Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það var stór hópur eftirvæntingar- fulla fjörmikilla krakka sem hóf skólagöngu í Barnaskólanum á Ísa- firði, og Rabbi var einn af þeim, prúð- ur drengur, og þessi prúðmennska fylgdi honum alla tíð. Við vorum ólík mörg hver, en öll með svipaðan upp- runa, og þessi árgangur þroskaðist skemmtilega saman, og varð sérstak- lega samheldinn og náinn hópur sem haldið hefur hópinn stíft saman og núna síðast í byrjun júní héldum við upp á 50 árin saman hér á Ísafirði. Það voru góðar stundir en góðs vinar var saknað, við höfðum hlakkað til endurfundanna enda er það svo að á minni stöðum eins og Ísafirði, verður hver einstaklingur stærri í liðsheild- inni og meiri nánd á milli vina. Ekki má heldur gleyma nálægðinni við at- vinnulífið, bryggjurnar, bátana og árabátana sem við fórum á bara smá púkar. Við skólasystkinin og vinirnir fylgdumst vel með, þegar við komum í gaggó þegar Rabbi, Ásgeir og Mutti stigu sín fyrstu skref i tónlistarbrans- anum og stofnuðu skólahljómsveitina Perluna. Þar með var ferillinn hafinn, og það voru fleiri unglingahljómsveit- ir á þessum tíma, en okkur þóttu strákarnir okkar alltaf lang bestir og flottastir, og átti það eftir að verða lífsstarfið hans Rabba. Það voru skemmtilegir tíma bernskuára og bernskubreka. Þessi samheldni hóp- ur stóð sig einarðlega vel og saman í prakkarastrikum sem voru þó aldrei ódrengileg, bara saklaus, eins og að standa með englasvip og vanta bara geislabauginn þegar rafmagnið fór af skólanum, og enginn skyldi neitt, út var kallaður rafvirki sem sá strax að það hafði verið tekið öryggi úr töfl- unni og settur smápeningur á milli, svo það skrúfaðist ekki alveg í. Frægt var líka þegar kladdinn týndist í 4. bekk, hann hafði af einhverjum óút- skýranlegum ástæðum skutlast út um gluggann, frábærar útilegur í Birki- hlíð skólasetrinu í skóginum, skíða- ferðir og gisting í Skíðaskálanum. Það hefur verið haft orð á að þessi ár- gangur sé sá samheldnasti sem hefur heyrst um og erum við stolt af því. Rabbi var svo sannarlega stór hluti af okkar tilveru, með nálægð sinni. Síð- an tók alvara lífsins við, og við héldum með gott veganesti út í lífið en ákváðum þegar leiðir skildu eftir gaggó að hittast á 5 ára fresti og höf- um við staðið við það, Rabbi hélt áfram í tónlistinni og var m.a. í Náð, Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, síðan Grafík, Haukum, og Bítlavinafélag- inu. Í gegnum tíðina hafa þeir verið mikið með honum Ísfirðingarnir Örn Jóns og Helgi Björns, ásamt fleirum. Rabbi kynntist henni Deddu konu sinni ungur, en hún er Ísfirðingur, og hún Dedda hefur svo sannarlega ver- ið kjölfestan hans, og var fallegt sam- bandið þeirra, og á hún alla okkar virðingu fyrir að hafa staðið eins og kletturinn við hliðina á honum ásamt sonum þeirra Agli, Ragnari og Rafni Inga, en Rabbi átti dótturina Helgu Rakel áður. Rabbi hafði átt við veikindi að stríða í mörg ár, og þau voru honum erfiðari eftir þvi sem á leið, en það létti honum þau að hann átti yndislega fjölskyldu, Deddu og börnin, móður sína, systkini, tengdafólk, frændfólk og vinahópinn sem var stór og umvafði hann kærleik og tryggð fram á síðasta dag. Það vill oft verða þannig þegar veikindi eru lengi í fjölskyldum, þá spyrja allir hvernig sjúklingnum heilsast, en gleymist stundum að hlúa að þeim nánustu. Rabbi var í hjarta sínu fyrst og fremst Súgfirðingur og Ísfirðingur, og í gegnum tíðina kom hann oft á ári vestur og síðustu árin var hann flest sumur á Súgandafirði í húsi sem fjöl- skyldan á þar, og ræturnar voru sterkar. Rabbi var vakinn og sofinn fyrir fólkinu sínu fyrir vestan, og studdi hann dyggilega ísfirska körfu- boltafólkið og var hann svo sannar- lega stuðningsmaður nr. 1. Hann veitti þeim ómetanlegan stuðning og mætti á alla leiki þeirra sem hann komst á, og ekki má gleyma ungum tónlistarmönnum sem hann veitti lið og styrk. En nú er komið að kveðjustund. Það var fallegt kallið hans þegar það kom, er hann hvíldi umvafinn ást- kærri Deddu og fjölskyldunni. Rabbi er annar sem fellur frá í þessum ár- gangi, en ung skólasystir úr Bolung- arvík, Ásrún Benediktsdóttir, lést í bílslysi. Við skólasystkinin kveðjum nú yndislegan dreng. Guð gefi þér frið kæri vinur, þökkum vináttu og tryggð og fallega samveru. Er hann spilaði i síðasta skipti á Ísafirði með hljómsveit sinni, komum við saman skólasystkinin og færðum honum fal- legan tónstaf, áletraðan á þessa leið: „Tónarnir hljóma þangað sem sólar- geislarnir ná ekki“ og það er víst að við munum ekki bara sakna og minn- ast tónanna, heldur mannsins sem flutti okkur þá, en minningarnar um einstakan dreng munu fylgja okkur, og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans frá því í æsku. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Dedda og börn, Ragna og systkini, Bekka, Gummi og aðrir ástvinir, við skólasystkinin hneigjum höfuð hnípin, og sendum ykkur okkar dýpstu og einlægustu samúðar- kveðjur og biðjum að Guð gefi ykkur styrk. Árgangur 1954, Ísafirði. RAFN RAGNAR JÓNSSON Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég veit það vel, afi minn, að þú vildir engar lofræður um þig að þér látnum, en mér þykir þó þetta er- indi úr Hávamálum eiga einstak- lega vel við um þig. Það má kannski segja að þú sért fórnar- lamb eigin velgengni og góð- mennsku í lífinu því ekki er annað hægt en að bera lof á þig. Alltaf leið mér vel í návist þinni og ég hef oft hugsað með mér að FRIÐÞÓR GUÐLAUGSSON ✝ Friðþór Guð-laugsson fæddist í Vestmannaeyjum 11. október 1926. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja hinn 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 26. júní. þegar ég verð sjálfur orðinn afi þá vona ég að ég verði jafngóður afi og þú. Ég man sem gerst hefði í gær öll skiptin er við sátum saman í köflótta hægindastóln- um þínum og ég fékk að strjúka skegg- broddana þína með lófanum og við hlógum báðir afskaplega því mig kitlaði svo mikið undan broddunum. Að því loknu var svo yf- irleitt farið í „fagur fiskur í sjó“ og var spennan oft nærri óbærileg er það nálgaðist að höndin færi að detta og svo hlóstu mikið þegar þú náðir höndinni minni. Þegar ég fékk að gista hjá ykkur ömmu á Illugagötunni vorum við tveir oft á tíðum vaknaðir eld- snemma til að hlusta á veðurfrétt- irnar í útvarpinu meðan þú reyktir einn vindil. Ég man líka vel að þú varst oft á langflottasta bíl í heim- inum (að minnsta kosti í augum fimm ára bíladellugaurs) og þótti það nú ekki lítið sport að fá að sitja með afa í rauða Skipalyftu-pallbíln- um. Það er mér sérstaklega minn- isstætt er ég kom til ykkar 1995 á Þjóðhátíð ásamt tveimur vinum mínum og þú og amma fóruð með okkur á rúntinn á laugardeginum. Við vinirnir sátum þrír í aftursæt- unum á hvíta Dodge-inum eins og dæmdir menn og þótti okkur það nú ekkert alltof svalt að vera 17 ára og fara á rúntinn með afa og ömmu. Þegar við vorum svo komnir á móts við Tangann hlupu nokkur ölvuð ungmenni inn á akbrautina og skvetti eitt þeirra úr bjórglasi yfir framrúðuna á Dodge-inum. Amma hljóðaði upp yfir sig en við- brögð þín voru lýsandi fyrir þig og skapgerð þína. Það eina sem þú gerðir var að setja rúðuþurrkurnar á án þess að sýna minnstu svip- brigði og tala félagar mínir sem voru í bílnum með okkur enn þá um þetta í dag og eftir þetta fannst okkur bara nokkuð svalt að rúnta með afa. Það var ekkert sem gat sett þig úr jafnvægi. Minningarnar eru margar um þig, afi minn, og eru þær allar góð- ar. Þessi orð mín um þig eru ansi fá- tækleg miðað við allt það sem þú hefur gefið mér og er ég mjög rík- ur að eiga allar minningarnar um þig. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, en ég veit að aðskilnaðurinn er að- eins tímabundinn. Einn morgun vakna ég snemma, ég anda að mér vorinu. Ég horfi á flauelsmjúka skugga, sem fagna sólarkomunni. Ég stend á skýi í algleymi. Ég stend á skýi í alheimi. Og ég mun opna mitt hjarta og baða mig í dögginni og rísa upp sem nýr maður. Ó, ég hef fundið sjálfan mig. Ég stend á skýi í algleymi. Ég stend á skýi í alheimi. (Helgi Björnsson.) Sofðu rótt, Friðþór afi. Þinn Sigurður J. Stefánsson (Bíla-Jó). Ástkær eiginmaður minn og faðir, ÁRNI ÓLAFSSON frá Hlíð, Mímisvegi 6, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 28. júní. Jarðarförin hefur farið fram samkvæmt ósk hins látna. Erna Ragnheiður Sigurgrímsdóttir, Sigurgrímur Ingi Árnason. Frænka okkar, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Hlíð í Skaftártungu, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 28. júní. Jarðsett verður frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 10. júlí kl. 14. Systrabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EYÞÓRSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Guðjón Guðjónsson, Guðjón Guðjónsson, Hervör Hallbjörnsdóttir, Kristín María Guðjónsdóttir, Guðjón Elmar Guðjónsson, Jórunn Helga Steinþórsdóttir, Hallbjörn Sigurður Guðjónsson. Móðursystir mín, SVANA ARINBJARNARDÓTTIR, Birkimel 10B, Reykjavík, lést dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 12. júlí kl. 13.30. Arnheiður Guðmundsdóttir. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, BERGÞÓR MAGNÚSSON, Garðvangi, Garði, áður Hátúni 28, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi þriðju- daginn 29. júní. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 11.00. Anna Kristín Runólfsdóttir, Brad Zeuge, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG LILJA BJÖRNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 22. júní. Hún var jarðsungin í kyrrþey að eigin ósk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Guðbjörg Richter, Guðmundur Magnússon, Guðný Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÓLÍNA ARADÓTTIR, Móbergi, Langadal, verður jarðsungin frá Holtastaðakirkju laugar- daginn 10. júlí klukkan 14. Ari Hermann Einarsson, Halla Björg Bernódusdóttir, Björgólfur Stefán Einarsson, Jónína Lilja Guðmundsdóttir, Halldór Björgvin Einarsson, Bylgja Angantýsdóttir, Björg Einarsdóttir, Njörður Sæberg Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.