Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 8. júlí kl. 12.00: Jörg Sondermann orgel 10. júlí kl. 12.00: Christian Schmitt orgel 11. júlí kl. 20.00: Þýski orgelsnillingurinn Christian Schmitt leikur verk m.a. eftir Bach, Jón Ásgeirsson og Lizst. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008. lau. 10. júlí kl. 16.30 upps. fim. 15. júlí kl. 19.30 fim. 22. júlí kl. 19.30 Yfir 8000 miðar seldir lau. 10. júlí kl. 19.30 upps. fös. 16. júlí kl. 19.30 F im 08.07 20 :00 UPPSELT Fös 09.07 20 :00 UPPSELT Lau 10 .07 20 :00 UPPSELT F im . 15 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 16 .07 20 :00 LAUS SÆTI Lau . 17 .07 20 :00 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Steinsteypt einbýlishús á einni hæð 136,5 fm auk þess tvöfaldur bílskúr 80 fm. Í húsinu eru 4 svefnherbergi auk þess vinnuher- bergi, rúmgóð stofa og eldhús o.fl. Vel skipulögð eign á góðum stað sunnan megin á Arnarnesinu. Afhending gæti orðið í ágúst. Verð kr. 37,0 millj. BLIKANES - GARÐABÆ Einbýlishús á einni hæð um 216 fm auk þess innbyggður bílskúr um 26 fm. Vel staðsett hús á hornlóð og með mikilli útiaðstöðu. Hús byggt 1993. Í húsinu eru 5 góð svefnherbergi, mjög stórar stofur o.fl. Verð kr. 43,0 millj. KÖGUNARHÆÐ - GARÐABÆ Einbýlishús um 360 fm á tveimur hæðum með innbyggðum 57 fm tvöföldum bílskúr. Mjög rúmgott hús með stórum stofum, 5 svefnherbergjum o.fl. Gott útsýni. Verð kr. 38,0 millj. ESKIHOLT - GARÐABÆ Sérlega fallegt og vandað fullbúið einbýlishús byggt 1998 um 172 fm á tveimur hæðum auk þess bílskúr um 33 fm. Mjög góð stað- setning og glæsilega útfært hús. Lóð fullgerð og gott bílaplan framan við húsið. Í húsinu eru 3 mjög stór svefnherbergi og auð- velt að bæta við tveimur til viðbótar ef vill. Verð kr. 33,8 millj. ASPARGRUND - FOSSVOGSMEGIN Í KÓPAVOGI SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hleypir af stokkunum nýjung á næsta starfsári. Tónsprotinn er glæný fjögurra tónleika röð sem býð- ur upp á barnvæna efnisskrá fyrir alla fjölskylduna. Á fyrstu tónleik- unum, sem eru fyrirhugaðir í októ- ber, verður lagt upp í ferðalag um heiminn og komið víða við á framandi slóðum og leikin tónlist frá þeim áfangastöðum. Kvikmynda- og jólatónleikarnir eru einnig partur af Tónsprotanum en vinsældir þeirra hafa vaxið mikið síðustu árin, að sögn Sváfnis Sigurð- arsonar kynningarstjóra SÍ. Síðustu tónleikar Tónsprotans á starfsárinu eru á dagskrá 2. apríl, á 200 ára ártíð H.C. Andersen. Af því tilefni verður flutt tónverk eftir Bent Lorentzen, eitt virtasta tónskáld Dana, en hann hefur samið tónlist við ævintýrið góða um Eldfærin. „Undanfarin 10 ár hefur Sinfón- íuhljómsveitin boðið leikskólabörn- um á tónleika á hverju starsfári og ljóst að þar hefur verið sáð fræjum sem nú eru farin að spretta. Þetta fræðslustarf SÍ hefur skilað sér í auknum áhuga barna á sígildri tón- list og jafnframt virðist áhugi for- eldra á að kynna börnum sínum klassískar tónbókmenntir fara vax- andi,“ segir Sváfnir. „Nú eru foreldrar, ömmur, afar og forráðamenn allir, einnig boðnir sér- staklega velkomnir í skemmtilega upplifum í Háskólabíó næsta vetur. Áskriftarverði og verði á lausamiðum er stillt í hóf. Þannig kostar stakur miði á tónleika í röðinni aðeins 1.000 krónur fyrir 16 ára og yngri. Áskrift- arverð fyrir sama hóp er einungis 3.400 krónur. Fullorðnir greiða 1.500 krónur fyrir stakan miða en geta keypt áskriftarkort á 5.100 krónur.“ Allir tónleikarnir eru á laugar- dögum klukkan 15. Tónlist| Ný tónleikaröð hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands Boðið upp á barnvæna efnisskrá ELÍN Huld Árnadóttir sópran söng hlutverk Micaelu í óperunni Carmen eftir Bizet hjá Harpenden Light Operatic Society í Hertfordshire á Englandi fyrir skemmstu. Upp- færslan var sýnd fyrir fullu húsi og fékk afar lofsamlega dóma. Um söng Elínar sagði Lennie Self, gagnrýn- andi National Operatic & Dramatic Association, m.a. „Elín Árnadóttir var yndisleg sem Micaela og það var afar ánægjulegt að hlusta á fallega rödd hennar sem hún hafði greini- lega mikið vald á. Aría hennar í þriðja þætti og dúettinn með Don Jose í fyrsta þætti hljómuðu dásam- lega.“ Að sögn Elínar er hlutverk Mic- aelu fyrsta hlutverk hennar í breska óperuheiminum, en Elín flutti til Bretlands fyrir átta árum að loknu námi hjá Söngskólanum í Reykjavík. „Þó langt sé síðan ég lærði hlutverk Micaelu þá hef ég aldrei sungið það á sviði fyrr en nú. Í raun er þetta mjög þakklátt hlutverk að því leyti að Micaela kemur ekki inn á nema þrisvar sinnum og fær þá tækifæri til að syngja þessa fallegu tónlist sem samin er fyrir hana.“ Aðspurð segir Elín óperubrans- ann í Bretlandi afar harðan og ótryggan, enda sé mun minna stutt við óperustarfsemina í Bretlandi en til að mynda í Þýskalandi. „Ég ætl- aði raunar líka alltaf að fara til Þýskalands í framhaldsnám, en áður en af því varð skrapp ég í mína fyrstu heimsókn til Bretlands og eft- ir það varð ekki aftur snúið. Mér leið einfaldlega svo vel hérna í Bretlandi, leið bara eins og ég hefði alltaf átt hér heima og nú er ég hreinlega búin að festa hér rætur.“ Sigríði Ellu þakklát Elín lauk námi frá Trinity College of Music fyrir sex árum og segist síðan hafa sótt einkatíma hjá hinum ýmsu söngvurum. „Ég hef verið að vinna mikið með röddina, slípa hana til og það er í raun fyrst núna sem mér finnst ég hafa náð réttum þroska,“ segir Elín og þakkar það ekki síst samvinnunni við Sigríði Ellu Magnúsdóttur söngkonu sem býr í Lundúnum. „Á síðustu árum hef ég sótt tíma hjá þekktum söngvurum á borð við Graziella Sciutti og Lillian Watson, en það var ekki fyrr en ég kom til Sigríðar Ellu sem mér fleytti virki- lega fram, enda er hún frábær söng- kennari og stórkostlegur listamaður. Á þessu síðasta eina og hálfa ári sem ég hef verið hjá Sigríði Ellu hef ég náð að opna röddina, hún hefur stækkað mjög mikið og eflst. Mér finnst loks að ég hafi fundið röddina mína og það er mjög góð tilfinning.“ Spurð hvað sé framundan hjá sér segist hún fljótlega fara að búa sig undir haustið en í september fer að- alfyrirsöngsvertíðin í Bretlandi fram fyrir sýningar nk. vors og sumars. „Í augnablikinu er ég aðallega að stíla inn á Bretland, því ég vil vera ná- lægt Sigríði Ellu alla vega næsta ár- ið, en svo er aldrei að vita hvað ger- ist í framtíðinni og hvert ég fer.“ Spurð hvort landinn fái bráðlega tækifæri til að heyra í henni svarar Elín því játandi. „Það eru að verða fimm ár síðan ég hélt síðast tónleika heima og því auðvitað löngu orðið tímabært að skreppa heim til að halda tónleika. Ætli ég reyni ekki að stefna á tónleika heima með haust- inu,“ segir Elín að lokum. Ópera | Elín Huld Árnadóttir sögð yndisleg Micaela Hef fundið röddina Elín Huld Árnadóttir í hlutverki Micaelu ásamt Ian Priestley (Don Jose).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.