Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Alcoa, stærsta álfyrirtækiheims, kom óvænt inn íumræðuna um álver áAusturlandi í mars árið 2002. Aðeins fáum mánuðum síðar var búið að skrifa undir viljayfirlýs- ingu um að hefja formlegar viðræð- ur. Þær leiddu til undirritunar samnings í Reyðarfirði í mars 2003 um byggingu 322 þúsund tonna ál- vers sem tæki til starfa í apríl árið 2007. Nokkrum dögum áður en forráða- menn Norsk Hydro tilkynntu sam- starfsaðilum sínum hér á landi það formlega í mars 2002 að fyrirtækið gæti ekki staðið við sínar tímasetn- ingar varðandi álverið í Reyðarfirði, hafði Bernt Reitan, nú forstjóri frumvinnslu Alcoa og einn aðstoð- arforstjóra fyrirtækisins, samband við stjórnvöld. Hann lýsti yfir áhuga fyrirtækisins á að skoða möguleika á byggingu álvers hér á landi sem fengi umhverfisvæna orku úr vatns- aflsvirkjun. Hafði Reitan hugsað sér að koma til Íslands í maímánuði sama ár til að skoða aðstæður, ásamt starfsbróður sínum, Michael Baltzell. Reitan mun einmitt taka fyrstu skóflustunguna í Reyðarfirði í dag. Vissu ekki af ákvörðun Norsk Hydro um að hætta við Í samtali við Morgunblaðið á þeim tíma sagðist Reitan ekki hafa haft hugmynd um hik Norðmanna, hann hefði að vísu vitað um álversáformin á Austurlandi, en Alcoa hefði á þeim tíma ekki haft í hyggju að ganga inn í þau. Þegar tilkynningin frá Norsk Hydro var komin fram í marsmán- uði 2002 var haft samband við Reit- an og í ljósi tíðindanna frá Noregi var ákveðið að koma fljótlega á formlegum fundi milli stjórnvalda og Alcoa. Þetta var um það leyti sem boðað var til borgarafundar á Reyð- arfirði um stöðu álversmála vegna breyttrar afstöðu Norsk Hydro. Sá fundur var haldinn að kvöldi þriðju- dagsins 2. apríl þar sem m.a. var til- kynnt um skipan í sérstaka viðræðu- nefnd stjórnvalda sem ætlað var að ræða við nýja fjárfesta. Sú nefnd hafði ekki komið form- lega saman tveimur dögum síðar, 4. apríl, þegar fjögurra manna sendi- nefnd fór frá Íslandi til New York þar sem fundað var með Bernt Reit- an og fleiri háttsettum stjórnendum Alcoa. Eftir förina til New York lá ljóst fyrir að Bandaríkjamenn hefðu mikinn áhuga á álversframkvæmd- unum og hlutirnir fóru nú að gerast ótrúlega hratt. Stóriðjuverkefnið á Austurlandi var rækilega kynnt í þessari ferð og að sögn eins í sendi- nefndinni var greinilegt á öllu að stjórnendur Alcoa höfðu sömuleiðis komið vel undirbúnir til leiks. Í samstarfi við viðræðunefnd stjórnvalda fór Fjárfestingarstofan að undirbúa heimsókn fulltrúa Alcoa til landsins og 18. apríl kom hópur manna frá fyrirtækinu með Reitan í broddi fylkingar. Hann átti m.a. fundi með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra, auk þess að hitta viðræðunefnd stjórnvalda og tals- menn Fjárfestingarstofunnar að máli. Daginn eftir, hinn 19. apríl, var aðgerðaáætlun svo undirrituð um fyrirkomulag könnunarviðræðna. Viðræðuáætlun framlengd Bandaríkjamenn voru ekkert að tvínóna við þetta, sumardaginn fyrsta komu tveir sérfræðingar Al- coa í umhverfismálum til landsins og skoðuðu m.a. aðstæður í Reyðarfirði á fyrirhugaðri álverslóð við Hraun. Austfirðir tóku vel á móti gestum sínum í snjókomu og kom veðrið í veg fyrir ferð að Kárahnjúkum. Þetta virtist ekki hafa haft áhrif á af- stöðu sérfræðinganna, samanber mat þeirra á umhverfisþáttunum. Í umhverfisskýrslu telur Alcoa að miðað við gefnar forsendur og að- stæður verði álverið í Reyðarfirði hið umhverfisvænasta í hei Í byrjun maí 2002 kom t Michael Baltzell, sem skipa verið aðalsamningamaður viðræðunum við íslensk st og með honum í för voru tve sérfræðingar hjá ráðgjafar sem Alcoa er í viðskiptu millitíðinni höfðu komið hé skoðendur og lögfræðingar Alcoa. Baltzell leist mjög stæður, enda var hann kunnugur frá fyrri störfu hjá álfyrirtækinu Alumax, þátt í Atlantsálverkefninu nesi fyrir um fjórtán áru fyrirtækjunum Hoogovens landi og Gränges í Svíþjóð Alcoa leist vel á aðstæður v ið að framlengja aðgerðaá og samkomulag þess efnis irritað í Reykjavík 23. maí Óvænt og hrö koma álrisans Fréttaskýring | Fyrsta skóflustunga að álveri Alcoa í Reyðarfirði, Fjarðaáli, verður tekin í dag. Björn Jóhann Björnsson rifjar af því tilefni upp aðkomu Alcoa að álversfram- kvæmdum á Austur- landi fyrir rúmum tveimur árum. Bernt Reitan, einn aðstoðarstjóra Alcoa (t.v.), og Alain Belda, for horfa yfir lóð álversins í Reyðarfirði og út fjörðinn. Myndin er te árið 2003. Reitan lagði mikla áherslu á að fá að koma til landsins  4. apríl 2002 Fjögurra manna sendinefnd frá Fjárfestingarstofunni á fund í Bandaríkjunum með háttsettum fulltrúum Alcoa á skrifstofu fyrirtækisins í New York.  23. maí 2002 Samkomulag undirritað um frekari könnunarviðræður milli Alcoa og stjórnvalda.  14. júní 2002 Aðalforstjóri og stjórnarfor- maður Alcoa, Alain J.P. Belda, kemur til landsins ásamt fleiri háttsettum stjórnendum til að ræða við ráðamenn og skoða að- stæður á Austfjörðum.  19. júlí 2002 Viljayfirlýsing undirrituð milli Alcoa og stjórnvalda um að hefja formlegar viðræður vegna álversins í Reyðarfirði.  2. september 2002 Iðnaðarráðherra veitir Lands- virkjun heimild til byggingar allt að 750 MW virkjunar við Kárahnjúka, sem á að útvega ál- verinu raforku.  13. desember 2002 Samninganefndir Alcoa, Lands- virkjunar, iðnaðarráðuneytis, Fjarðabyggðar og hafnarsjóðs Fjarðabyggðar gefa út sameig- inlega yfirlýsingu um að lokið sé gerð samninga og þeir tilbúnir til áritunar undir lok ársins.  10. janúar 2003 Stjórn Alcoa samþykkir að ráð- ast í byggingu álvers við Reyð- arfjörð. Stjórn Landsvirkjunar samþykkir rafmagnssamning Landsvirkjunar og Fjarðaáls sf.  5. mars 2003 Alþingi samþykkir, me kvæði gegn 9, frumv heimilar byggingu á Reyðarfirði.  15. mars 2003 Skrifað með athöfn und lega samninga vegna á Reyðarfirði, þ.e. rafor ar-, hafnar og fjárf samninga.  9. júní 2003 Alcoa velur bandarísk tækið Bechtel og íslens fræðisamsteypuna HR reisa álver Fjarðaáls í firði. Samningar við þe undirritaðir í septemb ár.  24. janúar 2004 Úrslit kunngerð um hanna álver Fjarðaáls. arkitektahópurinn TBL inn, sem kemur frá teiknistofunni, Batter Landslagi.  2. febrúar 2004 Tómas Már Sigurðsso forstjóri Fjarðaáls úr umsækjenda. Tómas Má ur einn yfirmanna Nor Grundartanga en hefu hafið störf hjá Fjarðaá fleiri yfirmönnum.  8. júlí 2004 Aðstoðarforstjóri Alco Reitan, tekur ásamt fyrstu skóflustungu að versins. Framkvæmdir því formlega og á að ve apríl 2007 þegar hyggst hefja framleiðslu Frá viðræðum til skóflustun TÓNLIST Á FRAMHALDS- SKÓLASTIGI Í viðtali Morgunblaðsins við KjartanÓskarsson, skólastjóra Tónlistar-skólans í Reykjavík, fyrir skömmu kom fram að tónlistarnemendur væru bitbein í deilu um peninga, þar sem ríki og sveitarfélög hefðu ekki komið sér saman um hverjir eigi að greiða með nemendum í framhaldsdeildum tónlistar- skóla. Í viðtalinu er haft eftir honum að ef ekki verði staðið að framhaldsstiginu á eðlilegan máta megi gleyma því að hægt verði að bjóða upp á sæmandi háskóla- menntun í tónlist hér á landi. Þessi orð hans ber vissulega að taka mjög alvar- lega, enda er tónlist líklega sú listgrein hér sem staðið hefur fremst í flokki fram að þessu hvað menntunarstig og atvinnu- mennsku snertir. Frá því að sveitarfélögin tóku rekstur grunnskóla og tónlistarskóla yfir af rík- inu hafa nemendur í tónlist á framhalds- stigi, sérstaklega þeir sem ekki eiga lög- heimili í Reykjavík þar sem framboðið af menntun á því stigi er mest, þurft „að ganga bónarveg milli stjórnmálamanna í sinni heimabyggð til að betla stuðning við sitt nám“, eins og Kjartan orðar það. Eins og hann bendir á er ljóst að ef „jafn- rétti til náms á að virka verður annað- hvort að senda þessa krakka þangað sem þeir geta fengið þetta nám eða sjá þeim fyrir námi í heimabyggð. Það kostar bara miklu, miklu meira“. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur haft forgöngu um það áratugum saman að undirbúa efnilega íslenska nemendur í tónlist undir háskólanám. Mikilvægt er að skólinn fái að sinna því hlutverki áfram svo sú reynsla og þekking sem þar hefur safnast í kennslu á framhaldsstigi haldi áfram að skila sér inn í tónlistarlífið í landinu. Auðvitað eiga nemendur alls staðar að af landinu að eiga jafngreiðan aðgang þangað, nú sem áður fyrr. Í frétt í blaðinu í fyrradag var haft eft- ir Steingrími Sigurgeirssyni, aðstoðar- manni menntamálaráðherra, að það sé alveg skýrt hvernig kostnaði skuli skipt milli ríkis og sveitarfélaga í dag, en þar á hann væntanlega við að hvert sveitarfé- lag sjái um sína, hvert svo sem nemend- urnir þurfa að sækja námið. Slíkt fyr- irkomulag er þó ekki til þess fallið að stuðla að jafnrétti til náms þar sem sveit- arfélögin þurfa að leggja mat á einstök tilfelli á framhaldsstigi og borga með nemendum í nám á höfuðborgarsvæðinu. Málum þessara nemenda þarf að koma í viðunandi horf sem fyrst. Steingrímur sagði þó jafnframt að „viðræður [hafi verið] í gangi um þann hluta tónlistar- námsins sem fellur undir almennt fram- haldsnám, og sá möguleiki ræddur að ríkið yfirtaki þann hluta tónlistarnáms- ins, sem er metinn til stúdentsprófs og er hluti af því“, og er það vel. Fyrst ríkið hefur allar aðrar námsgreinar á fram- haldsskólastigi á sinni könnu er ekki nema eðlilegt að það sama gildi um tón- listarnám. Það ætti þó ekki einungis að eiga við um þá nemendur sem eru í hefð- bundnu framhaldsskólanámi og taka tón- list sem hluta af því, heldur einnig nem- endur sem einvörðungu eru í tónlistar- námi og hafa ákveðið að helga sig tónlist, en þeirra mál hafa ekki enn verið leyst og standa út af borðinu sem stendur. Því má ekki gleyma að þetta eru oft á tíðum efni- legustu nemendurnir, þeir sem verða at- vinnumenn á sviði tónlistar og láta þegar fram líða stundir mest til sín taka í tón- listarlífinu. STERKIR SAMAN Val Johns Kerrys, forsetaefnis demó-krata í Bandaríkjunum, á varafor- setaefni ber þess merki að demókratar búi sig undir harða baráttu fyrir forseta- kosningarnar í nóvember, þar sem allt kapp verður lagt á að koma George W. Bush úr Hvíta húsinu. Ljóst þykir að Kerry hafi ekki valið Edwards á grundvelli reynslu hans og vigtar í stjórnmálalífinu í Washington, en hinn 51 árs gamli lögfræðingur er á sínu fyrsta kjörtímabili í öldungadeild- inni, hefur aðeins setið þar í tæp sex ár. En Edwards er hins vegar líklegur til að vega upp helstu veikleika Kerrys í aug- um kjósenda. Kerry og Edwards eru um margt ólík- ir, bæði hvað varðar persónuleika, ímynd og áherslur. Kerry hefur á sér yfirbragð frjálslynds menntamanns úr forréttinda- stétt, sem fellur ekki öllum Bandaríkja- mönnum vel í geð. Hann er að mörgu leyti sterkur frambjóðandi, en þykir ekki beinlínis geisla af persónutöfrum eða vera sérlega tungulipur. Edwards hefur hins vegar á sér ímynd hins alþýðlega smábæjarmanns úr Suðurríkjunum, sem fæddist inn í venjulega miðstéttarfjöl- skyldu en komst til auðs og metorða upp á eigin spýtur. Hann þykir búa yfir því sem kallað er kjörþokki, er unglegur og brosleitur og er sagður eiga sérlega auð- velt með að fá fólk á sitt band og heilla viðstadda á kosningafundum. Það hefur löngum þótt skynsamlegt að forseta- og varaforsetaefni komi frá ólík- um landshlutum, þó ekki hafi það raunar reynst nein trygging fyrir árangri. Í ljósi þess kom val suðurríkjamannsins Ed- wards ekki á óvart, og binda demókratar vonir við að hann geti fært þeim sigur í fæðingarríki sínu, Norður-Karólínu, og víðar í suðrinu. Þá er hann talinn líklegur til að afla demókrötum fylgis í dreifðum byggðum miðvesturríkjanna, þar sem Al Gore og Joe Lieberman vegnaði illa í síð- ustu forsetakosningum. Í baráttunni fyrir útnefningu sem for- setaefni demókrata fyrr á þessu ári, þar sem Edwards var sá eini sem komst ná- lægt því að veita Kerry nokkra sam- keppni, var honum tíðrætt um að tvær þjóðir, ríkra og fátækra, væru að mynd- ast í Ameríku, og lagði áherslu á að bæta þyrfti kjör venjulegra launþega. Hann er talinn geta höfðað betur til þess kjós- endahóps en Kerry, sem og til óháðra kjósenda. En hann nýtur auk þess góðs stuðnings meðal kjarna Demókrata- flokksins og hafa ýmsir sagt val hans geta fært demókrötum nauðsynlega inn- spýtingu í kosningabaráttuna. Skammur þingmannsferill og reynslu- leysi í utanríkismálum er helst talið há varaforsetaefninu. Það eru hins vegar taldar sterkustu hliðar Kerrys, sem hef- ur setið í öldungadeildinni í um tvo ára- tugi og átt sæti í utanríkismálanefnd hennar um árabil, auk þess að hafa gegnt herþjónustu í Víetnam. Eins er bent á að núverandi forseti hafi aldrei átt sæti á þingi, heldur aðeins gegnt ríkisstjóra- stöðu í sex ár áður en hann settist í Hvíta húsið, og ekki geti ferill hans í utanríkis- málum hingað til talist mjög gæfulegur. Val varaforsetaefnis ræður sjaldnast úrslitum í forsetakosningum í Bandaríkj- unum. En álitlegur meðframbjóðandi getur verið mikilvægur stuðningur við forsetaefnið. Allt bendir til þess að nafn- arnir John Kerry og Edwards muni vega hvorn annan upp í kosningabaráttunni og mynda sterkt teymi. Og jafnvel þótt Kerry takist ekki að bera sigurorð af Bush í nóvember má búast við því að Edwards standi sterkur að vígi þegar demókratar velja frambjóðanda fyrir forsetakosningarnar 2008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.