Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DA VINCI LYKILLINN EFTIR DAN BROWN 1. PRENTUN 1-2000 UPPSELD 2. PRENTUN 2001-3500 UPPSELD 3. PRENTUN 3501-6500 UPPSELD 4. PRENTUN 6501-13500 UPPSELD 5. PRENTUN Á LEIÐINNI! 66 VIKUR EFST Á METSÖLULISTA NEW YORK TIMES. MEST SELDA BÓKIN Á ÍSLANDI. „FRÁBÆRLEGA SPENNANDI SAGA ... BÓK SEM MAÐUR LES Í EINUM RYKK“ BIRTA „FYRSTA FLOKKS AFÞREYING“ MORGUNBLAÐIÐ BJARTUR VERÐ: 1.590 KR. KRIMMI ÁRSINS TVEIR kennarar við Menntaskól- ann í Reykjavík, þær Maja Loebell þýskukennari og Marta Konráðs- dóttir, sem kennir erfða-, mat- væla-, líffræði og lífræna efnafræði, fengu kennsluverðlaun Ragnheiðar Briem sem voru veitt í þriðja skipti við Menntaskólann í Reykjavík í vor. Segja þær að verðlaunin hafi komið þeim ánægjulega á óvart og þetta hafi verið skemmtilegt. Árið 2002 ákvað stjórn Skóla- félags MR að stofna til kennslu- verðlauna nemenda skólans og eru verðlaunin veitt í minningu Ragn- heiðar Briem, afburða íslensku- kennara, sem hafði mikil áhrif á nám og líf margra nemenda sinna. Tilgangur verðlaunanna er að heiðra framúrskarandi kennara og hvetja til framfara í kennslu og kennsluháttum. Sjá nemendur skól- ans um að velja þá kennara sem þeim þykja standa sig best. Æfingin skapar meistarann Maja Loebell hóf störf við MR árið 1985 og hefur unnið þar nær sleitulaust við þýskukennslu. Maja er þýsk að uppruna, fædd í Kiel, og hefur búið hér síðan 1971 og er gift íslenskum manni. Tveimur árum seinna fór hún að kenna eftir að hafa klárað grunnskólakennarapróf á Íslandi. Hún segir að fljótlega hafi henni boðist að kenna þýsku í gagnfræðaskóla en kennslan hafi ekki verið upp á marga fiska. „Mér fannst þýskan vera kennd hérna sem algjört málfræðiskrímsli og ekkert annað.“ Hún segir að stúd- entar í þýsku, sem hún kenndi, hafi varla þorað að tala við hana þýsku enda þótti það ekki fínt að tala þýsku í tímum hér áður fyrr. Hún segir að mikil breyting hafi orðið á þýskukennslu í MR en að hún hafi í raun ekki orðið að alvöru fyrr en fyrir um þremur árum. Hún segir að hún hafi lagt áherslu á það kenna þýsku sem tungumál og gera málfræðina skiljanlega og meltan- lega. Málfræðin sé aðeins einn þáttur og sé nauðsynlegt að hafa góðan orðaforða. Hún leggur áherslu á það í kennslu sinni að nota myndir, liti, lög og í raun allt sem getur hjálpað nemendum til þess að skilja og tala þýsku og hjálpa þeim við að muna með því að geta tengt við eitthvað af ofantöldu atriðunum. Lykilatriði sé að nem- endurnir sjálfir þjálfi sig með því að tala og gera æfingar, taka eitt atriði fyrir í einu. „Ég á ekki að segja hlutinn 10 sinnum, þeir eiga að segja þetta til þess að þjálfa sig,“ og líkir hún tungumála- kennslu við íþróttir með því að segja að maður bæti sig fyrst og fremst með því að æfa sig. Ætlaði ekki að verða kennari Marta Konráðsdóttir er með BS í líffræði og meistaragráðu í mat- vælafræði. Hún hóf störf við MR 1982 og kenndi í fjögur ár en fór svo að vinna við vísindarannsóknir í 10 ár. Hún hóf svo aftur kennslu 1996 og hefur hún kennt við skól- ann síðan. Hún segir að sér hafi þótt gaman að fá þessi verðlaun en sé hálffeimin þegar hún er spurð hvort hún sé ekki örlítið montin. Marta er stúdent úr MR og segir það tilviljun að hún hafi byrjað að vinna við skólann sem kennari, því hún hafi ekki ætlað sér að starfa sem slíkur. Maðurinn hennar, sem nú er rektor skólans, fékk hana til þess að byrja að kenna við skólann en hann starfaði þar sem kennari þegar þau kynntust. Marta segir að hún hafi einhvern tíma verið spurð út í það hvers vegna hún hafi orðið kennari. Svar hennar hafi verið á þá leið að hana hafi langað til að hitta manninn sinn í frímínútum, segir Marta og hlær. Hún segist vera ósköp venjulegur kennari og fái mikið út úr því að kenna. Hún leggur áherslu á verklega kennslu og ýmiss konar skemmtilegar til- raunir og fái nemendurnir að koma með uppástungur að tilraunaverk- efnum. Hún hælir nemendum sín- um og segir að það sé gaman að vinna með ungu fólki og að þeir nemendur sem hún vinni með séu mjög námfúsir og áhugasamir um námsefnið. Henni þykir gaman að hitta og kynnast nýjum nemendum á hverju hausti, það sé hluti af því sem geri kennarastarfið spennandi. Kennsluverðlaun Ragnheiðar Briem veitt í þriðja sinn Morgunblaðið/Eggert Framúrskarandi kennarar að mati Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík: Marta Konráðsdóttir og Maja Loebell. Hvatt til framfara í kennsluháttum Ö ryggisgæslan er mikil við hliðið og engu líkara en það standi yfir heræfing. Enda voru hestar skriðdrekar fyrri alda. Verðirnir á Landsmóti hestamanna eru þó brosmildir og aðeins vopnaðir posum. Blaðamaður skrúfar niður rúðuna og spyr kumpánlega: – Hefurðu séð margar fallegar skepnur? – Uh, já, svarar hliðvörðurinn, – en fáa hesta. Á hæðinni milli skeiðvallanna hefur myndast lítið samfélag þúsunda manna með margvíslegri þjónustu. Tryggingafélag hefur komið sér þar fyrir og býður tryggingar á dýrum. – Veistu hvað kostar að líftryggja hest fyrir hálfa milljón, spyr áhuga- samur sölumaður. – Nei, svarar blaðamaður. – Tvö hundruð krónur á mánuði, segir sölumaðurinn. Blaðamaður hugsar sig um, finnst þetta ansi vel sloppið og spyr: – Gagnvart hverju þá? – Dauða, svarar sölumaðurinn. Síðan er sölumaðurinn kallaður út í myndatöku ásamt öðrum starfs- mönnum VÍS á staðnum. Ljósmyndarinn setur sig í stellingar og kallar til þeirra: – Segja SÍS! Í einu af hesthúsunum eru stóðhestar geymdir. Einn teygir höfuðið út úr básnum. Sigldur hestamaður klappar blaðamanni á bakið, hlær groddalega og segir: – Hann er ekki hræddur við þig þessi. Hann er með eistun undir sér. Síðan hnusar hann sjálfur út í loftið eins og hestur og hváir: – Góð lykt! Kraftmiklar skepnur! Það vantar bara að hann berji sér á brjóst. Við enda hesthússins situr knapi í grænum jakka með rautt bindi og niðurmjóum hvítum buxum. – Það er nú landsmót, segir hann með áherslu- þunga. Ef menn geta ekki farið úr drullugallanum í nokkra daga eiga þeir bara að vera heima. Við hlið knapans stendur hesturinn í fullum reiðtygjum. Þetta er stund milli stríða. Knapanum, sem heldur á kaffibolla og sígarettu, veit- ir ekkert af hvíldinni, því hann er að sýna sjö hross á Landsmótinu. En sumir eru jafnvel að sýna þrjátíu. – Ég gæti það aldrei, segir hann. Það er fullt starf að vera með sjö og undirbúa þau á þeim vikum sem líða frá úrtökunni. – Í hverju felst undirbúningurinn? – Þú þarft að vera sálfræðingur, læknir og íþróttamaður, svarar hann. Hesturinn getur ekki sagt að sér sé illt. Það þarf að fylgjast með líðaninni og halda gleðinni; hesturinn þarf að vilja gera hlutina fyrir þig. Svo þarf að toppa þessa daga sem mótið stendur yfir. Það gengur mis- vel. Sumir hestar fá toppeinkunn í úrtökunni, en missa það niður fyrir Landsmótið. – Er ekki vont að detta af baki? – Það er bara hluti af hestamennskunni, svarar knapinn og hlær. Menn verða að kunna að detta af baki. Þetta er eins og í fótbolta; það þýðir ekki að hlaupa út af og grenja ef sparkað er í þig. Skörugleg kona kveður með því að hrækja á vegginn fyrir aftan knapann. – Verður maður ekki að senda stóra slummu á eftir þér, spyr hún. – Jú, svarar hann og hlær hæstánægður. Áhorfendur sitja í aflíðandi hlíðum meðfram skeiðvöllunum og telja það ekki eftir sér að vakna sjö um morguninn til þess arna og hætta ekki fyrr en tíu um kvöldið. Og það er mikil stúdía að velta fyrir sér ein- földum atriðum eins og litnum á hestunum. Forni frá Horni er ekki bara rauður. Hann er rauðglófextur og blesóttur. En þó ekki leistóttur. Til að glöggva sig á þessu biður blaðamaður konu í brekkunni um að lýsa manninum sínum eins og hann væri hestur. – Þá myndi ég örugglega láta geld’ann strax, gellur í henni. Grámóskulegt veður og rigning dregur ekki úr fólki kjarkinn. Það kann að klæða af sér veðrið. En það er engin leið að klæða af sér þá sí- bylju popptónlistar sem dynur á áhorfendum meðan á sýningunni stendur. Synd að mega ekki njóta kyrrðarinnar úti í guðs grænni nátt- úrunni. Í veitingatjaldinu situr sænsk fjölskylda á næsta bekk og blaðamaður forvitnast um hvað hafi dregið hana hingað, fyrir utan að fylgjast með keppninni. – Er það til að tala um hesta og veðrið, spyr hann. – Já, svarar konan og brosir, – en í Svíþjóð tölum við líka um veðrið. Íslensk kona klædd grænni úlpu og rauðri flíshúfu eins og íslenskt eldfjall rifjar upp veðrið á liðnu Landsmóti. – Þá var rokið þvílíkt að Haukadalsheiðin fauk í heilu lagi hingað nið- ur. Ég varð að skófla úr nefinu á mér á kvöldin. Hún er hæstánægð með daginn eftir að hafa séð Björk frá Litlu- Tungu, sem er hæst dæmd frá upphafi fyrir hæfileika í flokki fjögurra vetra hrossa. – Mér hlýnaði um hjartarætur að horfa á hana, segir hún hrærð. Ég átti því láni að fagna að kynnast henni. Hún var ekki allra, en er ofboðs- lega vel gefin. Hún er eins og ballerína; fasið, vöðvabyggingin, hreyfing- arnar, næmið. Hún horfir á mann og talar við mann, – inn í hjartað á manni. Hún er mennsk. Ekki amalegt það, – fyrir hross. Morgunblaðið/RAX Hestamenn eignast sína Björk SKISSA Pétur Blöndal fór á Lands- mót hesta- manna HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás við nætur- sölu í miðbæ Akureyrar í fyrrasumar og til að greiða fórnarlambi sínu 114 þúsund krónur í bætur. Ákærði viðurkenndi brot sitt greiðlega en hann veittist að konu við nætursöluna og felldi hana í göt- una með þeim afleiðingum að hún hlaut m.a. sár á hnakka sem náði nið- ur úr höfuðleðri. Gerð var krafa um rúmar 363 þúsund krónur í bætur en ákærði var dæmdur til að greiða 114 þúsund krónur. Einnig var honum gert að greiða allan sakarkostnað. Freyr Ófeigsson dómstjóri dæmdi málið. Verjandi ákærða var Ólafur Rúnar Ólafsson hdl. og sækjandi Guðjón Jóel Björnsson sýslufulltrúi. Eins mánaðar fangelsi fyrir líkamsárás ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.