Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 29
ÓLAFUR Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands 26. júní. Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon voru líka í framboði. Ólafur hlaut næstum 7 af hverjum 10 atkvæðum. 2 af 10 kjósendum skiluðu auðu. Aldrei hafa verið eins mörg auð atkvæði í Ólafur Ragnar Grímsson forseti forseta-kosningum hér á landi. Ólafur þakkaði þjóðinni fyrir að velja sig sem forseta. Hann var hissa á sterkum aðilum sem börðust fyrir að fólk skilaði auðu. Davíð Oddsson forsætis-ráðherra sagði kosninguna vera slæma fyrir forsetann. AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 29 NÝ uppfærsla óperuhússins Komische Oper í Berlín, á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart hefur vakið mikið umtal og sterk viðbrögð í Þýskalandi. Sagan gerist á 18. öld og lýsir afdrifum kvenna sem rænt er á hafi úti og seldar í kvennabúr Tyrkja-soldáns. Spænski leikstjórinn Cal- ixto Bieito hefur valið þá leið að sviðsetja óperuna í nútím- anum og í stað soldánsins ræna úkraínskir mafíósar austur-evrópskum stúlkum og halda nauðugum í vændis-húsi. Íslenski óperu-söngvarinn Finnur Bjarnason tekur þátt í uppfærslunni og segir að leikstjórinn sé mikill rólynd- ismaður sem vilji bara í ljósi heims-ástandsins varpa ljósi á nútíma-þrælahald kvenna. „Hann lítur þannig á að þrælar nútímans séu stúlkur á vestrænum hóru-húsum og þar lætur hann söguna gerast. Hann gerir þetta eins svaðalegt og hægt er og gagnrýnendur sýningarinnar segja að þetta sé tilgangs- laust ógeð en aðdáendurnir segja: „Jú, vissulega er þetta ógeð en það hefur tilgang,“ þeim finnst sýningin vera samfélagsspegill.“ Óperusýning veldur fjaðrafoki Sýning á óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu vekur reiði og umtal í Þýskalandi. SADDAM Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, kom fyrir dómara í Bagdad á fimmtudag. Þar voru lesnar upp ákærur á hendur honum en Saddam er meðal annars sakaður um að hafa efnt til blóðugra styrjalda gegn Íran og Kúveit. Þá er hann sakaður um að hafa látið myrða hundruð þúsunda óbreyttra borgara úr röðum sjía-múslíma og Kúrda í eigin landi. Þetta var í fyrsta sinn sem Saddam kom opinberlega fram frá því að hann var handsamaður í desember síðastliðnum. Saddam var kokhraustur í dómsalnum og krafðist þess að dómari ávarpaði sig sem „forseta Lýðveldisins Íraks“. „Þú veist að þetta er allt sjónarspil sett upp af þrjótinum Bush til að hjálpa honum í kosningabaráttunni,“ sagði Saddam. Saddam neitaði öllum sakargiftum og sýndi engin merki iðrunar. Raunar vildi hann ekki viðurkenna lögmæti réttarins. Hann spurði dómarann hvernig hann, sem Íraki, gæti talað um „innrásina“ í Kúveit 1990, dómaranum ætti að vera ljóst að „Kúveit er hluti af Írak“. Saddam lýsti því yfir á sínum tíma að Kúveit, sem er olíuauðugt furstadæmi, væri nítjánda hérað Íraks. Saddam er 67 ára gamall. Hann var snyrtilega klæddur í réttarsalnum, í gráum, teinóttum jakkafötum og hvítri skyrtu en bindislaus. Hann hefur grennst en virtist við góða heilsu. Saddam fyrir dómara í Bagdad Reuters HÁKON, krónprins Noregs, var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku. Konan hans Mette-Marit var með og Ingrid Alexandra dóttir þeirra.Þau ferðuðust um landið með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Þau opnuðu norska list- sýningu í Garðabæ, heim- sóttu Reykholt og Þingvelli og skoðuðu sýningu á hand- ritunum í Þjóðmenningar- húsinu. Hákon var ánægður með heimsóknina. Hann var spurð- ur hvort Leifur heppni væri norskur eða íslenskur. Hann sagði að þjóðirnar gætu átt Leif saman. Getum átt Leif saman Hákon krónprins í heimsókn MIKIL gleði hefur verið í Grikklandi og Portúgal eftir að knatt-spyrnu-lið þjóðanna tryggðu sér rétt til að leika í úrslitum Evrópu-mótsins í knattspyrnu. Heima-menn í Portúgal unnu Hollendinga 2:1 í undan-úrslitum og Grikkir lögðu Tékka 1:0 með svokölluðu silfur-marki í framlengingu. Hvorugt liðanna var hátt skrifað fyrir mótið og á það sérstaklega við um Grikki sem höfðu aldrei unnið leik í úrslita-keppnni er þeir komu til leiks í Portúgal. Þjóðirnar mættust í fyrsta leik mótsins 12. júní og þar komu Grikkir á óvart með því að vinna 2:1. Fyrir 13 árum varð Luis Figo, fyrirliði Portúgals, heims-meistari með U-21 árs landsliði Portúgals á Leikvangi ljósanna í Lissa- bon, þar sem úrslita-leikurinn verður í dag. Síðan hefur hann átt sér þann draum að sigra á stór-móti og „að gera það á heima-velli væri auðvit- að algjör draumur“, segir Figo. Reuters Úr fyrsta leik EM, Portúgalinn Costinha í baráttu við Grikkj- ann Zisis Vryzas. Portúgalar og Grikkir gleðjast LANDSMÓT hestamanna er haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu nú um helgina. Svona mót eru haldin á tveggja ára fresti. Þau eru uppskeru-hátíð íslenska hestsins. Mótið var sett síðasta fimmtudag og lýkur í dag. Mörg þúsund manns fylgjast með. Hestamót haldið á Hellu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.