Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 32

Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk VÚHÚ!! ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA SATT PARTÝ!! ÞEGAR MAÐUR ER GARN ÞÁ ER ALLT SKEMMTILEGT ÞARNA SLEPTIR ÞÚ ÞÉR ALVEG! HA HA HA Lalli lánlausi ©LE LOMBARD Í GUÐANA BÆNUM LALLI! GA! SOFÐU RÓTT... GAAA! ÞETTA GENGUR EKKI.HANN SOFNAR EKKERT ÉG VEIT HVAÐ VIÐ GERUM AÐ ÉG HVAÐ?! VILTU AÐ HANN SOFNI EÐA HVAÐ? KRÓNUBLÖÐ TÚNFÍFILSINS ERU FULL AF SÁLDÆÐUM SEM FLYTJA NÆRINGAREFNI UM PLÖNTUNA... ÞETTA HEFUR ÞAU ÁHRIF AÐ STEINEFNI GETA... ÞETTA TÓKST ÉG VISSI AÐ UPPLESTUR GÆTI SVÆFT HANN HANN ER SÆTUR SOFANDI BINDIÐ! HANN NÁÐI Í BINDIÐ MÓBERG ÞARF ALLTAF SNUDDU TIL ÞESS AÐ SOFNA EKKI TOGA SVONA FAST! ÞÚ VEKUR HANN! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA NÚNA? SPRENGJUR DUNDU YFIR BOGINNI MEÐ MIKLUM HÁVAÐA framhald ... Dagbók Í dag er fimmtudagur 8. júlí, 190. dagur ársins 2004 Víkverji gerði sérferð vestur í Dala- sýslu helgina sem for- setakosningarnar fóru fram og heimsótti áð- ur óþekktar slóðir á Skarðsströnd og Fellsströnd. Margir bæir eru farnir í eyði á þessum slóðum en víða eru blómleg býli. Víkverja var boðið til stofu á einu þeirra, Innri-Fagradal, þar sem hann fékk kaffi og með því og vill hér með nota tækifærið og þakka þeim Sigurði og Erlu fyrir. Þannig háttaði til að Víkverji ásamt ferðafélaga sínum hafði auga- stað á Hafratindi, reisulegum tindi inn af Fagradal sem rís í 929 metra hæð yfir sjávarmáli. Á bænum spurði hann til vegar og fann sér síð- an tjaldstað í nágrenninu og hvíldi sig fyrir fjallgönguna næsta dag. Það er rétt að geta þess að langbesta veðrið á landinu þessa helgi var ein- mitt á Vesturlandi og Víkverji er orðinn nokkuð naskur á að finna besta veðrið hverju sinni. Þessa helgi gekk stormur yfir Suðurland og ekki var beinlínis góð- viðrinu fyrir að fara í öðrum lands- hlutum að Vesturlandinu undan- skildu. Því má skjóta hér að, að slætti á Skarðströndinni hef- ur ekki verið lokið jafnsnemma í árarað- ir. Gönguferð á Hafratind er fyr- irhafnarinnar virði og vel það, ekki síst ef bjart er yfir sveitinni eins og var á sjálfan uppgöngudaginn. Ekki er erfitt að skilja nafngift Fagra- dals því fagur er hann svo sannarlega. Og Hafratindurinn gefur dalnum ennþá meira gildi, þar sem hann trónir eins og pýramídi innst í daln- um. Útsýnið er heldur ekki af verri endanum og sést vel norður að Vað- alfjöllum og vestur að Snæfellsjökli. Hafratindur er hæsti tindurinn á Skarðsströndinni og uppganga tek- ur ekki nema 2–3 tíma. Þá er ennþá styttri gönguleið á Tungumúla upp af Dagverðarnesi og líklega er vand- fundinn betri útsýnisstaður yfir Breiðafjarðareyjar. Svo eru öndveg- is tjaldstæði við Laugar í Sælingsdal og firnagóð 25 metra sundlaug sem vert er að prófa. Víkverji getur því hiklaust mælt með ferð vestur í Dali, það er á hreinu. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is                Ópera | Sumarópera Reykjavíkur æfir þessa dagana Happy End, gleðileik eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht með tónlist sem er blanda af kabarett- tónlist og óperu. Sagan gerist í undirheimum Chicagoborgar á þriðja áratug 20. aldar þar sem eigast við hjálpræðisherinn og harðsvírað glæpagengi með ófyrirséðum afleiðingum. En allt endar vel að lokum … eða hvað? Sumarópera Reykjavíkur hefur sett upp þrjár sýningar frá því að hún var stofnuð fyrir þremur árum, Dido & Eneas eftir Henry Purcell, L’incoronaz- ione di Poppea eftir Claudio Monteverdi og Carmen galakvöld. Báðar fyrst- nefndu sýningarnar voru sýndar á nýja sviði Borgarleikhússins. Sumaróperan opnaði dyrnar fyrir blaðamönnum á æfingu í gær og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Frumsýning er laugardaginn 7. ágúst í Íslensku óperunni. Morgunblaðið/ÞÖK Í undirheimum Chicago MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jh.12, 44.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.