Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Landsmót ung-mennafélags Ís-lands, UMFÍ, hefst
í dag á Sauðárkróki og er
þetta 24. mótið sem haldið
er. Áður fyrr var mótið
haldið á þriggja ára fresti
en síðustu ár hafa þau ver-
ið haldin annað hvert ár.
Þrátt fyrir að mikilvægi
móta sem þessa hafi
minnkað á síðari árum með
aukinni afþreyingu fyrir al-
menning þá halda þau
samt gildi sínu. Það er oft
talað um ungmennafélags-
andann, það er sú stefna að
vera með og taka þátt þó
svo menn eigi ef til vill ekki
mikla möguleika á að kom-
ast á verðlaunapall. Á tímum
harðnandi samkeppni þar sem
íþróttamenn eru margir hverjir á
launum eða styrkjum, mismiklum
að sjálfsögðu, hefur mót sem þetta
mikla þýðingu. Þarna koma saman
fjölmargir íþróttamenn í fjölmörg-
um greinum og reyna með sér, en
kynnast síðan utan keppnisvallar-
ins og það er af hinu góða, það er
alltaf gaman að hittast og reyna
með sér þó svo aðalatriðið sé ekki
að sigra. Með þessu er ekki átt við
að samkeppnin um stigin sé ekki
mikilvæg – hún er það vissulega –
heldur að samfara keppninni hafa
menn gagn og gaman af, enda er
það einn af megintilgangi íþrótta.
Ómar Bragi Stefánsson er fram-
kvæmdastjóri landsmótsins og hef-
ur staðið í ströngu síðustu vikurn-
ar. „Það er allt tilbúið hjá okkur og
við bjóðum alla velkomna á Sauð-
árkrók um helgina og auðvitað eru
alltaf allir velkomnir hingað til okk-
ar,“ sagði Ómar Bragi á miðviku-
daginn.
Síðustu vikurnar hafa Sauð-
krækingar lagt nótt við dag til að
gera bæinn sem fallegastan þannig
að sem best fari um gesti og gang-
andi en búist er við fjölda gesta.
„Við vitum auðvitað ekki nákvæm-
lega hversu margir gestir koma en
keppendur verða um tvö þúsund
með þeim sýningarflokkum sem
koma hingað erlendis frá. Af
reynslu síðustu móta má búast við
eitthvað á bilinu 12–20 þúsund
gestum og við erum tilbúin til að
taka á móti þeim fjölda. Þetta
ræðst auðvitað mikið af veðrinu og
við eigum ekki von á öðru en góðu
veðri. Við vonum alltént að það
verði gott,“ segir Ómar Bragi. Á
Sauðárkróki búa um 2.700 manns
þannig að íbúum bæjarins fjölgar
verulega um komandi helgi.
Íþróttabandalögin í landinu hafa
nú í fyrsta sinn rétt til að senda
keppendur og er þátttaka ágæt, en
þrjú bandalög senda keppendur,
Íþróttabandalag Reykjavíkur,
Hafnarfjarðar og Akureyrar.
Það kostar sitt að halda svona
mót og er áætlað að bæjarfélagið
hafi lagt fram um 160–200 milljónir
til verksins. „Ríkið kemur inn í
þetta með 60–70 milljóna framlagi.
Það er auðvitað gríðarlega mikil
uppbygging sem fer af stað þegar
svona mót er haldið. Hérna er búið
að gera íþróttaleikvöllinn sérlega
glæsilegan, það er búið að laga
sundlaugina og í raun má segja að
allir leggist á eitt um að gera allt
eins fínt og hægt er. Öll mannvirk-
in standa síðan eftir og þar með er
sveitarfélagið komið með eins góða
aðstöðu og kostur er,“ segir Ómar
Bragi. Eins og venjulega er að-
gangur ókeypis, enginn verður
rukkaður fyrir tjaldstæði né annað
í tengslum við mótið. Þannig hefur
það verið á landsmótum og þannig
verður það. „Tekjumöguleikarnir
eru í raun takmarkaðir. Við erum
með mjög góð fyrirtæki sem
styrkja okkur veglega og síðan eru
það þátttökugjald keppenda. Hér
kostar ekkert inn á svæðið, tjald-
stæðin eru frí og ekkert kostar á
kvöldvökurnar og annað sem við
erum með í tengslum við mótið,“
segir Ómar Bragi sem telur að það
kosti um 30 milljónir að halda mót-
ið, bara framkvæmdin sjálf.
„Það kom mér einna helst á
óvart hversu gríðarlega mikið
þetta er allt saman. Það má segja
að landsmótið sé í raun tæplega
þrjátíu aðskilin íþróttamót. Hér er
keppt í það mörgum greinum og
hver grein er með sinn sviðsstjóra
sem sér um viðkomandi grein og
alla framkvæmd við hana. Þannig
að í raun erum við að halda rosa-
lega mörg mót.“
Svona mót verður ekki haldið án
stuðnings almennings á viðkom-
andi stað því það þarf margar
hendur til að mótið fari vel fram.
„Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa
komið að undirbúningnum en síð-
ustu daga hefur streymt hingað
fólk sem vill aðstoða okkur og það
er virkilega gaman að finna hversu
jákvætt fólkið hérna er,“ segir
framkvæmdastjórinn og leggur
áherslu á að á Sauðárkróki ríki
hinn sanni ungmennafélagsandi
þar sem gleði og skemmtun ráði
ríkjum í bland við hæfilega keppni
innan vallar.
En þeir Sauðkrækingar verða
meira í sviðsljósinu í sumar því
átján dögum eftir að landsmótinu
lýkur verður annað landsmót á
Króknum, unglingalandsmótið og í
millitíðinni verður leikinn einn rið-
ill á Norðurlandamóti kvenna, 21
ára og yngri. Það er því nóg að ger-
ast á Króknum í sumar.
Fréttaskýring | 24. Landsmót ungmenna-
félaganna hefst í dag á Sauðárkróki
Skín við sólu
Skagafjörður
Heimamenn tilbúnir að taka vel á móti
tólf til tuttugu þúsund gestum
Ómar Bragi Stefánsson
Ungmennafélagsandinn að
vanda í hávegum hafður
Útimót eins og Landsmót
UMFÍ hefur mikla þýðingu fyrir
það bæjarfélag sem heldur það
hverju sinni. Bæjarbúar vinna
ómælt starf í sjálfboðavinnu til
að fegra bæinn áður en gestir
flykkjast að. Ekki minnkar starf-
ið þegar mótið sjálft hefst því um
400 sjálfboðaliðar verða við störf
um helgina. Glæsileg aðstaða
bíður íþróttafólksins og gesta, en
þegar öllu er á botninn hvolft þá
veltur framkvæmd móts sem
þessa mikið á veðrinu.
skuli@mbl.is
NÝSKÖPUNAREINTAKIÐ af Elí
2000 plóg, olíu- og hreinsunar- og
slökkvitæki, var prófað við olíu-
miðstöð olíufélaganna við Örfirisey
í gærmorgun og aðstoðaði Slökkvi-
lið Reykjavíkur Elí ehf. við prufu-
keyrsluna. Þetta nýsköpunarverk-
efni hefur fengið styrki, bæði frá
fjárlaganefnd Alþingis og IMPRU.
Að sögn Auðuns Snævars Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra Elí ehf.,
tókst prófunin vel og allt virðist
lofa mjög góðu.
Á við stærstu slökkvibíla
„Þessi plógur hefur tvíþætt hlut-
verk, þ.e hreinsun á olíubrák og svo
erum við nú að athuga með slökkvi-
liðinu hvort við getum ekki einnig
notað hann sem dælu í stórbrunum.
Aukaáhrifin sem sagt þessi að hann
getur virkað sem brunadæla eins
og í skógareldum, stórbrunum þar
sem þarf að koma einhverju tæki að
vatni eða sjó sem hefur afköst eins
og stór og mikill slökkvibíll. Dæl-
urnar eiga að afkasta næstum jafn-
mikið og stærsti slökkvibíllinn í
Reykjavík.“
Við olíuhreinsun byggist tæknin
á því að Elí Plógnum er stungið
undir olíumengaða yfirborðið og
samspil dælna, stúts og lögunar
Plógsins myndar hvirfil og yf-
irborðið sogast niður og í gegnum
Plóginn í móttakara sem getur ver-
ið tankbíll, skip, belgir o.fl. Auðunn
segir að olíumengunar-viðbragðs-
risinn OSRL í Southampton, sem sé
stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í
heiminum, hafi óskað eftir að fá
fyrsta eintakið af Elí 2000 til ít-
arlegra prófana. Plógurinn fari
þangað í byrjun ágúst þar sem olíu-
hreinsunarþátturinn verði athug-
aður og prófaður enda hafi þeir
sértanka til þess.
Prófanir á Elí-plógnum við olíumiðstöðina við Örfirisey
Morgunblaðið/Eggert
Verkar sem brunadæla og
olíuhreinsunartæki í senn
FJÖLBRAUTASKÓLI Norður-
lands vestra á Sauðárkróki, FNV,
hefur ákveðið að halda áfram með
nýtt námsmatskerfi, stundum nefnt
lotukerfi, sem tekið var upp um síð-
ustu áramót. Jón F. Hjartarson
skólameistari segir kerfið hafa
reynst ágætlega, nemendur séu
ánægðir en gera þurfi á því nokkrar
endurbætur. Til þess fékk skólinn
nýlega styrk úr þróunarsjóði.
FNV var fyrstur framhaldsskóla
til að taka þetta kerfi upp hér á landi,
sem er að nokkru leyti að finnskri
fyrirmynd. Nýja kerfið felur í sér að
nemendur gangast undir próf á
miðri önn og standist þeir þau taka
þeir fyrir í lok annarinnar aðeins
helming námsefnisins. Þeir sem falla
taka hins vegar allan áfangann fyrir.
Jón segir markmið þessa fyrirkomu-
lags að auka námsástundun nem-
enda, bæta árangur þeirra í námi og
draga úr brottfalli. Í könnun meðal
nemenda FNV í lok vorannar kom
fram að 64% svarenda töldu lotu-
kerfið vera frábært eða ágætt, 22%
voru hlutlaus, 8% töldu það frekar
slakt og 6% mjög lélegt. Jón segist
vera ánægður með þessar niðurstöð-
ur en telur að bæta megi kerfið enn.
„Kennarar finna fyrir aukinni
vinnu vegna innleiðingar þessa nýja
kerfis, einkum vegna endurskipu-
lagningar á verkefnavinnu nemenda,
en telja áhugavert að þróa kerfið
áfram. Allt þróunarstarf gefur okkur
starfsfólkinu tækifæri til að sjá hlut-
ina í nýju ljósi og sækja enn frekar
fram. Heildarniðurstaðan er augljós-
lega jákvæð og lofar góðu um fram-
haldið með jákvæðum nemendum og
kennurum.“
FNV fær styrk til að þróa
áfram nýtt námsmatskerfi
ÞAR sem Sigmund Jóhannsson
teiknari verður í fríi næstu vik-
urnar munu teikningar hans
ekki birtast í blaðinu um sinn.
Sigmund gerir ráð fyrir að
snúa aftur eftir nokkrar vikur.
Sigmund í fríi