Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKURINN Sendu 3 strikamerki, merkt Cocoa Puffs - Shrek2 leikurinn, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 93 4 06 /2 00 4 STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði nýjan og breyttan upplýsingavef Ferðamálaráðs á slóðinni www.icetourist.is, í móttöku sem efnt var til í gær í tilefni 40 ára afmælis Ferðamálaráðs Íslands. Nýi vefurinn er á 6 tungumálum en undanfarin misseri hefur vefurinn verið mest sótti upplýsingavefur um ferðamál í landinu. Á vefnum er að finna gagnagrunn um flest sem viðkemur ferðaþjón- ustu hér á landi og þar er skrá yfir alla leyfisskylda aðila í íslenskri ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem leggja leið sína til Íslands hefur fjölgað mikið þau 40 ár sem Ferðamálaráð hefur starfað. Fyrstu tíu árin (1965 til 1974) lögðu 510 þúsund erlendir ferðamenn leið sína til landsins, en síðustu 10 ár (1995-2004)var fjöldi erlendra ferðamanna sem komu til Íslands kominn í 2,6 milljónir. Ferðamaálaráð Íslands fer með stjórn ferðamála undir yfirstjórn samgönguráðuneytisins og er eina stjórnsýslustofnun ferðaþjónust- unnar í landinu. Meðal verkefna sem ráðinu eru falin eru landkynning og markaðsmál, skipulagning og áætl- unargerð um íslensk ferðamál og rannsóknir og kannanir í ferða- málum. Þá hefur Ferðamálaráð unn- ið út frá því meginmarkmiði að dreifa heimsóknum ferðamanna sem mest um landið og árstíðir. Umsvif Ferðamálaráðs Íslands hafa farið vaxandi á liðnum árum en auk skrifstofa í Reykjavík og á Akureyri og upplýsingamiðstöðva í öllum landshlutum, rekur Ferða- málaráð í dag skrifstofur í New York í Bandaríkjunum, Frankfurt í Þýskalandi og fyrr á þessu ári opn- aði ráðið síðan skrifstofu í Kaup- mannahöfn. Þá hefur Ferðamálaráð yfirumsjón með rekstri Ráðstefnu- miðstöðvar Íslands. Þeir Matthías Mathiesen, Halldór Blöndal, Matthías Bjarnason, Ragn- ar Arnalds og Steingrímur J. Sigfús- son, sem allir eru fyrrverandi sam- gönguráðherrar sóttu móttökuna með Sturlu Böðvarssyni en á afmæl- isdaginn var jafnframt haldinn 658. fundur Ferðamálaráðs frá upphafi. Morgunblaðið/ÞÖK Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt þeim Steingrími J. Sigfússyni og Matthíasi Bjarnasyni. Nýr ferða- málavefur á sex tungu- málum EGILL Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, hafnar þeim um- mælum Leós M. Jónssonar sem fram komu í bílablaði Morgunblaðs- ins í gær að samsæri væri á milli bílaumboða og ryðvarnarfyrirtækja. Að sögn Egils er ryðvörn innifalin í bílverðinu og ef um óþarfa væri að ræða kæmi það sér betur fyrir bíla- umboðin að sleppa henni því fyrir þau sé þetta einfaldlega aukinn kostnaður. Hann segist þó vera sam- mála því að ryðvörnin hafi sáralítil áhrif varðandi ryðvarnareiginleika bílanna. „Við erum stöðugt að skoða þá kostnaðarliði sem mynda bílverð og ef við sjáum einhvern möguleika á að draga úr kostnaði, án þess að minnka gæði, þá gerum við það. Fyr- ir 17 árum hættum við að ryðverja bíla. Einn galli var þó á þeirri fram- kvæmd en þegar ekið var um mal- arvegi kastaðist grjót í stál og það heyrðist inn í bílinn. Við tókum því aftur til við það að verja undirvagn- inn og í dag er þetta kallað undir- vagnsvörn og markmiðið er að verj- ast ofangreindu hljóði frá steinkasti. Í dag látum við því eingöngu verja undirvagninn á þeim bílum sem við flytjum inn og reyndar er ekkert gert við Volvo bílana því þeir koma með sams konar undirvagnsvörn frá framleiðanda,“ segir Egill og bætir því við að þótt vegir hafi batnað þá séu malarvegir enn til staðar og því telji viðskiptavinir Brimborgar það nauðsynlegt að hafa undirvagns- vörn. „Ef einhver viðskiptavinur vill ekki undirvagnsvörn er hægt að sleppa henni og lækka verðið sem því nemur,“ segir Egill að lokum. Ryðvörn ekki óþörf Jóhann Oddgeirsson, eigandi Ryð- varnar og bóns ehf., segir að ekkert sé hæft í því að samsæri sé á milli bílaumboða og ryðvarnarfyrirtækja og tekur það fram að ryðvarnarþjón- usta sé ekki óþörf. „Það þarf ekki annað en að líta á muninn á þeim bíl- um sem eru ryðvarðir og þeim sem ekki eru ryðvarðir. Ég hef séð fjöldan allan af bílum sem ekki hafa verið ryðvarðir og hafa í kjölfarið ryðgað mikið,“ segir Jóhann og bæt- ir því við að hér á Íslandi sé oft borið salt á göturnar en sú sé ekki raunin víða erlendis. Að sögn Jóhanns er nauðsynlegt að ryðverja nýja bíla, suma þegar í stað en aðra nægir að ryðverja að 2–3 árum liðnum. „Ryðvörn frá framleiðendum er í mörgum tilfell- um ekki nægilega góð og þess vegna er nauðsynlegt að ryðverja nýja bíla,“ segir Jóhann. Framkvæmdastjóri Brimborgar um meinta óþarfa ryðvörn nýrra bíla Hafnar ásökun- um um samsæri LÖGREGLAN í Kópavogi handtók innbrotsþjóf í íbúð í Salahverfi í gærmorgun en hann hafði tínt sam- an ýmsa hluti og sett í tösku þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn skarst illa á hendi við innbrotið og var fluttur á slysadeild og þaðan í fangageymslu lögreglu, þar sem hann átti að vistast uns hægt yrði að yfirheyra hann, en hann var undir áhrifum þegar hann náðist. Innbrotsþjófur handtekinn MIKILL reykur gaus upp þegar kviknaði í brotajárni á járnrusla- haugum á Sauðárkróki í gær og var slökkviliðið kallað út vegna brun- ans. Eldurinn hafði kviknað þegar verið var að skera sundur bílhræ með logsuðutækjum, en engum varð meint af. Slökkvistarf gekk fljótt og vel að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki. Kviknaði í brotajárni OFURHUGAR á öllum aldri brugðu á það ráð í blíðunni í gær að stinga sér til sunds af aflagðri brú yfir Eyvindará við Egilsstaði. Fallhæðin af brúnni er rúmir fjórir metrar og skömmu eftir að þessi herramaður hafnaði í grængolandi hylnum kom lögregla á vettvang og tók fyrir frekari dýfingar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hressandi dýfingar í Eyvindará UM 500 þúsund lítrum meira af mjólk var framleitt í júní í ár en í fyrra, að því er fram kemur í út- tekt Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM). Sagt var frá úttektinni á vefriti Lands- sambands kúabænda og kom þar m.a fram að mjólkurframleiðsla í júní nam alls 10,1 milljón lítra. Þrátt fyrir aukninguna er árs- framleiðsla mjólkur enn minni en á sama tíma í fyrra og munar þar um tveimur milljónum lítra en alls hafa verið framleiddir 91,2 milljónir lítra af mjólk í ár miðað við 93,3 milljónir lítra á sama tíma í fyrra og er munurinn 2,2%. Framleiðslan þarf að aukast til að nýta greiðslumark Framleiðsla mjólkur þarf að aukast talsvert til að greiðslu- mark þessa verðlagsárs nýtist til fulls, þrátt fyrir að markið sé um milljón lítrum lægra en í fyrra. Ónotað greiðslumark í júlíbyrj- un í ár nemur um 13,8 milljónum lítra samanborið við 12,7 millj- ónir lítra á sama tíma í fyrra. Þó má gera ráð fyrir að umfram- framleiðsla verði um 3 milljónir lítra, ef framleiðslan verður áþekk og í júlí og ágúst í fyrra, en þá voru samtals framleiddir 16,8 milljón lítrar af mjólk. Mjólkurframleiðsla eykst TVEIR voru fluttir til skoðunar á slysadeild eftir að bifreið þeirra ók á staur, fór út af veginum og valt á Reykjanesbraut á ellefta tímanum í gærmorgun. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík og sagði hún að ekki væri talið að fólkið hefði slasast alvarlega, en bif- reiðin skemmdist mikið við óhappið. Bílvelta á Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.