Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEILSUGÆSLA er sú grunn- þjónusta sem þegnar landsins eiga kost á til heilsuverndar auk þess sem þeir geta leitað til heilsugæsl- unnar ef um heilsubrest er að ræða. Hjúkrunarfræðingar innan heilsugæslunnar eiga stóran þátt í að þróa heilsuvernd á Íslandi og eru stærsti hópurinn innan heil- brigðiskerfisins sem vinnur að for- vörnum og heilsuvernd. Meðal starfa heilsugæsluhjúkrunarfræð- inga má m.a. nefna mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skóla- heilsugæslu og heilsuvernd aldr- aðra auk þess sem þeir sinna mót- töku sjúkra og slasaðra, símaþjónustu og heimahjúkrun. Mæðravernd er sinnt af hjúkr- unarfræðingum og ljósmæðrum sem hafa það hlutverk að gæta að og efla heilsu, vöxt og þroska móð- ur, barns og fjölskyldu með eft- irliti, stuðningi og fræðslu. Eftir að börnin fæðast fylgja heilsu- gæsluhjúkrunarfræðingar þeim og fjölskyldum þeirra eftir í 6 ár. Að meðaltali er hver fjölskylda heim- sótt 4x fyrsta ár barnsins og reglulegar skoðanir á heilsugæslu- stöð eru 10 sinnum á þessu 6 ára tímabili. Heilsugæsluhjúkr- unarfræðingum gefist þar gott tækifæri til að fylgjast með, styðja við og gefa foreldrum ráð í umönn- un og uppeldi barna sinna og leggja grunn að heilbrigðum lífs- háttum. Þegar barnið kemst á skólaaldur tekur skólaheilsugæslan við og sinnir fræðslu og heilsueflingu barna upp að 16 ára aldri. Innan skólanna reynir á mátt og megin hjúkrunarfræðingsins því starfið er mjög krefjandi og jafnframt fjölbreytt. Það felst m.a. í ráðgjöf og stuðningi vegna eineltis, áfalla, skorts á umhyggju, þunglyndis, kvíða og hegðunarerfiðleika. Skólahjúkrunarfræðingar sinna einnig slysaþjónustu, almennum líkamsskoðunum og bólusetn- ingum auk heilbrigðisfræðslu fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og kennara. Heilsuvernd aldraðra er þjón- usta sem tekin hefur verið upp á nokkrum heilsugæslustöðvum. Hjúkrunarfræðingar þar sinna op- inni móttöku, hafa fastan símatíma og fara í vitjanir ef þörf er á. Markmiðið er að fræða, veita ráð- gjöf og fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan. Heimahjúkrun sem sinnt er all- an sólarhringinn er víða stór hluti af starfi heilsugæsluhjúkr- unarfræðinga. Helstu markmið heimahjúkrunar eru að gera fólki kleift að dvelja heima við sem eðli- legastar aðstæður eins lengi og þeim er unnt, þrátt fyrir sjúkdóma og/eða heilsubrest. Hjúkr- unarfræðingarnir hvetja ein- staklinginn til sjálfshjálpar, með því að efla sjálfstraust og sjálfs- virðingu hans. Á undanförnum árum hefur ver- ið boðið upp á ýmsa nýja þjónustu og mörg ný verkefni eru í þróun. Sem dæmi má nefna unglinga- móttökur, skimun og þjónustu við mæður sem þjást af andlegri van- líðan eftir fæðingu og for- eldrafærninámskeið sem haldin eru fyrir foreldra tveggja, sex og tólf ára barna. Það sem hér hefur komið fram er ekki tæmandi listi yfir störf heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga en sjá má að verkefnin eru mörg og af ýms- um toga. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er haldinn 12. maí ár hvert. Af því tilefni minnast heilsugæslu- hjúkrunarfræðingar þess frum- kvöðlastarfs og heilbrigðisstefnu sem Florence Nightingale gegndi og hélt á lofti. Hún sýndi meðal annars fram á mikilvægi almennr- ar heilsuverndar s.s. hreinlætis og hreins lofts. Þó að áherslur í heilsuvernd séu aðrar í dag en á tímum Nightingale eru þær ekki síður mikilvægar. Velmegunar- samfélagið sem við búum við í dag hefur leitt af sér sjúkdóma sem tengdir eru lífsstíl. Offita og reyk- ingar hafa t.d. bein áhrif á sjúk- dóma eins og hjarta- og æða- sjúkdóma, ýmis krabbamein og sykursýki. Fleiri þættir hafa þarna áhrif eins og fátækt og slæmar félagslegar aðstæður, en alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga í ár var einmitt tileinkaður fátækt. Þróuninni sem rakin er hér að framan þarf að sporna við. Þess vegna þarf að auka vægi heilsu- verndar og heilsueflingar innan heilbrigðisþjónustunnar. Ef unnið er eftir höfuðmarkmiði íslensku heilbrigðisáætlunarinnar til 2010 „að efla heilsu allra eins og kostur er“ mun heilsufar þjóðarinnar batna.. Hjúkrunarfræðingar innan heilsugæslu eru í lykilaðstöðu til að stuðla að bættri heilsu og lífs- gæðum fólksins í landinu og ber yfirvöldum að styrkja starf þeirra með auknum fjárveitingum þar sem störf þeirra eru fjárfesting til framtíðar. Fjárfesting til framtíðar Sigrún K. Barkardóttir og Brynja Örlygsdóttir skrifa um heilsugæslu ’Þess vegna þarf aðauka vægi heilsuvernd- ar og heilsueflingar innan heilbrigðis- þjónustunnar.‘ Sigrún K. Barkardóttir Höfundar eru í stjórn deildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Brynja Örlygsdóttir E itt er það sem mér finnst mikilvægast í heiminum, en það er að vera kátur. Bjartsýni og já- kvæðni eru meðal helstu dyggða mannsins að mínu mati. Í öllum samskiptum og framkvæmdum er mikilvægt að vera jákvæður og líta til framtíðar. Vondu fréttirnar koma nógu snemma þó maður sé ekki að bíða eftir þeim tautandi: „Þær hljóta að koma fyrr en seinna … Hnuss … “ Kátínan er mitt líf og ég lifi fyrir það að færa öðru fólki kátínu, því þrátt fyrir allt þá er það kátína og æðruleysi sem gerir okkur kleift að takast á við þá erfiðleika sem lífið fylla. Kátínan er líka svo góð fyrir heilsuna, hlát- urinn lengir lífið og allt það. Og ef maður á að deyja, er þá ekki betra að deyja með bros á vör heldur en með sam- anherpt andlit fýlupokans? Ekki það að maður eigi ekki að taka líf- ið alvarlega. Lífið er alvarlegt, það er óumflýjanlegt, eins og matur er kjöt, fiskur eða græn- meti, en kátínan er besta kryddið. Vinur minn sagði mér líka of- boðslega skemmtilega sögu nú um árið. Í Svíþjóð ku það vera ár- legur viðburður að elgir geri óskunda á haustin, a.m.k. tvo daga í röð. Fyrri daginn er það vegna kátínu þegar þeir finna epl- in sem detta af eplatrjánum, eta þau og hoppa síðan kampakátir niður í borgirnar, velta fólksbílum og brjóta rúður í búðum. Seinni daginn er orsökin önnur og afleið- ingarnar jafnvel verri. Þá taka timburmennirnir við elgunum og gera þeim lífið leitt. Þá koma elg- irnir aftur í bæinn og ekki í eins góðu skapi, skemmdirnar svip- aðar, forsendurnar aðrar. Skemmtanalíf og næturlífið finnst mér eiga að vera vett- vangur kátínu, en undanfarin ár hefur mér fundist næturlíf Reykjavíkur verið að færast sí- fellt meira í átt til skyldurækni, vanafestu og fýlu en kæti og gleð- skapar. Ég var einn af þeim sem studdu heilshugar lengingu af- greiðslutíma skemmtistaða, en nú sé ég eftir þeirri breytingu og horfi saknaðaraugum til gamla góða „korter í þrjú“-tímabilsins. Verandi skemmtikraftur, þá hef ég upplifað næturlífið á þess- um tveimur tímabilum og ég get sagt þér lesandi góður að þegar fólk mætir á svæðið á skikk- anlegum tíma, þá er dansinn allt annar, þá er stemningin allt önn- ur. Árið 1997 mætti liðið rétt að verða tólf og var komið upp á borðin í trylltum dansi rétt að verða eitt. Þú getur ímyndað þér hvernig hitinn var í húsinu þegar klukkan nálgaðist þrjú, allir að farast úr uppáhalds grunnþörf mannsins og makaleitin í há- marki. Þá var gaman að vera skemmtikraftur í Reykjavík, maður spilaði frá tólf til þrjú og svo var haldið út í nóttina á vit ævintýranna. Þá var kátína, þá var gleði, hopp og hí. Fólk dans- aði eins og ölóðir sænskir elgir. Á tyllidögum eins og gamlárskvöldi var hægt að dansa miklu lengur og þá var alveg æðislega gaman að vera til. Það var „spari“. En nú er öldin önnur. Fólk hangir í heimahúsum til tvö á nóttunni og neyðist síðan á end- anum til að flýja hótanir um lög- regluvald niður í bæ, þar sem það dúsir í einhverju volæði til að verða sjö á morgnana þegar það dröslast dauðþreytt úr bænum, gleðisnautt og úrvinda. Ráfandi uppvakningar brölta um miðbæ- inn klukkan sex um nótt og vita ekki hvort þeir eru meira fullir eða þreyttir, en þeir eru allaveg- ana úrillir og pirraðir eins og timbruðu elgirnir. Hlutverk skemmtikraftsins hefur líka breyst. Í stað þess að spila fyrir fullu húsi gesta sem hafa til þrjú, kannski fjögur, til að skemmta sér leika þeir fyrir hálf- fullum kofum af draugum. Eig- endur skemmtistaða gera líka þær kröfur til þeirra fáu tónlist- armanna sem eftir eru í þessu fúla ástandi, að þeir spili frá tólf eins og áður, en nú til sex um nóttina, því þá eru uppvakning- arnir á svæðinu. Eitthvað er að. Svo ég ákvað að prófa að spila úti á landi, þar sem skemmt- analífið er enn ómengað af þess- ari vitleysu. Og viti menn! Þar ruddist fólk inn í kringum tólf og tók strax til við að dansa eins og það ætti lífið að leysa. Mér leið eins og ég hefði stigið gegnum ormagöng, ferðast gegnum tím- ann. Þetta var eins og að spila fyrir útlendinga! Eða elgi! Kát- ínan greip mig á ný og nú hef ég gerst aðdáandi hinna dreifðu byggða. Ég hvet öll sveitarfélög á landsbyggðinni að hundsa þennan vitleysisgang sem hefur viðgeng- ist hér í Reykjavík. Þetta leiðir bara til meiri leiðinda og minni kátínu, svo ekki sé minnst á þær afleiðingar sem svona sólarhringsheljarstökk hafa fyrir vinnuveitendur sem búa við ævar- andi draugagang hálfa vikuna á meðan starfsmenn „jafna sig“ eft- ir „djammið“. Að lokum langar mig að vitna í Kárahnjúkamálið, svo ég bregði nú ekki út af vananum. Ó, hvað ég man þá tíð að okkur vitleysing- unum var sagt af okkur betri mönnum að búið væri að kjósa um málið og nú þýddi ekkert að væla. „Það er búið að taka ákvörðun og nú verðum við þjóðin öll að standa saman um þetta,“ sögðu góðir menn í sáttaróm um leið og þeir nudduðu salti í sár okkar með flennistórum myndum af fögnuði virkjanasinna og skilti þar sem stóð: „Við unnum!“ Í anda þeirra tilmæla mér betri manna, vil ég beina því til þeirra sem nú hvað fjálglegast skrifa um vandræðagang forseta vors og væla yfir kjörsókn og auðum at- kvæðaseðlum, að það er búið að taka ákvörðun og nú verðum við þjóðin öll að standa saman um þetta. Svo verið kát og horfið til framtíðar, björtum augum. Að minnsta kosti hefur forsetinn ekki eyðilagt neinar náttúru- perlur, nema ef vera skyldi það fjall leiðinda og trjáplöntunar- hefðar sem forsetaembættið var orðið. Mikilvægi kátínunnar Ekki það að ég meini að maður eigi ekki að taka lífið alvarlega. Lífið er al- varlegt, það er óumflýjanlegt, eins og matur er kjöt, fiskur eða grænmeti, en kátínan er besta kryddið. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐINU laug- ardaginn 3. júlí síðastliðinn beindi Ríkharð Brynjólfsson til mín tveimur fyrirspurnum vegna nýaf- staðinna forsetakosninga. Fyrri spurningin var hvaðan kjörstjórn hafði upplýsingar um hina ýmsu sem ætluðu að skila auðu og hin síðari hvort þessir ýmsu hefðu óskað eftir þessari ný- breytni í birtingu við kjörstjórn? Það er misskilningur hjá Rík- harði að auð atkvæði hafi aldrei verið talin sérstaklega í kosn- ingum. Þau hafa alltaf verið talin sérstaklega í lok talningar á kosn- inganótt og í kosningaskýrslum sem skilað er til Hagstofu Íslands hafa auð atkvæði ávallt verið til- greind sérstaklega. Það sem var nýtt í nýafstöðnum forsetakosn- ingum, a.m.k. í Reykjavík- urkjördæmunum, var að auð at- kvæði voru talin jafnóðum með gildum atkvæðum. Þegar fyrstu tölur voru birtar í Reykjavík- urkjördæmi norður strax upp úr klukkan 22 að kvöldi kjördags, var upplýst hvernig þau atkvæði sem þá höfðu verið talin skiptust milli frambjóðendanna þriggja og hversu mörg auð atkvæði voru. Þetta var eina nýbreytnin. Varðandi fyrri fyrirspurn Rík- harðs þá komst yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður, frekar en aðrir sem fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun, ekki hjá því að verða vör við þann áhuga sem var á því hversu margir myndu skila auðu í væntanlegum forsetakosn- ingum. Taka má sem dæmi for- síðufrétt í Fréttablaðinu nokkrum dögum fyrir kosningar, þar sem kynnt var niðurstaða skoð- anakönnunar, sem benti til þess að fimmtungur þjóðarinnar ætlaði að skila auðu. Þá hafði einn fram- bjóðendanna þriggja skorað ítrek- að á kjósendur, sem ætluðu að skila auðu, að greiða honum frek- ar atkvæði. Síðast en ekki síst var það áhugi fjölmiðla á málinu, sem voru í miklu sambandi við yf- irkjörstjórn vegna málsins síðustu daga fyrir kjördag. Sá sem ekki varð var við það dagana fyrir kjördag að margir hygðust skila auðu hlýtur hreinlega að hafa ver- ið dáinn eða a.m.k. meðvitund- arlaus. Það voru því eðlileg við- brögð hjá yfirkjörstjórn að telja auðu seðlana jafnóðum. Að því er seinni fyrirspurn Rík- harðs varðar skal það tekið fram, að ef frátaldir eru fréttamenn ým- issa fjölmiðla sem höfðu samband við yfirkjörstjórn vegna málsins, en þeir eru auðvitað einnig kjós- endur, hafði enginn kjósandi sér- staklega samband við yfirkjör- stjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna málsins. Hins vegar skal tekið fram að í kringum al- þingiskosningar í fyrra fékk und- irrituð fyrirspurnir eftir kosning- arnar af hverju auðu atkvæðunum hefði ekki verið gert hærra undir höfði þá en raunin var. Ríkharð fullyrti í grein seinni að það væri nánast útdautt, eins og hann orðaði það, að kjósendur nýti sér rétt sinn til að breyta at- kvæðaseðlum. Þetta er ekki rétt hjá Ríkharði. Þannig nýttu hundruð kjósenda sér þann lög- bundna rétt sinn við síðustu al- þingiskosningar í Reykjavík- urkjördæmi norður og strikuðu út einstaka frambjóðendur og/eða breyttu röð á frambjóðanda á kjörseðlum. Ríkharð getur kynnt sér málið frekar í kosninga- skýrslum Hagstofu. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þórunn Guðmundsdóttir svarar Ríkharði Brynjólfssyni Frá Þórunni Guðmundsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.