Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 14
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sækja um Setberg | Fjórir sóttu um embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn. Starfið er veitt frá 1. september. Umsækjendur eru: Séra Elínborg Sturludóttir settur prestur í Setbergs- prestakalli, Ingólfur Hartvigsson guðfræð- ingur, Sigríður Rún Tryggvadóttir guð- fræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur Það er vígslubiskup Skálholtsumdæmis sem boðar valnefnd prestakallsins saman en í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakall- inu, auk vígslubiskups. Kirkjumálaráð- herra skipar í embættið til fimm ára sam- kvæmt niðurstöðu valnefndar, sé hún einróma, að því er fram kemur á vef þjóð- kirkjunnar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ólafur Stefánssonrifjaði upp gamlavísu, sem á vel við á dögum mikillar skák- vakningar hér á landi: Fallega spillir frillan skollans öllu. Frúin sú sem þú ert nú að snúa heiman laumast hrum með slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka. Riddari studdur reiddist lyddu hræddri, réði vaða með ógeði að peði, biskups háskinn blöskraði nískum húska, í bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki. Látra-Björg orti undir sama hætti um bolakálf- inn sinn og afhjúpaði þar sitt viðkvæma hjarta sem alla jafna var vel falið: Boli alinn baulu talar máli bitru, heitir Litur nautið hvíta, syngur, á engjar ungur sprangar löngum, undan stundum skundar sprund til grundar. Í gufukofa kræfur sofið hefur, kul í þolir svala bælaskolinn. Uxann vaxinn exin loksins saxar, ýtar nýtir éta ket í vetur. Frillan spillir pebl@mbl.is HVALFJÖRÐUR hefur orðið eftirsóttara svæði til náttúruskoðunar eftir að umferðin á þjóðveginum minnkaði með tilkomu Hvalfjarðarganga. Það nýta kjakræðarar sér eins og aðrir og oft sjást bátar þar á ferð. Gamla herskipahöfnin í Hvítanesi er meðal þeirra staða sem áhuga vekja, róandi jafnt sem ak- andi ferðafólks. Hópur kajakfólks var þar á ferð á dögunum á eigin bátum og bátum sem leigðir voru í Hvammsvík. Fólkið reri inn undir bryggjuna og skoðaði hana frá ýmsum sjónarhornum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skoða herskipabryggjuna Útivist HÁTÍÐ Leifs Eiríkssonar, Leifshátíð, verður haldin á fæðingarstað Leifs heppna á Eiríksstöðum í Haukadal dag- ana 9. til 11. júlí. Um er að ræða fjöl- skylduhátíð með fræðslu og ýmiss konar afþreyingu. Hátíðin hefst á morgun kl. 17 með því að víkingar koma sér fyrir í víkingabúðum og verður hátíðin sett um kvöldið af Höllu Steinólfsdóttur, Ytri- Fagradal. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Á svæðinu verða víkingar að störfum við handverk, myntslátt, járnsmíði, út- skurð og fleira verður um að vera. Einn- ig verða þeir með forna leiki, spil og þrautir, lesa í rúnir og við eldunarstörf. Handverk verður til sölu og eldað að víkingasið. Stoppleikhópurinn sýnir leik- ritið Landnám Íslands og fleira verður á dagskrá. Víkingar að störfum á Ei- ríksstöðum SAMÞYKKT hefur verið í bæjarráði Vest- mannaeyja að ganga til samninga við Eign- arhaldsfélagið Fasteign hf. um sölu á hluta af fasteignum bæjarins, fyrir allt að 1,2 milljarða kr. Hluti af söluverðinu verður notaður til kaupa á hlutabréfum í Fasteign. Vestmannaeyjabær mun selja Barnaskól- ann, Hamarsskóla, þrjú félagsheimili, Safnahús og Listaskóla. Söluverð þessara eigna er um milljarður, að því er fram kem- ur í bókun fulltrúa minnihlutans, sem segir að eftir eigi að koma í ljós hvað selt verður til viðbótar. Bærinn leigir þessar eignir af Fasteign til þrjátíu ára. Leigugjaldið verður um 107 milljónir kr. á ári. Fulltrúar meiri- hlutans í bæjarstjórn stóðu að samþykkt- inni en fulltrúi minnihlutans var á móti. Vildi hann fremur láta kanna kosti og galla þess að Vestmannaeyjabær stofni eigið fast- eignafélag, eins og fleiri hafa gert. Fram kemur í greinargerð það mat meiri- hlutans að hagsmunum bæjarins sé betur komið með þátttöku í stórri rekstrarein- ingu, líkt og verið er að skapa með Fasteign sem fleiri sveitarfélög standa að, heldur en að hann standi sjálfur í fasteignarekstri. Fram kemur að það fé sem losnar verður meðal annars notað til að greiða niður óhag- stæð lán sem eru íþyngjandi fyrir rekstur bæjarsjóðs. Þá verði gengið í viðhald þeirra eigna sem félagið kaupir. Selur fast- eignir fyrir 1,2 milljarða Vestmannaeyjabær ger- ist aðili að Fasteign hf. ♦♦♦ „AÐ vera upp til fjalla og sjá eyrarrós á áreyrum er nokkuð sem ekki gleymist. Rauðar brosandi breiður eru töfrandi, kannski ekki síst sakir þess að sjá hve harðgert þetta blóm er og dafnar vel við hrjóstrug skilyrði,“ segir Sigrún Pálsdóttir, húsmóðir og blómaræktandi á Hvolsvelli. Sigrún minnist þess úr æsku sinni í Fljótshlíð eyrarrósar sem óx í rétt- um sveitarinnar. „Þangað fórum við systkinin gjarnan og tíndum eyr- arrós í vendi. Fórum síðan með heim og puntuðum bæinn með. Slíkt varð heldur betur til að lífga upp á heim- ilið, rétt einsog falleg blóm gera allt- af.“ Á síðasta ári var Sigrún með eig- inmanni sínum á ferð á Steingríms- fjarðarheiði þar sem þau tóku upp hnaus af eyrarrós og fluttu með sér að sumarbústað þeirra í Fljótshlíð- inni. „Þar eru öll gróðurskilyrði mun mildari en samt dafnar rósin ekki jafn vel og á vestfirsku heiðinni. Seigla eyrarrósar er því nokkuð sem maður dáist stórkostlega að.“ Brosandi breiður. „Dáist að seiglunni,“ segir Sigrún Pálsdóttir Töfrandi eyrarrós Sigrún Pálsdóttir á Hvolsvelli. EYRARRÓSIN er vestræn teg- und. Hún vex víða í norðanverðri Norður-Ameríku og á Grænlandi. Ísland er hins vegar eina landið þar sem hún vex villt í Evrópu. Hér á landi finnst hún víða, bæði á hálendi og láglendi þar sem hún myndar oft stórar breiður við áreyrar auk þess sem hún finnst einnig í árgljúfrum og skriðum til fjalla. Blómin eru stór, fjórdeild með breiðum, bleikum krónublöð- um og mjóum dökkbleikum bikarblöðum sem gægjast á milli krónublaðanna. Blöðin eru tiltölulega þykk og gúmmíkennd með sérkennilega blágrænum lit. Eyrarrósin blómgast í júlí. Heimild: Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II. Örn og Örlygur, Reykjavík. 306 bls. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Eyrarrós (Epilobium latifolium) af eyrarrósarætt Ein með öllu | Búnaðarsamtök Vesturlands aug- lýsa í fréttabréfi sínu eftir þátttak- endum í magn- innkaupum á fána- stöngum, ljósastaurum, hlið- grindum og rista- hliðum. Keyptar verða fánastangir úr áli eða glassfíb- er og fylgir sökkull í báðum tilvikum. Stangirnar verða sex metra háar og hægt verður að kaupa eina með öllu, og fylgir þá fáni, band og festingar fyrir undirstöður.       Hátíð hrútavina | Bryggjuhátíð verður haldin á Stokkseyri um helgina. Á föstudag kl. 21 opnar Árni Johnsen sýningu sína „Grjótið í Grundarfirði“ á Stokkseyr- arbryggju og stjórnar bryggjusöng við varðeld í fjörunni. Veittar verða orður og fleira. Á laugardag verður kappróður og sand- kastalakeppni fjölskyldunnar í fjörunni. Grillveisla verður við Shellskálann síðdegis og bryggjutónleikar hefjast kl. 22 og verð- launaveitingar hrútavinafélagsins fyrir af- rek dagsins. Á sunnudag verður hópreið hestamanna um Stokkseyri og söguferð um þorpið undir leiðsögn Grétars Zophanías- sonar. Öll söfn, sýningar, afþreying og veitinga- staðir við suðurströndina verða opin. Gjaldfrí tjaldstæði eru á Stokkseyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.