Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 33
Útsala
Gallabuxur 3.990 st. 26-48
Kvartbuxur 1.990 st. 36-44
Bolir frá 1.000
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Sumarið er tími skordýranna sem oft takasér bólfestu í görðum og híbýlummanna, fólki til mismikillar gleði eðaama. Erling Ólafsson skordýrafræð-
ingur segir sumarið fara vel af stað með tilliti til
skordýra og geitungar verði t.a.m. meira áber-
andi í sumar en í fyrra ef að líkum lætur, sér-
staklega holugeitungar sem ber að varast.
Eru einhver skordýr sem hafa numið land í
fyrsta sinn í sumar eða allra síðustu ár?
„Já, sem dæmi þá er ein fluga, heiðgul á lit,
sem fannst fyrir nokkrum árum á litlu svæði í
Suðurhlíðum við Fossvogskirkjugarð og hefur
síðan verið að breiðast út frá þeim punkti nokk-
uð hratt. Það hefur smá stækkað útbreiðslu-
svæðið á hverju ári þangað til núna að hún virð-
ist vera sumstaðar orðin gríðarlega algeng í
görðum á höfuðborgarsvæðinu.“
Er hún þá bundin við Reykjavík?
„Já, Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Einna
mest er að finna af henni í Fossvogshverfi en
hún er víðar.“
Hvað er vitað um þessa tegund flugna?
„Þetta er ekki áhyggjuefni. Lirfurnar alast
upp í rotnandi laufblöðum, þetta er rotvera, og
heldur sig gjarnan til í þéttu hekki. Með því að
hrista limgerðið þá flýgur dágott ský af þessum
flugum. Þær fljúga reyndar ekki mjög mikið,
eru meira inni í laufþykkninu. Þetta er greini-
lega nýliði, hvernig sem hann hefur borist, það
er ekki gott að segja.“
Fer hún inn í híbýli manna?
„Já, hún gerir það. Hún getur komið inn um
glugga og það var meira að segja í einu tilfelli
kallaður til meindýraeyðir út af kvikindum sem
höfðu safnast fyrir í loftræstikerfi sem reyndust
vera þetta.“
Hvað með geitunga og býflugur, eru þessi
skordýr komin á stjá?
„Já, það er mjög mikið af hunangsflugum.
Það fór mjög vel af stað í vor og þær virðast
pluma sig vel. Búin eru komin á það stig að
þernur eru farnar að fljúga um. Það er fáliðað í
búunum ennþá en þeim fjölgar með hverjum
deginum.“
Þannig að meindýraeyðar eru farnir á stjá
núna?
„Ég ætla að vona að þeir láti hunangflug-
urnar í friði. Það er enginn skaði af þeim á
nokkurn hátt og ef eitthvað er bara gagn. Hér
áður fyrr þegar þessar stóru flugur voru að
nema land var ákveðin hræðsla í gangi en hún
er að langmestu leyti liðin hjá, sem betur fer.“
En geitungarnir geta verið varasamir, ekki
satt?
„Menn þurfa að umgangast þá með varúð.“
Skordýr|Íslenskt skordýrasumar fer vel af stað
Enginn skaði af hunangsflugum
Erling Ólafsson er
fæddur 28. september
1949 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1969 og
BS-prófi í líffræði frá
Háskóla Íslands árið
1972. Erling lauk dokt-
orsprófi í flokkunar-
fræði dýra (skordýra)
frá Háskólanum í Lundi
í Svíþjóð árið 1992.
Hann hóf störf hjá Náttúrufræðstofnun Ís-
lands 1. janúar 1978 og gegnir þar starfi sér-
fræðings í skordýrafræði. Erling er kvæntur
Margréti Sigurgeirsdóttur.
Hægt að gera mikið
fyrir lítið
MATARVERÐ í Evrópu er hvað
hæst á Íslandi, segir í skýrslu Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands.
Ég byrjaði 1978 að hjálpa einu
barni á Indlandi með því að borga 900
krónur á mánuði fyrir skólagöngu,
eina heita máltíð á dag og lækn-
ishjálp. Í dag er ég með fimm börn,
en hér á Íslandi dugar mér þetta ekki
einu sinni fyrir matvöru í eina viku.
Fimm börn í heilan mánuð! Það er
hægt að gera svo mikið fyrir svo lítið.
Það væri auðvelt að bjarga millj-
ónum af barna frá hungurdauða ef
milljónir manna um allan heim
myndu hugsa þannig. Það er senni-
lega besta leiðin til að berjast við
hungursneyð sem er alltaf að versna.
Eigum við ekki að hugsa um okkar
minnsta bróður? Eitthvað á þá leið
syngur Björgvin Halldórsson. Hve-
nær vill fólk vakna og taka við sér?
Það gæti jafnvel skeð hér á Íslandi ef
fiskistofnarnir halar áfram að hrynja.
Hver veit hvað morgundagurinn ber í
skauti sér?
S.R. Haralds,
Bleikargróf 9, R.
Hrós til sláttumanna
íBreiðholti
ÉG verð að þakka flokksstjóranum
Gunnari Jónssyni og hans flokki fyrir
almenna kurteisi og góðan garðslátt.
Þannig var að ég hringdi inn á
bækistöð 4 í Breiðholti og bað um að
grasið upp við girðinguna í garðinum
mínum yrði slegið. Samdægurs komu
þessi prúðu og duglegu ungmenni og
uppfylltu ósk mína og gott betur. Hér
með er mínu þakklæti komið á fram-
færi.
Einn ánægður.
Úlpa tekin í misgripum
FÖSTUDAGINN 2. júlí fékk ég mér
kaffi ásamt syni mínum á Kaffi krús á
Selfossi. Sonur minn gleymdi þar
blárri úlpu frá 66° N. Úlpan er í full-
orðinsstærð og var vel merkt. Þeir
sem kannast við að hafa tekið úlpuna
eru beðnir að koma henni aftur á
Kaffi krús eða hringja í síma 553 4366
eða 895 0266.
Lóa týndist í Fellsmúla
LÓA týndist úr fóstri í Fellsmúla
þriðjudaginn 29. júní sl. Hún er grá
og hvít, með rauða ól og er merkt með
nafnspjaldi. Hennar er sárt saknað.
Vinsamlegast látið vita í síma
897 6569 eða 564 4117 ef þið hafið séð
Lóu.
Hefur þú séð svartan kött?
KISINN okkar, hann Jáum, týndist
15. mars sl. Hann er einlitur svartur
fress, eyrnamerktur R0015 (eða
R70015). Hann var með bláa ól þegar
hann týndist og rautt nafnspjald. Ólin
er þó líklega dottin af eftir allan þenn-
an tíma. Við eigum heima í Árbæ, 110
Rvk., en hann hefur líklega álpast
lengra í burtu. Ef þú hefur einhverjar
upplýsingar varðandi þetta, vinsam-
legast hringdu í síma 587 1966 eða
866 0701. Sigrún.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
BELGÍSKI listamaðurinn Jeanine
Cohen opnar sýningu í i8, Klapp-
arstíg 33, kl. 17 í dag.
Á sýningunni eru stór málverk
ásamt minni verkum gerðum úr
plasti og lituðum pappír. Þetta er
fyrsta sýning Cohen á Íslandi en i8
hefur kynnt verk hennar á lista-
messum undanfarin ár.
Edith Doove segir m.a. í sýning-
arskrá: „Það er engin tilviljun að
málverk belgísku listakonunnar
Jeanine Cohen skuli hafa ratað
hingað til Íslands. Á einhvern hátt
eiga þau vel heima hér. Þessi verk
segja okkur á hljóðan og hæversk-
an hátt sögur sem rétt eins og víð-
fræg náttúra þessa lands einkenn-
ast af sterkum andstæðum, og í
verkunum má finna bæði að því er
virðist óhlutbundna nálgun og
geysinæmt auga fyrir smáatriðum.
Þó hefur Cohen aldrei komið til Ís-
lands. Verk hennar eru afrakstur
annars konar og almennari, mjög
nákvæmrar rannsóknarvinnu.
Auk þess að vinna með liti og ljós
stillir hún einnig saman af mikilli
nákvæmni léreftsmálverkum af
ýmsum stærðum og mismunandi
þykkt. Minni málverkin sem hún
stillir upp að ofan eru þykkari en
þau stærri fyrir neðan, en með því
nær hún fram áhugaverðri spennu.
Þegar ég átti síðast leið til Reykja-
víkur kom ég á Kjarvalsstaði og rak
þar augun í tilvitnun í málarann
þekkta, Jóhannes Kjarval, þar sem
hann lýsir litbrigðum mosans. Þessi
nýjustu verk Cohen, röð stórra mál-
verka, virðist á einhvern hátt eiga
samræðu við þessi orð Kjarvals.“
i8 er opið fimmtudaga og föstu-
daga kl. 11–18, laugardaga kl. 13–
17 og eftir samkomulagi. Sýning-
unni lýkur 21. ágúst.
Tvö verka Jeanine Cohen. Án titils, 2004, akrýl á striga.
Stór og minni verk í i8