Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hestamenn hafa notið þess að horfa á úrval íslenskra hesta í heila viku á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Hvort sem um er að ræða gæðinga eða kynbótahross eru mótsgestir sammála um að þar hafi mátt sjá rjóma íslenskrar hrossa- ræktar og að framfarir séu greinilegar frá síðasta landsmóti fyrir tveimur árum. Aldrei hefur áður verið búið svo vel að mótsgestum og dagskráin miðuð við að fólk hefði tíma á milli atriða til að njóta lífsins, skemmta sér, hitta kunningjana og ræða um hjartansmálið, hrossin. Matthías Pétursson, formaður hestamannafélagsins Andvara og Margrét Tómasdóttir fylgdust spennt með. Flygill frá Vestri-Leirárgörðum og Bergur Jónsson eru í 3. sæti í A-flokki gæðinga. Hryssingslegt veður dró ekki úr áhuga landsmótsgesta. Rispur Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.