Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 27 Að eilífðarströnd umvafin elsku, frjáls ert farin ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið í mörgum mætum minningum sem lifa. (Jóna Rúna Kvaran.) Með vinarkveðju, Jóna Rúna Kvaran. HINSTA KVEÐJAréðust að okkur og félögum okkar. Þetta var fyrir 18 árum, komið undir morgun. Menn voru orðnir ölmóðir og enginn skýr í hugsun, nema Rafn sem brást hárrétt við þessu ofbeldi með því sem verður bezt lýst sem kristilegt hugrekki. Við sluppum heil- ir frá þessu atviki, sem hefði auðveld- lega getað breytzt í harmleik. Þar sýndi Rabbi ró og æðruleysi sem við dáðumst allir að. Það var þá sem ég kynntist Rabba og hans góðu kostum. Hann vann um skeið sem dagskárgerðarmaður á Rás 2 og skilningur hans á tónlist var næmur og djúpur eins og kemur bezt fram í hans eigin tónlist. Hann bjó yf- ir skemmtilegri frásagnargáfu, hafði skarpa rödd sem var krydduð vest- firzkum hljóm. Við urðum góðir mátar og samtöl okkar gátu oft dregizt á langinn. Sög- urnar voru sagðar með hæglæti þeg- ar hann var búinn að hita sig upp. Sérkennilegt fólk að vestan, æskuár- in, uppákomur í tónlistarbransanum, þetta og margt fleira gat honum orðið að umtalsefni og tilefni til skemmti- legheita. Hann var stundum dóm- harður um menn og málefni, en aldrei ósanngjarn eða umtalsillur. Aðrir munu rekja tónlistarferil hans betur en ég, en það sem ein- kenndi hann fyrst og fremst var inn- lifun, fagmennska og metnaður. Rabbi gerði líka kröfur til annarra, sem mótuðust af þessum einkennum. Þess vegna vildu allir spila með hon- um og vera með í hans músíkalska ævintýri. Ég sendi fyrir hönd fyrrum sam- starfsmanna hans á Rás 2 okkar inni- legustu samúðarkveðju til fjölskyldu hans og aðstandenda.. Farðu vel, kæri vinur. Magnús Einarsson. Við undirritaðar, félagar í stuðn- ingsklúbbi Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, sem kallast Ísfólkið, vilj- um fá að minnast vinar okkar Rabba sem við kynntumst í gegn um sam- eiginlegan áhuga á körfubolta. Rabbi var mikill og heitur aðdáandi KFÍ eins og við í Ísfólkinu og oft var glatt á hjalla hjá okkur eftir leiki og þá að sjálfsögðu sérstaklega eftir sigur- leiki. Einu sinni sem oftar sátum við í Sjallanum á Ísafirði eftir leik og þar var mikil gleði eins og alltaf. Einhver púki var í Rabba og Dúa Diddasyni og ákváðu þeir að panta sér pizzu og báðu þeir um að hún yrði send að Hafnarstræti 12, neðri hæð (sem er aðsetur Sjallans og Pizza ’67), en Hafnarstræti er frægt fyrir að vera illa merkt. Við skemmtum okkur öll konunglega yfir því að grey sendill- inn gekk fram og til baka við lengjuna í leit að Hafnarstræti 12. Gafst send- ilsgreyið loks upp og hringdi í símann hans Rabba sem var á pöntuninni til að spyrja til vegar, og var honum þá sagt að fara bara aftur upp með pizz- una og senda hana niður með lyft- unni. Mikið var hlegið að þessum hrekk þeirra félaga og ekki var hlát- urinn minni hjá þeim sjálfum. Þessi saga er lýsandi dæmi um þá góðu og miklu stemmningu hjá Rabba og þessum hóp þegar við hittumst og margt skemmtilegt var brallað. Aldr- ei var neina neikvæði eða uppgjöf að finna hjá honum Rabba og félagsand- inn réði ríkjum. Við erum ævinlega þakklát fyrir að hafa notið þeirra for- réttinda að hafa þekkt hann. Við viljum senda eiginkonu Rafns Jónssonar, börnum hans, fjölskyldu og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Ísfólksins. Margrét Brynja og Eygló. Fyrir réttum 8 árum, eða 25. júní 1996, lést móðir mín Jóna Alla Axels- dóttir úr MND. Við höfðum aldrei heyrt talað um þennan sjúkdóm og fannst við vera ansi ein í heiminum. Snemma árs 1992 fréttum við af Rabba sem var líka með þennan sjúk- dóm. Ég hafði ekki hugmynd um hver þessi maður var en þarna var loksins annar aðili með sama sjúk- dóm. Þau höfðu greinst á svipuðum tíma eða árið 1988. Í febrúar 1993 stofnuðum við MND-félag Íslands þar sem Rabbi var kosinn formaður og mamma og önnur kona meðstjórn- endur. Mamma var í stjórn þar til um vor- ið 1996. Ég tók við hennar sæti og sat þar til vors 2002. Í desember 2001 var stofnaður stuðningshópur um Rabba, Rabbarbararnir. Þar var samankom- inn stór hópur vina og ættingja hans, þar sem var ákveðið hvernig hver og einn gæti hjálpað og létt undir með fjölskyldunni. Þar sem ég var sú eina með hárgreiðslumenntun fékk ég það ánægjulega hlutverk að heimsækja hann reglulega og klippa. Fyrir utan fjölda heimsókna tengda félaginu, s.s. stjórnarfundi, aðalfundi og fundi fyr- ir aðstandendur og sjúklinga, sem mér finnst mjög mikilvægir þegar nýr sjúklingur greinist. Rabbi og Friðgerður eiginkona hans hafa stað- ið sig frábærlega við stjórn félagsins og útgáfu MND-blaðsins með grein- um um sjúkdóminn. Ég skellti mér í frí til Spánar med börnunum mínum 16. júní en heimsótti Rabba 10 dögum áður og klippti hann. Ég kvaddi hann með þeim orðum að við sæjumst aftur eftir 8 vikur. Eftir 12 ára vinskap var því ansi erfitt að vera svona langt í burtu, fá fréttir af andláti hans og geta ekki kvatt hann. Það er erfitt að skrifa í fáum orðum allt það sem mig langar til, en elsku Rabbi, ég vil þakka þér samferðina með MND-félaginu. Elsku Friðgerður og börn. Mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur minn er hjá ykkur. Kær kveðja frá Spáni, Íris Gústafsdóttir. Þegar ég var strákhnokki í minni fyrstu jarðarför var því hvíslað í eyra mitt að ekki væri ráðlegt að sakna látinna manna um of, því þá ættu þeir erfiðara með að komast í aðra vist. Væri þeirra ákaft saknað gátu þeir hugsanlega gengið aftur. Það er kominn 27. júní árið 2004, sólin skín, hitinn er á sínum stað, vindurinn er slíkur að fuglarnir reyna að halda sér fast í skýin, blómin bera sig vel, ég stend hjá rúminu hans Rabba með tár í augum og ég finn hjá mér einlægan, nístandi söknuð því hann Rabbi er dáinn. Hann liggur þarna í rúminu sínu, einsog hann gerði þegar ég sá hann um daginn. Yfir líkama hans er meiri friður en yf- ir okkur hinum, það er ljóst að hann er sálinni léttari, og þó að enn sé sama brosið, sama værðin og sama festan yfir þessu einlæga andliti, þá er mér fyllilega ljóst að umbúðirnar eru lítils virði þegar innihaldið er far- ið. Það er varla hægt að ætlast til þess að maður sleppi taki af öðrum eins öðlingi. Rabbi tók erfiðu lífshlaupi af ein- stöku æðruleysi. Svo einstakt var að fylgjast með honum takast á við sjúk- dóm sinn, að mér er það ljóst í dag, að einlægni hans, fáguð festan, yfirveg- aður skilningur á lífinu og tilverunni og æðruleysi hans gagnvart þjáning- unni og dauðanum hafa kennt mér meira en allar þær skruddur sem skápana fylla. Harmurinn kemur í hentugri stærð, honum má klæðast um nætur og daga, hann hæfir svo vel þegar sálin er særð, svo er hann þveginn og hengdur á snaga. Rabbi lét okkur í té svo mikið af fögrum hugsunum að þær munu seint til þurrðar ganga. Barnatrúin er enn að elta mig, því þegar ég hugsa um allt sem Rabbi gaf mér, þá er ekki hægt að hætta að sakna. Það er ekki hægt að slökkva á kærleika vináttunnar – láta einsog ekkert hafi gerst; stara útí loftið og þykjast ekki hafa tekið þátt í því sem átti sér stað, gleyma öllum gjöfunum og líta framhjá fegurðinni. Mér líður einfaldlega einsog barni sem búið er að opna alla pakkana á jólunum og áttar sig á því að það sem var í pökk- unum er meira virði en allar fögru umbúðirnar. Hamingjan og gleðin, þakklætið og væntumþykjan eru svo stór í sniðum að þau rúmast ekki öll í einu húsi. Ef maður ætti að þakka fyrir allar gjafirnar, þá tækju faðm- lögin og þakkarræðurnar alltof lang- an tíma. Ég læt duga að lúta höfði í lotningu og þakka fyrir þá leiðsögn sem Rabbi veitti mér. Að fá að kynn- ast slíkum manni eru forréttindi sem vart er hægt að meta. Lögmál heimsins þóknast þeim sem þrá að komast heim. Kristján Hreinsson, skáld. Við vorum svo „lánsöm“ að kynn- ast Rabba og Deddu fyrir nokkrum mánuðum. „Lán“ okkar var að ég greindist með MND-sjúkdóminn og þegar svo var komið var eins og að sjá til lands eftir hafvillu, við að kynnast þeim. Ráðgjöf, væntumþykja, stuðn- ingur og hvatning voru þau atriði sem við fjölskyldan sóttum á Norður- brautina. Alveg sama hvenær hringt var eða komið við, þá var alltaf nægur tími fyrir aðra hjá þessari fjölskyldu. Við sem eftir erum höfum frábæran grunn til að byggja á varðandi MND og við munum nota hann til að fleyta okkur áfram í leit okkar að lækningu á þessum banvæna sjúkdómi. Ég treysti á að við fáum notið leiðsagnar Deddu í því starfi, eins og hingað til. Elsku Dedda, Helga, Egill, Ragnar og Rafn Ingi, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Guðjón, Halla og dætur. Elsku Rabbi. Það er sumar og sólin skín. Ég kom heim úr ferðalagi á laugardegi og ákvað að kíkja til ykkar Deddu á mánudegi, en þá varstu far- inn, farinn í ferðalag, ég var að koma úr ferðalagi, þú farinn í ferðalagið sem bíður okkar allra. Ferðalag til annars heims, þar sem engir sjúk- dómar eða erfiðleikar eru til. Andar- tak lífs þíns á þessari jörð er liðið. Líf- ið er svo skrítið. „...lífið er eitt andartak, það líður fljótt þú veist ekki af því...“ Þetta er eitt af mínum uppá- haldslögum. Þú samdir það rétt eftir að þú vissir að MND yrði þinn föru- nautur. Lífið er tími, langur hjá sum- um, stuttur hjá öðrum, við höfum ekki öll sama tíma í þessu lífi. En það er mikilvægt að nota þann tíma sem við fáum vel. Því eitt er víst við lifum og deyjum og tíminn á milli lífs og dauða er mislangur frá manni til manns. Þú vissir að þinn tími yrði ekki langur, en hann var samt ótrú- lega langur með þann farangur sem þú barst með þér á þessari jörð. Far- angurinn var MND, farangurinn íþyngdi þér smátt og smátt og að lok- um gastu ekki borið meir. Farang- urinn yfirbugaði þig. Þú varst alltaf jákvæður og hress og ég dáðist oft að þeim styrk sem þú hafðir allan þenn- an tíma. Þú sýndir mikinn dugnað og æðruleysi þann tíma sem þú barst þessa byrði. Dedda og krakkarnir stóðu eins klettar þér við hlið ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum og vin- um. Þið Dedda bjugguð yfir einhverj- um óskiljanlegum mætti til að takast á við lífið og tilveruna og þá stað- reynd að MND var hluti af ykkar til- veru. Þú fannst þér stöðugt nýjar leiðir til að höndla lífið með MND. Í huga mínum á ég minningar, sem ég mun varðveita um aldur og ævi. Minningar um ykkur Deddu og sam- skipti okkar. Nú hefur þú kvatt þína frábæru fjölskyldu og vini, sáttur við guð og menn, tilbúinn að takast á við ný verkefni sem bíða þín í nýjum heimi. Elsku Rabbi, takk fyrir að fá að kynnast þér og þinni elskulegu fjöl- skyldu. Af ykkur lærði ég margt, takk fyrir það. Elsku Dedda og börn, ég veit að þið voruð búin að búa ykk- ur undir þessa sorgarstund. Það er alltaf sorglegt að missa. Rabbi er far- inn og kemur ekki aftur. Ég bið allt hið góða að halda verndarhendi yfir ykkur öllum og styrkja ykkur í að takast á við lífið. Ég er sannfærð um að Rabbi sendir ykkur litla vernd- arengla sem munu vaka yfir ykkur öllum. Með þessu orðum kveð ég þig Rabbi minn og þakka allar stundirn- ar sem ég átti með þér og Deddu. Björk Jónsdóttir. Daginn eftir að Rabbi dó setti ég Andartak á fóninn, sólóplötuna sem hann gaf út skömmu eftir að hann greindist með MND-sjúkdóminn. Sem ég hlustaði á þetta eyrnakonfekt hans fannst mér eins og hann væri hérna ennþá og talaði til mín í gegn- um tónlistina, miðlaði tilfinningum sínum og hugrenningum um lífið og tilveruna. Fæst þurfum við að horfast í augu við dauðann af sama miskunnarleysi og Rabbi. Sú reynsla varð honum inn- blástur í tónlistarsköpun sinni og sýndi okkur í leiðinni hvað listin er dásamlegt tæki til að deila mennsku okkar með öðrum, til að sameina hug- ina og létta þannig af okkur angist og einsemd. Listin er í rauninni aðferð til þess að hefja okkur yfir takmark- anir holdsins. Rabbi var veigamikill partur af sviðsmynd okkar sem uxum úr grasi á Ísafirði á áttunda áratugnum. Hann hafði áhrif á tónlistarsmekk okkar og slátturinn úr trommusettinu hans varð undirspil ástarinnar hjá okkur mörgum. Ekki er heldur ótrúlegt að metnaður hans og frami í tónlistar- geiranum hafi hvatt aðra Vestfirð- inga til dáða, svo ekki sé talað um lærdóminn sem draga má af allt að því ofurmannlegum fangbrögðum hans við erfiðan sjúkdóm. Það er mikils virði fyrir hvert samfélag að eiga slíka menn og þeir lifa með okk- ur lengi eftir að andartak þeirra á jörðu er liðið. Takk fyrir mig, Rabbi. Rúnar Helgi Vignisson. Mínar fyrstu minningar um Rabba eru úr Aðalstrætinu á Ísafirði. Hann átti heima í húsinu númer 15 en ég í númer 19. Þetta hefur verið í kring- um 1960, þegar eyrin á Ísafirði hafði þann ósnortna sjarma sem við hugs- uðum oft til með söknuði. Rabbi var tveimur árum eldri en ég, stór og sterkur. Þetta var á þeim árum þegar krakkar léku sér og einhvern veginn var allt svo áhyggjulaust. Fjaran, bæjarbryggjan, bólvirkið voru leik- svæði sem við púkarnir kunnum að umgangast og þeir eldri pössuðu þá yngri. Rabbi passaði mig. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og við Rabbi höfum alltaf verið vinir. Ég man a.m.k. ekki eftir mér án þess að einhvers staðar bóli á Rabba. Rabbi var í fótboltanum, körfubolt- anum, handboltanum og öllum hinum íþróttagreinunum sem krakkar á Ísa- firði stunduðu í þá daga. Rabbi var með í stríðsleikjunum á gömlu salt- fiskreitunum. Rabbi var að dorga á bryggjunni. Rabbi var í hverfisleikj- unum á kvöldin þegar krakkar á öll- um aldri léku sér saman langt fram á kvöld. Rabbi safnaði hljómplötum og kenndi okkur hinum að hlusta á tón- list. Rabbi las ljóð og heimspekibæk- ur langt á undan okkur hinum. Rabbi hafði sérstakt dálæti á körfuboltanum enda náði hann mjög góðum tökum á honum og á unglings- árunum var hann í hópi sterkustu leikmanna í hans aldursflokki. Hann hélt alltaf tryggð við KFÍ og fylgdist grannt með gengi þeirra í körfunni. Einn var sá staður sem Rabbi átti útaf fyrir sig. Það var Súgandafjörð- ur. Þangað fór Rabbi öll sumur og þar átti hann sín leyndarmál. Á seinni árum er ég viss um að hann leit ekki síður á sig sem Súgfirðing en Ísfirð- ing. Kannski er það einmitt þessi holl- usta og trygglyndi sem lýsa Rabba best. Hollusta hans við uppruna sinn og ætt, landsbyggðina, Íslendinginn, sjómennskuna og þá lífsýn og hug- sjónir sem hann fékk í veganesti í heimahúsum. Við vinirnir dáðumst að staðfestu hans og trygglyndi. Ekki minnkaði stoltið þegar Rabbi byrjaði í tónlistinni. Okkur fannst hann bestur. Samdi frábær lög og texta og alltaf valdi Rabbi bestu lögin til að spila á böllunum. Rabbi „lúkk- aði“ líka best. Við litum á hann sem leiðtoga hinna. Rabbi var einfaldleg foringinn í þeim hljómsveitum sem hann starfaði í. Það fannst okkar að minnsta kosti. Listrænir hæfileikar hans og innsæi áttu síðar eftir að staðfesta að við höfðum rétt fyrir okkur. Eftir að Rabbi veiktist af MND- sjúkdómnum fannst mér bestu kostir hans persónuleika magnast. Æðru- leysi hans, yfirvegun og óskiljanleg jákvæðni, fylltu mig oft undrun. Að upplifa hvernig hann helgaði sig MND-félaginu og hvernig hann hug- hreysti og huggaði aðra í þeirra erf- iðleikum. Hvernig í ósköpunum gat drengurinn verið svona jákvæður og sterkur? Ég held að svörin liggi sum- part í því hve einstakur persónuleiki Rabbi var, sumpart í því hve gott uppeldi hann fékk og eins í því hve góða fjölskyldu hann átti. Hann elsk- aði Deddu og börnin sín meira en allt annað og seinustu dagarnir á Norð- urbrautinni þegar hann hafði þau öll hjá sér gáfu honum óendanlega mik- ið. Rabbi kvaddi stoltur. Þessa dagana er hugur minn hjá Deddu, Rögnu mömmu Rabba og systkinum hans, börnunum hans, þeim; Helgu Rakel og ófæddu barna- barni Rabba sem hann var svo stoltur af, Agli, Ragnari og Rafni Inga. Þið vitið auðvitað alveg jafn vel og ég hve einstakur og yndislegur maður Rabbi var. Um leið og við kveðjum góðan vin sendum við Ragna Dóra og krakk- arnir ykkur samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur. Kristinn Einarsson. Hetjulegri langri og strangri bar- áttu er nú lokið, ljúfur drengur og yndislegur æskuvinur er fallinn frá. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.