Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 37

Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 37 „VOLGRA“ nefnist málverkasýning Ásdísar Spanó í sýningarsal Orku- veitunnar, Bæjarhálsi. Ásdís út- skrifaðist frá Listaháskóla Íslands í fyrra og er þetta önnur einkasýn- ing hennar. Hefur lítið borið á list- málurum frá Listaháskóla Íslands undanfarin ár, eða síðan sérdeildir voru lagðar niður. Það er þó ekki vegna þess að enginn sé að mála í náminu eða eftir nám. Það eru allt- af nokkrir að sýna málverk á út- skriftarsýningum en virðast svo ekki taka ríkan þátt í sýningaflór- unni nema þá á fáeinum kaffi- húsum. Verð ég að játa að ég hef verið eilítið uggandi yfir þessari hlédrægni ungra málara og þykir því ánægjulegt að sjá Ásdísi byrja af krafti og metnaði strax að námi loknu. Ásdís sækir jafnt í hefð abstrakt expressjónisma eftirstríðsáranna og breska 19. aldar málara, sérstak- lega sjávarmynda J.M.W. Turners. Er það áþekk nálgun og ýmsir mál- arar norðan megin í Evrópu hafa tileinkað sér með ágætum árangri. Má þar nefna Svíann Peter Frie og Bretann Ian McKeever. Efnisnotkun Ásdísar er ansi kunnugleg en ágætlega útfærð. Það er hins vegar skrumskæling lands- lagsins sem er áhugaverðasti þátt- ur verkanna, því þótt þau séu í eðli sínu „gestural“ þá er eins og að listakonan hafi „fótósjoppað“ ís- lenskt hveralandslag séð ofan frá saman við lárétt sjávarlandslag. Útkoman gengur sjónrænt séð vel upp og er trúverðug í samtímanum þrátt fyrir að virðast svolítið gam- aldags. Verk nr. 45. 200 x 200 cm. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Sýningarsalur Orkuveitunnar Opið á skrifstofutíma. Sýningu lýkur 9. júlí. MÁLVERK ÁSDÍS SPANÓ Í BÍGERÐ er að byggja fyrsta lista- safnið á Grænlandi, en vöntun á slíku safni á þessari stærstu eyju heims hefur leitt til þess að grænlensk list hefur meira eða minna horfið til út- landa. Nýja listasafnið verður byggð í höfuðstaðnum Nuuk, en þar búa í kringum þrettán þúsund manns. Í bænum er þegar að finna háskóla, þjóðminjasafn og þjóðskjalasafn. Samkvæmt heimildum kultur- meglerne.no verður listasafnið byggt í samvinnu við ýmsar norræn- ar stofnanir, þeirra á meðal Louisiana-nútímalistasafnið í Dan- mörku. Bagalegt að hafa ekki eignast listasafn fyrr Að mati Bodil Kaalund, listmálara og Grænlandssérfræðings, er það mjög bagalegt að Grænland skuli ekki hafi fengið sitt eigið listasafn fyrr en nú. Árið 1972 stofnaði Kaalund lista- skóla sem lagði grunninn að Listahá- skóla Grænlands og fjórum árum síðar skipulagði hún fyrstu græn- lensku listasýninguna. Fyrsta lista- safnið á Grænlandi UNDIR lok síðasta árs kom út undurfalleg og listilega vel unnin bók, Upphafið, eftir Huldu Jens- dóttur ljósmóður. Ég fékk þessa bók í hendur skömmu síðar en ákvað að skrifa ekki um hana strax þar sem dómur um hana myndi lenda í jólabókaflóðinu og þar fannst mér hún ekki mega drukkna. Bók Huldu er tímalaus og klassísk og mun án efa verða stuðningur við verðandi foreldra í mörg ár. Segi nánar frá því hér á eftir. Hulda er mörgum kunn fyrir störf sín sem ljósmóðir í marga áratugi og sem forstöðukona og yfirljósmóðir Fæðingarheimilis Reykjavíkur í 30 ár en það var sett á stofn árið 1960. Hulda kom fram með ýmsar nýjungar á sínum tíma og var á undan sinni samtíð um margt. Foreldrafræðsla á með- göngu fór af stað fyrir hennar tilstilli árið 1953 þótt í smáum stíl væri og varð fyrirmynd og fyrirrennari þeirrar foreldrafræðslu sem síðar var tekin upp á vegum heilbrigð- isþjónustunnar. Ég fór meira að segja sjálf í slíka tíma til Huldu á Heilsu- verndarstöðinni í fyrstu meðgöngu minni árið 1969, þá ung og óreynd kona. Hlýleg og heim- ilisleg umsinna um fæðandi konur og barnsfeður þeirra var einkennismerki Fæð- ingarheimilisins. Hulda naut þar dyggs stuðnings Guðjóns Guðna- sonar fæðingarlæknis sem starfaði með henni árum saman og var yf- irlæknir á staðnum. Á Fæðing- arheimilinu var konum fyrst gert kleift að fæða í vatnsbaði, lögð var áhersla á slökun og keppt að því að konan gæti fætt án þess að tæknin næði yfirhöndinni. Pabbar fengu að vera við- staddir fæðingu barna sinna, sem alls ekki var vaninn hér á landi og lítil systkini fengu að koma í heimsókn sem ekki var leyft á fæðing- ardeild Landspítalans á þeim árum. Fæð- ingarheimilið var í eigu Reykjavík- urborgar en var af- hent ríkinu til eignar í kjölfar þess að upp- stokkun varð milli ríkis og sveitarfélaga hvað heilbrigðisþjón- ustu áhrærði upp úr 1991. Ég á í fórum mínum blaða- greinar frá þeim árum sem ég átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar á meðal er grein eftir Krist- ínu Gunnarsdóttur en greinin birt- ist í Morgunblaðinu 14. febrúar árið 1992 undir heitinu Stöndum vörð um rekstur fæðingarheimilis- ins. Lengi var barizt fyrir tilveru þess en baráttan tapaðist að lok- um. Hulda lýsir undir lok bókar sinnar því mótlæti sem hún varð fyrir vegna starfsaðferða sinna og hugmynda einkum í upphafi ferils síns og ef til vill hefði sá kafli ver- ið efni í aðra bók því hann stingur nokkuð í stúf við efni hennar að öðru leyti. Ég vil kalla bók Huldu óð til lífsins og kærleikans. Afstaða hennar til meðgöngu og fæðingar er dásamlega jákvæð og skiln- ingur hennar á þörfum ungra for- eldra og barna ríkur, sannur og einlægur. Innileg, fölskvalaus væntumþykja gengur eins og rauður þráður í gegnum þessa fal- legu bók þar sem fjallað er um all- ar hugsanlegar hliðar eins merki- legasta æviskeiðs hverrar konu, að verða mamma. Pabbarnir fara ekki varhluta af ástúð Huldu, hlut- verk þeirra er virt og þeim sýndur skilningur og hvatning. Yfirbragð bókarinnar, prentun og útlit finnst mér afar fallegt og ásamt því sem hér að ofan er lýst eiga gullfallegar og heillandi ljós- myndir Önnu Fjólu Gísladóttur sinn þátt í að gera hana að einni beztu foreldrabók sem ég hef rek- izt á. Óður til lífsins og kærleikans Hulda Jensdóttir Katrín Fjeldsted BÆKUR Sagnfræði Höfundur: Hulda Jensdóttir. Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir. 235 bls. Salka 2003. UPPHAFIÐ – BRÉF TIL ÞÍN FRÁ LJÓSUNNI ÞINNI ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.