Morgunblaðið - 04.07.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 04.07.2004, Síða 38
DAGBÓK 38 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðaratkvæðagreiðsla í fókus Um ræðu fundur Va rða r F rummæ l endur : Þór Vilhjálmsson, fyrrv. hæstaréttardómari: Hvað segja lögin? Bjarni Benediktsson, alþingismaður: Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu. Fundarstjóri: Ásta Möller, varaþingmaður. Allir velkomnir. Vörður-fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Þór Vilhjálmsson Ásta Möller Bjarni Benediktsson þriðjudaginn 6. júlí í Veitingahúsinu Iðnó, 2. hæð Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að huga að heimili þínu og fjölskyldu í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður tími til að fara á nám- skeið eða bæta við þekkingu þína með öðrum hætti. Þig þyrstir í að læra eitt- hvað nýtt og reyna þannig á huga þinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt hugsanlega kaupa fasteign eða eitthvað stórt til heimilisins í dag. Það eru góðar líkur á að kaupin munu borga sig til langs tíma litið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það hefur tekið þig langan tíma að sleppa tökunum á því liðna en nú er kominn tími til að horfa til framtíðar- innar. Þú lagðir í raun út á nýja braut árið 2001. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert að brjóta niður margt af því sem þú hefur verið að byggja upp á síðasta áratug. Hluti af þessu ferli er að fara í gegnum fataskápinn og henda því sem þú ert hætt/ur að nota. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Rýmdu til fyrir öðru fólki í lífi þínu. Þegar upp er staðið eru það mannleg smskipti sem skipta okkur mestu máli í lífinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að gefa þér tíma til leiks og hvíldar þegar líður á daginn. Þú munt njóta þess að fara í ferðalag, daðra og leika við börnin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður tími til að heimsækja ættingja sem búa langt í burtu frá þér. Þú munt hugsanlega fá gjöf eða óvænta peningasendingu sem auðveld- ar þér þetta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferða- og ævintýraþrá þín er komin upp á yfirborðið einn ganginn enn. Þú ættir að þiggja þá hjálp sem þér býðst við að undirbúa næsta ferðalag þitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú getur lært margt um sjálfa/n þig með því að skoða hvernig þú talar við aðra og bregst við því sem þeir segja. Sólin er beint á móti merkinu þínu og því ertu fyrst og fremst að læra af samskiptum þínum við aðra þessa dag- ana. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Lífið hefur verið hálfgert púl hjá þér að undanförnu og það mun halda áfram að vera það enn um stund. Huggaðu þig við það að uppskera þín er vís þó hún láti bíða svolítið eftir sér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ástamálin setja mikinn svip á líf fiskanna þessa dagana. Þetta er einnig góður tími fyrir þá til listsköpunar. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbörn dagsins: Eru frumleg og trygg og eiga auðvelt með að setja sig í spor annarra. Komandi ár getur orðið eitt besta ár ævi þeirra þann- ig að þau ættu að gera ráð fyrir krafta- verkum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 75 ÁRA afmæli.5. júlí verður 75 ára Elís G. Þor- steinsson, fyrrum bóndi og vegaverk- stjóri í Dalasýslu. Af því tilefni verða hann og eiginkona hans, Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir, með heitt á könn- unni sunnudaginn 4. júlí í sumarhúsi þeirra hjóna „Vogaseli“, Miðheiðarvegi 12, Grímsnesi. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0–0–0 Bd7 9. f4 b5 10. Bxf6 gxf6 11. Kb1 Db6 12. Rce2 Ra5 13. b3 Rc6 14. h4 Hg8 15. Hh3 Hc8 16. He3 Da5 17. Hc3 Hc7 18. De3 Rxd4 19. Dxd4 Hxc3 20. Rxc3 Hg4 21. Re2 Hxh4 22. Dxf6 Hg4 23. Dd4 Dc7 24. g3 Hg8 25. Bh3 Bc6 26. De3 Bb7 27. Dd3 Dc5 28. Bg2 Hg6 29. Bf3 Hh6 30. e5 Bxf3 31. Dxf3 d5 32. f5 Dc7 33. fxe6 fxe6 34. Hf1 Bc5 35. Rf4 Kd8 36. Dg4 De7 37. Dg8+ Kc7 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti FIDE sem stendur nú yfir í Trípólí í Líb- ýu. Landarnir frá Kasastan Darmen Sad- vakasov (2.626) og Pavel Kotsur (2.586) áttust hér við og hafði sá fyrrnefndi hvítt. 38. Rxd5+! exd5 39. Hf7 Hh1+ 40. Kb2 Ba3+ 41. Kc3 Bb4+ 42. Kd3 Hd1+ 43. Ke2 He1+ 44. Kf2 nú er skákum svarts lokið og við það getur hvítur hafist handa við að nýta sér liðsmuninn í nyt. 44. … Hxe5 45. Hxe7+ Hxe7 46. Dxd5 Kb6 47. c3 Bc5+ 48. Kf1 a5 49. a3 Bxa3 50. b4 Hc7 51. bxa5+ Ka6 52. Dd8 Hb7 53. Kg2 b4 54. Da8+ Ha7 55. Dc6+ Kxa5 56. c4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund idag@mbl.is Árbæjarsafn | Kl. 13 sýnir Fornbílaklúbbur Íslands fornbíla. Krakkar fá að fara á hest- bak kl. 13–15. Ingibjörg Sigurðardóttir og Adda Gerður Árnadóttir sýna handunna nytja- hluti úr roði, leðri og skinni í listmunahorninu. Í Dillonshúsi spilar Karl Jónatansson á harmóniku. Fornir fararskjótar Fréttir Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dalros@is- landia.is, gsm hjá formanni 897 1016. Fundir NA (Ónefndir fíklar) | Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðinshúsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Fyrirlestur Ferðaþjónusta | David G. Simmons, pró- fessor í ferðafræðum við Lincoln-háskóla á Nýja-Sjálandi, heldur fyrirlestur um sögu og þróun ferðaþjónustu á Nýja-Sjálandi. Fyrirlesturinn verður í sal 132 í Öskju – Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands á morg- un, kl. 12.15. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Thierry Mechler frá Frakk- landi leikur. Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Þorlákskirkja | TTT-starf kl. 19.30. Kaþólska kirkja | Péturspeningi safnað í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Páfan- um berast stöðugt tilmæli um að hann láti eymd og neyð fátækra um allan heim til sín taka. Núverandi páfi ákvað að nota allan Péturspeninginn til hjálpar nauðstöddum. Leiklist Vetrargarðurinn | Smáralind. Söngleikur- inn Fame kl. 17. Mannamót Hólar í Hjaltadal | Guðsþjónusta í Hóla- dómkirkju kl. 11. Prestur Solveig Lára Guð- mundsdóttir á Möðruvöllum, organisti Helga Bryndís Magnúsdóttir, einsöngvari Hildur Tryggvadóttir og kór Möðruvalla- klaustursprestakalls syngur. KK verður með tónleikar í kirkjunni kl. 15. Skálholt | Kl. 14 er leiðsögn um uppgraft- arsvæðið, að henni lokinni er gestum boðið að skoða sýningu í Skálholtsskóla, þar sem gefur að líta gripi sem komið hafa í ljós við uppgröftinn ásamt ýmsum upplýsingum um lífið í Skálholti fyrr á öldum. Myndlist Ketilhúsið | Akureyri. Sýningunni Nítjándi júní lýkur í dag. Þar sýna Sigríður Ágústs- dóttir, Auður Vésteinsdóttir og Björg Þor- steinsdóttir. Listasafnið | á Akureyri. Sýningunni Kenj- arnar eftir Goya lýkur í dag. Gallerí + | Brekkugötu 35, Akureyri. Sýn- ingu danskra myndbandslistamanna lýkur í dag. Sólheimar | Í sýningarsal Ingustofu verður opnuð sýning kl. 14 sem nefnist ,,Endur- vinnsla – náttúruleg efni.“ Afmælissýning í tilefni þess að 5. júlí er afmælisdagur Sess- elju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Listasetrið | Kirkjuhvoli Akranesi. Sýningu Svanborgar Matthíasdóttur lýkur í dag. Svanborg sýnir olíumálverk og ber sýn- ingin nafnið „tónar“. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Listasafn ASÍ | Tveimur sýningum lýkur í dag. Í Ásmundarsal sýna þær Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingi- björg Magnadóttir og ber sýningin yfir- skriftina „Helgidómur“. Í Gryfju sýnir sýnir Rósa S. Jónsdóttir og ber sýning hennar yfirskriftina „Horfðu djúpt“. Listasafnið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Skemmtanir Nasa | Metallica-eftirpartí. Tónlist Akureyrarkirkja | Kristjana Arngríms- dóttir syngur við undirleik Birgitte Rathje, orgelleikara frá Danmörku, á Sumartón- leikum kl. 17. Skálholtskirkja | Dagskrá Sumartón- leikanna hefst kl. 15. Tónlist gærdagsins endurflutt. Suðrænt barokktríó endur- flytur tónlist eftir L. og Fr. Couperin og J. Ph. Rameau. Kl. 17 verður messa með þátt- töku Hljómeykis. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Stykkishólmskirkja | Tangóhópurinn Five for Tango heldur tónleika á vegum Sumar- tónleikaraðar í Stykkishólmskirkju kl. 17. Hópinn skipa Vigdís Klara Aradóttir sem leikur á sópran-saxófón auk fjögurra Pól- verja sem spila á alt-saxófón, harmóniku, selló og píanó. Starf eldri borgara Aflagrandi 40 | Hjúkrunarfræðingur verð- ur til viðtals 7. júlí frá kl. 11–12 í Baðstof- unni. Ásgarður | Félag eldri borgara í Reykjavík, Glæsibæ. Baldvin Tryggvason verður með ráðgjöf í fjármálum 8. júlí panta þarf tíma á skrifstofu FEB. Gerðuberg | Félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá 5. júlí–17. ágúst. Sumarferð | til Víkur í Mýrdal með við- komu í Hveragerði og Skógum verður farin 8. júlí nk. Hádegisverður í Víkurskála. Brottför frá Norðurbrún 1 kl. 9 og síðan verða farþegar teknir í Furugerði 1. Leið- sögn: Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar í Norðurbrún 1, Furu- gerði, Hvassaleiti, og í Hæðargarði. Útivist Viðey | Fjölskyldudagur hefst kl. 13.30 með siglingu frá Árnesinu sem liggur við Mið- bakkann með leiðsögn Örlygs Hálfdanar- sonar. Helgistund verður í Viðeyjarkirkju, kaffiveitingar í Viðeyjarstofu og staðar- skoðun. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is  FERÐALEIKHÚSIÐ frumsýnir Light Nights – Bjartar nætur á mánudagskvöld í Iðnó við Tjörnina. Sýningar verða síðan öll mánudags- og föstudagskvöld í júlí og ágúst og hefjast sýningar kl. 20.30. Síðasta sýning verður föstudaginn 27. ágúst. Í sumar taka þátt í sýningunni fjórir dansarar, Þorleifur Einarsson, Andri Örn Jónsson, Tanja Björk Ómarsdóttir og Jóhanna Heiðdal Harðardóttir. Sögumaður og aðal- leikari sýningarinnar er Kristín G. Magnús leikkona. Á undan sýningu, í anddyri, leikur Þorleifur á harmóniku. Í fyrri hluta sýningarinnar er áhersla lögð á þrjár ástarsögur; ný- saminn álfkonudans við tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar. Krist- ín les ástarsöguna af Flumbru tröll- konu eftir Guðrúnu Helgadóttur við myndskreytingar Brians Pilk- ingtons. Þá er ástar- og draugasaga af Djáknanum á Myrká. Eftir hlé eru sögur sem færðar eru í leikbúning: Sæmundur fróði, Móðir mín í kví, kví og glíma. Atriðin eru 19 talsins og spanna tímabilið allt frá landnámsöld til nú- tímans. Menntamálaráðuneytið og menn- ingarborgarsjóður styrkja ofan- greint verkefni. Light Nights í Iðnó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.