í iðn- aðarráðuneytinu fyrir rúmu ári. Hjörleifur Guttormsson stöðvaði nánast alla viðleitni til þess að halda áfram bygg- ingu stórra iðjuvera, þau tæp fimm ár, sem hann sat í ráðu- neytinu. Það eru glötuð ár að þessu leyti, því að undirbún- ingur að byggingu slíkra iðju- vera tekur langan tíma. Við- ræðum við Svissneska álfélagið um lúkningu deilu- mála milli þess og íslenzkra stjórnvalda er ekki lokið en þær eru komnar vel á veg og þess er að vænta, að sam- komulag muni að lokum tak- ast, sem báðir aðilar geti við unað.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A fstaða Morgunblaðsins til málefna, sem til umræðu eru hverju sinni, og þátt- taka blaðsins í þjóðmálaum- ræðum virðist stundum valda töluverðum hugaræs- ingi hér og þar í samfélag- inu. Þau viðbrögð lýsa sér með ýmsum hætti. Á síðasta áratug var því gjarn- an haldið fram, að Morgunblaðið hagaði sér eins og stjórnmálaflokkur, vegna þess, að blaðið lýsti skoðunum á málum. Aðrir héldu því fram í þeim umræðum, að blaðið hefði einhvern tíma lýst því yfir, að það væri hlutlaust í þjóðmálabaráttunni og ákveðin málefnaleg afstaða væri brot á slíkri yf- irlýsingu. Morgunblaðið hefur aldrei gefið slíka yfirlýsingu og aldrei hagað sér eins og stjórnmála- flokkur. Hins vegar kom sú afstaða skýrt fram af hálfu Morgunblaðsins á sínum tíma, að það styddi engan einn stjórnmálaflokk og að afstaða blaðsins til mála byggðist ekki á flokkspólitískum sjónar- miðum heldur yrði hún til með öðrum hætti. Í þessu fólst ekki yfirlýsing um hlutleysi í þjóðmála- umræðum eins og sumir vildu halda fram. Auðvitað er hægt að gefa út dagblað án þess, að það lýsi skoðunum. Það er líka hægt að gefa út blað, sem hefur eina skoðun í dag og aðra á morg- un, er eins konar Ragnar Reykás svo vitnað sé til vinsællar persónu þeirra Spaugstofumanna. Í sögu blaða eru jafnvel dæmi um blöð, sem hafa haft það að yfirlýstu markmiði að sveiflast með al- menningsálitinu og hafa alltaf þá skoðun, sem vin- sælust er þá stundina meðal almennings. Sterk afstaða til málefna hefur hins vegar alla tíð verið ríkur þáttur í útgáfu Morgunblaðsins eins og m.a. má lesa um í stórfróðlegri ævisögu Jakobs F. Ásgeirssonar um Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins í fjóra áratugi, sem Guðjón Frið- riksson telur eintóna en virðist ekki átta sig á hversu eintóna blaðasaga hans sjálfs er. Að Morg- unblaðið hafi skýra afstöðu til þjóðmála hefur því fylgt blaðinu alla tíð og það hefur vissulega ekki verið stefna blaðsins að fylgja almenningsálitinu og sveiflunum í því. Þvert á móti hefur blaðið oft skrifað þvert á almenningsálitið og oft átt á bratt- ann að sækja, ef skoðanir þess hafa ekki verið í samræmi við viðteknar skoðanir á hverjum tíma. Þeir sem starfa við Morgunblaðið eiga stundum erfitt með að skilja hvers vegna skoðanir blaðsins koma stundum meira umróti á huga fólks en skoð- anir, sem ýmsir aðrir setja fram. Andstæðingar sjónarmiða blaðsins hverju sinni grípa gjarnan til þess ráðs að halda því fram, að Morgunblaðið hafi tekið upp stuðning við þennan flokk eða hinn eða jafnvel „gengið í“ viðkomandi flokka. Á síðasta áratug var því haldið stíft fram að Morgunblaðið hefði tekið upp stuðning við Alþýðuflokkinn. Rök- in fyrir þeirri staðhæfingu voru, að Morgunblaðið og Alþýðuflokkurinn áttu nokkra samleið í bar- áttu fyrir auðlindagjaldi, þótt áherzlur Alþýðu- flokksins á þeim tíma væru nokkuð aðrar en blaðs- ins. Nú er því haldið fram (af einhverjum ástæðum af þeim dagblöðum, sem Baugur er aðalútgefandi að) að Morgunblaðið sé gengið í Sjálfstæðisflokk- inn. Rökin, sem borin eru fram fyrir þeirri stað- hæfingu, eru að Morgunblaðið á málefnalega sam- stöðu með raunar báðum stjórnarflokkunum í afstöðu til fjölmiðlalaganna og um þau markmið, að setja beri löggjöf, sem setji ákveðinn ramma utan um starfsemi stóru viðskiptasamsteypnanna, sem nú er unnið að í viðskiptaráðuneytinu. Í einkabréfum, sem ritstjórn Morgunblaðsins ber- ast, er það sjónarmið jafnvel viðrað, að blaðið geri sér nú alvarlega dælt við Framsóknarflokkinn. Í umræðum um kvótakerfið á síðasta áratug var því aftur og aftur haldið fram í opinberum um- ræðum, að ritstjórar Morgunblaðsins væru sósíal- istar og bryddað hefur á þeim sjónarmiðum á ný á undanförnum mánuðum. Í einkabréfum er því líka haldið fram, að Morgunblaðið um þessar mundir minni einna helzt á Þjóðviljann á sínum tíma, en Þjóðviljinn var málgagn Sameiningarflokks al- þýðu-Sósíalistaflokks og síðar Alþýðubandalags á 20. öldinni og barðist fyrir sósíalísku þjóðskipulagi á Íslandi. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að fjalla svolítið um afstöðu Morgunblaðsins til þjóðmála og verður látið nægja að fara ekki lengra aftur í tímann en til síðasta áratugar til þess að setja þá stefnumörkun blaðsins í samhengi. Afstaðan bygg- ist á málefnum Morgunblaðið myndar sér skoðun á grund- velli málefna en ekki eftir því hvaða flokkar fylgja hvaða máli hverju sinni. Þátttaka Morg- unblaðsins í þjóðmálaumræðum er því fyrst og fremst málefnabarátta, sem hefur ekkert með flokkspólitíska afstöðu að gera. Ástæða er til að nefna nokkur dæmi um þetta. Á síðasta áratug og raunar seinni hluta níunda áratugarins einnig barðist Morgunblaðið fyrir ákveðnum sjónarmiðum í sjávarútvegsmálum. Sú afstaða blaðsins byggðist á einföldum og skýrum rökum. Í lögum, sem Alþingi hafði samþykkt, var kveðið á um með afdráttarlausum hætti, að auð- lindir hafsins væru sameign þjóðarinnar. Smátt og smátt kom í ljós, að þessi sameiginlega eign þjóðarinnar var seld á milli einstaklinga og út- gerðarfélaga fyrir miklar fjárhæðir án þess að eig- andinn fengi nokkuð í sinn hlut. Morgunblaðið barðist fyrir því, að eigandinn fengi eitthvað í sinn hlut af þessum miklu verðmætum. Blaðið var ekki eitt í þeirri baráttu. Þar komu fjölmargir aðrir við sögu. Þá var því haldið fram af útgerðarmönnum, að fréttir Morgunblaðsins af sjávarútvegsmálum væru litaðar af skoðunum blaðsins á þessu til- tekna máli. Það var sama ásökun og forseti Ís- lands setti fram á kosninganóttina um daginn, þegar hann hélt því fram, að fréttir Morgunblaðs- ins væru litaðar af einhvers konar andstöðu við hann, þótt blaðið hafi aldrei lýst andstöðu við for- setann en hins vegar gagnrýnt sjónarmið hans í einstökum málum. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur voru mjög andsnúnir afstöðu Morgunblaðsins í kvótamálinu og forsvarsmenn þeirra deildu stund- um hart á blaðið fyrir stefnu þess. Við því var og er ekkert að segja. Það er eðlilegt að fram fari um- ræður, stundum harðar umræður, um einstök málefni. Það sem máli skiptir er að slíkar umræð- ur fari fram með málefnalegum hætti. Að því kom að forystumenn stjórnarflokkanna tveggja réttu fram sáttarhönd til þeirra, sem börðust fyrir auðlindagjaldi. Þar var ekki um að ræða neina venjulega sáttarhönd. Færa má rök að því, þegar horft er til sögu þessara umræðna, að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi rétt fram risastóra sáttarhönd til þeirra, sem bar- izt höfðu fyrir auðlindagjaldi í meira en áratug. Auðlindagjald er orðið að lögum og innheimta þess hefst síðar á þessu ári. Þeir sem halda því fram, að pólitík þessara tveggja stjórnmálamanna einkennist af einstrengingslegri afstöðu til mála, mættu gjarnan minnast þess í hvaða farveg um- ræður um kvótakerfið og auðlindagjald fóru. Menn, sem voru tilbúnir til að stíga jafn stórt skref og þeir Davíð og Halldór gerðu í kvótamál- inu til málamiðlunar, eru augljóslega til alls vísir í þeim efnum! En hvers vegna tók Morgunblaðið þessa af- stöðu til grundvallaratriða í sjávarútvegsmálum og barðist fyrir þeim svo lengi, sem raun bar vitni? Ástæðan fyrir því var mjög skýr. Blaðið taldi sig berjast fyrir almannahagsmunum í því máli. Seinni hluta síðasta áratugar kom upp annað mál, sem einnig varð að ágreiningsefni á milli Morgunblaðsins og núverandi stjórnarflokka. Áform voru uppi um svonefnda Fljótsdalsvirkjun fyrir austan. Fyrir hendi var gamalt virkjunar- leyfi, sem átti að nýta í því skyni, en frá því að það var gefið út og að til ákvörðunar kom höfðu verið sett lög um að slíkar framkvæmdir færu í um- hverfismat. Ríkisstjórnin taldi að hægt væri að hefja framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun á grund- velli hins gamla virkjunarleyfis en Morgunblaðið og margir fleiri töldu, að vegna hinna nýju laga um umhverfismat væri eðlilegt að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat. Þessi skoðanaágreiningur leiddi til harðra átaka. Morgunblaðið barðist fyrir því, að virkjunin færi í umhverfismat, og átti þar málefnalega samstöðu með ýmsum umhverfis- verndarsamtökum og umhverfisverndarsinnum. Til voru þeir, sem töldu, að í þessari afstöðu fælist andstaða við virkjunina sem slíka. Það var ekki rétt túlkun á afstöðu blaðsins. Að því kom að ríkisstjórnin féll frá áformum um byggingu Fljótsdalsvirkjunar. Jafnframt var haf- inn undirbúningur að byggingu Kárahnjúkavirkj- unar. Þau virkjunaráform fóru rétta boðleið í gegnum allt kerfið og lögum samkvæmt. Ýmsir í hópi umhverfisverndarsinna töldu, að Morgun- blaðið hefði „svikið“ málstaðinn með því að berjast ekki gegn Kárahnjúkavirkjun. Þeir sem þá skoð- un höfðu virtust telja, að blaðið hefði haft kröfu um umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun að yfirvarpi. Svo var ekki. Hvers vegna tók Morgunblaðið upp baráttu fyr- ir því að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat? Vegna almannahagsmuna. Blaðið taldi ekki verj- anlegt að nota gamalt virkjunarleyfi, sem gefið hafði verið út tæpum tveimur áratugum áður, og hirða ekki um breyttar aðstæður, ný viðhorf og ný lög um umhverfismat. Önnur baráttu- mál Seint á síðasta áratug hóf Morgunblaðið bar- áttu fyrir því, að tekið yrði upp beint og milli- liðalaust lýðræði með því að þjóðin tæki ákvörðun um tiltekin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og að íbú- ar einstakra sveitarfélaga tækju ákvörðun um til- RÉTTARSTAÐA EINKASKÓLA Það er erfitt að stofna einkaskóla,rekstur einkarekinna skóla ererfiður og einkaskólarnir í Reykjavík berjast fyrir lífi sínu. Meg- inástæðan er mikið ósamræmi í fjár- framlögum til einkaskóla og skóla sem sveitarfélög reka. Þetta kom fram í máli Auðar Finn- bogadóttur, viðskiptafræðings og MBA-nema, á morgunverðarfundi Verzlunarráðs á fimmtudag og kemur út af fyrir sig ekki á óvart. Þeir fáu einkaskólar, sem hafa orðið til hér á landi, hafa flestir lent í kröggum und- anfarin ár. Ástæðan er fyrst og fremst stefna Reykjavíkurborgar, þar sem þeir eru flestir staðsettir, en borgaryf- irvöld hafa ekki verið fáanleg til að greiða sömu upphæð með börnum sem ganga í einkarekinn skóla og hún greið- ir með börnum í hennar eigin skólum. Því síður hafa borgaryfirvöld verið reiðubúin að taka upp kerfi, þar sem foreldrar og börn hafa valfrelsi um grunnskóla og velja skóla eftir stefnu þeirra og áherzlum. Önnur stór sveit- arfélög hafa sýnt málefnum einkaskóla lítinn áhuga, með einni undantekningu. Garðabær hefur staðið með afar at- hyglisverðum hætti að stofnun einka- skóla í sveitarfélaginu og innleitt val- frelsi foreldra um skóla. Í máli Þorbjargar Helgu Vigfúsdótt- ur, ráðgjafa menntamálaráðherra, á fundinum kom fram að óvenjulega lágt hlutfall íslenzkra barna stundar nám í einkaskóla. Í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er meðaltalið um 10% en hér á landi ganga um 0,8% barna í einkaskóla og þeim fer fækkandi. Þetta er öfugþróun, því að eins og Þorbjörg benti á er reynsla nágranna- ríkja okkar sú að valfrelsi og fjöl- breytni í rekstrarformi grunnskóla hefur jákvæð áhrif á skólakerfið í heild sinni. „Einkarekinn skóli skynjar hlut- verk sitt betur, þ.e. þjónustu við nem- endur og foreldra. Þeir eiga auðveldara með að ná hagkvæmara rekstrarfyrir- komulagi sem segir okkur í rauninni af hverju Ísaksskóli t.d. er ekki farinn á hausinn nú þegar. […] Hugmyndir um kennsluhætti og form fara hraðar í framkvæmd og ýta þannig við kröfum foreldra og samkeppnishugsjón í öðr- um skólum,“ sagði Þorbjörg. Foreldrar barna í einkaskólum í Reykjavík hljóta að spyrja hvers vegna Reykjavíkurborg greiði aðeins um 300 þúsund krónur til menntunar barna þeirra, en 500–640 þúsund með hverj- um nemanda í sambærilegum skólum sem borgin rekur sjálf. Foreldrar þess- ara barna hafa borgað útsvarið sitt eins og foreldrar barna í skólum borgarinn- ar. Öllum börnum er tryggt fjárfram- lag til grunnskólanáms með stjórnar- skrá og lögum. Rík samstaða er um að kosta skuli grunnskólamenntun af fé skattgreiðenda. Reynslan frá ná- grannalöndum okkar sýnir hins vegar að það er langt frá því að vera eitthvert náttúrulögmál að eingöngu hið opin- bera sjái um að veita þessa þjónustu. Betri árangur og meiri fjölbreytni í skólastarfi næst þar sem einkaaðilar, félagasamtök, hópar kennara og for- eldra, söfnuðir og fleiri geta stofnað skóla og rekið innan ákveðins ramma fjárveitinga og gæðastaðla, sem er eins og sá, sem opinberir skólar búa við. Þannig eru kostir samkeppninnar nýtt- ir til hagsbóta bæði fyrir þá, sem njóta þjónustunnar, þ.e. nemendur og for- eldra þeirra, og þá sem greiða hana, skattgreiðendurna. Morgunblaðið hefur áður bent á að fyrst stærstu sveitarfélög landsins hafi ekki áhuga á að auka valfrelsi og fjöl- breytni í skólastarfinu verði að koma til lagarammi um starf grunnskóla, þar sem staða einkaskóla sé tryggð og fólki auðveldað að setja slíka skóla á stofn. Það er því sérstakt ánægjuefni að Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra skuli í samtali við Morg- unblaðið í gær taka af skarið í þessu efni og lýsa vilja til að tryggja réttar- stöðu sjálfstæðra skóla og einkaskóla. „Menn ættu ekki að vera hræddir við það, því það er ekki verið að tala um að gera börnum í einkaskólum hærra und- ir höfði eða mynda einhverja forrétt- indaskóla. Það er einfaldlega átt við að einkaskólar og börn sem sækja þá standi jafnfætis öðrum gagnvart hinu opinbera varðandi fjárframlög,“ segir menntamálaráðherra. „Réttarstaðan þarf að vera sú sama og það má ekki verða háð pólitískum duttlungum hverju sinni hvort einkaskólarnir hafi möguleika til að lifa af.“ Þetta er hárrétt hjá menntamálaráð- herra og þess er vonandi skammt að bíða að hún leggi fram lagafrumvarp sem tryggi sanngjarna samkeppni op- inberra skóla og einkaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.