Morgunblaðið - 08.07.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 08.07.2004, Síða 44
ÞAÐ ER ákaflega alvarlegt að málum skuli vera svo háttað hjá þjóð sem er vel upplýst og kurteis alla jafna að 25 manns látist að meðaltali í umferðar- slysum á ári hverju, 3.400 slasist og þar af um 700 varanlega. Leita þarf nýrra leiða til þess að fækka slysum og ein þeirra leiða gæti verið sú að setja tölvukubba í bíla og auka þannig eft- irlit með akstri manna. Þetta kom fram í máli Böðvars Bragasonar lögreglustjóra á fundi þar sem ársskýrsla embættisins fyrir árið 2003 var kynnt. „Mér finnst umræða um þessi mál allt of lítil og við erum að streitast við sömu hlutina árum eða áratugum saman varðandi eitthvað sem við telj- um að eigi að bæta umferðina en gerir það bara ekki.“ Böðvar sagði ástæðu til að athuga hvort ekki mætti nýta tæknina enn frekar en gert er til þess að stemma stigu við slysum. „Ég vil gera tillögu um að fjölga mjög eftirlitsmyndavélum í borginni, ná niður hraðanum í gegnum þá hluti og ég vil líka að það verði settur upp starfshópur til að kanna með hvaða hætti tæknin geti komið til varðandi bifreiðirnar sjálfar og ég er með þá hugmynd, sem er vel framkvæmanleg, að setja tölvukubb í hvern einasta bíl. Ef það ástand væri komið gæti lög- reglan stöðvað bifreið og tengt kubb- inn við sínar eigin tölvur og séð akst- urslag bifreiðarinnar bæði þann dag sem athugaður er og líka það sem áður hefur gengið á.“ Böðvar sagðist telja ástæðu til þess að reyna ný vinnubrögð því þau gömlu hefðu ekki sýnt nógan árangur. Tölvukubbur í hvern bíl? Lögreglustjórinn í Reykjavík vill reyna ný vinnubrögð í forvörnum  Um 11% færri/6 TÆKNILEGA er ekkert því til fyrirstöðu að setja tölvukubba í bifreiðir þannig að hægt sé að fylgjast með aksturslagi ökumanna. Fyrirtækið ND á Íslandi ehf. hefur til að mynda þróað þráðlausan ökurita, SAGA, sem nú þegar er í notkun í 70 bifreiðum fyrirtækja hér á landi, til viðbótar við þá 230 ökurita sem ekki hafa þráðlausa tengingu. Möguleikar eru fjölmargir, t.d. er hægt að nota hann til að fylgjast með ökulagi ökumanna. Í þessu sambandi má nefna að Íslandspóstur hefur verið með ökuritann í notkun frá því í október 2001 og minnkaði heildartjónatíðni um 43%, tjónakostn- aður um 56% og 51% fækkun varð á tjónum þar sem ökutæki Íslandspósts voru í órétti á árinu 2002 frá árinu áður. Ökuriti fylgist með ökulagi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Forsýning var á söngleiknum Hárinu í Austurbæ í gærkvöldi við góðar undirtektir. Húsfyllir var á sýningunni og klöppuðu áhorfendur eftir hvert söng- atriði. Söngleikurinn hefur áður verið sýndur á Íslandi við miklar vinsældir, síðast árið 1994, en boðskapurinn er ætíð sá sami – friður, ást og hamingja. Morgunblaðið/ÞÖK Friður, ást og hamingja í Hárinu Frumvörp- in í allsherj- arnefnd BJARNI Bene- diktsson, formað- ur allsherjar- nefndar Alþingis, segir að nefndin muni hittast fyrir hádegi í dag, en á dagskrá eru fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar og frumvarp stjórnarandstöð- unnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Báðum þessum frumvörpum var vísað til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Óvíst er hvenær hægt verður að taka frum- vörpin til annarrar umræðu. Bjarni segir að frumvarp ríkis- stjórnarinnar verði kynnt nánar á fundi nefndarinnar í dag. Síðan verði framhaldið rætt, m.a. hvaða umsagnaraðila nefndarmenn hafi áhuga á að fá til að fjalla um frum- varpið. Hann segir aðspurður ómögulegt að segja til um það hvað málin verði lengi í nefndinni og hve- nær þau komi til annarrar umræðu. Það verði þó að minnsta kosti ekki í þessari viku.  Alþingi/10 Bjarni Benediktsson Lokaskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa um flugslys í Hvalfirði Undirbúningur ekki réttur Í skýrslunni kemur fram að flugmennirnir höfðu ekki aflað sér veðurupplýsinga fyrir brott- för frá Reykjavík eins og verklagsreglur Flug- skóla Íslands kveða á um að gert sé við undirbún- ing fyrir yfirlandsflug. Flugneminn hafði auk þess litla reynslu af yfirlandsflugi og hefði undirbún- ingur flugsins því mátt vera betur ígrundaður að mati rannsóknarnefndarinnar. Eftir lendingu á Stóra-Kroppi ákváðu flugmennirnir að bíða af sér veðrið og lögðu af stað til Reykjavíkur rétt fyrir níu þegar myrkur var skollið á. Flugkennarinn lagði ekki inn flugáætlun og aflaði ekki veðurupp- lýsinga áður en hann lagði af stað. Á leiðinni til Reykjavíkur var mikill éljagangur og ekki mögulegt að komast til Reykjavíkur. Flug- kennarinn taldi of seint að snúa við og lenda aftur á Stóra-Kroppi sökum myrkurs en vélin var skráð til takmarkaðs næturflugs og hefði ekki átt að fljúga í slíku myrkri, að mati nefndarinnar. Átti að leita aðstoðar Rannsóknarnefndin segir að þegar ljóst var í hvað stefndi hefði flugkennarinn átt að leita að- stoðar flugumferðarstjórnar eða hjá nálægum flugvélum. Nefndin telur að vel hert þriggja punkta öryggisbelti hafi bjargað þeim frá frekari meiðslum. Nefndin beinir því til Flugmálastjórnar Íslands að hún bæti aðbúnað á flugvellinum á Stóra-Kroppi og merki óskráða flugvelli inn á sjónflugsflugkort. UNDIRBÚNINGUR fyrir flug vélarinnar TF- FTR hinn 28. mars í fyrra, sem endaði með brot- lendingu við bæinn Eystra-Miðfell í Hvalfjarðar- sveit, var ekki í samræmi við verklagsreglur Flug- skóla Íslands og hefði átt að vera betri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsókn- arnefndar flugslysa, RNF, um slysið. Tveir menn voru í vélinni þegar hún brotlenti um klukkan 21:30, flugkennari og nemandi, og komust þeir báðir lífs af. Lögðu þeir frá Reykjavík klukkan 18:15 og til stóð að fljúga til Hellu og aftur til baka. Fljótlega eftir flugtak fór veður versnandi og flug- kennarinn ákvað að reyna að snúa vélinni aftur til Reykjavíkur en það reyndist ekki mögulegt vegna veðurs. Í staðinn flugu þeir að Stóra-Kroppi. „HANN hefur það sem þarf til að bera, mikinn metnað og keppn- isskap og dálitla þolinmæði,“ sagði Ásgeir Guðbjartsson, hinn lands- kunni aflaskipstjóri, oft nefndur Geiri á Guggunni, um dótturson sinn Ásgeir Pálsson, skipstjóra á frystitogaranum Normu Mary, þeg- ar skipið kom til hafnar í Reykjavík í gær með fullfermi. Sá síðarnefndi reri til margra ára með afa sínum á Guðbjörgu ÍS og segist hafa lært mikið af honum og Guðbjarti frænda sínum, syni Ásgeirs. „Þar lærði ég allt sem ég kann, enda eru þeir fyrirmyndirnar, þeir afi og Guðbjartur, og reyndust mér óskaplega vel.“ Norma Mary kom til hafnar í gær með um 360 tonn af grálúðu- afurðum en aflinn fékkst við Aust- ur-Grænland. Ásgeir sagði veið- arnar hafa gengið vel. „Þetta er ágætur túr en ég er hræddur um að afa hefði ekki þótt þetta beysinn afli á sínum tíma,“ sagði aflaskip- stjórinn ungi. Fiskinn eins og afinn Morgunblaðið/Eggert Fyrrverandi og núverandi aflaskip- stjórar, Ásgeir Guðbjartsson og dóttursonurinn Ásgeir Pálsson.  Aflasæld/C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.