Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DA VINCI LYKILLINN EFTIR DAN BROWN 1. PRENTUN 1-2000 UPPSELD 2. PRENTUN 2001-3500 UPPSELD 3. PRENTUN 3501-6500 UPPSELD 4. PRENTUN 6501-13500 UPPSELD 5. PRENTUN Á LEIÐINNI! 66 VIKUR EFST Á METSÖLULISTA NEW YORK TIMES. MEST SELDA BÓKIN Á ÍSLANDI. „FRÁBÆRLEGA SPENNANDI SAGA ... BÓK SEM MAÐUR LES Í EINUM RYKK“ BIRTA „FYRSTA FLOKKS AFÞREYING“ MORGUNBLAÐIÐ BJARTUR VERÐ: 1.590 KR. KRIMMI ÁRSINS Í FYRRA komu 711 ofbeldisbrot til kasta lögreglunnar í Reykjavík og voru þau jafnmörg og árið áður en aftur á móti fækkaði alvarlegum lík- amsárásum og ekkert manndráp var framið á árinu. Innbrot voru tæplega 1.900 í fyrra sem er 11% minna en 2002 en lögreglan hafði sett sér mark- mið um að fækka þeim enda hafði inn- brotum fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2000. Þá var tilkynnt um liðlega 3.500 þjófnaði sem er 16% minna en árið áð- ur. Frá árinu 1995 hafa verið framin þrjú bankarán í umdæmi lögreglunn- ar í Reykjavík og þar af voru þrjú bankarán framin í fyrra. Meiri áhersla var lögð á innbrota- og fíkni- efnaeftirlit í fyrra en heldur minni á umferðareftirlit. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólínu Laxdal þegar hún kynnti ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík á fundi með starfsmönnum og blaðamönnum í gær. Hald lagt á meira en 44 kíló af hassi Fíkninefnabrot voru 708 árið 2003 sem er 47% fjölgun frá árinu áður og munaði þar mest um fjölgun brota vegna vörslu og neyslu fíkninefna og vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Þessa fjölgun má að miklu leyti rekja til frumkvæðisvinnu lögreglu og kom fram í máli Ólínu að nú er fíkninefna- leitarhundar á öllum almennum vökt- um hjá lögreglunni í Reykjavík. Lög- reglan lagði m.a. hald á liðlega 44 kíló af hassi, 2,4 kg af amfetamíni og 2.305 e-pillur. Kynferðisbrot voru 166 í fyrra sem er örlitlu meira en árið áður en aftur á móti fækkaði tilkynntum nauðgunum um fimmtung milli áranna 2002 og 2003. Gerð var krafa um að lögregluemb- ættið í Reykjavík sparaði 5,6 milljónir í fyrra og nam fjárveiting til þess 1.921 milljón króna en að teknu tilliti til sérfjárveitinga var heildarrekstr- arfé embættisins 1.945 milljónir. Embættið var rekið með 25 milljóna króna afgangi í fyrra en vegna upp- safnaðs halla frá fyrra ári reyndist uppsafnaður halli í lok ársins vera um 15 milljónir króna. Þá voru starfandi hjá embættinu 256 lögreglumenn sem er 10% fækk- un frá fyrra ári og voru því um 487 íbúar á hvern lögreglumann hjá lög- reglustjóranum í Reykjavík. Um miðjan níunda áratuginn voru um 380 íbúar á hvern lögreglumann en síðan hefur íbúum á hvern lögreglumann fjölgað jafnt og þétt. Umferðarlagabrot 73% af heild Brot og verkefni hjá lögreglunni í Reykjavík voru 41.763 í fyrra sem á móti 52.600 árið áður en heildarfjöldi verkefna var 79 þúsund á móti 89 þús- und árið áður. Stærsti brotaflokkur- inn er umferðarlagabrot, en þau eru um 73% af öllum skráðum brotum, og fækkaði þeim um rúmlega fjórðung frá fyrra ári. Hraðakstursbrot voru liðlega 7.600 sem er þriðjungsfækkun frá árinu áður og segir í ársskýrslunni að ástæðan sé fyrst og fremst minna eftirlit með löggæslumyndavélum. Brot vegna gruns um ölvun við akstur voru um 10% færri og 16% færri vegna aksturs gegn rauðu ljósi. Í upphafspistli sem Böðvar Braga- son lögreglustjóri ritar í skýrslunni kemur fram að á árunum 1996–2001 hafi skráð umferðaróhöpp að meðal- tali verið 16.500 og að í þeim hafi að jafnaði skemmst 34 þúsund bílar. Þá segir að heildarkostnaður á ári vegna umferðarslysa og umferðaróhappa sé áætlaður um 20 milljarðar á ári eða 268 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Fíkniefnabrotum fjölgaði um 47% í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík Um 11% færri innbrot og minna um þjófnaðarbrot Morgunblaðið/Júlíus BRÓÐURPARTUR olíunnar sem var um borð í fjölveiðiskipinu Guð- rúnu Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur N-Noregs fyrir rúmum tveimur árum, hefur lekið í hafið. Alls voru 400 tonn af dísil- og smurolíu um borð í skipinu þegar það sökk. Vefsíða norska ríkissjón- varpsins hefur eftir fréttablaðinu Lofot-Tidende að þegar tankarnir voru tæmdir um síðustu helgi hafi aðeins 86 tonn af olíu verið eftir. Stein-Inge Riise, hjá Riise Under- water Engineering, segir að tilraun- ir til að ná skipinu upp á yfirborð sjávar séu líklega ástæða þess hversu mikið af olíu lak frá skipinu. Allt frá því skipið steytti á skeri og sökk í júní árið 2002 hefur verið reki- stefna um hvort hífa eigi skipið upp eða láta það liggja á sjávarbotni. Skipið var í eigu útgerðarfélagsins Festi þegar það sökk, en Íshús Njarðvíkur keypti það og ætlaði að gera tilraun til að ná skipinu til hafn- ar. Veður aftraði björgunaraðgerð- um og ýmsir tæknilegir örðugleikar sem og fjárskortur. Síðasta haust tóku Norðmenn björgunaraðgerð- irnar yfir á reikning Íslendinga. Í sumar var tilkynnt að ekki yrði reynt frekar að ná skipinu af hafsbotni, en meirihluti var fyrir því innan norska stórþingsins að róa að því öllum ár- um að hífa skipið upp og koma því á þurrt land. Olían lak úr Guðrúnu Gísladóttur ALLIR umsækjendur sem upp- fylla formleg skilyrði um undir- búning og lagt hafa inn umsókn innan tilskilinna tímamarka, hafa fengið skólavist í Háskóla Íslands (HÍ). Fjöldatakmörkunum hefur ekki verið beitt umfram það sem gert hefur verið um árabil, segir í fréttatilkynningu HÍ. Gert er ráð fyrir um 2.500 nýnemum við Há- skóla Íslands næsta skólaár og er afgreiðslu umsókna að mestu lok- ið. Þær upplýsingar fengust frá HÍ að á næsta skólaári verða ekki teknir inn nemendur sem séu ekki með stúdentspróf, en fjöldi þeirra sem hefur verið veitt undanþága, þ.e. eru ekki með formlegt stúd- entspróf, hefur verið á bilinu 200– 300 talsins ár hvert. Á síðasta háskólaári voru ný- nemar um 3.000 þegar þeir voru flestir. Rúmlega 6.000 nemendur HÍ og nýir nemendur í viðbótar- námi og í meistara- og doktors- námi hafa verið skráðir á háskóla- árið 2004–2005 sem er svipað nýliðnu skólaári. Stefnir því í að stúdentar HÍ verði rúmlega 8.500 á komandi háskólaári, en þeir voru rúmlega 9.000 á því síðasta þegar þeir voru flestir í janúar 2004 eins og fram kemur í frétta- tilkynningu frá HÍ. Öllum um- sækjendum verður svarað skrif- lega varðandi umsóknir sínar og hafa 1.900 greiðsluseðlar verið sendir til nýnema sem óskað hafa eftir skólavist í haust og vetur. Verið er að vinna úr umsóknum um 600 nýnema, þar af eru rúm- lega 300 erlendir nemendur, eink- um skiptinemar samkvæmt stúdentaskiptiáætlunum og samn- ingum sem Háskólinn er aðili að. Fjöldatakmörk- unum ekki beitt Um 2.500 nýnemar í Háskóla Íslands á næsta skólaári STEFNT er að byggingu 32 her- bergja hótels, sem opna á í júní á næsta ári, í landi Golfklúbbs Borgar- ness að Hamri nærri Borgarnesi, að sögn Hjartar Árnasonar, staðarhald- ara að Hamri. Ennfremur er unnið við að stækka golfvöllinn úr 9 holu í 12 holu völl. „Það var sáð í nýjar brautir í fyrra, og þær verða tilbúnar á næsta ári,“ sagði Hjörtur þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins áttu leið um Borgarfjörð í gær. Samhliða uppbyggingu golfvallarins hefur ver- ið unnið að trjárækt á svæðinu til að auka skjól á vellinum, og hefur sú vinna þegar skilað árangri. Sögufrægt hús að Hamri Gamla steinhúsið að Hamri er byggt um 1920, og er þar rekið gisti- hús og veitingasala, auk starfsemi golfklúbbs Borgarness. Fékk golf- klúbburinn húsið til afnota árið 1978, og gerði það upp sem félagsheimili og gistihús. „Nú stendur einnig til að bæta við tveimur burstum, og stækka á þann hátt húsið,“ útskýrir Hjörtur. Hann rifjar ennfremur upp að niður- soðin mjólk í dósum hafi verið fram- leidd að Hamri á árum áður. Hjörtur segir mikið um að íbúar höfuðborgarsvæðisins keyri úr bæn- um að Hamri síðdegis til að fara í golf. „Það er mest um helgar að við fáum fólk lengra að, og algjörlega háð veðr- inu hvað er mikið að gera. Hins vegar er nærri fullt í gistingu í júlí og ágúst,“ bætir hann við. Hann segir sí- fellt aukast að erlendir ferðamenn á eigin vegum gisti að Hamri, enda stendur gistihúsið steinsnar frá hringveginum. Níu holu golfvöllur að Hamri í Borgarfirði Stækkaður í 12 holur Morgunblaðið/RAX Hjörtur Árnason, staðarhaldari að Hamri, mundar golfkylfuna. FJÖLSKRÚÐUGIR litir Lagar- fljótsins hafa notið sín vel í blíðviðrinu undanfarna daga, einkum sá grængolandi mjólk- urhvíti, en það er þjóðaríþrótt manna á Héraði að finna orð eða hugtök sem ná að spanna litróf Fljótsins. Ferðamenn leggja nú leið sína í mjög vaxandi mæli um svæðið og nema gjarnan staðar við Fljótið og ganga niður að vatnsborðinu til að fleyta kerlingar og njóta útsýnisins. Það er enda ekki af verri endanum, Snæfellið gnæfir yfir í botni Fljótsdals og opin víð- áttan milli Smjörfjalla og Vatns- skarðs blasir við ef litið er í haf- átt. Héraðsbúar telja sig hafa góð- viðrið fast í hendi fram á helgina, enda spáð suðvestlægum áttum og bjartviðri eystra með allt að 20 stiga hita. Sá grængolandi mjólkurhvíti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.