Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKN RNF LOKIÐ Niðurstöður rannsóknar RNF á flugslysi í Hvalfjarðarsveit hinn 28. mars í fyrra benda til þess að und- irbúningur fyrir flug vélarinnar hafi ekki verið í samræmi við verklags- reglur Flugskóla Íslands. Í skýrsl- unni kemur fram að flugmennirnir höfðu ekki aflað sér veðurupplýs- inga fyrir brottför. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði karlmann í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær en hann er grunaður um aðild að hvarfi fyrrver- andi sambýliskonu sinnar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur lögreglan fundið blóð í íbúð og bíl sakborningsins. Allawi fær aukin völd Forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, fékk í gær víðtæk völd til að grípa til ýmissa aðgerða með það að markmiði að sporna við árásum of- beldismanna. Má hann m.a. setja herlög á ákveðnum svæðum, gefa skipun um útgöngubann í borgum, banna samkomur og skerða ferða- frelsi útlendinga. Lengja vinnuvikuna Víða í Evrópu, þ.á m. Frakklandi og Þýskalandi, er nú rætt að lengja þurfi vinnuvikuna þar sem stutt vinnuvika dragi úr efnahagslegum þrótti ríkjanna. Meðalvinnuvika í Evrópu er að jafnaði um 10% styttri en í Bandaríkjunum, einnig eru sumarleyfisdagar mun fleiri. Y f i r l i t Í dag Erlent 12 Viðhorf 24 Höfuðborgin 14 Minningar 25/29 Akureyri 16 Dagbók 32/33 Landið 16/17 Myndasögur 32 Neytendur 18 Víkverji 32 Daglegt líf 19 Staður og stund 34 Umræðan 21/24 Menning 35/41 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 42 Bréf 24 Veður 43 * * * Kynning – Blaðinu fylgir auglýsinga- blaðið Rokksöngleikurinn Hárið. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #           $         %&' ( )***                   +   GUÐJÓN Brjánsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að sér lítist afar vel á aukið sam- starf við Landspítala – háskólasjúkrahús og að sjúkrahúsið taki í auknum mæli að sér sjúklinga frá höfuðborgarsvæðinu. Í ræðu sem Magnús Pét- ursson, forstjóri LSH, hélt á ársfundi Sjúkrahúss- ins á Akranesi nýlega lagði hann til að í haust efndu sjúkrahúsin til viðræðna um hvernig mætti best nýta þá fjármuni og aðstöðu sem sjúkrahúsin hefðu yfir að ráða. Guðjón segir að kragasjúkrahúsin svokölluðu, sem séu við jaðar höfuðborgarsvæðisins, hafi um tíma rætt við LSH um hvernig megi hátta auknu samstarfi. „Við teljum að þessi sjúkrahús á suð- vesturhorninu; á Akranesi, Selfossi, Keflavík og í Hafnarfirði, ættu að finna hinn sameiginlega takt á göngunni með það fyrir augum að nýta sem best mannafla og búnað,“ segir Guðjón. Hann segir að mikilvægt sé að nýta sem best þá þekkingu og tækni sem minni sjúkrahús búi við og að Landspít- alinn eigi að einbeita sér að flóknum og veigameiri aðgerðum sem krefjist mikils tæknibúnaðar. Liðskiptaaðgerðir og fæðingar Rúmlega 3.000 aðgerðir voru gerðar á sjúkra- húsinu á Akranesi á síðasta ári og er um fimmt- ungur þeirra sem gangast þar undir aðgerð höf- uðborgarbúar. Guðjón segir að sjúkrahúsinu hafi vegnað vel á mörgum sviðum, einkum varðandi liðskiptaaðgerðir og þeim hafi verið fjölgað tals- vert. Í ár sé útlit fyrir að um helmingi fleiri lið- skiptaaðgerðir verði gerðar en í fyrra. „Við erum nýbúin að taka í notkun hér mynd- arlega kvennadeild og teljum að við ættum að vera valkostur við Reykjavík t.d. varðandi fæðingar- þjónustu og ýmsar aðgerðir sem lúta sérstaklega að þörfum kvenna,“ segir Guðjón. Um 200 fæð- ingar hafa átt sér stað á sjúkrahúsinu á ári, en hann segir að spítalinn geti vel annað í það minnsta 300 fæðingum á ári með sama mannafla. Hann telur að það henti vel að finna þriðja sér- sviðið, sem ekki þarfnast gjörgæslu, sem spítalinn gæti sérhæft sig í, en á Akranesi er ekki starfrækt gjörgæsla. Hægt væri að skoða möguleikana í þessum efnum í viðræðum við LSH. Guðjón segist ekki hafa heyrt annað en sjúk- lingar af höfuðborgarsvæðinu hafi verið ánægðir á Akranesi. „Sumum finnst kostur að komast út úr amstrinu heima fyrir. Konur sem hafa komið hing- að til að fæða börn sín vilja t.d. meira næði og þær hafa fengið að vera lengur á sjúkrahúsinu en er hægt í Reykjavík. Aðrir vilja vera fjarri heimahög- unum þegar þeir gangast undir aðgerðir á við- kvæmum sviðum eða af persónulegum ástæðum. Sumum finnst þetta kannski líka ókostur, það er ekki spurning um það, en fjarlægðirnar eru engar í þessu tilliti.“ Geta tekið við sjúklingum frá höfuðborgarsvæðinu STÚLKAN sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði á þriðjudag hét Sunneva Haf- berg, til heimilis á Reynimel 82 í Reykjavík. Hún var fædd 17. mars 1995 og eru for- eldrar hennar Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar Hafberg. Lést af slysförum NEYSLA orkudrykkja og áfengis samfara hreyfingu getur valdið hjartsláttartruflunum og jafnvel leitt til skyndilegs dauða. Umhverf- isstofnun varar neytendur við því að blanda þessu þrennu saman í kjölfar rannsóknar sem gerð var í Svíþjóð, en þar hafa nokkur dauðsföll orðið vegna þessa. Jóhanna Torfadóttir, næringar- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að viðvörunin, sem stofnunin gaf út í gær, eigi við um orkudrykki sem innihalda koffín, taurín eða glucuronodeltalacton. Hún segir að flestir orkudrykkir sem eru til sölu hér á landi innihaldi koffín og margir taurín. Það sé mikilvægt að fólk skoði innihaldslýsingar drykkjanna og forðist að blanda orkudrykkjum sem innihaldi þessi efni saman við áfengi. Margir drykkir í dag séu auglýstir sem koffín- og taurínlausir. Hún segir að einnig séu svokallaðir íþróttadrykkir til sölu, sem innihaldi ekki koffín heldur eingöngu sykur og kolvetni. Rannsökuð voru tengsl neyslu orkudrykkja og áfengis samfara hreyfingu á tíu heilbrigðum ein- staklingum í Svíþjóð og kom í ljós að þessi blanda hafði slæm áhrif á hjartsláttartíðni við hreyfingu. Jó- hanna segir að í Svíþjóð sé miklu meira magn af koffíni leyft en hér á landi í orkudrykki. Á Íslandi sé leyfi- legt hlutfall koffíns 135 mg í lítra en hlutfallið fari upp í 320 mg í Svíþjóð. Svíar og Danir hafa einnig varað neytendur við þessari blöndu í kjöl- far sænsku rannsóknarinnar. Nokkur dauðsföll í Svíþjóð „Það er allt í lagi að drekka þetta eitt og sér, mesta áhyggjuefnið er ef fólk blandar saman orkudrykkjum og áfengi og hreyfir sig mikið eins og t.d. að dansa á útihátíð eða sveita- balli. Það getur farið að valda þess- um hjartsláttartruflunum sem geta verið stórhættulegar. Það hafa orðið nokkur dauðsföll í Svíþjóð, ég held núna í sumar,“ segir Jóhanna. Hún segir að í landskönnun Manneldisráðs sem gerð var hér á landi árið 2002 hafi komið í ljós að 15–19 ára unglingspiltar séu helstu neytendur orkudrykkja hér á landi. Jóhanna segir að þörf sé á frekari rannsóknum og að viðvörunin sé öryggisráðstöfun. Hún segir að jafn- framt sé ekki mælt með því að fólk slökkvi þorsta með orkudrykk sem innihaldi mikið af koffíni og þess háttar efnum, íþróttafólk eigi frekar að nota vatn til að slökkva þorsta. Orkudrykkir, áfengi og hreyfing varasöm blanda Morgunblaðið/Ásdís Mikilvægt er að neytendur skoði hvort orkudrykkir innihalda koffín, taurín eða glucuronodeltalacton hyggist þeir einnig neyta áfengis, þar sem sú blanda getur reynst stórhættuleg samfara hreyfingu. ÍRSKIR dagar á Akranesi verða haldnir í fimmta sinn um næstu helgi. Að sögn Rakelar Óskars- dóttur hjá Akranesbæ taka meðal annarra þátt í hátíðinni hressir krakkar á aldrinum 13 til 16 ára sem verið hafa á leiklistarnám- skeiði Skagaleikflokksins, sem Steingrímur Guðjónsson hefur leitt. „Þetta er í annað sinn sem við starf- rækjum leiklistarnámskeiðið,“ seg- ir Steingrímur. „Þau munu meðal annars taka vel á móti gestum sem koma til bæjarins á írska daga,“ segir Rakel. Einnig verða þau sýni- leg víða um hátíðarsvæðið og skemmta sér og öðrum. Meðal at- riða á írskum dögum verða sand- kastalakeppni, sundlaugarpartí og götugrill, dorgveiðikeppni, sigl- ingar um Hvalfjörð, útimarkaður og lopapeysuball. Á sunnudag verð- ur svo haldið Skagamótið í knatt- spyrnu. Morgunblaðið/RAX Lífsglöð ungmenni á Langasandi SÝNI sem tekin voru úr hjarta Helga Einars Harðarsonar hjartaþega komu vel út og svo virðist sem lík- ami hans taki vel á móti þessu nýja líf- færi. Helgi var í skýjunum þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í gær, en hann dvelur á sjúkrahúsi í Svíþjóð. „Þetta kom allt hreint út og gekk rosalega vel. Líkaminn lif- ir í sátt og samlyndi við hjartað enn sem komið er. Fjölskyldan mín er öll komin hérna út. Í gær [fyrradag] fékk ég að fara í fyrsta skipti út á meðal fólks. Mamma átti afmæli svo við fór- um út að borða og vorum í burtu alveg í fjóra tíma.“ Við hjartaígræðsluna var jafnframt grætt nýtt nýra í Helga og að hans sögn er nýrnastarfsemin orðin fullkom- lega eðlileg. „Ég get varla orðið betri í þeim. Nýrnalæknarnir eru í raun að sleppa af mér hendinni núna.“ Helgi á von á að fara fljótlega í íbúð sem fjölskyldan hefur til umráða í Gautaborg. „Svo fer að styttast í heimförina. Það fer svolítið eftir því hvenær þeir heima treysta sér til að taka við mér. Mér líður konunglega. Hvert skipti sem kemur hreint út úr svona sýnatöku er ég him- inlifandi. Nú er ég líka ekki á eins mörgum lyfjum og það er léttir,“ sagði Helgi. Líkaminn sáttur við hjartað Helgi Einar Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.