Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 15 800 7000 - siminn.is Frí uppsetning* 2.490 Stofngjald m.v. 12 mánaða áskrift • Engar snúrur, sítenging • Meiri hraði, allt að 2 MB/sek • Hægt að tala í símann og vera á Netinu samtímis ÞRÁÐLAUST INTERNET Komdu í næstu verslun Símans eða á siminn.is. * Ef þú kaupir internetáskrift með að minnsta kosti 750 MB gagnamagni inniföldu. Tilboðið gildir út júlí. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 7 7 3 á þráðlausu Interneti Snorri Snorrason flugstjórihefur undanfarið verið aðsafna merkum minjum umíslenska flugsögu. Land-græðsluflugvélin Páll Sveinsson hefur um árabil, eftir að Flugfélagið afhenti hana til land- græðslu- og áburðargjafar, verið starfrækt af flugmönnum í sjálfboða- vinnu. Myndin er af Gljáfaxa (sem síðar varð Páll Sveinsson) í Scoresbysundi árið 1965, er hann lenti þar á skíðum. Flugvélin var fyrr á árum í eigu Flugfélags Íslands hf. og þjónaði fé- laginu, og raunar landsmönnum öll- um, um langt árabil sem öruggur og traustur farkostur. Undanfarin ár hefur flugvélin verið í eigu Land- græðslu ríkisins og þjónað þeirri hugsjón að græða upp örfoka land. Flugfélag Íslands hf. eignaðist þessa flugvél árið 1946, keypti hana af bandaríska hernum á Keflavíkur- flugvelli. Flugvélin var ekki búin venjulegum sætum fyrir farþega, en var þó notuð um skeið áður en úr því var bætt. Eftir að flugvélin hafði verið skráð á Íslandi, fékk hún einkennisstafina TF-ISH. Árið 1948 fengu allar flugvélar fé- lagsins Faxa-nöfn, og var TF-ISH nefnd Gljáfaxi. Gljáfaxi þjónaði landsmönnum um langt árabil, bæði í áætlunarflugi innanlands og í milli- landaflugi til næstu nágranna okkur, t.d. Grænlands, Færeyja og Skot- lands. Og m.a. landhelgisgæslu í september 1958 þegar landhelgin var færð út í 12 mílur og var þá fáni fisk- veiðieftirlitsins málaður á flugvélina. Með tilkomu háfleygra og hrað- fleygari flugvéla voru dagar Gljáfaxa í innanlandsflugi taldir og flugvélin var gefin Landgræðslu ríkisins til fyrrnefndra verka; að dreifa grasfræi og áburði til landgræðslu vítt og breitt um landið. Fyrstur Íslendinga til að fljúga þessari flugvél var forstjóri Flug- félagsins, Örn O. Johnson flugstjóri, og síðan þeir flugstjórar, sem myndin sýnir, hver af öðrum í tímans rás, (sjá baksíðumynd) þótt til nokkurra þeirra næðist ekki, og aðrir látnir. Gljáfaxi var um skeið búinn skíð- um til þess að annast flutninga milli afskekktra stöðva á austurströnd Grænlands, allt norður til 77°N breiddarbaugs. Þessir flutningar voru aðeins mögulegir síðla vetrar og var þá lent á sjávarísnum, áður en sólbráðin myndaði krapaelg og vakir. Voru mars og apríl besti tíminn. Þó henti það nokkrum sinnum í skíðafluginu á þessum árum að Gljá- faxi sökk í krap eftir lendingu og við lá a.m.k. í eitt skipti að flugvélin næð- ist ekki upp úr krapinu, en það var við Scoresbysund í mars 1967. Í ársbyrjun 1970 gekk mikið ill- viðri yfir austurströnd Grænlands og varð byggðin í Angmagssalik fyrir miklum skemmdum. Hófust þá mikl- ir vöruflutningar til Kulusuk, og fluttu flugvélar Flugfélagsins (DC-6B) alls kyns byggingarvörur þangað. Þar tók Gljáfaxi við, flaug til Angmagssalik og lenti á skíðum fyrir framan byggðina. En rétt eftir að þessir flutningar hófust gerði aftur aftaka veður á þessum slóðum og enda þótt Gljáfaxi væri bundinn nið- ur með gildum nælonköðlum og stillt hefði verið bæði stórri jarðýtu og vörubíl fyrir framan flugvélina, fauk hún um miðja nótt og skemmdust báðir vængendarnir. Flugvirkjar Flugfélagsins gerðu fljótt við skemmdirnar og lauk Gljáfaxi verk- efninu á næstu dögum. Talið var að mjóu hefði munað að flugvélin eyði- legðist í þessu fárviðri. Vorið 1965, meðan á skíðafluginu stóð, lenti Gljáfaxi við bandaríska rannsóknarstöð sem var á ísjaka miðja vegu milli Vestfjarða og Græn- lands. Áhafnir skíðaflugvélarinnar áttu oft ævintýralegar stundir í þessum flutningum, í heimi sauðnauta, heimskautarefa, bjarndýra og ósnortinnar stórfenglegrar náttúru sem heillar alla þá sem þangað koma. Gljáfaxi í Grænlandsflugi 1965 Höfundar eru bræðurnir og flugmenn- irnir Jóhannes og Snorri Snorrasynir. Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson á áhugaverða sögu að baki. Þeir Jóhannes og Snorri Snorrasynir rifja hér upp sögu vélarinnar Ljósmynd/Jóhannes R. Snorrason Gljáfaxi kom víða við, hér sést hann í skíðaflugi í Scoresbysundi 1965.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.