Morgunblaðið - 08.07.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 08.07.2004, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 23 imi. til Íslands aður hafði r Alcoa í tjórnvöld, eir tækni- rfyrirtæki um við. Í ér endur- r á vegum vel á að- þeim vel um sínum , sem tók á Keilis- um ásamt s frá Hol- . Þar sem var ákveð- áætlunina s var und- 2002, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Reitan hafði fyrst samband. Bernt Reitan sagði við Morgun- blaðið á þessum tíma að Alcoa hefði markvisst verið að leita að tækifær- um til að auka álframleiðslu sína, til lengri tíma litið, með byggingu um- hverfisvæns álvers. „Ég mælti með því að við hefðum samband við Íslendinga þar sem ég þekki vel til landsins og þeirra orku- möguleika sem þar eru. Einnig á ég marga kunningja á Íslandi eftir heimsóknir mínar hingað í gegnum árin,“ sagði Reitan. Hann á langa reynslu að baki í málmiðnaði, starf- aði í tuttugu ár hjá Elkem í Noregi, eiganda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, þar af sem fram- kvæmdastjóri Elkem Aluminium í tólf ár, eða þar til í júlí árið 2000 að hann fluttist vestur um haf og hóf störf sem framkvæmdastjóri nýrra verkefna hjá Alcoa World Chem- icals í New York. Reitan var svo á síðasta ári ráðinn forstjóri frum- vinnslu Alcoa og telst meðal aðstoð- arforstjóra fyrirtækisins. ,,Við höfðum að sjálfsögðu heyrt af áformum um álver og virkjun á Austurlandi. Í áliðnaðinum heyrum við stöðugt af einhverjum orðrómi en við vissum það ekki fyrir víst að Norsk Hydro hefði hikað fyrr en það var gert opinbert,“ sagði Reitan þá ennfremur við Morgunblaðið. Skapar 2.300 ársverk Þegar aðgerðaáætlunin hafði ver- ið samþykkt kom aðalforstjóri Alcoa og stjórnarformaður, Alain J. P. Belda, til Íslands ásamt fylgdarliði í stutta heimsókn í júní 2002 og eftir undirritun viljayfirlýsingar mánuði síðar varð öllum sem að málinu komu endanlega ljóst að bandaríska álrisanum var full alvara með áform- um sínum á Íslandi. Undirritun allra helstu samninga fór síðan fram með viðhöfn á Reyðarfirði í mars 2003. Hér á síðunni eru raktar nokkrar dagsetningar til dagsins í dag, sem sýna hve hratt og vel þetta verkefni á Austurlandi hefur gengið fyrir sig. Nú er komið að því að stinga skófl- um í lóðina við Hraun í Reyðarfirði. Í kjölfarið hefjast jarðvegsfram- kvæmdir og reiknað með að sjálf byggingin fari að rísa á næsta ári. Áætlaður kostnaður við byggingu álversins er um 80 milljarðar króna. Reiknað er með að smíði álversins skapi 2.300 ársverk og 1.500 manns starfi þarna þegar mest lætur eftir rúmt ár. Þegar álverið verður svo komið í notkun er búist við að hjá Fjarðaáli starfi 400–450 manns. öð inn- s Alcoa Morgunblaðið/RAX rstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, ekin þegar skrifað var undir samninga í mars s og taka skóflustunguna á lóðinni í dag. eð 41 at- varp sem álvers á dir endan- lversins í rku-, lóð- festingar- ka fyrir- sku verk- V til að í Reyðar- essa aðila ber sama hverjir . Íslenski L er val- á TARK- ríinu og n ráðinn hópi 90 ár var áð- rðuráls á ur þegar áli ásamt oa, Bernt fleirum ð lóð ál- r hefjast era lokið í Fjarðaál u sína. ngu bjb@mbl.is nægilega mikilli reynslu að ráða til að axla þá ábyrgð að vera í framboði til forseta Bandaríkjanna. Repúblikanar telja að uppsveifla hjá Kerry sé líkleg „Demókratar hefðu vel getað val- ið verri mann,“ segir David S. Broder, dálkahöfundur og frétta- skýrandi hjá Washington Post, og virðist það mat hans við fyrstu sýn sanngjarnt. Og sumir repúblikanar voru til- búnir að viðurkenna fyrir The Washington Post að Edwards styrkti framboð Kerrys. Hann gæfi framboðinu mannlegri blæ, kann- anir sýndu til að mynda að Ed- wards yxi mjög í áliti hjá fólki sem fengi að hitta hann augliti til auglit- is. Þá vitnar Associated Press til tölvuskeytis sem Matthew Dowd, helsti skipuleggjandi framboðs Bush forseta, á að hafa sent frá sér fyrr í þessari viku en þar spáir hann því að John Kerry muni taka „af- gerandi forystu“ í skoðanakönnun- um næstu vikurnar; að hann nái jafnvel allt að 15 prósentustiga for- skoti innan mánaðar. Hafa ber í huga í þessu sambandi að alkunna er að fylgi við tiltekinn forsetaframbjóðanda eykst eftir að hann tilkynnir varaforsetaefni sitt og í kringum flokksþing umrædds stjórnmálaflokks (demókratar halda sitt flokksþing síðar í þessum mánuði, repúblikanar ekki fyrr en eftir sjö vikur). Því er ekki víst að hægt sé að lesa of mikið í fylgistölurnar svo löngu fyrir kosningar. En repúblikanar eru engu að síður sagðir hafa áhyggjur af fylgistapi forsetans að undanförnu – kannanir sýna að Bush og Kerry hafa svipað fylgi; um 45% aðspurðra segjast ánægðir með störf Bush – og því að meiri- hluti fólks skuli nú, skv. könnunum, óánægt með hvert stefnir í lands- málunum. ington Times mjög til þeirra skila- boða sem talið er öruggt að repúblikanar muni reyna að koma á framfæri í kosningabaráttunni. Landsnefnd Repúblikanaflokksins hefur raunar þegar sett á heimasíðu sína (www.rnc.org) ítarlega skýrslu um allt það sem frá Edwards hefur heyrst. Þar er hann fordæmdur fyr- ir að vera „falskur og óhreinlyndur“ og lýst sem manni lítilla afreka. Sömuleiðis eru í skýrslunni rifjuð upp ýmis ummæli sem Kerry hefur áður látið fara frá sér um Edwards, þ.e. þegar þeir tókust á í forvali Demókrataflokksins, en Kerry færði vissulega fyrir því rök á sín- um tíma að Edwards hefði ekki yfir sem herra Kerry hafi gerst sekur um dómgreindarleysi og jafnvel hugsanlega um pólitísk mistök,“ sagði The Wall Street Journal. Blaðið The Washington Times, sem er jafnvel enn hægrisinnaðra en Wall Street Journal, tók dýpra í árinni og lýsti efasemdum um að Edwards væri hæfur til þess að taka við forsetaembættinu, færi svo að Kerry ynni sigur á Bush í haust en forfallaðist síðar með einhverj- um hætti. Bætti blaðið því við að „Kerry valdi þann frambjóðanda sem hann sá ástæðu til að gera lítið úr sökum reynsluleysis í forvali demókrata“. Svipar umfjöllun The Wash- Haustið 2002 voru haldnarþingkosningar í Banda-ríkjunum og urðu úrslitþeirra með þeim hætti að Repúblikanaflokkur George W. Bush Bandaríkjaforseta stóð uppi sem sigurvegari með meirihluta í báðum deildum þingsins. Blaða- maður Morgunblaðsins var í að- draganda þessara kosninga staddur á ferðalagi um ýmsar helstu höfuð- stöðvar bandarísku stjórnsýslunn- ar ásamt hópi evrópskra blaða- og stjórnmálamanna og minnist þess þegar einn ferðafélaganna, þing- maður danska Jafnaðarmanna- flokksins sem var að koma úr heim- sókn í herbúðir demókrata í Massachusetts-ríki, lýsti því hversu vel John Edwards, lítt þekktur þingmaður frá Norður-Karólínu, hafði komið honum fyrir sjónir. Edwards var þá að hefja baráttu sína fyrir því að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokks- ins og spáði Daninn því hiklaust að Edwards næði settu marki. Sá spádómur rættist að vísu ekki en John Edwards náði mun betri árangri í forvalinu en menn höfðu almennt gert ráð fyrir, kom næstur á eftir John Kerry, sem tryggði sér útnefninguna. Og þannig skapaðist grundvöllur fyrir þeirri ákvörðun, sem Kerry tilkynnti um á þriðju- dag. Hinn myndarlegi og glaðlyndi Edwards verður semsé varafor- setaefnið, verkefni hans að virka sem mótvægi við hinn stífa yfir- stéttarmann Kerry. „Clinton án persónugallanna“ – og reynslunnar? Viðbrögðin í Bandaríkjunum við útnefningu Edwards voru með ýmsum hætti í gær. Bæði The Washington Post og The New York Times, sem frekar eru höll undir demókrata, hrósuðu Kerry fyrir valið í leiðurum sínum og sögðu Edwards styrkja framboð Kerrys þar sem þess þyrfti einmitt við: Edwards hefði til að bera mikla persónutöfra, hefði þurft að brjót- ast til bjargálna og hugsanlegt væri að hann gæti aukið sigurlíkur demókrata í Suðurríkjum Banda- ríkjanna. „Á margan hátt eru þessir tveir menn eins og tvö brot í púsluspili sem smellpassa hvort við annað: ef þeir yrðu bræddir saman í einn mann yrði sá maður mun öflugari frambjóðandi heldur en þeir eru sitt í hvoru lagi,“ sagði í leiðara The Washington Post. Blaðið The New York Times sagði Kerry hafa sýnt skynsemi þegar hann ákvað að hafa ekki áhyggjur af því að Edwards kynni að skyggja á hann með umtalsvert meiri persónutöfrum sínum, Ed- wards styrkti nefnilega framboð Kerrys. Íhaldsblöðin voru gagnrýnni á val Kerrys. The Wall Street Journ- al sagði ákvörðunina „vonbrigði“, Edwards væri „[Bill] Clinton án persónugallanna“ en líka „Clinton án þeirrar reynslu og þekkingar“ sem hann hefði haft, „tungulipur maður sem enga sérfræðiþekkingu hefði“. Sagði blaðið að Edwards myndi þurfa að læra hratt, reynsluleysi hans og þekkingarleysi væri mikið á sumum sviðum, s.s. í utanríkis- málunum. „Nú þegar þjóðarörygg- ismál skipta kjósendur jafnmiklu máli og raun ber vitni sýnist okkur Fréttaskýring | Það hefur ekki tekið öldungadeildarþingmanninn John Edwards lang- an tíma að skjótast upp á stjörnuhimininn. Fyrir örfáum misserum hafði enginn heyrt á hann minnst utan heimaríkisins Norður-Karólínu – en núna er hugsanlegt að Edwards taki innan fárra mánaða við næstæðsta embætti í Bandaríkjunum. Davíð Logi Sigurðs- son skoðaði viðbrögðin vestra við valinu á varaforsetaefni Demókrataflokksins. Edwards mótvægi við hinn stífa Kerry david@mbl.is GÖTUBLAÐIÐ The New York Post játaði í gær á sig alvarlegt glappaskot en blaðið hafði á þriðjudag fullyrt í fyrirsögn að John Kerry hefði valið Dick Gep- hardt, þingmann demókrata í full- trúadeild Bandaríkjaþings, sem varaforsetaefni sitt. Stóð í kynn- ingu að um „einkafrétt“ [e. exclus- ive] væri að ræða og voru ástæður valsins á Gephardt síðan raktar inni í blaði. Í frétt á forsíðu blaðsins í gær sagði hins vegar: „Demókratar velja Edwards sem varaforseta- efni (ALVEG SATT)“. Við hliðina gerði blaðið grín að sjálfu sér: „ekki einkafrétt“ og í leiðara báð- ust ritstjórar afsökunar á vitleys- unni. Keppinautarnir sáu þó enga ástæðu til að hlífa blaðinu. The Daily News gerði fréttina að for- síðuefni í gær og lýsti þar rang- færslunum sem „langstærsta glappaskotinu“ síðan Chicago Daily Tribune lýsti því yfir á for- síðu sinni árið 1948, eins og frægt er orðið, að Thomas Dewey, for- setaframbjóðandi repúblikana, hefði unnið sigur á sitjandi forseta, demókratanum Harry Truman. Edwards en ekki Gephardt – alveg satt New York. AFP. AP Reuters Væntanlegur forsetaframbjóðandi demókrata, John F. Kerry, ásamt eiginkonu sinni, Teresu Heinz Kerry (lengst t.h.), og varaforsetaefnið John Edwards, öldungadeildarþingmaður frá Norður-Karólínu, með eig- inkonu sinni, Elizabeth Edwards, á sveitasetri í eigu Heinz Kerry skammt frá borginni Pittsburgh í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.