Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 25
✝ Rafn RagnarJónsson tónlistar-
maður fæddist á Suð-
ureyri við Súganda-
fjörð 8. desember
1954. Hann lést á
heimili sínu 27. júní
síðastliðinn, á fimm-
tugasta aldursári.
Móðir Rafns er
Ragna Sólberg, f.
17.9. 1936, fyrrv.
starfsmaður Pósts og
síma á Ísafirði. Faðir
hans var Jón Snorri
Jónsson, f. 12.9. 1924,
d. 22.2. 1979, sjómað-
ur á Suðureyri.
Rafn átti fjögur systkini. Hálf-
systkini Rafns, samfeðra, eru;
Ágúst Jónsson, f. 22.8. 1944, sjó-
maður í Reykjavík, kvæntur Birnu
Geirsdóttur og eiga þau fjögur
börn; Heiða Björk Jónsdóttir, f.
30.1. 1975, búsett í Reykjavík og á
hún tvo syni. Hálfsystkini Rafns,
sammæðra, eru; Gísli Þór Guð-
mundsson, f. 11.6. 1961, grafískur
hönnuður, búsetttur í London.
Sambýliskona hans er Anna Hildur
Hildibrandsdóttir og eiga þau tvær
dætur; Sóley Guðmundsdóttir, f.
11.1. 1964, þroskaþjálfi í Hafnar-
firði, sambýlismaður hennar er
Ingvar Reynisson og eiga þau einn
son, fyrir á Sóley tvær dætur.
Rafn fæddist á Suðureyri og ólst
þar upp til fimm ára aldurs þegar
hann fluttist til Ísafjarðar með móð-
ur sinni. Þar giftist Ragna Guð-
mundi H. Gíslasyni, f. 19.5. 1935, d.
29.11. 1974, skipstjóra á Ísafirði.
Guðmundur tók Rafni sem sínum
eigin syni og urðu þeir miklir mát-
ar. Ragna er nú gift Óskari Líndal.
komu í kjölfarið Náð og Ýr. Ýr var
það heillin var fyrsta hljóðritun
með Rafni. Hann var síðan meðlim-
ur í fjölmörgum hljómsveitum, m.a.
Haukum og einnig stofnandi hljóm-
sveita á borð við: Danshljómsveit
Vestfjarða, Grafík, Bítlavinafélag-
ið, Sálin hans Jóns míns og Galíleó.
Eftir Rafn liggur fjöldi platna með
þeim hljómsveitum sem hann starf-
aði í. Auk þess gerði hann þrjár
sólóplötur og vann að samstarfs-
verkefnum með öðrum tónlistar-
mönnum. Rafn rak um tíma og átti
hlut í hljóðverinu Hljóðhamri en
rak síðar hljóðver og útgáfufyrir-
tækið R&R músík á heimili sínu á
Norðurbraut 41 í Hafnarfirði.
Rafn varð að láta af hljóðfæra-
leik vegna veikinda árið 1993 og
sneri hann sér þá alfarið að upp-
tökustjórn og útgáfu. Meðal þeirra
sem hann starfaði með og gaf út
eru Botnleðja, Anna Halldórs, Graf-
ik, Nýdönsk, Bítlavinafélagið, Sálin
hans Jóns míns, Urmull, Sixties,
Buttercup, Woofer, Stolía, Noise,
Sign auk sólóverkefna með syni sín-
um Ragnari Sólberg. Á síðasta ári
fór Rafn ásamt sonum sínum Agli
og Ragnari, og vinum sínum þeim
Rúnari Þórissyni, Jóni Ólafssyni og
Haraldi Þorsteinssyni til London og
hóf upptökur á síðustu plötu sinni í
hinu sögufræga Abbey Road-hljóð-
veri. Rafn vann markvisst að plöt-
unni síðan og er hún væntanleg til
útgáfu í haust.
Rafn stofnaði MND-félagið árið
1993 ásamt öðrum og var formaður
þess frá upphafi til dánardags.
Hann var virkur meðlimur og þátt-
takandi í réttindabaráttu íslensks
tónlistarfólks og tók þátt í starfi
ýmissa hagmunasamtaka á þeim
vetvangi. Auk þess var hann virkur
þátttakandi í starfi stuðnings-
mannahóps KFÍ.
Útför Rafns fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Á æskuárum sínum
eyddi hann mörgum
stundum hjá ömmu
sinni á Suðureyri,
Markúsínu Jónsdóttur,
f. 20.11. 1911, d. 3.6.
1978, þar sem hann
var í miklu uppáhaldi.
Rafn hóf sambúð ár-
ið 1979 með Friðgerði
Guðmundsdóttur, f.
5.12. 1959, sérkenn-
ara. Þau gengu í
hjónaband 30. desem-
ber 1990. Friðgerður
er dóttir hjónanna
Guðmundar Guð-
mundssonar, f. 21.10. 1913, fyrrv.
póstafgreiðslumanns, og Rebekku
Jónsdóttur húsmóður á Ísafirði,
21.9. 1920. Friðgerður á 3 eldri
systkini.
Fyrsta barn Rafns átti hann með
Halldóru Gunnlaugsdóttur. 1)
Helga Rakel, f. 10.11. 1975, sam-
býlismaður Dagur Kári Pétursson.
Börn Rafns og Friðgerðar eru 2)
Egill Örn, f. 29.3 1982; 3) Ragnar
Sólberg, f. 2.12. 1986; 4) Rafn Ingi,
f. 2.2. 1994.
Rafn lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Ísafjarðar árið
1971 og lagði síðan stund á kjötiðn-
aðarnám við Iðnskólann á Ísafirði.
Á árunum 1980–1981 lagði hann
stund á ásláttarhljóðfæraleik hjá
Pétri Östlund í Stokkhólmi. Einnig
stundaði hann nám í Kennarahá-
skóla Íslands 1990–92. Framan af
ævi sinni stundaði Rafn ýmis störf
meðfram tónlistinni, lengst af versl-
unarstörf en frá 1985 varð tónlistin
aðalstarf hans. Tónlistarferill hans
hófst árið 1967 þegar hann stofnaði
hljómsveitina Perluna og síðan
Fimmtudaginn 8. júlí verður til
moldar borinn Rafn Ragnar Jónsson
tónlistarmaður. Hann andaðist að
heimili sínu í Hafnarfirði sunnudag-
inn 27. júlí eftir harða baráttu við
hinn illvíga sjúkdóm MND. Þessi
taugahrörnunarsjúkdómur hafði áð-
ur fellt ömmu okkar Ragnheiði og
föður okkar Jón Snorra Jónasson frá
Súgandafirði. Mig langar til að minn-
ast Rabba fáum orðum.
Rafn Ragnar Jónsson fæddist á
Suðureyri 8. desember 1954. Hann
ólst upp á Ísafirði hjá móður sinni
Rögnu Sólberg og stjúpa sínum Guð-
mundi Gíslasyni skipstjóra ásamt
systkinum sínum Gísla Guðmunds-
syni og Sóleyju Guðmundsdóttur.
Guðmundur stjúpi Rabba fórst síðar
af Guggunni og var öllum harmdauði.
Rabbi átti einnig 2 systkini að föðurn-
um: Ágúst Jónsson og Heiðu Björgu
Jónsdóttur.
Ungur að árum eignaðist Rabbi
dótturina Helgu Rakel. Hún er lif-
andi eftirmynd föðurins. Glæsileg
stúlka, leiklistarmenntuð. Með konu
sinni Friðgerði Guðmundsdóttur átti
Rabbi 3 stráka. Þeir eru Egill Örn,
tónlistarmaður, Ragnar Sólberg, tón-
listarmaður og Rafn Ingi, enn í
barnaskóla. Hver öðrum glæsilegri.
Friðgerður er Ísfirðingur. Er það
ekki makalaust hve oft hin sanna ást
finnst svo að segja í næsta húsi?
Rabbi var gæfumaður að finna
Deddu sína, þessa einstöku stúlku,
sem hefur staðið með honum í gegn-
um þykkt og þunnt. Það var mikið
áfall þegar Rabbi greindist og margs
hefur þurft alla tíð síðan núna í 16 ár.
Óteljandi eru stundirnar á nóttu sem
degi þegar einhvers þurfti við og fór
þeim fjölgandi eðli málsins sam-
kvæmt. Árum saman hafa Rabbi og
Dedda verið í forystu MND-samtak-
anna og Dedda ritstýrt blaði þeirra
en Rafn var formaður félagsins. Þau
lögðu gríðarlega vinnu í þetta starf,
söfnuðu miklu magni upplýsinga,
gerðu þessa þekkingu aðgengilega og
létu engum steini óvelt ef ske kynni
að einhvers staðar leyndist von.
Rabbi var byrjaður að spila þegar
á barnsaldri. Trommuleikur hans
þótti einstakur og stíll hans persónu-
legur. Seinna tóku við lagasmíðar, út-
setningar, upptökur og útgáfa. Rabbi
naut þess að spila fyrir vestan hve-
nær sem færi gafst, bæði á Ísafirði,
Súganda og víðar. Hann var án efa
einn þekktasti sonur þessara byggða.
Mörg laga hans hafa náð eyrum þjóð-
arinnar og textar hans skipta máli.
Það þarf mikinn innri styrk til að
vera hamingjusamur og lifa skapandi
og ábatasömu lífi þrátt fyrir gríðar-
lega fötlun. Þeim styrk bjó Rabbi yf-
ir.
Rabbi var skapandi listamaður
með mikla útgeislun. Hann var glað-
sinna og sjálfsvorkunn var honum al-
gjörlega framandi. Hann var æðru-
laus maður, sem kom miklu í verk, sló
aldrei slöku við og lauk öllu sem hann
byrjaði á. Hann var greindur og vel
að sér, fordómalaus og góður faðir og
vinur.
Síðustu nóttina sem Rabbi lifði
hlustaði hann á nýjustu lögin sín, sem
hann hafði unnið ásamt strákunum
sínum í skugga hins óhjákvæmilega
og var glaður. Ég leit upp til þessa
hæfileikaríka bróður míns. Hann var
hugrakkasti maður sem ég hef þekkt.
Hann var einfaldlega langflottastur.
Ég og fjölskylda mín sendum ást-
vinum hans okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ágúst Jónsson.
Elsku Rabbi.
Nú skilja leiðir. Ég vil þakka þér
fyrir allt það sem þú hefur kennt mér.
Það var gott að vera litla systir þín,
þú varst mér alltaf góður og tryggur
bróðir.
Ég minnist þess að þegar pabbi var
nýdáinn vildir þú gleðja litlu systur
10 ára, fórst út í Pól um leið og búðin
opnaði og keyptir nýjustu plötuna
með Cliff, ég sagði: Vá! Þegar ég
hlustaði á plöturnar þínar kenndir þú
mér að fara með þær eins og gull.
Á unglingsárunum var gott að eiga
bróður í vinsælli hljómsveit, alltaf
frítt á böllin, þurfa aldrei að standa í
biðröð.
Einhverra hluta vegna virtumst
við alltaf þurfa að vera nálægt hvort
öðru. Þegar við vorum bæði flutt suð-
ur þá vorum við alltaf nágrannar.
Fyrst í Reykjavík og síðar í Hafn-
arfirði.
Þú varst langt kominn með að gera
upp Norðurbrautina, bauðst mér á
rúntinn og sýndir mér þessa fínu íbúð
sem var á efri hæðinni og kaupsamn-
ingur var í höfn nokkrum dögum síðar.
Það var gott að búa nálægt ykkur
Deddu, við gerðum upp garðinn og
þú í eldhúsglugganum stoltur af þín-
um konum.
Minningarnar eru svo margar og
góðar, ég þakka fyrir að fá að hafa
verið þér samferða hér í þessu lífi.
Frá því að þú veiktist fylgdi ég
þinni stefnu, að taka því sem að hönd-
um ber og að láta ekki bugast. Oft
lentum við í skemmtilegum atvikum
við ýmsar hindranir sem voru á vegi
þínum, en alltaf varst þú þolinmóður
og brostir að hlutunum. Þú varst ekk-
ert að gefast upp, enda sannur Vest-
firðingur.
Þú gerðir hlutina þangað til að ekki
var umflúið að þú gætir þá ekki leng-
ur. Þú keyrðir eins lengi og þú treyst-
ir þér til, þó svo að ég væri nú farin að
svitna verulega í bíl með þér.
Elsku Dedda mín, þú varst honum
Rabba yndisleg eiginkona og vinur,
þið þroskuðust vel saman. Það kemur
best fram í því hvernig þið fjölskyld-
an hafið tekið þessu hlutskipti Rabba.
Stundirnar sem við höfum átt sam-
an síðustu daga eru með þeim dýr-
mætustu sem ég hef upplifað. Þökk
sé ykkur Rabba fyrir þær. Þær munu
hjálpa okkur í að veita hvert öðru
styrk í sorginni.
Sóley systir.
Elsku Rabbi minn.
Sextándi júní var hátíðardagur á
Súganda. Það var ekki vegna þess að
pabbi minn (afi þinn) átti afmæli
þennan dag, nei, það var vegna þess
að þá komst þú vestur með hljóm-
sveitina þína og hélst dansleik fyrir
börn og fullorðna. Þá þyrptist fólk af
öllum Vestfjörðum til Súganda. Það
var venjan að þið komuð allir hljóm-
sveitarstrákarnir til mín í „mömmu-
steik“, skelltuð ykkur á ljósabekkinn
og í sturtu og að því búnu var sest út á
svalir til að naga harðfisk. Ég man
þegar Bítlavinafélagið kom vestur og
þið tókuð „danska lagið“ á svölunum.
Þá tóku púkarnir á Súganda upp á því
að pakka 500 krónu seðlum utan um
steina og henda upp á svalirnar í
þeim tilgangi að fá eiginhandarárit-
anir ykkar á seðlana. Einn ykkar
hafði á orði hvað krakkarnir á Suður-
eyri væru klár að biðja um eiginhand-
aráritanir á þennan hátt – en viti
menn, skömmu síðar heyrðist hrópað
neðan af götu „fimmhundruðkall til
sölu á þúsund kall með nöfnum allra
Bítlavinanna.“ Félagar þínir litu
steinhissa hver á annan en þá sagðir
þú, Rabbi, og hlóst mikið, að ein-
hvernveginn yrðu púkarnir að ná sér í
pening, og þetta væri góð hugmynd
hjá þeim.
Eiginmaður minn, Mummi, sá alltaf
um miðasöluna á þessum 16. júní
dansleikjum á Súganda. Þegar húsið
var að springa utan af fjöldanum þá
komu stundum ráðandi menn og vildu
vita hve margir væru komnir í félags-
heimilið en þeir gátu alls ekki togað
það út úr Mumma. Einu sinni sendir
þú einhvern úr hljómsveitinni fram í
miðasölu til að spyrja hvernig gengi
og fékk hann það svar að þú yrðir að
koma sjálfur. Já, Rabbi minn, þér
fannst hann flottasti miðasölumaður á
landinu.
Eftir að við hjónin fluttum suður
fyrir 10 árum varð það fastur liður að
þú kæmir til okkar í fiskibollur með
fjölskyldu þína á nokkurra mánaða
fresti, en svo var þér allt í einu bannað
að borða fisk og þá varð svolítill stans
á þessum heimsóknum. Fyrir einum
og hálfum mánuði eða svo þá dreif ég
mig og kallaði á ykkur í mat og þá vor-
um við að ræða ýmislegt og ég sagði
við þig að þú yrðir nú að slá metið
hennar ömmu þinnar (mömmu minn-
ar) þar sem hún var með þennan sjúk-
dóm í 16 ár. Þú brostir og sagðir að þú
myndir reyna við þetta met, en eins og
við vitum þá lifði pabbi þinn aðeins í
þrjú ár með sjúkdóminn.
Rabbi minn, þú ert hetjan okkar
allra. Rabbabararnir stóðu þétt við
ykkar hlið ásamt öllum þínum nán-
ustu ættingjum og tengdafólki sem
hafa staðið eins og klettur við hlið
ykkar í þessari baráttu. En hetjurnar
þínar eru Dedda konan þín og syn-
irnir sem umvöfðu þig til síðasta
augnabliks. Dedda svo trygg og góð
og hugrökk og synirnir svo ótrúlega
þroskaðir, umhyggjusamir og hlýir og
það mun fylgja þeim ævilangt, það
þekkjum við systkinin frá okkar upp-
vexti með mömmu. Ekki má gleyma
gleðinni sem skein úr augum þínum
þegar þú sagðir mér að þú yrðir afi í
september því hún Helga dóttir þín,
sem þú varst alltaf svo stoltur af, á von
á barni þá og ég veit að þú fylgist vel
með því þaðan sem þú ert núna. Það
var yndislegt að hún gat verið með
ykkur núna síðustu vikurnar þínar
hér á meðal okkar.
Rabbi minn, nú hefur þú fleygt
álagahjúpnum sem þú barst í 16 ár og
hleypur frjálst um grundir í Guðsríki
með ættingjum þínum.
Ég bið Guð að styrkja fjölskylduna
þína á þessum erfiðu tímum.
Far þú í friði, elsku vinur minn.
Þín föðursystir
Inga Jónasar.
Í þessum skrifuðu orðum er bílalest
að leggja af stað með lík Rafns til
heimahaganna á Ísafjörð. Í minning-
arathöfninni í gær kom í ljós að síð-
ustu orð Rabba hefðu verið, „það er
alltaf svo gott veðrið fyrir vestan“.
Ég á gott með að skilja hvað hér er
átt við en einstök birta er yfir þeim
tíma sem við vorum að alast upp fyrir
vestan, nú tæplega 40 árum seinna.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera heimagangur á heimili uppeldis-
föður Rabba og bróður mömmu, Guð-
mundar heitins Gíslasonar og Rögnu
Sólberg í Aðalstæti 15 á Ísafirði.
Gummi Gísla var einstakur hug-
sjónamaður fyrir góðu mannlífi og
lést langt um aldur fram eins og
Rabbi. Í eldhúskróknum í Aðalstræt-
inu hittust bátasjómennirnir og hug-
sjónamenn þess tíma til að kryfja al-
heimssannindin og var ekkert gefið
eftir.
Fjótlega kom í ljós að Rabbi festist
ekki í þrasi í dægurmálunum eins og
við hinir, heldur fór sínar eigin leiðir
af mikilli staðfestu.
Músíkin varð fjótt hans fylgikona
og var hann henni trúr til æviloka.
Einhver stærsta bylgja alþýðu-
menningar í tónlistarheiminum kom
til landsins með Bítlunum og síðan
Rolling Stones. Þessa bylgju nýtti
Raggi sér og eins og sannur brim-
brettakappi náði hann að komast upp
á ölduna og láta hana framfleyta sér
inn í framtíðina. Hæst náði þessi
bylgja að koma mér með honum upp á
þak á „skúrinni“ í bakgarðinum hjá
ömmu, Þorbjörgu, með málningarföt-
ur sem trommur og lok á spýtu með
nælon sem gítara og syngja „æ mon in
æland,“ eða „ég er á eyju“.
Þetta þótti fyndið þá, því kona sem
hét Eyja átti heima á bökkunum í
næsta nágrenni. Þar var líka stóri
garður póstsins, sem við vildum
ógjarnan fara að ná í bolta en þar bjó
líka ein af dætrum póstsins, Dedda,
sem síðar varð lífsförunautur Rabba
og stoð hans og stytta.
Litið til baka er þessi bítlabylgja
trúlega það stærsta sem okkar kyn-
slóð hefur upplifað, þó við tækjum öll
ekki beint eftir því, nema Rabbi.
Gamla sjávarþorpið Ísafjörður á
sér mikilsmetinn tónlistarmann í dag,
sem er Rafn Jónsson og hann náði að
betrumbæta lífið og menninguna.
Laglínan hans „lífið er andartak og
líður áður en við vitum af því“, er gríp-
andi en þannig var Rabbi oft með inn-
tak og lífsspeki.
Þó tími „katalína“ á pollinum,
gömlu „hákarladokkunnar“, dísanna,
litla og stóra Vers, Morgunstjörnunn-
ar og allra róttæku hugsjónamann-
anna sé liðinn þá lifir músikin hans
Rabba um ókomin ár og hluti af þess-
um tíma í lögunum hans.
Ég óska hinni sérstöku líkfylgd
vestur alls hins besta og megi góður
guð taka vel á móti Rabba og vera af-
komendum hans og aðstandendum
góður.
Ég kveð þig, Rabbi minn, með
margar fallegar minningar og fallegar
minningar varðveitast eins og góða
veðrið fyrir vestan þegar við vorum að
alast upp og þroskast.
Guðmundur Ingason.
Ég var aðeins fjögurra ára gömul
þegar ég hitti Rabba í fyrsta sinn, en
ég kynntist honum í gegnum Rósa
móðurbróður minn en þeir spiluðu
saman í hljómsveitinni Ýr. Ég átti í
erfiðleikum með að muna nafnið hans
og sagði hann mér þá að kalla sig
Rabba rabarbara sem ég gerði. Hitti
ég hann oft eftir það með Rósa og hef
fylgst með honum ætíð síðan. Mig
langar að kveðja þennan einstaka
mann með þessum ljóðlínum:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Kæra Dedda og fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð í ykkar
miklu sorg.
Elísabet.
Horfinn er af leiksviði lífsins Rafn
Jónsson, hljómlistarmaður og for-
maður MND-félagsins á Íslandi. Fyr-
ir hönd Öryrkjabandalags Íslands vil
ég þakka honum samfylgdina í þau sjö
ár sem liðin eru frá því Rafn fékk því
til leiðar komið að félag hans gekk til
liðs við Öryrkjabandalagið. Liðveisla
hans er mér persónulega minnisstæð
fyrir þá sök að báðir vorum við þá ný-
liðar í aðalstjórn bandalagsins.
Á vettvangi ÖBÍ var Rafn jafnan
hæglátur og afar kurteis í allri fram-
göngu. Í afstöðu til stefnu og baráttu-
aðferða bandalagsins þurftum við þó
aldrei að velkjast í vafa um vilja hans.
Þegar á reyndi þurfti ekki af hafa
áhyggjur af Rabba. Sá vestfirski
klettur myndi hvorki haggast né
brotna, hvað sem á dyndi.
Sjúkdómurinn sem lagði Rafn
Jónsson að velli hefur þá sérstöðu að
hvorki er nein von um bata né heldur
að framgangur veikindanna stöðvist.
Fyrir bragðið reynir þar mun meira
og með allt öðrum hætti á sálrænt
þrek þess sem fyrir verður en til hátt-
ar um flesta aðra sjúkdóma sem við
þekkjum. Þótt hugur einn viti hvað
hjarta býr nær tókst Rafni að varð-
veita viljann til að lifa og sinna áfram
hugðarefnum sínum, tónlistinni, fjöl-
skyldunni og MND-félaginu.
Að leiðarlokum þökkum við Rafni
Jónssyni og Friðgerði liðveisluna í
RAFN RAGNAR
JÓNSSON