Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 19
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 19 A ð safna myndverkum af ástríðu til að auðga næsta um- hverfi sitt og vera virkur í sínum tíma var einn mikilvæg- asti þáttur vest- rænnar borgaramenningar alla síð- ustu öld. Átti stóran þátt í varðveislu og uppgangi myndlistar og skilaði með tíð og tíma ómældum fjársjóðum til listasafna ásamt því að vera upp- örvun og bakland fyrir framsækna listamenn. Iðulega lá eigin dómgreind að baki áráttunnar en í sumum til- vikum, einkum þegar auðugir sem auka vildu menningarlegt ris þjóða sinna áttu í hlut, voru víðsýnir ráð- gjafar og hugsjónamenn með í ráðum. Lengi má velta fyrir sér hvar amer- ísk hámenning væri stödd án hinna metnaðargjörnu stórsafnara og ríku velunnara, raunar þjóðfélagið sjálft í heild sinni. Nefni hér aðeins Peggy Guggenheim, sem safnaði ekki ein- ungis myndverkum heldur var bjarg- vættur og hjálparhella margra sem flýðu Evrópu fyrir seinni heimsstyrj- öldina, einkum frá Frakklandi og Þýskalandi. Þó svo þeir flestir væru vel þekktar stærðir í heimalönd- um sínum voru þeir sumir hverj- ir nær óþekktir vestanhafs og áttu í fyrstu erfitt uppdráttar, fara af því margar sögur. Flestir sneru aftur til síns heima á árunum eftir stríð, sumir ílentust, en áttu það sameiginlegt að hafa ómæld áhrif á uppgang fram- sækinna viðhorfa, þökkuðu þannig myndarlega fyrir sig. Iðnbyltingin á nítjándu öld gerði margan almennan borgarann ríkan og slíkir vildu ekki vera síðri aðlinum um híbýlakost og hafa greiðan að- gang að listaverkum og öðru fágæti. Að búa vel og hafa listaverk í kringum sig voru nú ekki lengur forréttindi að- alsins, metnaður til að gera hér vel færðist svo að stórum hluta smám saman yfir til borgarastéttarinnar og ekki einungis þeirra auðugustu. Ligg- ur í eðli flestra að vilja hafa snyrtilegt í kringum sig, hefur fylgt manninum frá fyrstu tíð og er einnig vel sýnilegt í dýraríkinu. Hér liggur tröppugang- urinn upp en einnig niður, sagan segir okkur að vanræksla þessara grunn- þátta hafi hvarvetna boðið úrkynjun heim í fyllingu tímans. Þannig um eðlisbundna athöfnað ræða, þótt döngun hennarværi lengi vel í höndum eð-illa, kirkjunnar og seinna að stórum hluta hinna efnameiri borg- ara. Skiljanlega ekki á færi allra að nálgast verðmæta hluti, hvorki mik- ilsháttar listaverk né annað fágæti. En eitt er að safna af ástríðu og fórna til þess miklu, annað að nálgast listina af öðrum og hagsmunatengdari hvöt- um, jafnvel gera hana að dægur- gamni. Gildir einu hvort að baki sé auðgunarlöngun, trúarbrögð eða stjórnmál, því ef eitthvað undir sól- inni á sig sjálft er það lífs- og sköp- unarhvötin. Enginn sem sækir listasöfn heim, jafnt þjóðlistasöfn sem hinar aðskilj- anlegustu útgáfur einkasafna, kemst hjá því að verða var við þetta, jafn- framt rekst maður stundum á háþró- að samsafn myndverka í heimahús- um, sem eigendurnir hafa sankað að sér fyrir innri þörf. Hvergi líður manni betur en í slíkum húsum þar sem þroskuð og eðlisbundin hámenn- ing ræður ríkjum, er jafn sjálfsögð og vatnið úr krananum. Er ég var á ferð með Tryggva Ólafssyni málara í New York 1987 vorum við svo lánsamir að eiga kvöld- stund á einu slíku heimili í Greenwich Village. Húsráðendur málararnir Leland Bell og Louise Matthíasdótt- ir, á veggjunum meðal annars mynd- verk eftir Fernand Leger, Jean Héli- on og Andre Derain, hjónin á árum áður góðkunningjar þeirra og fleiri franskra listamanna í París. Þetta kom okkur alls ófróðum um þessa hlið þeirra hjóna mjög á óvart, mun hafa verið fjarri þeim að flíka því, hafa talið það sjálfsagt mál og óþarfi að hafa orð þar um. Næst skeði í Washington fyrir skömmu, að Helgi Ágústsson sendi- herra segir okkur ferðalöngunum einn morguninn að við yrðum að vera komnir heim á góðum tíma síðdegis, þá skyldi farið í heimsókn til Evelyn Stefánsson Nef. Hann hafði áður sagt okkur af einstæðu safni hennar á listaverkum og menningarlegu heim- ili í Georgetown. Hverfið alveg sér á báti og hafði tekið á sig form áður en Washington varð til, hin vinalegu hús minna sum ekki svo lítið á þau í Greenwich Village. Uppgangur járn- brautakerfisins um miðja nítjándu öld, sem náði ekki þangað og gerir raunar ekki enn, einangraði hverfið og gróf undan fjárhag þess, en upp úr 1950 varð hér mikil breyting með að- komu ungs fólks, notalegum veitinga- stöðum og verslunum. Í þetta gróna og vinalega hverfi flutti meðal annars Jacqueline Kenn- edy eftir harmleikinn mikla, og á horni 28. og N-strætis býr Evelyn Stefánsson Nef, ekkja þeirra Vil- hjálms Stefánssonar landkönnuðar og Johns Ulrichs Nef, háskólapró- fessors í Chicago. Evelyn hafði kynnst hinum síðarnefnda í kvöld- verðarboði í New York 1964, orðið honum samferða í flugvél til Wash- ington daginn eftir og trúlofast hon- um fjórum dögum seinna. Sami hrað- inn var á giftingunni, á brúðkaupsdaginn hafði hann meira að segja breytt erfðaskránni og ánafnað henni allar eigur sínar eftir sinn dag. Eigurnar reyndust ekki svo litlar en sjálf mun hún hafa staðið í þeirri trú að hún væri að bindast manni á al- mennum prófessorslaunum. John Ulrich Nef var yfir deild til eflingar mannlegum skilningi, stóð jafnframt fyrir hópi um samfélags- lega íhugun. Hann deildi einarðlega þeim skoðunum hins umdeilda skóla- stjóra Roberts Hutchins, að háskólar hefðu sérhæft sig um of, einangruðu sjóndeildarhring nemenda í stað þess að efla yfirsýn og vekja með þeim for- vitni um lífið og umheiminn. Sam- kennarar hans voru meðal annars rit- höfundurinn Saul Bellow, heimspekingurinn Hannah Arendt, fornmenntafræðingurinn David Green, hagfræðingurinn Fritz von Hayek, listrýnirinn Harold Rosen- berg og skáldið T.S. Eliot. Um að ræða fyrstu þverfaglegu deild sinnar tegundar í Bandaríkjunum, og lifir hún góðu lífi enn í dag. Nef var list- rænt sinnaður, hafði á unga aldri farið fimm sumur í röð með föður sínum til Evrópu eftir móðurmissi, skoðað söfn og sótt tónleika. Faðirinn, sem stofn- aði efnafræðideild Chicago-háskóla og var víðkunnur fyrir að uppgötva nýja gildiseiningu í kolefnisatómi, gaf lítið fyrir myndlist yngri en frá sautjándu öld. Sonurinn aftur á móti hafði mestan áhuga á nýrri tíma við- horfum og með honum þróaðist söfn- unarástríða sem vatt upp á sig. Nef kenndi einnig við háskóla í Frakk- landi, talaði reiprennandi frönsku, var víðförull og átti alls staðar vini sem sumir hverjir voru fyrrverandi nem- endur hans. Evelyn Stefánson hafði gengið ílistaskóla og haft mikið yndiaf að skoða myndlistarsöfn,en um tveggja áratuga skeið gat hún lítið sinnt því hugðarefni sínu. En eftir að hún giftist hinum fjöl- menntaða háskólaprófessor, sem var að auk margfróður á listasöguna og átti umtalsvert safn listaverka, tók hún upp þráðinn á ný, gerðist jafn- framt virkur þátttakandi í þessu sér- staka áhugamáli eiginmannsins. Strax í brúðkaupsferðinni til Evrópu fékk hún nasasjón af því hverjum hún hafði bundist, í London kynnti spús- inn hana fyrir vini sínum skáldinu T.S. Eliot og í París fyrrum Frakk- landsforseta Felix Faure og loks mál- aranum Marc Chagall. Þetta er í og með bakgrunnur hinn- ar öldnu konu sem ornar sér við minningarnar í húsi sem segja má að sé veggfóðrað verkum margra nafn- toguðustu myndlistarmanna tuttug- ustu aldar; Signac, Derain, Chagall, Dufy, Pascin, Rouault, Grosz, Pic- asso, Alex Katz, Maillol o.fl. Sem dæmi um framsýni prófessorsins þá mun hann einhvern tímann hafa látið ameríska málarann Alex Katz (f. 1927) mála mynd af sinni glæsilegu konu, en sá hefur lengstum verið um- deildur. En á allra síðustu árum hefur Katz fest sig mjög í sessi og manna- myndir hans svo til á hverri einustu stórsýningu núlista í heiminum ásamt mikilsháttar kaupstefnum. Hæst ber að sjálfsögðu hinamiklu mósaíkmynd MarcsChagalls, Í garðinum, semhann útfærði sérstaklega fyrir þau hjónin, hugmyndin lista- mannsins sálfs, sagði eitt sinn að þau yrðu að hafa „salle Chagall“ í nýja húsinu. Þegar málarinn, sem var mik- ill vinur Johns Ulrichs Nef, rak augun í tvær myndir eftir sig á heimili hans á fimmta áratugnum, málaðar í Vitebsk 1915 og 1917, sló hann því fram í gamni og alvöru að sá hefði uppgötv- að sig. Chagall bjó um þær mundir í New York, en Nef hafði boðið honum til Chicago til að taka þátt í málþingi í háskólanum undir heitinu Hugariðja. Á brúðkaupsdegi þeirra Evelyn sendi Chagall þeim gullfallega litkrítar- mynd af konu sem réttir fram blóm- vönd. Ómældur sómi að hafa fengið tæki- færi til að nálgast þessa konu sem komin er á tíunda áratuginn og hefur búið í þessu fallega húsi í tæp fjörutíu ár, minnast við löngu liðna tíma há- menningar í hugvísindum, myndlist og listiðnaði. Evelyn er enn vel ern þótt aldurinn sé auðvitað farinn að segja til sín, vildi síður að ég hefði sérstakt viðtal við sig, sagði að allt stæði í sjálfsævisögu sinni, gaf mér síðan ensku útgáfuna og áritaði hana, heimildirnar þannig að meginhluta sóttar þangað. Leyfði mér þó að spyrja hvort hún gæti hugsað sér að sýna safn sitt á Íslandi, bætti við að þetta væri einungis hug- detta mín orðin til á staðnum. Hún kvað það naumast gerlegt, yrði alltof kostnaðarsamt fyrir utan allt um- stangið. Þetta skildi ég vel og eftir á að hyggja væri það ekki uppörvandi tilhugsun að vita af gömlu konunni í tómu húsinu, svipt öllu því sem gefur lífi hennar dags daglega, ljóma og lit. Hér minna atriði að myndverkin eru tugmiljóna virði í dollurum talið, nánd þeirra henni öllu verðmætari, ásamt minningunni um veröld sem var. Trúði okkur gestum sínum fyrir, að hún hefði ánafnað Þjóðlistasafninu mósaíkmynd Chagalls, Í garðinum, brosti svo kankvíslega og bætti við: Þeir þáðu gjöfina! Einstæð lifun Við mósaíkmynd Chagalls. Tryggvi Ólafsson, Evelyn Stef- ánsson Nef, Gerður Sigurðardóttir og Helgi Ágústsson. Ameríski listamaðurinn Alex Katz: Evelyn (Baird) Stef- ánsson Nef á miðjum aldri, olía á léreft. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is www.sveit.is s: 570 2790 10. - 17. október K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Svartiskógur og Alsace Mósel og Rín 14. - 21. október 79.600 kr. á mann í tvíbýli kr. 74.600 á mann í tvíbýli K Ö -H Ö N N U N /P M C Innifalið: Flug og skattar, morgun- og kvöldverðir alla daga, allur akstur erlendis og íslensk fararstjórn. bændaferðir íhaust Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verona 15. júlí frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til þessarar heillandi borgar á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar tvö sæti, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Ítalíu á hlægilegu verði. Að auki getur þú valið um úrval hótela í hjarta Verona og bílaleigubíla frá Hertz á einstaklega hagstæðu verði. Verð kr. 19.990 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.400/2 = 16.100. Skattar kr. 3.890. Samtals kr. 19.990. pr. mann. Netverð Úrval hótela í boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.