Morgunblaðið - 08.07.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.07.2004, Qupperneq 17
Fis kringum landið | Um helgina leggja félagar úr Fisfélaginu Slétt- unni og Fisfélagi Reykjavíkur upp í hópflug kringum landið. Fljúga á með ströndinni og verður viðkoma höfð á helstu flugvöllum og í Skaftafellsþjóð- garði. Fyrsti áfangastaður fluggarp- anna verður á Hornafjarðarflugvelli á laugardag og hafa þeir næturdvöl í bænum. Á vefnum hornafjordur.is er fjallað um ferðalagið og þar kemur m.a. fram að 15 fis, hvert með tveimur mönnum innanborðs, ætli í hringferð- ina. Áætlað er að ferðin taki viku og endi í Reykjavík 17. júlí nk. Öðruvísi keppni | Á sunnudaginn fara fram Öðruvísi Ólympíuleikar fé- lagsmiðstöðvarinnar Ný-ungar á Egilsstöðum og eru þeir nú haldnir í annað sinn. Leikarnir verða á Vil- hjálmsvelli og keppt í nokkrum stórundarlegum keppnisgreinum, m.a. táblýantssparki, mjaðma- hnykkjabolta, staurblindumbolta og skutlukasti. Sigurvegarinn hlýtur að launum utanlandsferð fyrir tvo frá Ferðaskrifstofu Austurlands. Kepp- endur eru úr 8.–10. bekk og geta áhugasamir skráð sig hjá Ný-ung fram á laugardagskvöld. MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 17 AUSTURLAND ÞEGAR verið var að rífa húsin Grund og Ártún á byggingarlóð nýrrar verslunarmiðstöðvar á Reyð- arfirði fannst byrgi frá stríðs- árunum. Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri lét flytja byrgið upp að Stríðs- árasafninu, þar sem því verður fundinn staður. Gætti sjávar- falla inni við Á Reyðarfirði voru níu til tíu byrgi þar sem fólk hélt til á meðan hættu- ástand varði, en einnig voru miðstöðvarklefar, rými undir steyptum tröppum og aðrar gluggalausar vistarverur notaðar. Í byrginu sem fannst á bygging- arlóðinni voru bekkir meðfram veggjum og rúmaði um tuttugu manns. Ekki var steypt gólf og því gætti sjávarfalla í byrginu og þess vegna lítið hægt að nota það þegar hlutverki þess var lokið. Skothríð í myrkrinu Óskar Ágústsson á Reyðarfirði ólst upp á bænum Grund, nánast við hliðina á byrginu og segist muna vel eftir því. Meðal annars man hann til þess að hafa verið borinn þaðan út í sænginni sinni að næt- urlagi. Í annað sinn hafi hann og annar smápatti sloppið út og þeir orðið vitni að skothríð í rökkrinu. Einhvern tíma hafði honum og tek- ist að sjá mikla lest skriðdreka fara hjá. Óskar segist hafa fengið fyrstu enskukennsluna fimm ára gamall þegar hann sat á skotfærakassa hjá hermönnunum og einn þeirra benti á fjall handan fjarðarins og sagði „mountain“. Gat því fimm ára pjakkurinn stært sig af nokkurri enskukunnáttu í félagahópnum, sem hefur sjálfsagt fylgst leynt og ljóst með hernaðarbröltinu í annars kyrrlátum íslenskum firði. Gamalt stríðsárabyrgi vekur upp minningar Pjakkur á skotfærakassa Óskar Ágústsson Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Fortíðin hífð upp og flutt um set: Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri lét flytja byrgið, sem eldri Reyðfirðingar þekkja vel, í Stríðsárasafnið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Þorlákshöfn | Útilistaverk eftir Erling Ævarr Jónsson var afhjúpað við veitinga- staðinn Hafið bláa í Ölfusi á dögunum. Listaverkið er af- steypa af ströndinni og hafsbotninum við frá Þjórsá að Selvogi. Hannes Sigurðsson út- gerðarmaður og eigandi veitingastaðarins Hafið bláa sagði um leið og hann bauð gesti velkomna að hafsbotn- inn hefði lengi verið honum hugleikinn. Hann sagði að sér hefði leikið forvitni á að vita hvort aðrir sæju hafs- botninn fyrir sér eins og hann. Því hefði honum fund- ist tilvalið að láta gera af- steypu af botninum og gefa gestum veitingarstaðarins kost á að virða fyrir sér þessi náttúruundur. „Þar sem ég er enginn listamaður sjálfur ákvað ég að fá til verksins listamann- inn Erling Ævarr Jónsson sem hefur mikla reynslu af sjómennsku á þessum slóð- um og þekkir vel til aðstæðna,“ sagði Hannes Sigurðsson. Verkið sem var um eitt ár í vinnslu er unnið úr múrblöndu og málað með sundlaugarmálningu. Erlingur sagði að þetta væri frumraun sín á þessu sviði en hann hefði lært leirkerasmíði í fjögur ár áður en hann hóf sjómennsku sem hann hefur stundað í fimmtíu ár þar af þrjátíu og fimm ár sem skipstjóri. Afsteypa af strönd- inni og hafsbotninum Hafið bláa: Erlingur Ævarr Jónsson ásamt eigendum Hafsins bláa, Þórhildi Ólafsdóttur og Hannesi Sigurðssyni. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.