Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 37

Morgunblaðið - 04.07.2004, Side 37
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 37 Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, sölustjóri fyrirtækja. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Stór og þekkt bílasala á besta stað. Eigið húsnæði.  Gömul og þekkt sérverslun með 150 m. kr. ársveltu. Eigin innflutningur.  Kaffi Amokka, Borgartúni. Stórglæsilegt kaffihús á besta stað í helsta at- vinnuhverfi borgarinnar.  Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eigin innflutningur að stórum hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir 2 smekklegar konur eða sem viðbót við annan rekstur.  Deild úr heildverslun með 8 m. kr. framlegð á ári. Örugg viðskipti og lítill lager.  Ísbúð, videó og grill á góðum stað í austurbænum. Gott tækifæri.  Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.  Falleg lítil blómabúð í miðbænum.  Strætósjoppan Lækjartorgi. Góður rekstur, miklir möguleikar.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Einstakt tæki- færi fyrir duglegt fólk. Leiga möguleg fyrir réttan aðila.  Prentsmiðja á Siglufirði. Góð verkefnastaða. Tilvalið fyrir einstakling sem vill verða eigin húsbóndi.  Sérverslun - heildverslun með 300 m. kr. ársveltu.  Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.  Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup.  Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verk- efni og góð afkoma.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið sem viðbót við vélsmiðju eða skyldan rekstur.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu.  Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup.  Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki.  Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Vinsæll sport- og helgarstaður.  Dagsöluturn í verslunarmiðstöð.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658.Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Sumarútsala Úrval af glæsilegum fatnaði fyrir konur á öllum aldri Stærðir 36-52 Komdu og gerðu dúndur kaup 30-70% afsláttur Ídag fer fram úrslitaleikur Evrópukeppn-innar í knattspyrnu þar sem lið Portúgalsog Grikklands etja kappi. Eggert Magnús-son er stjórnarmaður í Knattspyrnusam- bandi Evrópu og hefur fylgst með keppninni í Portúgal frá upphafi. Hvernig hefur keppnin í ár gengið? „Þetta er í einu orði sagt búin að vera stórkost- leg keppni og allt lagst þar á eitt. Portúgalska þjóðin er mjög stolt og upprifin yfir að fá að halda keppnina og landsmenn hafa tekið vel á móti gest- um og verið einstaklega gestrisnir allan tímann. Skipulag hefur verið með miklum ágætum og ein- ungis algjörir minniháttar hlutir hafa farið úr- skeiðis, eins og t.d. að lyftur sem flytja fólk frá bíla- stæðum upp í palla hafa bilað.“ Hvernig hefur knattspyrnan verið? „Hún er búin að vera frábær og maður hefur orðið vitni að mörgum meiriháttar leikjum. Gest- gjafarnir hafa náð sér á strik eftir slæma byrjun og eru komnir alla leið í úrslit. Til að svona keppni heppnist vel þarf gestgjöfunum einmitt helst að ganga vel. Við höfum aldrei orðið varir við eins mikinn áhuga á keppninni, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim. Sjónvarpsáhorf á keppnina hefur verið meira en nokkru sinni í Evrópu. Í Þýskalandi og Englandi til dæmis, þar sem liðin eru dottin úr keppninni, hefur verið metáhorf á alla leiki. Svo má nefna til dæmis að nýr og gríðarstór markaður er að opnast í Kína, en þar hafa 50 milljónir manna fylgst með keppninni, þrátt fyrir að leikirnir fari fram áður en fólk fer í vinnuna á morgnana. Heimsóknir á vefinn okkar, www.uefa.com, hafa einnig verið með ólíkindum margar og til dæmis skoðuðu 300 milljón manns vefinn daginn sem leik- ur Englands og Portúgals fór fram.“ Hvernig hefur keppnin gengið fjárhagslega? „Fjárhagslega hefur þetta gengið einstaklega vel. Mestu peningarnir koma fyrir sjónvarpsrétt- inn, en svo koma markaðstekjur inn í líka auk að- gangseyris. Samanlagðar sjónvarpsréttartekjur og markaðstekjur nema 1,2 milljörðum svissneskra franka, rúmum 70 milljörðum íslenskra króna.“ Hvernig líst þér á leikinn í kvöld? „Það sem er gaman við að þessar þjóðir séu í úr- slitum er að minni þjóðir Evrópu sjá nú að það er möguleiki fyrir litlar þjóðir að komast alla leið í úr- slitaleikinn í þessari keppni. Ég vona að þetta verði mjög skemmtilegur úrslitaleikur. Umgjörðin verð- ur glæsileg og miðað við það sem ég hef upplifað þá munu áhorfendur beggja liða, sem eru mjög skemmtilegir, láta hátt í sér heyra, en á jákvæðan hátt.“ Knattspyrna | Úrslitaleikur Evrópukeppninnar 50 milljónir Kínverja horfa á  Eggert Magnússon fæddist árið 1947 í Reykjavík. Hann stund- aði nám við Háskóla Ís- lands í verkfræði og viðskiptafræði. Eggert er formaður Knattspyrnusambands Íslands, situr í fram- kvæmdastjórn og nefndum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og situr einnig í nefndum á vegum alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þá er Eggert stjórnarmaður í Burðarási. Kona Eggerts er Guðlaug Ólafsdóttir og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. Þakkir ÞAR sem Blómahofið í Suðurveri hefur hætt verslunarrekstri vil ég þakka öllu því góða fólki sem hefur stutt mig og verslað við Blómahofið í gegnum árin því án ykkar hefði Blómahofið ekki verið til. En fremur vil ég þakka öllum byrgjum og starfsfólki þeirra fyrir góða þjón- ustu. Þessi ár hafa verið mér dýr- mæt reynsla. Takk fyrir mig. Birna Sigmundsdóttir, Blómahofinu Suðurveri. Ættingja leitað ÉG heiti Gene Sigfússon og er ætt- aður frá Íslandi. Ég verð staddur á Íslandi frá 20.–26. ágúst og hef áhuga á að hitta ættingja mína. Ég er barnabarnabarn Ingibjargar og Sigfúsar Jónssonar frá Krossanesi við Eyjafjörð. Þau sigldu með fjöl- skyldu sinni til Kanada í júlí 1876. Afi minn, Þorsteinn Sigfússon, var þá níu ára. Fjölskyldan bjó í Gimli í Manitoba í fjögur ár áður en þau fluttu til Norður-Dakóta. Eftir að afi minn gifti sig 1905 flutti hann til Quill Lake í Kanada. Á meðan ég dvel í Reykjavík verð ég á Gistiheimilinu Turninum, Grettisgötu 6. Ég verð á Akureyri 23. og 24. ágúst og dvel þá á Hótel Eddu, Akureyri. Ég hefði mikinn áhuga á að hitta ættingja mína eða einhvern sem þekkir til ættar minnar. Hægt er að hafa samband við mig á netfanginu: gsigfusson@hotmail.com eða hringja í síma 1 306 694 8195. Ég hlakka til að heyra frá ykkur. Gene Sigfússon, #2 - 710 Keith Street, Moose Jaw, Saaskatchewan, S6H, 5R2. Gefins kettlingar ÚLLEN, Kik- kelane og Doff leita að góðum framtíðarheim- ilum. Upplýs- ingar í síma 587 1492. Fressköttur í óskilum FRESSKÖTTUR hefur gert sig heimakominn að Heiðvangi í Hafnarfirði. Hann er næstum algrár með hvítan blett við trýnið og hvítar loppur. Eigandi hans er beðinn að hringja á dýralæknastofuna í Garða- bæ í síma 565 8311 þar sem hann dvelur nú. Eftir helgina í síma 555 4567. Kettlingar í öllum litum KETTLINGAR undan tveimur læð- um fást gefins. Þeir eru kassavanir og aldir upp með börnum og hundi. Þrír kettlinganna eru 9 vikna gamlir og tilbúnir að fara að heiman. Hinir þrír eru fimm vikna og óska eftir nýju heimili í lok júlí. Upplýsingar í síma 899 8890. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 trúlega, 8 furða, 9 sparsemi, 10 illmælgi, 11 vagn, 13 forfaðirinn, 15 rassa, 18 heysætið, 21 þrep í stiga, 22 vopn, 23 kjáni, 24 gróðurfletinum. Lóðrétt | 2 bál, 3 gabba, 4 fiskur, 5 passaði, 6 eyðslu- semi, 7 stakur, 12 hlaup, 14 skjót, 15 baksa við, 16 sjónvarpsskermur, 17 náttúrufarið, 18 óvirti, 19 refurinn, 20 örlagagyðja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 snökt, 4 gráta, 7 ætlar, 8 geirs, 9 tón, 11 Inga, 13 maur, 14 gamla, 15 töng, 17 naum, 20 gró, 22 pokar, 23 læt- in, 24 rengi, 25 gengi. Lóðrétt | 1 snæði, 2 öflug, 3 tært, 4 gagn, 5 árita, 6 ansar, 10 ólmur, 12 agg, 13 man, 15 tapar, 16 nakin, 18 aftan, 19 munni, 20 grái, 21 ólag. LESANDINN er í austur og heldur á bókinni í vörn gegn fjórum spöðum. En hvar er fjórði slagurinn? Þraut 7. Norður ♠KD65 ♥K87 ♦KDG109 ♣K Austur ♠42 ♥ÁG4 ♦Á32 ♣Á9532 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Makker kemur út með laufdrottningu og þú átt slaginn. Hver er vörnin? Svar birtist á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.