Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
mannréttindabaráttu fatlaðra, ekki
síst gagnvart þeim einstaklingum
sem til þeirra leituðu á barmi örvænt-
ingar. Með lífi sínu og starfi var
Rabbi ungu fólki í okkar röðum ómet-
anleg fyrirmynd um að lífið er þess
virði að því sé lifað – að hægt er að lifa
innihaldsríku lífi þótt fötlunin sé mik-
il og dauðinn í stöðugu sjónmáli. Slíkt
fordæmi verður seint fullþakkað.
Garðar Sverrisson,
formaður ÖBÍ.
Fallinn er frá Rafn Jónsson tónlist-
armaður, eða Rabbi. Ég man fyrst
eftir honum á bakvið trommusettið
þegar ég var púki á Ísafirði og hann
vakti aðdáun mína strax þá. Þegar ég
var kominn á unglingsár kynntumst
við svo persónulega og sú vinátta hef-
ur varað alla tíð síðan.
Tónlistin var líf og yndi Rabba og
áhrif hans á því sviði voru mikil og
hafa sennilega ekki enn að fullu kom-
ið í ljós. Hann ól okkur púkana upp
tónlistarlega með því að halda að okk-
ur framsækinni tónlist en hann af-
greiddi í mörg ár í hljómplötuversl-
unum á Ísafirði. Það eiga margir
honum það að þakka að hafa sæmi-
legan tónlistarsmekk.
Rabbi hafði þann eiginleika að laða
að sér fólk. Í tónlistarlífinu unnu
margir af bestu hljóðfæraleikurum
og söngvurum landsins með honum í
fjölmörgum hljómsveitum. Á mínum
unglingsárum var hann trommari í
Ýr sem var örugglega ein besta
hljómsveit landsins á þeim tíma.
Þótt Rabbi hafi komið víða við í
tónlistinni verður hans sennilega
lengst af minnst fyrir forystuhlut-
verk sitt í hljómsveitinni Grafík. Í
gegnum tíðina urðu miklar manna-
breytingar í Grafík, en kjarninn var
alltaf sá sami; Rabbi og Rúnar Þór-
isson gítarleikari. Grafík var í raun
miklu meira en hljómsveit. Hún var
líka skóli eða tónlistarsmiðja þar sem
fagmennskan réð ríkjum. Rabbi átti
hvað stærstan þátt í að draga fram
það besta í fjölmörgum samstarfs-
mönnum sínum eins og Helga
Björns, Andreu Gylfa og mörgum
öðrum.
Fjölskylda Rabba og vinir hafa
misst einstaklega góðan og vandaðan
dreng langt fyrir aldur fram. Félagar
hans í MND-félaginu hafa líka horft á
eftir einlægum baráttumanni. Ís-
lenskt tónlistarlíf hefur líka misst
einn af sínum bestu sonum. Hann
skilur hins vegar eftir sig mikinn arf
bæði í eigin verkum og þeim verkum
sem hann gaf út með öðrum af mikilli
framsýni. Við sem eftir lifum og kom-
andi kynslóðir munu því njóta verka
hans um ókomna tíð.
Um leið og ég þakka fyrir að hafa
fengið að þekkja Rabba og njóta list-
ar hans votta ég fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð. Hann var ljúfmenni.
Heimir Már Pétursson.
Jæja Rabbi minn.
Leikurinn er búinn eftir marg-
framlengdan leik. Við töpuðum, en þú
áttir magnaðan leik. Þú sóttir og
varðist allan tímann og dómarinn gat
ekki annað en að dáðst að tilburðum
þínum eins og andstæðingurinn og
áhorfendur. Nú er fólk að tínast úr
húsinu og ég get ekki annað en gefið
þér hæstu einkunn fyrir leikinn og í
lok leiks vel ég þig mikilvægasta
mann leiksins. Svona hefði þetta
komið frá mér eftir magnaðan körfu-
boltaleik, Rabbi minn. Og ég hika
ekki við að líkja baráttu þinni við hinn
illræmda MND sjúkdóm við erfiðan
leik í körfu. Við minntust á það
nokkrum sinnum og já Rabbi, þú
kunnir að berjast bæði innan vallar
sem utan.
Ég man eftir þeim stórkostlega
viðburði fyrir sjö árum síðan þegar að
við sátum í Laugardagshöll á bikar-
úrslitaleik KKÍ og músíkin þín byrj-
aði að hljóma fyrir framan tæplega
fjögurþúsund manns, þar af um rúm-
lega tvö þúsund Vestfirðingar. Rétt
fyrir leik byrjaði trommusláttur og
svo komu yfir eitt hundrað sekkja-
pípuleikarar inn í lagið sem þú mix-
aðir og í endann kom KFÍ lagið sem
þú samdir. Þá grétum við eins og
börn og vorum sammála um að sama
væri hvernig úrslit leiksins yrðu þá
væri þetta fullnaðarsigur. Enda í
fyrsta skipti sem svo margir Vestfirð-
ingar voru samankomnir til að horfa
á leik og skemmta sér saman.
Þetta er bara ein af fjölmörgum
minningum sem ég á með þér. En
núna þá er ég að reyna að syrgja þig,
elsku vinur, en þú sást til þess að mér
gæfist ekki tími til þess alveg strax
með því að láta mig skipuleggja tón-
leikana þína með Grafík. Alveg týp-
ískur Rabbi. Ég mun ávallt minnast
þín með bros á vör enda við báðir
mikið í því að grínast hvor í öðrum.
Ég mun minnast þín með virðingu og
þakklæti fyrir að gera líf mitt betra.
Það er heiður að eiga svona vin.
Eiginkonu Rabba, börnum, svo og
öðrum ástvinum, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Rabbi minn, þetta segi ég til þín.
„Af hverju getur maður ekki verið
stoltur, ef ekki af vinum sínum?“
Guðjón M. Þorsteinsson.
formaður KFÍ.
Kveðja frá Félagi tónskálda
og textahöfunda
Rabbi sat um árabil í stjórn Félags
tónskálda og textahöfunda og það gat
ekki farið framhjá nokkrum manni að
góða eiginleika var svo sannarlega að
finna í fari þess ágæta manns. Það
sem hann hafði til málanna að leggja
tók ávallt mið af réttlæti, djúpstæð-
um skilningi og hann kunni að fylgja
máli sínu eftir af yfirvegaðri festu.
Það var sama þótt orð hans fengju
mótmæli, alltaf var seiglan til staðar.
Hann sótti málin einfaldlega af slíkri
festu að hann fékk þeim framgengt
um leið og menn áttuðu sig á ágæti
hugmyndanna.
Sama festan var í orðum hans þeg-
ar hann sagði félögum sínum að hann
bæri þann sjúkdóm sem núna er
hættur að hrjá hann.
Það er einstakt að fá að starfa með
svo töfrandi manni, félaga sem með
festu í fasi tekur hverjum degi sem
hinni fegurstu gjöf, lætur þjáningu
og hömlur ekki aftra sér, er ávallt
tilbúinn að hjálpa, gefur öðrum fagra
hugsun og leiðarljós sem ekki er
hægt að slökkva.
Að vera fyrirmynd er eitt, að vera
fögur fyrirmynd er annað og meira,
en með starfi sínu og krafti náði
Rabbi að sýna okkur hinum hversu
vel er hægt að vinna ef vilji og ærlegt
innræti eru til staðar.
Þegar hugsað er um persónuna
sem geymdi alla þessa töfra og gaf
svo mikið af visku og hlýju til sam-
ferðamanna sinna, með því einu að
vera til, þá er einsog þessi fagra per-
sóna nánast skyggi á ferilinn, feli
listaverkin og þau störf sem unnin
voru. Maður gleymir listaverkunum
sjálfum þegar persónan er jafn
merkileg og hann Rabbi Jóns.
Staðreyndin er nú engu að síður sú
að hann var stórkostlegur listamað-
ur. Við sem unnum með honum í list-
inni og að félagsmálum í Félagi tón-
skálda og textahöfunda vitum að
Rabbi var einn af þeim máttarstólp-
um sem við gátum treyst í leik og
starfi, hvar sem var og hvenær sem
var. Fyrirmyndin, ferillinn og lista-
verkin munu verða okkur hinum
veganesti um ókomin ár.
Á meðan Rabbi átti þess nokkurn
kost mætti hann á fundi og tók þátt í
störfum í þágu félaga sinna, ýtti hug-
myndum af stað og ræddi réttlætis-
mál höfunda, alltaf tilbúinn að hugsa
aðeins lengra. Hann bar hag ís-
lenskra tónlistarmanna fyrir brjósti,
þoldi illa þann endalausa áróður sem
menn hafa haldið á lofti um yfirburði
útlenskrar tónlistar. Hann sætti sig
aldrei við það hvernig útvarpsfólk
hefur gegnum tíðina hampað örfáum
einstaklingum á kostnað fjöldans.
Hann hélt því fram að íslensk tónlist
ætti að eiga forgang í íslensku út-
varpi.
Rabbi var fyrir nokkrum vikum
búinn að hafa orð á því að ekki ætti
hann langt eftir ólifað. Og þegar
dauðastundin nálgaðist gladdist hann
og fagnaði því að fara yfir móðuna
miklu.
Festan og æðruleysið fylgdu hon-
um hvert fótmál.
Félag tónskálda og textahöfunda
kveður í dag mann sem var til sóma í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur.
Með Rabba er fallinn drengur góður,
en verk hans munu að eilífu lifa.
Maðurinn með fallegu gráu augun
er farinn – í ferðalag. Andartaks-
ferðalag.
Hve löng er eilífðin, það veit eng-
inn. Slíkar hugsanir bærðust í huga
okkar er við fengum símtalið um frá-
fall Rabba – örfáum metrum áður en
við duttum út úr símasambandi á há-
lendinu.
Að leggja af stað í ferðalag inn í
fjöllin og þögnina á eftir svona frétt-
um, það er í rauninni ekki slæmt.
Hafi maður einhvern tímann hugsað
lífið sem ferðalag, þá var það þá.
Þegar við vorum að kynnast á Ísa-
firði um árið var þar mikill taktur. Og
sá sem hélt um kjuðana og leiddi
taktinn var hann Rabbi.
Og klíkan þarna var sko með al-
vöru tónlistarsmekk – ekkert
„middle of the road“-kjaftæði þar.
Enda vann Rabbi í plötubúðinni á
staðnum og sá um að panta inn tón-
listina, oft beint að utan og nánast
vestur að Snæfjallaströnd. Takturinn
hefur síðan verið sleginn af þvílíkum
krafti að í fjöllum hefur dunið og eng-
inn hefur verið ósnortinn af mögn-
uðum persónuleika.
Kæri félagi og lærimeistari, takk
fyrir allt, allt, allt. Eða eins og við
sögðum saman í Himnalaginu á
Stansað, dansað og öskrað:
Hann dansar vindurinn
við lífið leikur sér
þar fýkur lítið blóm
með krónu móti sól
og mold í hjartanu
er rifið upp með rót.
Það er allt í himnalagi.
Eilífðin er til.
Það var klassi yfir honum Rabba,
djúp undiralda og viljinn meitlaður
eins og vestfirsku fjöllin. Sannkallað-
ur höfðingi er fallinn frá.
Elsku Dedda, þú fíngerða kjarna-
blóm, þú hefur misst mikið en einnig
átt hlutdeild í mikilli sköpun sem er
öll fallega tónlistin hans Rabba og
börnin ykkar fallegu og hæfileika-
ríku.
Elsku Helga Rakel, Egill Örn,
Ragnar Sólberg og Rafn Ingi. Minn-
ingin um góðan föður deyr aldrei.
Vilborg og Helgi.
Það var í júlímánuði fyrir 28 árum
að tveir ungir menn gengu saman of-
an úr Holtunum niður á Hlemm og
áfram niður Laugaveginn. Ferð
þeirra var heitið niður í Templara-
sund en ferðalagið varð í raun og veru
miklu lengra og markaði upphafið að
nýju tímabili. Eitt lítið andartak sem
varð svo eftirminnilegt.
Þarna var ég að kynnast Rafni
Jónssyni sem strax reyndist hafa
mikinn mann að geyma, opinn, víð-
sýnan og gefandi. Á þessari göngu
hófst vinátta sem hélst æ síðan.
Skömmu síðar bauð Rabbi mér vest-
ur á Ísafjörð til að leika með sér í
hljómsveitinni Ýr. Ég man eins og
gerst hefði í gær þegar hann sótti mig
út á flugvöll á Ísafirði um páska 1977.
Við ókum inn í bæinn fullir eftirvænt-
ingar, það voru spennandi tímar
framundan og andrúmsloftið ein-
hvern veginn svo magnað. Allt var
hvítt og sólargeislarnir sindruðu í
snjónum. Það var gott veður fyrir
vestan, eins og Rabbi átti oft eftir að
segja, og hann var stoltur af heima-
högum sínum enda urðu þeir honum
síðar að yrkisefni. Mér er það sér-
staklega minnisstætt er að við sátum
löngum stundum í herberginu í
Fjarðarstrætinu, hlustuðum og
krufðum tónlist til mergjar. Út um
herbergisgluggann blasti Snæfjalla-
ströndin við og neðan við hann lömdu
öldur Djúpsins fjörusteinana. Við
gleymdum okkur algjörlega og viss-
um þá ekki fyrr en langt var liðið á
nótt og við svo gott sem búnir að
missa af ballinu í Hnífsdal þau kvöld
sem við vorum ekki sjálfir að spila.
Með Rabba höfum við misst mikla
manneskju og góðan vin, mann sem
lagði mikið í sölurnar til þess að láta
drauma sína rætast. Hann sá iðulega
tækifæri þar sem aðrir komu ekki
auga á þau við fyrstu sýn. Hann var
maður sátta og samlyndis, ekki átaka
og yfirgangs, en var samt fastur fyr-
ir. Hann var vel að sér á mörgum
sviðum, stálminnugur og hafði yndi af
samræðum. Þær eru ógleymanlegar
stundirnar sem við áttum innileg
samtöl þar sem ekkert var dregið
undan.
Samstarf okkar varð náið í mörg ár
og við sórumst í tónlistarlegt fóst-
bræðralag þegar emjandi strengur
féll að dynjandi snerilhöggi. Það var
þó ekki bara á tónlistarsviðinu sem
Rabbi reyndist örlagavaldur í lífi
mínu, hann hafði líka afdrifarík áhrif
á einkalíf mitt og okkar Örnu.
Rabbi auðgaði íslenskan tónlistar-
heim með ýmsum hætti. Þar fór
metnaðargjarn og leitandi hljóðfæra-
leikari og lagasmiður sem varð einn
besti trommuleikari landsins og skil-
ur eftir sig ríkulega arfleifð sem
margir fá að njóta.
Rabbi átti mjög auðvelt með að
umgangast fólk og varð því vina-
margur, laus við allan hégóma og allt
snobb og fór aldrei í manngreinarálit.
Hann naut þess að vera í góðum fé-
lagsskap. Ógleymanlegar eru skötu-
veislurnar á Norðurbrautinni á Þor-
láksmessu.
Æðruleysi var aðalsmerki Rabba
hvort heldur var í listinni að skapa,
elska og lifa eða í veikindum sínum og
þegar andlátið bar að. Hann var sátt-
ur við líf sitt og verk sín. Þær stundir
sem ég átti með honum lýsa skært í
minningunni, svo mörg lítil andartök
sem aldrei koma aftur en hafa tekið
sér bólfestu í huga og hjarta. Nú þeg-
ar ástkær vinur minn er kominn í
góða veðrið fyrir vestan má heyra
engil í fjarska syngja:
Ég vil springa út,
gráta í kyrrðina,
gára flötina,
hverfa inn í sólina,
svífa á vit andanna,
dansa inn í nóttina.
Elsku Dedda, Helga, Egill, Ragn-
ar, Rafn Ingi, Ragna, Óskar, Gísli og
Sóley, ég votta ykkur og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Megi almættið styrkja ykkur í anda
kærleika, vonar og trúar sem Rabbi
gaf svo ríkulega af.
Rúnar Þórisson.
Vinur okkar, Rafn Ragnar Jóns-
son, lést á sunnudagsmorgun eftir
langa og stranga baráttu við ólækn-
andi sjúkdóm.
Að okkar áliti er Rabbi sá dugleg-
asti maður sem við höfum kynnst og
það æðruleysi sem hann sýndi allt frá
því hann gerði sér grein fyrir örlög-
um sínum var ótrúlegt. Viðhorf hans
til lífsins, baráttuþrek og óeigingirni
voru þess eðlis að þau sem þekktu
Rabba og umgengust að staðaldri
verða aldrei söm aftur.
Við kynntumst Rabba árið 1985 við
stofnum Bítlavinafélagsins. Hann var
auðvitað frábær trommuleikari og
krafturinn mikill. Það spilaði enginn
eins og Rabbi. Eftir að véfréttin barst
Rafni og fjölskyldu árið 1987 færði
hann sig æ oftar í stól upptökustjór-
ans og bar ábyrgð á margri frumsmíð
ungs hæfileikafólks. Hann var meðal
annars upptökustjóri á fyrstu plötu
Nýdanskrar og aðstoðaði Botnleðju-
drengi við sín fyrstu spor.
Rafn gaf út helling af tónlist á eigin
kostnað og lét fjölbreytni ráða ríkj-
um. Sérstakt dálæti hafði hann á tón-
listarmönnum sem voru að stíga sín
fyrstu spor á þyrnum stráðri tónlist-
arbrautinni og eiga þeir honum
margt að þakka.
Súgandafjörður var fæðingastaður
Rabba og hann átti djúpar rætur fyr-
ir vestan og vélaði félaga sína oftar en
ekki til tónleika- eða dansleikjahalds
á Vestfjörðum. Hann var mjög stolt-
ur af uppruna sínum og mátti líka
vera það. Hann var af frábæru fólki
kominn og enginn skyldi vanmeta þá
ástúð og þann stuðning sem hans fjöl-
skylda, ættmenni og vinir sýndu hon-
um eftir að hann veiktist.
Mikil er sorg okkar allra sem
þekktum Rabba en auðvitað er
skarðið stærst á Norðurbrautinni en
þar kvaddi hann þennan heim að við-
stöddum sínum nánustu. Nú hefur
myndast tómarúm sem aldrei verður
fyllt en hægt verður að lifa með eftir
því sem árin líða.
Við teljum það mikil forréttindi og
ekki sjálfgefin að hafa fengið að
kynnast Rabba og Deddu, börnum
þeirra og nánustu aðstandendum.
Þetta eru sannkallaðar hetjur og við
biðjum æðri máttarvöld að að styrkja
þau í sorg sinni.
Jón og Sjöfn.
Það er komið að leiðarlokum eftir
langa og stranga ferð hjá Rafni
Ragnari Jónssyni. Á þeirri för hefur
hann kennt okkur samferðamönnun-
um margt um mannlega reisn, um
kjark og þor og óbilandi hugrekki
gagnvart óumflýjanlegum örlögum.
En þessir eiginleikar hans voru
kunnir áður en hann veiktist. Eitt
sinn vorum við Rabbi í Kaupmanna-
höfn að spila fyrir stúdenta á fyrsta
des.-hátíð. Þá lentum við í lífsreynslu,
sem seint gleymist og var af óhugn-
anlegri sortinni, þegar misindismenn
RAFN RAGNAR
JÓNSSON
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar