Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dyrabjöllunni varhringt óvenju rösk-lega, og kona mínfór til að athugahver þar væri á ferð. Þegar hún opnaði blöstu við aug- um tvær litlar stelpur, brosandi út að eyrum og greinilega dálítið spenntar. „Er Siggi heima?“ Jú, hann var það, en á skrifstof- unni. Ef þær færu niður, myndu þær komast í færi við hann. Litlu síðar var bankað þar ótt og títt. Ég fór til dyra og þar stóðu hnáturnar og réttu mér jafnskjótt lítinn, bleikan poka, stoltar og glaðar. „Þetta er fyrir hungruð börn,“ sögðu þær. „Við héldum tombólu áðan og ætlum að gefa það sem við fengum inn. Og svo komum við aftur á morgun.“ Áður en ég gat stunið upp orði, voru þær lagðar af stað til að und- irbúa næstu sölu, en mér tókst að fá þær að dyrunum aftur, þakkaði rausnarskapinn og tók af þeim myndina sem fylgir þessum pistli mínum í dag. Svo voru þær roknar. Ég hafði fengið svona heim- sóknir áður. Reyndar oft. Alltaf voru þetta börn, oftast stúlkur, en fyrir kom þó að drengir væru með í hópnum. Ég man sérstaklega eftir því í júníbyrjun hvað krakk- arnir voru iðnir í tombóluvafstri í miðbæ Siglufjarðar, einn daginn á þremur ef ekki fjórum stöðum. Þegar ég gekk til þeirra og spurði hvernig gengi, voru svörin mis- jöfn. Sumum gekk vel, öðrum ekki eins. En alltaf var setið og beðið, frá morgni til kvölds. Í sumum til- vika átti ágóðinn að renna til hjálparstarfs kirkjunnar, í öðrum til langveikra barna, eða þá Rauða krossins. Eða einhvers álíka. Allt- af til þeirra, sem lítið höfðu af ver- aldlegum gæðum eða voru bág- staddir á annan hátt. Ég er ákaflega stoltur af hinni ungu kynslóð, að ég tali nú ekki um þegar frítímanum er varið í slíka iðju. Og sælir eru hjarta- hreinir, segir meistarinn. Af guðspjöllunum má ráða að Jesú þótti vænt um börnin, og oft- ar en ekki tók hann málstað þeirra. Hér mætti nefna dæmi úr 10. kafla Markúsarguðspjalls. Þar reyndu foreldrar að koma börnum sínum til Jesú, í von um að hann blessaði þau, en lærisveinarnir settu ofan í við þá og meinuðu að- göngu. Jesú sárnaði þessi fram- koma lærisveinanna og sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yð- ur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.“ Og hann faðmaði börnin, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Og í 18. kafla Matt- eusarguðspjalls segir hann berum orðum: „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki … Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“ Einlægni þeirra, hreinskilni og falsleysi var Jesú að skapi; þeir eiginleikar, sem hina fullorðnu vantar gjarnan. Jafnframt vissi hann, að ef Guðsríkið ætti nokkru sinni að vera á þessari jörðu, yrði það að gerast fyrir áhrif barnanna. Framtíð sérhverrar þjóðar er háð vexti og þroska ungviða henn- ar, ekki síst þeim andlega. Þess vegna er mikilvægt að við búum þau vel úr garði, eins og foreldrar litlu telpnanna, sem komu með aurana fyrir svöngu börnin, hafa bersýnilega gert, tamið þeim góð- ar hugsanir. Því víst er, að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Og að lengi býr að fyrstu gerð. Litlu, siglfirsku dömurnar hefðu auðveldlega getað keypt sælgæti fyrir þessa upphæð, en ákváðu þess í stað að leyfa öðrum að njóta ávaxtanna. Gjöfin, laun erfiðis þeirra, mun koma sér vel, því ekki eru allir svo lánsamir á þessari jörð að geta alltaf haft nóg í sig og á. Milljónir draga fram líf- ið á næstum engu og verða því að reiða sig á utanaðkomandi hjálp. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Lokaorð mín í dag eru áminn- ing til allra þeirra sem lífsgæða- kapphlaupið er að kaffæra. Þau eru fengin úr ljóðabók Viktors A. Guðlaugssonar, „Svona er lífinu lifað“, sem út kom 1979. Þar er m.a. að finna þetta ljóð, sem ber heitið „Leitin mikla“, og er svona: Horfðu á bros barnsins og lifðu þig inní leiki þess og þér mun ljósar hve langt þig hefur borið afvega í leitinni miklu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tombóla fyrir Guð Sumarið er tími ýmissa gjörða sem erfitt er að eiga við annars staðar á árinu. Eitt af þeim verkum eru útitom- bólurnar. Sigurður Ægisson er með það efni til um- fjöllunar að þessu sinni, í nýbyrjuðum júlímánuði, þeg- ar sólin vermir hvað mest og gleður. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA ✝ Birna KristjanaBjarnadóttir fæddist á Ísafirði 27. júlí 1935. Hún lést á heimili sínu 27. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristjánsdóttir og Bjarni Kristjón Bjarnason. Þau skildu og fluttist Guðrún þá með börnin sín tvö, Birnu og Viggó, til Siglufjarðar. Viggó var fæddur 12. sept- ember 1930, andaðist 1. janúar 1983. Birna var tekin í fóstur af hjónunum Kristjönu Halldórs- dóttur og Jóhanni Sigurjónssyni vélsmið. Ólst hún upp hjá þeim til 15 ára aldurs. Þá fluttist Birna til Akureyrar til móður sinnar sem þá var gift Hámundi Bjarnasyni vélstjóra. Eftirlif- andi systkini Birnu sammæðra eru Gunnar, Edda og Hrönn. Birna giftist árið 1954 Hauk Otter- stedt og áttu þau dótturina Hönnu Margréti. Birna og Haukur skildu 1963. Hanna er gift Kristjáni Sveinssyni húsasmið í Njarðvík og eiga þau tvö börn, Jakob Hans og Eyrósu Lenu. Birna giftist í des- ember 1973 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ísleifi Jónssyni verk- fræðingi, en hann var ekkju- maður með fjögur börn, Katr- ínu, Jón, Einar og Bergstein. Birna vann hin ýmsu störf áður en hún giftist. Aðallega vann hún á barnaheimilum en einnig við verslunarstörf. Útför Birnu fór fram frá Bú- staðakirkju 4. maí. Það var kátur og hress hópur ungra stúlkna sem kom saman á Laugalandsskóla haustið 1953 til að hefja þar nám. Stúlkurnar voru hvaðanæva af landinu svo ólíkar í útliti og með ólíkar skoðanir. En allar ákveðnar í að verða fyrir- myndarhúsmæður áður en skóla lyki að vori. Í þessum hópi kom ég auga á eina sem var áberandi og með mikla útgeislun og dökkt og mikið fallegt hár. Þetta var hún Birna sem nú er minnst. Við áttum eftir að kynnast betur. Hún átti nefnilega gítar sem hún spilaði á og við sungum saman, meira að segja tvíraddað og skemmtum okkur mjög vel. Fyrr en varði var þessi skemmtilegi vetur á enda og fór hver í sína áttina. Sumum fannst erfitt að yfirgefa vinkonur og ekki var gott að segja til um endur- fundi. En við Birna héldum áfram kunningsskapnum. Hún bjó á Ak- ureyri með sínum manni, Hauki Otterstedt, og dóttur þeirra. En leiðir þeirra skildu og Birna flutt- ist suður. Við bjuggum um tíma í sama hverfinu og var þá stundum hlaupið á milli húsa og oft glatt á hjalla. Birna gerði mér eitt sinn mikinn greiða. Við óttuðumst báð- ar að ég væri komin með illkynja mein og útvegaði hún mér tíma hjá sérfræðingi sem hún átti sjálf pantaðan tíma hjá, en sem betur fór reyndist þessi ótti ástæðulaus. Svona var Birna, vildi öllum vel. Ég er henni alltaf þakklát fyrir þennan greiða. Eitt sinn hringdi Birna í mig til að athuga hvort ég vissi um vinnu handa sér þar sem hún gæti haft dóttur sína hjá sér. Ég vissi um einn stað sem ég ætl- aði að ráða mig en einhverra hluta vegna hætti ég við. Þarna var um að ræða ráðskonustarf hjá Ísleifi Jónssyni. Birna hafði samband við Ísleif og réð sig í stuttan tíma til að byrja með. En árin urðu rúm- lega þrjátíu. Einhver myndi kalla þetta örlög. Birna og Ísleifur giftu sig eftir nokkurra ára sambúð og tók nú við nýr kafli í lífi Birnu. Að ala upp fjögur móðurlaus börn, en aðeins eitt þeirra var fermt, ásamt sinni dóttur. Mun þá oft hafa reynt á sambandið. En milli Ísleifs og dóttur Birnu var alla tíð gott sam- band. Það er ekki á allra færi að taka að sér móðurlaus börn, en þetta hafðist allt og börnin hans Ísleifs ásamt stjúpdótturinni eru myndar- og dugnaðarfólk og hafa komið sér vel fyrir. Ísleifur og Birna bjuggu um árabil í Afríku vegna starfa hans hjá Sameinuðu þjóðunum. Birna var vinsæll gestgjafi að sögn Ís- leifs er þau bjuggu í Afríku, en hún var listakokkur og listræn í sér. Hún bjó þeim fallegt heimili. Birna var mikill sjúklingur síðustu árin og lenti oft í skurðaðgerðum. Og þótt læknar gerðu sitt besta virtist að þegar eitt meinið var bætt tók annað við. En hún átti góð ár inn á milli, dvöldu þau hjón þá erlendis. Nú hefur Ísleifur misst tvær eiginkonur, mikið á hann lagt. Ég veit að hann reyndist Birnu afar vel, svo ekki var hægt betur. Birna fékk hægt andlát, hún sofnaði út af og var látin áður en læknir kom. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Ég þakka Birnu vinkonu minni innilega fyrir mig. Ísleifi, börnum hans og Hönnu Margréti, einnig systkinum Birnu, votta ég innilega samúð. Guð blessi minningu Birnu Bjarnadóttur. Á vordögunum áttum við Lauga- landsmeyjar fimmtíu ára útskrift- arafmæli. Þá var komið saman og glaðst. En þar sem ég gat ekki mætt vil ég minnast þeirra fimm sem farnar eru af sjónarsviðinu og votta öllum aðstandendum þeirra innilega samúð. Elín S. Kristinsdóttir. BIRNA KRISTJANA BJARNADÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.