Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu sérlega varlega í umferðinni í dag hvort sem þu ert akandi, gangandi eða á hjóli því þér er óvenju hætt við óhöppum. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt erfitt með að standast löngun þína til að kaupa þér eitthvað í dag. Það er eins og peningarnir haldist bara alls ekki við hjá þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert óvenju skapstygg/ur í dag. Þú læt- ur smávægilegustu hluti fara óheyrilega mikið í taugarnar á þér. Reyndu að fara vel að bæði sjálfri/sjálfum þér og öðrum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu það ekki slá þig út af laginun þótt skyndilegar efasemdir um eigið ágæti sæki á þig í dag. Afstaða stjarnanna ger- ir það að verkum að það eru miklar líkur á að gömul minnimáttarkennd komi upp á yfirborðið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt hugsanlega rekast á stórskrýt- inn einstakling í dag. Einhver sem þú þekkir gæti líka gengið fram af þér á ein- hvern hátt. Á hvorn veginn sem það verður ætti dagurinn að minnsta kosti að verða eftirminnilegur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar mest til að segja yfirmanni þínum til syndanna í dag. Þetta gæti einnig átt við um foreldra þína eða aðra yfirboðara. Reyndu að halda aftur af þér því annars muntu bara gera illt verra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt líklega sjá eitthvað í alveg nýju ljósi í dag. Þetta getur hugsanlega átt við um heimspeki- eða trúarkenningar sem opna þér nýja lífssýn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að vera meðvituð/meðvitaður um tilfinningar þínar og það hvernig þú kemur fram við aðra í dag. Þú átt það til að bregðast of harkalega við hlutunum og ýta þannig fólki frá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er afleitur dagur til að fá fólk til að láta þig fá peninga. Þú ættir ekki einu sinni að reyna að biðja um launahækkun, lán eða styrk í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hætt við að aðrir séu gagnýnir á það sem þú ert að gera í dag. Minntu þig á að þú getur ekki gert öllum til geðs og að það skiptir mestu máli að þú haldir sjálfsvirðingu þinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að leggja hart að þér til að ná markmiðum þínum í vinnunni í dag. Það mun veita þér mikla fullnægju að skila vel unnu verki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að sýna fjölskyldu þinni sér- staka þolinmæði í dag. Reyndu að halda friðinn á sama tíma og þú ferð þínar eigin leiðir. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbörn dagsins: Eru sjálfstæð og stórhuga. Þau búa einn- ig yfir raunsæi og ábyrgðartilfinningu sem vekja virðingu annarra. Mörg þeirra þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund idag@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 gróðavænleg, 8 sló, 9 megnar, 10 sarg, 11 stútar, 13 undirnar, 15 höfuðfats, 18 styrkir, 21 álít, 22 gaura, 23 hólið, 24 ringulreið. Lóðrétt | 2 rödd, 3 gáf- aður, 4 pésa, 5 baunir, 6 tusku, 7 skegg, 12 blóm, 14 huldumann, 15 húsdýr, 16 tóbakstölu, 17 þrep, 18 aldursskeiðið, 19 hófu upp, 20 gler. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 högni, 4 gæsir, 7 kúpta, 8 ræpan, 9 net, 11 aura, 13 orka, 14 nemur, 15 Frón, 17 móða, 20 frú, 22 júgur, 23 naumt, 24 rúnir, 25 andúð. Lóðrétt: 1 hökta, 2 gapir, 3 iðan, 4 gort, 5 sópur, 6 ranga, 10 eimur, 12 ann, 13 orm, 15 frjór, 16 ólgan, 18 ólund, 19 akt- ið, 20 frár, 21 únsa. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Börn Brúðubíllinn | verður við Njálsgötu kl. 10 í dag og kl. 14 við Malarás. Á morgun kl. 10 við Safamýri og kl. 14 við Rauðalæk. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9, boccia kl. 10. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjólreiða- hópur kl. 13.30, púttvöllurinn kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaaðgerð kl. 9–17. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, aðstoð við böðun kl. 9–14, söngstund kl. 14– 15, púttvöllurinn. Miðvikudaginn 14. júlí verður farið til Akraness. Ekið fyrir Hval- fjörð. Heimsókn í Dvalarheimilið Höfða. Skoðuð söfnin á safnasvæðinu. Kaffi í Mar- íukaffi. Hvalfjarðargöngin ekin heim. Skráning hafin. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16. Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9– 15. Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Hraunsel | Flatahrauni 3. Vídeókrókur kl. 9, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11, fé- lagsvist kl. 13.30–16. Hæðargarður | Opin vinnustofa og aðstoð við böðun kl. 9–16.30, Púttvöllur, hár- greiðsla kl. 9–12. Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, hársnyrting kl. 10, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Vinnustofur lokaðar vegna sumarleyfa í júlí. Vesturgata | Fótaaðgerðir og hárgreiðsla kl. 9–16, aðstoð v/böðun kl. 9.15–14, hann- yrðir kl. 9.15–15.30, leikfimi kl.13–14. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerðir kl. 10– 16, brids kl. 13–16. Sléttuvegur 11 | Opið í júlí og ágúst kl. 10– 14. Frístundir Minjasafn | Austurlands. Unnur Sveins- dóttir verður með sýnikennslu í útskurði úr ýsubeinum kl. 13–15. Gestir geta reynt sig við útskurðinn. Kirkjustarf Háteigskirkja | Taizé-messa kl. 20. For- eldramorgnar kl. 10–12. Vinaheimsóknir til þeirra sem þess óska. Upplýsingar í síma 511 5405. Landspítali | Háskólasjúkrahús, Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 15. Vídalínskirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Landakirkja | Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun. Þorlákskirkja | Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Möðruvellir | Kvöldsamkoma með Þorvaldi Halldórssyni kl. 20.30. Krossinn | Donnie Swaggart frá Lousiana í Bandaríkjunum, ásamt saxafónleikaranum Roy Chacon, verður gestur Krossins og Omega um helgina. Kvikmyndir Bragginn | Hólmavík. Kvikmyndahátíðin 101 Hólmavík stendur nú yfir. Sýnt er safn kvikmynda sem teknar eru á Vestfjörðum, 10 kvikmyndir sem spanna 50 ára tímabil. Hátíðin stendur til 11. júlí. Myndlist i8 | Klapparstíg 33. Belgíski listamaðurinn Jeanine Cohen opnar sýningu kl. 17. Þar eru stór málverk ásamt minni verkum gerðum úr plasti og lituðum pappír. Sýn- ingin stendur til 31. ágúst. Ketilhús | Akureyri. Sýning á verkum ís- lenskra og finnskra listamanna verður opn- uð kl. 17 og kynning á finnskri menningu. Sýningin stendur til 18. júlí. Útilistaverk Að- alsteins Þórssonar verður afhjúpað kl. 17.30. Kristján Pétur Sigurðsson og félagar flytja nokkur lög Tom Waits við athöfnina. Sögusetrið | Hvolsvelli. Jón Kristinsson, Jóndi bóndi í Lambey í Fljótshlíð, sýnir um þessar mundir verk sín í Gallerí Ormi, nýj- um myndlistarsal í Sögusetrinu. Þar eru myndir málaðar á þessu ári, einnig eldri myndir svo og nokkrar af Rafskinnuteikn- ingum hans. Sýningin er opin virka daga kl. 9–18, um helgar kl. 10–18. Til 15. júlí. Draumasetrið | Skuggsjá, Djúpavogi. Vegg- spjaldasýning með listrænu og vísindalegu ívafi um drauma Íslendinga fyrr og nú verð- ur opnuð í Löngubúð. Veggspjöldin eru bæði á íslensku og ensku. Sýning var fyrst opnuð á Akureyri í fyrrasumar. Þá var hún nýlega sett upp við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn og verður kynnt á alheimsþingi sálfræðinga í Peking í ágúst. Sýningin er opin alla daga fram eftir sumri kl. 10–18, föstudaga- og laugardaga til kl. 23.30. Útivist Hólar í Hjaltadal | Fornleifarölt kl. 17. Þingvellir | Ganga hefst frá Hakinu kl. 20. Leiðsögumaður Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur. Kl. 22 verður bæna- stund við Þingvallakirkju. Mosfellsdalur | Bjarki Bjarnason verður með leiðsögn um skáldaslóðir kl. 19.30 frá Gljúfrasteini. Rjúpnahæð | Gönguferð á vegum Skóg- ræktarfélags Kópavogs að land- græðsluskóginum. Lagt af stað kl. 20, frá safnaðarheimili Lindasóknar. Skemmtanir Café Amsterdam | Ingvar Valgeirsson og Stebbi stuð. Café Rosenberg | South River Band kl. 22.30. Gaukur á Stöng | Dark Harverst, Solid Ivy og Evuband. Grandrokk | Ísidor, Kuai. Græni hatturinn | Akureyri Ragnheiður Gröndal með tónleika kl. 21. Hressó | Funkdjazzbandið 737. Hverfisbarinn | Bítlarnir. Kaffi Kúltúr | South River Band með út- gáfutónleika kl. 20. Laugavegur 22 | Úlpa með tónleika. Tónlist Hallgrímskirkja | Jörg E. Sondermann leik- ur á hádegistón- leikum í Hallgríms- kirkju kl. 12. Hann flytur Svítu við ann- að tónlag eftir Louis Nicolas Clérambault (1676–1749) og tvö verk eftir Johann Sebastian Bach; sálmforleikurinn Wer nun den lieben Gott lässt walten og Fant- asía í C-dúr. Deiglan | Kvintett Guðlaugar kl. 21.30. Kvintettinn skipa Guðlaug Dröfn Ólafs- dóttir, söngur, Ásgeir Ásgeirsson, gítarleik- ari, Vignir Þór Stefánsson, píanó, Róbert Þórhallsson, bassi og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Þjóðlagahátíð | Safnaðarheimili Siglufjarð- arkirkju. Heimir Pálsson flytur erindi um flutning Sequentia á Eddukvæðum kl. 13. Tónleikar í Siglufjarðarkirkju kl. 20. Krist- jana Stefánsdóttir, Bogomil Font, Flís- tríóið: Davíð Þór Jónsson píanó og harm- ónikka, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassi og Helgi Svavar Helgason trommur. Söngkonan og hörpuleikarinn Agnethe Christensen flytur forna söngva frá Orkneyjum í Bræðsluverksmiðjunni Gránu kl. 21.30. Jörg E. Sondermann 1. c4 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 O–O 5. d3 Rc6 6. e4 d6 7. Rge2 e5 8. O–O Rh5 9. Be3 Rd4 10. f4 Bg4 11. Dd2 Dd7 12. Hab1 c6 13. b4 f5 14. b5 Hae8 15. Rc1 exf4 16. gxf4 fxe4 17. dxe4 c5 18. Rb3 Bh3 19. f5 Bxg2 20. Kxg2 Rxb3 21. axb3 gxf5 22. exf5 Bxc3 23. Dxc3 Hxf5 24. Dd3 Hxf1 25. Hxf1 Dg4+ 26. Kh1 Staðan kom upp á Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sævar Bjarnason (2.318) hafði svart gegn Eiríki Björnssyni (2.045). 26. ... Rg3+! 27. hxg3 Dh3+ 28. Kg1 Dxg3+ 29. Kh1 Dh3+ 30. Kg1 Dxe3+ 31. Dxe3 Hxe3 svartur fær nú unnið hróksendatafl enda tveim peðum meira. 32. Ha1 Hxb3 33. Hxa7 Hg3+ 34. Kf2 Hg7 35. Ke3 He7+ 36. Kf4 Kg7 37. Kf5 h5 38. Kg5 Kf7 39. Kxh5 Kf6 40. Kg4 Ke5 41. Ha2 Kd4 42. Hc2 He3 43. Kf4 Hc3 44. Hd2+ Kxc4 45. Hxd6 Kxb5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta | Þær Ásta, María, Áslaug, Theódóra og Sara héldu tombólu til styrkt- ar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 5.023 kr. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni TILGANGUR hindrunarsagna er að hindra! Það verður að taka því eins og maður. Lesandinn er með eftirfarandi spil í norður og vekur á Standard-laufi. Allir á hættu. Þraut 9. Norður ♠Á3 ♥ÁD32 ♦D63 ♣ÁK74 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 3 tíglar 3 spaðar Pass ? Austur stekkur í þrjá tígla og makk- er meldar þrjá spaða, sem er geim- krafa. Hvernig hyggstu melda í framhald- inu? Í smáatriðum. Svar birtist á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, 8. júlí, eiga hjónin Ellen Bjarnadóttir og Guðmundur Sigurjónsson, fv. aðalbókari Landsbanka Íslands, 60 ára hjúskaparafmæli. Í tilefni þess ætla dætur þeirra hjóna að setja upp yfirlitssýningu á verkum Ellenar (málverk, postulín, leir) í Pústþjónustu BJB í Flata- hrauni 7, Hafnarfirði. Engin boðskort verða send en allir eru velkomnir. Húsið verður opið frá kl. 19.30 og sýningin formlega opn- uð kl. 20. Einnig verður sýningin opin föstudaginn 9. júlí frá kl. 17.19 og laug- ardaginn 10. júlí frá kl. 13.15. LEIKFÉLAGIÐ Hallvarður súgandi frum- sýnir leikritið NÖRD eftir Larry Shue í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar kl. 20 í Félagsheimili Súgfirðinga. Leikritið segir frá arkitektinum Will Cubbert sem er að halda uppá 34 ára afmælið sitt þegar Rick Steadman birtist óvænt en hann bjargaði lífi Will í Víetnam-stríðinu. Rick er gjörsamlega óþolandi og ekki húsum hæfur og Will til mikils ama virðist Rick vera fluttur inn til hans. Friðsælt heimili Will verður fljótlega líkast geðsjúkrahúsi. Leikfélagið Hallvarður súgandi var stofn- Félagar í Leikfélagi Hallvarðar súganda. Leikfélagið Hallvarður súgandi 25 ára að árið 1979 og á því tuttugu og fimm ára afmæli í ár. Miðasala fer fram á http://www.hall- vardur.is og í síma 661 2902.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.