Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORMENN stjórnarand- stöðuflokkanna svöruðu engum andsvörum eða spurningum eftir framsöguræður sínar við fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp rík- isstjórnarinnar á Alþingi í gær. Formenn flokkanna segja ástæðuna m.a. þá að spurningarnar hafi ekki beint varðað efni málsins. „Við vildum hafa þessa umræðu mjög hnitmiðaða og afmarkaða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði hann spurningar sjálfstæðismanna í and- svörunum til þess gerðar að drepa málinu á dreif. Fjölmiðlamálið væri miklu stærra en svo að hann ætti að fara að svara fyrir gömul um- mæli sín eða ákvörðun forseta Ís- lands. „Nú snýst þetta mál um stjórnskipun landsins og hvort ver- ið er að hafa af fólki stjórn- arskrárbundinn kosningarétt. Ég tek ekki þátt í því að láta einhverja sjálfstæðismenn drepa því á dreif með þessum hætti.“ Spurður út í eldri ummæli Spurningarnar sem Steingrímur fékk eftir framsöguræðu sína sner- ust m.a. um ummæli hans á Alþingi í maí sl. um fyrra fjölmiðla- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Sig- urður Kári Kristjánsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að Steingrímur hefði þar andmælt þeirri reglu að markaðsráðandi fyr- irtæki mættu ekki eiga neitt í ljós- vakamiðlum og að hann hefði velt því upp hvort draga mætti mörkin við hlutdeild sem næmi tíu prósent- um eða meira. Vildi Sigurður Kári vita hvort Steingrímur styddi þar með ákvæði nýja fjölmiðlafrum- varpsins sem gerir ráð fyrir því að markaðsráðandi fyrirtæki megi eiga allt að tíu prósent í ljós- vakamiðli. Sigurður Kári beindi svipaðri fyrirspurn til Guðjóns A. Kristjáns- sonar, formanns Frjálslynda flokks- ins, og rifjaði upp í því sambandi að Guðjón hefði andmælt þeirri hug- mynd í maí sl. að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga krónu í ljósvakamiðli. Ásættanlegra væri ef hámarkseignaraðild hvers fyr- irtækis væri fimmtán eða tíu pró- sent. Varðaði ekki efni málsins Guðjón svaraði ekki fyrirspurn- inni og sagði í samtali við Morg- unblaðið að ræða sín í gær hefði ekki snúist um nýja fjölmiðla- frumvarpið sem slíkt heldur um þann farveg sem fjölmiðlamálið væri nú komið í og hvort sú leið væri tæk. „Þess vegna svaraði ég ekki andsvörunum.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, fékk eina spurningu eftir ræðu sína í gær, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins. Spurði þingmaðurinn um afstöðu Össurar til þeirrar ákvörðunar forseta Ís- lands að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. „Í mínu tilviki var það þannig að spurning Guðlaugs Þórs varðaði ekki beint efni máls- ins, heldur miklu fremur það mál sem síðar var á dagskrá, og lá fyrir að ég ætlaði að reifa þann efnisþátt þar,“ sagði Össur, sem þarna vísar til frumvarps stjórnarandstöðunnar um atkvæðagreiðsluna um fjöl- miðlalögin. Svöruðu ekki and- svörum FORSETI Alþingis, Halldór Blön- dal, úrskurðaði við upphaf þingfund- ar á Alþingi í gær að fjölmiðlafrum- varp ríkisstjórnarinnar væri borið rétt fram, væri í réttum búningi og að engin ákvæði þingskapa væru því til fyrirstöðu að það kæmi á dagskrá þingsins. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar lýstu sig algjörlega ósam- mála niðurstöðu þingforseta. Halldór sagði m.a. að frumvarpið, væri eins og öll önnur stjórnarfrum- vörp, lagt fram samkvæmt 25. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir m.a. að forseti lýðveldisins geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. „Með bréfi forsætisráðherra til forseta Alþingis, dagsett 5. júlí 2004, er mér tilkynnt að ráðherrann óski eftir að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi. Ég hef gengið úr skugga um að forseti Ís- lands hefur fallist á tillögu ráðherra um að frumvarpið yrði lagt fyrir Al- þingi og áritað hana um það. Frum- varpið er því ótvírætt stjórnarfrum- varp,“ sagði hann meðal annars. Halldór vitnaði einnig í þingsköp Alþingis, m.a. 43. grein, sem segir að lagafrumvarp, er hafi verið fellt, megi ekki bera upp aftur á sama þingi. „Augljóst er að þessi grein þingskapa á ekki við um stjórnar- frumvarpið,“ sagði hann. Réttur hafður af þjóðinni Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði frumvarpið óþing- legt og að í því fælist „stjórnskipu- legur óskapnaður,“ eins og hann orð- aði það. Sagði hann að í því væri fólgin fyrirætlan um að hafa af þjóð- inni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti Íslands hefði synjað staðfestingar. „Frumvarpið er einnig ótækt og gengur ekki upp að formi til. Það fel- ur í sér að í einu og sama frumvarpi eru felld úr gildi efnisatriði og sett inn aftur,“ sagði hann ennfremur. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þing- menn hefðu verið kallaðir til þessa þings til að ræða framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Þess í stað kemur ríkisstjórnin og leggur fram frumvarp sama efnis og það sem þingið afgreiddi síðast.“ Sagði hann að sú „vitleysa sem hugsanlega [væri] í uppsiglingu“ eins og hann orðaði það, vegna nýja frumvarps- ins, væri sú að fara þyrfti tvisvar sinnum í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að rík- isstjórnin væri með frumvarpi sínu að koma í veg fyrir að þjóðin tæki af- stöðu til málsins í þjóðaratvæða- greiðslu. „Hér er verið að leggja fram sama frumvarp á nýjan leik. Í greinargerð frumvarpsins er meira að segja vísað til greinargerðar eldra frumvarpsins sem á að fella úr gildi og þeirra laga sem hafa verið sett.“ Enginn réttur tekinn Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði á hinn bóginn ljóst að ekki væri verið að hafa af þjóðinni neinn rétt. „Stjórnarandstaðan hef- ur m.a. lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög. Það er verið að afnema þau.“ Bætti hann því við að nú væri verið að flytja annað fjöl- miðlafrumvarp sem hefði að geyma tvær veigamiklar breytingar frá nú- gildandi fjölmiðlalögum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði ennfremur að umrætt frum- varp yrði til þess að afstýra, yrði það samþykkt, þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli 26. greinar stjórnarskrár- innar í skugga fullkominnar réttar- óvissu um form atkvæðagreiðslunn- ar sjálfrar. „Það hefur verið í ljós leitt að 26. gr. stjórnarskrárinnar er svo vanbúin af hálfu stjórnarskrár- gjafans að það er ekki óhætt að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu á grund- velli þeirra ákvæða.“ Tók hann fram að hann teldi fyrr- greindan úrskurð forseta þingsins réttan. „Ég tel að það sé ekkert at- hugavert við það að afturkalla lögin með þeim hætti sem hér er lagt til, alls ekkert athugavert við það, enda hefur það verið nefnt af hálfu bæði fræðimanna og ýmissa þingmanna úr stjórnarandstöðunni að eðlilegt væri að gera það.“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp úrskurð sinn í gær Frumvarpið rétt borið fram og í réttum búningi Stjórnskipulegur óskapnaður, segir formaður Vinstri grænna ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin á Al- þingi í gær. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að einfaldur meiri- hluti gildra atkvæða ráði úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur tók einn til máls í umræðunni, en síðar í gær var frumvarpinu vísað til annarrar umræðu með 55 sam- hljóða atkvæðum. Jafnframt var frumvarpinu vísað til allsherjar- nefndar þingsins án atkvæða- greiðslu. Meðflutningsmenn Össurar að frumvarpinu eru Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Frumvarp stjórnarandstöðunnar Vísað til annarrar umræðu NOKKUR fjöldi áhorfenda lagði leið sína á þingpallana í gær til að fylgjast með umræðum um hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar. Á neðri myndinni má sjá þau Margréti Frímannsdóttur og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn Samfylkingarinnar, ræða saman. Morgunblaðið/Jim Smart NÝJU fjölmiðlafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar var að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi í gær vísað til annarrar umræðu og til umfjöll- unar í allsherjarnefnd þingsins. Í atkvæðagreiðslu, sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa bæri frumvarpinu áfram, greiddu 29 stjórnarliðar atkvæði með því en 25 stjórnarandstæðingar sátu hjá. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og starfandi forsætisráð- herra í fjarveru Davíðs Oddssonar, mælti fyrir fjölmiðlafrumvarpinu. Stóð fyrsta umræða yfir í samtals tvo og hálfan tíma. Halldór gerði grein fyrir frum- varpinu og m.a. því að gert væri ráð fyrir því að lögin, yrðu þau samþykkt, tækju gildi eftir þing- kosningarnar 2007. „Í því felst ein- mitt sú hugsun að þjóðinni gefist í þeim kosningum kostur á að lýsa viðhorfi sínu til þess meirihluta sem að baki breytingunum stendur og getur þá eftir atvikum losað sig við hann ef henni hugnast þær ekki. Þannig er ríkisstjórnin í raun reiðubúin að ganga lengra en leiða mundi af þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarpið eitt og sér. Með þessu móti má segja að hún leggi jafnframt líf sitt að veði, enda gefst þjóðinni þá um leið kostur á að velja sér annan meiri- hluta.“ Beitir brellum Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að frum- varpið sýndi að ríkisstjórnin þyrði ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin er að beita brellum til að svipta þjóðina rétti sínum til að fella dóm yfir ólögum hennar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst þetta sorgleg niðurstaða. Mér finnst þetta vera dapur dagur fyrir þingið og ég held að í sögunni verði þetta álitinn einn af svört- ustu blettunum á ferli þessarar ríkisstjórnar. Töldu þó flestir að svartara gerðist það ekki eftir hraklegan stuðning hennar við stríðið í Írak.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, kvaðst telja að brellumeistarar ríkisstjórnarinnar hefðu þó gleymt einu: „Forseti lýðveldisins er líka settur í þá stöðu, að staðfesti hann þessi seinni ólög, þá væri hann fyrir sitt leyti líka að taka kosningaréttinn af þjóðinni, sem hann hafði fært henni með sinni fyrri ákvörðun.“ Hann sagði þó miklar líkur til þess að forsetinn héldi sig við sína fyrri ákvörðun, þ.e. þá ákvörðun að þjóðin fengi að ráða í þessu máli. Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, ítrekaði að meginmálið væri það hvort virða bæri rétt þjóðarinnar til að segja afstöðu sína í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Meginmálið væri ekki hvort menn væru með nýja frumvarpinu „að breyta einu orði hér eða tveimur orðum þar,“ eins og hann orðaði það. Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarpið lauk á Alþingi í gær Halldór segir ríkisstjórnina leggja líf sitt að veði Rætt um fjölmiðla- frumvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.