Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sandey ehf • Sími 533 3931 SANDEY HEILDSALA OG FJARÐARKAUP KYNNA KYNNING í Fjarðarkaupum 8. og 9. júlí milli kl. 14.00 og 18.00. Snyrtifræðingur verður á staðnum fólki til aðstoðar. Loksins á Íslandi, Love Line Platinum snyrtivörur, einstæð snyrtivörulína fyrir líkams- og andlitshirðun, byggð upp á „lífrótinni“, betur þekkt sem „ginseng“. Brazilian tan brúnkukremið hefur fengið frábærar viðtökur enda auðvelt og fljótvirkt í notkun. Brazilian tan, fallegur litur á heilbrigðan og skjótan hátt. RÍKISSTJÓRN Íraks tilkynnti í gær að sett hefðu verið þjóðarörygg- islög sem veittu forsætisráðherran- um heimild til að grípa til ýmissa að- gerða til að binda enda á árásir uppreisnarmanna, meðal annars að setja herlög á svæðum þar sem neyðarástand skapast. Bakhityar Amin, mannréttindaráðherra Íraks, sagði að lögin nauðsynleg til að vernda líf íraskra borgara sem staf- aði hætta af „hópum hryðjuverka- manna“. Nýju lögin veita forsætisráð- herranum, Iyad Allawi, sem er sjíti, heimild til að setja útgöngubann á tilteknum svæðum, gefa út hand- tökutilskipanir, banna samkomur og skerða ferðafrelsi útlendinga. Hann getur einnig bannað pólitískar hreyfingar. Þá er yfirvöldum heim- ilað að hlera síma og skoða póst meintra uppreisnarmanna. Forsætisráðherrann getur þó ekki gripið til aðgerðanna nema með einróma samþykki forseta landsins, sem er súnníti, og tveggja varafor- seta, Kúrda og sjíta. Malik Dohan al- Hassan dómsmálaráðherra sagði að forsætisráðherrann þyrfti einnig að fá heimild írasks dómstóls til að grípa til aðgerðanna. Herlögin geta aðeins gilt í tvo mánuði og stjórnin verður að af- nema þau um leið og hættan er liðin hjá. „Við gerum okkur grein fyrir því að þessi lög geta skert frelsi borg- aranna en við höfum reynt að tryggja réttlæti og mannréttindi,“ sagði dómsmálaráðherrann. Samkvæmt lögunum getur for- sætisráðherrann ekki beitt þeim til að breyta mannréttindaákvæðum bráðabirgðastjórnarskrár sem ír- aska framkvæmdaráðið samþykkti áður en það var leyst upp fyrir skömmu og bráðabirgðastjórnin tók við. Allawi getur ekki heldur frestað kosningum sem ráðgerðar eru í jan- úar. Dómsmálaráðherrann og mann- réttindaráðherrann eiga að skipa nefnd sem á að fylgjast með svæðum þar sem herlög gilda og rannsaka ásakanir um mannréttindabrot. Allawi fær að setja herlög í Írak Ráðherranum veitt víðtækt vald til öryggisráðstafana Bagdad. AFP, AP. KIM Jong-Il, leiðtogi Norður- Kóreu, komst að því fyrir fáum árum, að hamborgarar og fransk- ar kartöflur væru hin mesta hollustufæða. Ákvað hann þá, að framvegis skyldi enginn skortur verða á henni fyrir háskólastúd- enta, prófessora og vísindamenn. Hamborgari heitir „gogig- yeopbbang“ á kóresku og út- leggst sem samloka með kjöti. Að því er fram kemur í n-kóreska dagblaðinu Minju Joson var ham- borgaraverksmiðja reist í landinu árið 2000 og fyrstir til að fá góð- gætið voru námsmenn við Kim Il- Sung-háskólann í Pyongyang. Uppgötvun Kim Jong-Ils vekur nokkra furðu því að hingað til hefur vestræn neyslumenning verið fordæmd í n-kóreskum fjöl- miðlum og kók kallað „hlandfor bandarískrar auðhyggju“. Í n-kóreska blaðinu sagði, að hamborgarar væru raunar orðnir kunnuglegur matur í landinu og stangast það dálítið á við fréttir um mikla hungursneyð. Hamborgarar heilsufæði? Seoul. AFP. ÞÚSUNDIR aðdáenda Bills Clint- ons, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, biðu í gær tímunum saman í brennandi sumarhitanum í biðröð við Barnes&Nobles-bókaverslunina í miðborg Washington til að fá áritun hans á sjálfsævisöguna, My Life. Röðin tók að myndast strax á þriðjudag og þeir sem lengst höfðu beðið sátu eða lágu á gangstéttinni í nær 30 klukkustundir. Biðröðin teygði sig yfir fimm húsaraðir. Konur voru í miklum meirihluta í biðröðinni, blaðamaður The Washington Post hafði metið hlutfallið og hélt því fram í fyrra- dag að 80% þeirra sem biðu við götuna eftir áritun Clintons væru konur. „Þetta hefur ekki verið svo slæmt. Sumir eru að lesa, við styttum okkur stundir, spilum músík og bara bíðum,“ sagði ung kona í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Hún hafði beðið við verslunina frá því klukk- an 15 á þriðjudag eða í tæpan sól- arhring. En hvað fær fólk til að leggja þetta á sig svona lengi og í þessum steikjandi hita? „Clinton afrekaði margt á for- setaferlinum. Hann gerði margt fyrir hörundsdökka og fyrir sam- félagið allt. Þetta er einstakt tæki- færi,“ sagði önnur kona fram- arlega í röðinni. „Nóttin var bara skemmtileg. Við spiluðum á spil og nóttin var fljót að líða. Það er mjög heitt í dag en það er þess virði að fá árit- un Bills Clintons,“ sagði ungur maður sem hélt utan um vinkonu sína framarlega í röðinni. Þau höfðu beðið síðan klukkan ellefu á þriðjudagskvöldið. „Bill Clinton var góður forseti. Hann var góður maður. Við erum mjög hrifnar af honum og látum okkur ekki varða persónuleg mál. Hann er virðingarverður ein- staklingur og það skiptir ekki meginmáli hvað hann gerði af sér heldur hvernig leiðtogi hann var,“ segja tvær fullorðnar konur sem segjast hafa beðið í rúmar tvær stundir í biðröðinni á 12. stræti. Þær héldu á ævisögu Clintons í fanginu og voru klæddar bolum með mynd af John Kerry, forseta- frambjóðanda demókrata. „Ég veit ekki af hverju það eru svona margar konur hérna. En svona var þetta með John F. Kennedy, það voru alltaf fleiri konur en karlar sem hópuðust að til að heilsa honum,“ segir Judy Ross þegar hún er spurð af hverju konur séu svona áfjáðar í að fá áritun. Klukkan 16 birtist Clinton í versluninni ásamt fylgdarliði, um- kringdur öryggisvörðum. Spjallaði hann um stund við fréttamenn og tók svo til við að árita bækurnar. Bill Clinton undirritar ævisögu sína í bókabúð í Washington „Mjög hrifnar af honum“ Morgunblaðið/Einar Falur Fólk í biðröðinni sefur í breyskjuhita á gangstéttinni. Bill Clinton áritaði bók sína, My Life, fyrir aðdáendur í bókaverslun Barnes&Nobles í Wash- ington í gær. Þeir fyrstu mættu á annan sólarhring fyrir áritunina. Washington. Morgunblaðið. Ánægður með Edwards BILL Clinton var spurður í gær í bókaversluninni um álit sitt á John Edwards sem verður varaforsetaefni demó- krata. Hann lýsti ánægju sinni með valið á Edwards. „John Edwards er mjög hæfur og snjall maður og fljótur að setja sig inn í mál- in,“ sagði Clinton. Hann sagði að sú staðreynd að Edwards væri Suðurríkjamaður myndi auka líkur hans og Johns Kerrys, forsetaefnis demó- krata, á að ná kjöri í sam- bandsríkjum eins og Flórída, Karólínuríkjunum tveim og Arkansas. „Ég tel því að frá stjórnmálasjónarmiði sé þetta gott val og ég tel að þeim muni koma vel saman, þeir verði traustir félagar. Forseti á ávallt að fela varaforset- anum mikla ábyrgð,“ sagði Bill Clinton. FIMM manns biðu bana í sprengju- tilræði í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær og er þetta fyrsta sjálfsmorðsárásin í landinu frá því að samið var um vopnahlé þar í febrúar 2002 fyrir milligöngu Norð- manna. Talið er að vopnaðar sveitir Tamíl-tígranna svokölluðu (LTTE), sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norðausturhluta Sri Lanka, hafi staðið fyrir tilræðinu. Fjórir lögreglumenn og kona, sem grunuð er um aðild að LTTE, biðu bana þegar konan sprengdi sprengju sem hún var með innan klæða. „Verið var að yfirheyra hana og tvær lögreglukonur ætluðu að leita á henni þegar sprengingin varð,“ sagði talsmaður hersins á Sri Lanka. Konan hafði verið stöðvuð við inn- gang ráðuneytisbyggingar í Col- ombo. Sprengingin skók nálægar byggingar, meðal annars bústað Mahinda Rajapakse forsætisráð- herra. Níu manns særðust alvarlega og fjórir aðrir urðu fyrir minni hátt- ar meiðslum. Embættismenn sögðu að konan hefði ætlað að ráða tamílskan ráð- herra, Douglas Devananda, af dög- um. Honum hafði þrisvar sinnum áður verið sýnt banatilræði. Friðarviðræður legið niðri síðan í apríl 2003 Tamíl-tígrarnir segja að um 240 liðsmenn LTTE hafi beðið bana í sjálfsmorðsárásum sem hófust í júlí 1987. Friðarviðræður hafa legið niðri frá því í apríl í fyrra þrátt fyrir tilraunir Norðmanna til að hefja þær að nýju. Leiðtogar Tamíl-tígr- anna hafa gagnrýnt stjórnina hart að undanförnu vegna meints stuðn- ings hersins við tamílskan skæru- liðaforingja sem kallar sig Karuna og stjórnaði uppreisn gegn yfir- stjórn LTTE í mars. Fimm bíða bana á Sri Lanka Fyrsta sjálfsmorðs- árásin frá því að samið var um vopnahlé Colombo. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.