Morgunblaðið - 04.07.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.07.2004, Qupperneq 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 2004 27 ✝ Jóna SólveigMagnúsdóttir fæddist á Vattarnesi 18. október 1928. Hún lést 16. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson og Þorbjörg Bjarnadóttir og var Jóna Sólveig önnur í röðinni af fimm börnum þeirra hjóna. Systkini hennar voru Dagný, Reynir, Bjarni og El- ísa Björk. Eru þau öll látin nema Elísa Björk. Hinn 11. júní 1945 eignaðist Jóna Sólveig sitt fyrsta barn, Magnús Þór, sem er látinn, með Herði Hermóðssyni. Bjó hún þá á Eskifirði. Flutti hún síðan á Akranes og bjó þar í nokkur ár. Þar eignaðist hún Hildi Eyrúnu, Ingu Jóhönnu, sem er látin, og Agnar með Gísla Gíslasyni. Flutt- ist hún þaðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó þangað til hún flutt- ist að Sólveigarstöðum í Bisk- upstungum. Hinn 16. desember 1954 gekk hún að eiga Jón Vídalín Guð- mundsson, sem er látinn, og eignuðust þau fjögur börn; Guðmund Daníel, Láru Vilhelmínu Margréti, Guðnýju Aðalbjörgu og Arn- grím Vídalín, sem er látinn. Bjuggu þau hjónin þar þar til 1967 að þau fluttu í Kópavoginn vegna heilsubrests Jóns sem lést 1974. Jóna Sólveig giftist hinn 15. mars 1996 Bjarna Sigurbjörns- syni og hófu þau búskap sinn í Grýtubakka 28 í Reykjavík en fluttu að Merkigarði á Stokks- eyri um páskana 1999 og bjó hún þar til dánardags. Jóna Sólveig eignaðist 23 barnabörn og 16 barnabarna- börn. Útför Jónu Sólveigar var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Okkur langar til að minnast hennar Sólveigar okkar í Merki- garði á Stokkseyri með nokkrum orðum. Strax þegar við fluttum í Móakot, sumarið 1999, var vart hægt annað en að taka eftir þeim myndarhjónum sem bjuggu á næsta bæ, Merkigarði. Þau gengu oft saman, hlið við hlið, um jörðina sína. Hann svo stór, hún svo lítil, glæsileg bæði tvö. Við áttum eftir að kynnast þeim vel næstu árin, enda voru þau ákveðin í að taka eins vel á móti okkur og Stokks- eyringar höfðu tekið á móti þeim. Oft var setið heima í eldhúsinu hennar Sólveigar í Merkigarði í góðu spjalli. Aldrei máttum við yf- irgefa húsið án þess að hafa þegið veitingar; kaffi eða Sviss Miss, ristað brauð eða tekex með osti og marmelaði og heimabakaðar pönnukökur. Ef við andmæltum þá kvað við: „Ég er nú húsmóðir á mínu heimili og ræð hvað ég býð mínum gestum.“ Dýr komu oft til tals í eldhúsumræðunni, s.s. rollur, hestar og fuglar. Oft minntist Sól- veig líka á heimahagana, Vattar- nes, þaðan sem hún átti svo góðar minningar frá barnæsku sinni. Stundum dró hún líka fram myndir af börnum sínum og barnabörnum og sýndi okkur. Þau stóðu henni greinilega nærri. Sólveig var létt á fæti, lífsglöð og orkumikil og var einstaklega gott að vera í návist hennar. Oft var kallað á milli bæja og spjallað við girðinguna sem skil- ur landareignirnar að. Eftir að við eignuðumst barn okkar, Þóru Björgu, var gaman að fylgjast með samskiptum Sólveigar við hana, hún var vön að umgangast börn og naut þess vel. Hún eyddi mörgum stundum í að prjóna sokka og vett- linga á barnabörnin og nutum við einnig góðs af því. Við viljum þakka Sólveigu fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnum árum.Við vottum Bjarna, börnum Sólveigar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Kristín, Yngvi Karl og Þóra Björg, Móakoti. JÓNA SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR Okkur setti hljóðar þegar þær sorgar- fréttir bárust að okk- ar kæri samstarfs- maður og vinur, Jón Ingjaldsson, væri lát- inn. Sem samstarfsmanni var Jóni ekki einungis annt um verk ann- arra heldur einnig um velferð sam- starfsmanna sinna og fjölskyldna þeirra. Þá sýndi Jón einstakan áhuga á nýjum rannsóknarritgerð- um annarra nemenda í doktors- námi og árangri þeirra í að fá skrif sín birt. Hann þekkti af eigin raun JÓN ÞORVALDUR INGJALDSSON ✝ Jón ÞorvaldurIngjaldsson fæddist í Reykjavík 28. mars 1967. Hann lést í Bergen í Nor- egi 27. apríl og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 7. maí. þá miklu vinnu sem felst í því að skrifa doktorsritgerð og hafði sjálfur náð mjög góðum árangri á því sviði. Hann var ráða- góður, studdi sam- starfsmenn sína og hlustaði á þá af miku næmi þegar þeir gengu í gegnum erfið tímabil. Jón var stoltur af því að vera Íslending- ur og talaði af miklum kærleik um fjölskyldu sína og vini. Hann var hreykinn af sonum sínum tveimur og eiginkonu sem og foreldrum sínum og systrum. Jóni var einnig mjög umhugað um umsjónarmann sinn, dr. Jon Laberg, og var þeim vel til vina. Jón var metnaðarfullur og forvitinn og sannur vísindamað- ur. Eftir einkar vel heppnaða vörn á doktorsritgerð sinni á síðasta ári var hann byrjaður að vinna að mörgum nýjum verkefnum ásamt vísindamönnum frá ýmsum lönd- um og á mismunandi sviðum. Jóns er og verður sárt saknað í deildinni okkar, bæði vegna brenn- andi áhuga hans og hæfileika sem og góðrar kímnigáfu og fyrir að vera skemmtilegur félagi á manna- mótum. Þá gerði einnig hið ís- lenska viðmót Jóns framlag hans einstakt. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum nú þegar hann er horfinn á braut. Elisabeth, Hilde, Anita og Therese. Minningarathöfn um elskulegan eiginmann minn, föður okkar, son og bróður, RAFN RAGNAR JÓNSSON tónlistarmann, Norðurbraut 41, Hafnarfirði, verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 5. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast Rabba, er bent á Minningarkortasjóð MND- félagsins í síma 565 5727 eða 896 0317. Friðgerður Guðmundsdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, Egill Örn Rafnsson, Ragnar Sólberg Rafnsson, Rafn Ingi Rafnsson, Ragna Sólberg, Óskar Líndal, Gísli Þór Guðmundsson, Sóley Guðmundsdóttir, Ágúst Jónsson, Heiða Björg Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGGERT ANDRÉSSON, Asparfelli 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 6. júlí kl. 13.30. Ásthildur F. Sigurgeirsdóttir, Óskar A. Hilmarsson, Guðlaug M. Christensen, G. Reynir Hilmarsson, Hrönn Ægisdóttir, Salóme I. Eggertsdóttir, Eggert B. Eggertsson, Ásta Dís Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður og bróður, BJARNA HERJÓLFSSONAR flugumferðarstjóra frá Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk á deild 12-G og á líknardeildinni í Kópavogi. Unnur Ketilsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Guðbjartur Herjólfsson og fjölskylda, Guðjón Herjólfsson og fjölskylda. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA INGA LÁRUSDÓTTIR, Bergstaðastræti 28, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi að morgni miðvikudagsins 30. júní, verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. júlí kl. 15.00. Sævar Þór Sigurgeirsson, Unnur Magnúsdóttir, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, mágur og frændi, GUÐMUNDUR FRIÐGEIR MAGNÚSSON frá Þingeyri, lést af slysförum þriðjudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Mýrakirkju mánudaginn 5. júlí kl. 14.00. Guðmundur Sören Magnússon, Kristín Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ástkær bróðir okkar, ARI BENEDIKT SIGURÐSSON, Fagurhólsmýri, Öræfum, lést á hjúkrunarheimilinu Höfn aðfaranótt föstudagsins 2. júlí. Nanna Sigurðardóttir, Tryggvi Sigurðsson. Ástkær móðir okkar, DROPLAUG BENEDIKTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, fimmtudaginn 1. júlí. Benedikt Þ. Jónsson, Hannes J. Jónsson, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Andrea K. Jónsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.