Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 11 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 SANDALAR MARGAR GERÐIR OG LITIR Litir: Blátt, drapp og rautt Stærðir: 24-38 VERÐ ÁÐUR 4.995 VERÐ NÚ 1.995 „MÉR finnst þetta ennþá í mikilli óvissu,“ segir Guðjón Arnar Krist- jánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, um fund George Bush og Davíðs Oddssonar um varnarsamstarf ríkjanna. Varnarmálaráðuneytið bandaríska geti ennþá dregið úr starfsemi varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli eins og það hafi verið að gera. Ekki hafi komið fram að stöðva eigi það ferli. Óvissa fyrir starfsmenn sem þarna starfi sé enn til staðar. Ekki sést fyrir endann á því. „Það liggur engin önnur niður- staða fyrir en að Bush fellst á að skoða þetta mál betur áður en frek- ari ákvarðanir eru teknar. Það verð- ur þá rætt við íslenska ráðamenn um framhaldið.“ Hvað varðar varnir Íslands segist Guðjón líta á málið þannig að það sé ekki sjálfgefið að orrustuþoturnar fari héðan. Málið verði skoðað nán- ar. „Hitt liggur fyrir að stefna Bandaríkjanna er að draga úr her- væðingu og herafla á Norðurslóðum og færa áherslurnar til,“ segir hann. Íslensk stjórnvöld hafi vilyrði fyrir samráð og samræður án þess að vita nokkuð í raun og veru til hvers það leiði. Jákvætt sé að forystumenn þessara þjóða nái að tala beint sam- an. Hann segir ekki líklegt að mikið gerist í málinu meðan á forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum stendur. „Við vitum heldur ekki hvernig kosningarnar fara. Óljóst er hvort talað var við þau stjórnvöld sem verða við völd eftir kosningarnar. Reyndin er sú að fljótt eftir kosn- ingar, þrátt fyrir að Bush héldi velli, er ekki farið í þetta sem eitthvert forgangsmál. Ég spái því að ástand- ið verði óbreytt en samt í þeirri óvissu að við höfum ekki ákveðna yfirlýsingu að það ferli, að draga úr umsvifum hér á landi, verði stöðv- að.“ Hann segir að skilaboð sín til Bush hefðu orðið þau að það skipti máli að hafa festu í varnarmálum Ís- lands. Ef Bandaríkin veittu Íslend- ingum ekki það, sem þeir teldu sig þurfa í þeim efnum, þá hlytu þeir að ræða við nágrannaþjóðir og aðildar- ríki NATO. Ekki friðvænlegt „Því miður hefur þróunin í veröld- inni ekki verið mjög friðvænleg varðandi hryðjuverkin og það er kannski helst það sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ segir Guðjón. Ljóst sé að Íslendingar þurfi að finna sínum málum einhvern farveg. Við höfum varnarsamning við Bandaríkin og hann gerir ekki ráð fyrir að hann verði lagður niður ein- hliða. Ástandið sé þannig að Íslend- ingar geti ekki verið varnarlaus þjóð. Skoða þarf hvernig hægt er að efla atvinnu á Suðurnesjum dragi enn meira saman hjá varnarliðinu segir Guðjón. Þarna séu heilmiklar byggingar sem hægt sé að nýta und- ir ýmsa starfsemi. Spyrja eigi Bandaríkin hvort þau geti komið að því. Bæði þurfi að horfa til þess og hvernig varnir okkar séu tryggðar. Mörg störf sé hægt að vinna þó ekki sé um beinan hernað að ræða. Guðjón A. Kristjánsson Óvissu ekki eytt GÓÐAR göngur hafa verið í Víði- dalsá síðustu daga eftir slappa byrj- un. Fyrst kom holl með 35 laxa og síðan kom það næsta og gerði gott betur, landaði 53 löxum. Líflegar göngur hafa einnig verið í Mið- fjarðará og Blöndu að undanförnu, veiði í Miðfjarðará hefur að vísu verið örlítið hamlað af minnkandi vatni, og nú síðast kom loks aukið líf í Vatnsdalsá sem virtist ætla að sitja eftir. „Hér er greinilega kominn nýr fiskur, menn voru að setja í laxa í Torfhvammshyl, Ármótunum og víðar, bæði stóra laxa og smáa. Vænar sjóbleikjur, nýrunnar, hafa einnig verið að koma á land, langt upp í á. Þetta er því allt að koma og við erum bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Ágúst Pétursson, leiðsögu- maður við Vatnsdalsá í gærdag. Hann gat þess að um 40 laxar voru komnir á land. Elliðaárnar yfir 100 Þau tíðindi gerðust í gær, að Elliðaárnar skriðu í þriggja stafa tölu og er þar meiri lax en á sama tíma í fyrra, þá er laxinn mest 5–6 pund en ekki 4–5 pund eins og í fyrra. Lax er kominn upp um alla á og veiðist jafnt efst sem neðst. Silungafréttir Grafará, nett og hugguleg sjó- bleikjuá rétt við Hofsós, var opnuð nýverið og veiddust á þriðja tug bleikja, 2–3 punda, en mest í ósn- um, lítið virtist gengið upp í á, að sögn Jakobs Hrafnssonar, leigu- taka árinnar. Þá hafa ógurlegar bleikjur verið að veiðast í Soginu að undanförnu, bæði í Bíldsfelli og Ásgarði. Hafa þó nokkrar verið 4 til 6 pund og þær stærstu sem frést hefur af heil 7 pund. Hafa menn og séð þær enn hrikalegri. Veiðin glæðist nyrðra Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður í stórræðum í glímunni við urriða í Laxá í Mývatnssveit. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? „MÉR er mjög til efs að þetta boði neina breytingu á þeirri grundvall- arstöðu sem mál- ið er í,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, um fund George Bush, Bandaríkjaforseta, og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Washington í fyrradag. Engin nið- urstaða hafi orðið sem kannski var ekki heldur búist við. Engin fyrir- heit hafi verið gefin og Ísland sé enn inni í heildarendurskoðun á herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Steingrímur bendir á að þetta hafi að öllum líkindum verið síðasti fund- ur fyrir atbeina Bandaríkjaforseta um málið þangað til eftir kosningar þar í landi. Það sé vel kunnugt að bandarískt stjórnkerfi leggist hálf- partinn í dvala fyrir kosningar og jafnvel á eftir líka. Hann á von á því að varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna verði í sömu sporum að ári liðnu. „Á meðan er ekkert sem bendir til annars en að þróunin haldi áfram í þá átt sem hún hefur verið. Banda- rísk hernaðaryfirvöld eru smátt og smátt að framkvæma þessar breyt- ingar í smáum skrefum; draga sam- an á vellinum, segja upp fólki, fækka hermönnum, kalla vélar heim eða senda þær til annarra verkefna,“ segir formaður VG. Það sé e.t.v. ágæt leið fyrir Bandaríkin að fram- kvæma stefnu sína svo lítið beri á án þess að þurfa að standa frammi fyrir formlegum lyktum í málinu. Steingrímur segir óvissu um stöðu varnarliðsins svífa ennþá yfir. Engir komist ennþá til verka til að takast á við breytingarnar og byggja upp annað atvinnulíf í staðinn á Suður- nesjum. „Mér finnst sjálfsagt að þegar er- lendur her hverfur hér af landinu og hættir að nota þennan flugvöll fyrir sín umsvif þá er eðlilegt að Íslend- ingar reki sjálfir sinn aðal milli- landaflugvöll. Það á ekki að vera okkur neitt ofviða. Við munum að sjálfsögðu gera það á okkar for- sendum,“ segir Steingrímur spurður um hvort íslensk stjórnvöld ættu að taka aukinn þátt í kostnaði við rekst- ur flugvallarins. Þá væri hægt að nýta tækifæri í þeirri aðstöðu sem sé í kringum Keflavíkurflugvöll. Bandaríkin bera ábyrgð Spurður hvað hann hefði sagt sjálfur við Bush segir Steingrímur að hann hefði farið fram á samninga- viðræður við Bandaríkjamenn, ekki um hvort einhverjar breytingar yrðu heldur hvernig þær yrðu. Bandarísk stjórnvöld beri ábyrgð sem umsvifa- mikill aðili í rekstri á Reykjanesi. Þau geti ekki hlaupið í burtu án þess að láta sig neinu varða hvaða afleið- ingar það hafi. Einnig þurfi varnar- liðið að bæta fyrir spjöll á umhverf- inu. Steingrímur segir það ekki skipta sköpum fyrir öryggi Íslands að „hér skrölti í loftinu af og til tvær eða fjórar gamlar F-15-orrustuþotur, sem hvort eð er hafa flogið óvopn- aðar í mörg ár“. Öryggið fáist með friðsamlegu samstarfi við nágranna- þjóðir okkar. Steingrímur J. Sigfússon Óbreytt staða „ÚT úr þessum fundi virðist ná- kvæmlega ekkert hafa komið nema hugsanlega enn frekari óvissa fyr- ir íbúa suðvest- urhornsins,“ seg- ir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar um fund forsætisráðherra með George W. Bush í Washington. „Niðurstaða fundarins færði ekki með sér nein tíðindi, þótt menn hefðu mánuðum saman látið í veðri vaka að þetta mál yrði að lokum leyst í samskiptum leiðtoga þjóð- anna. Þegar á hólminn var komið virðist sem þetta hafi einungis verið huggulegt teboð þar sem forsætis- ráðherra fékk að syngja afmælis- sönginn fyrir Bandaríkjaforseta.“ Össur segir það hafa verið niður- lægjandi að Bandaríkjaforseti hafi sérstaklega óskað eftir því að fá upp- lýsingar um stöðu mála og varnar- þarfir Íslendinga. „Þetta bendir sterklega til þess að íslensk stjórnvöld hafi ekki unnið heimavinnuna sína. Á meðan Íslend- ingar geta ekki sagt hvað það er sem þeir vilja í þessum efnum er ekki hægt að búast við því að hægt sé að finna nokkra lausn. Mér sýnist að stefna og óskir íslenskra stjórnvalda hafi verið óljósar úr hófi fram og að Bandaríkjamenn séu harðákveðnir í því að notfæra sér stöðuna til að láta starfsemina fjara hægt og bítandi út,“ segir Össur. Óviðfelldinn stuðningur Hann segir það hafa verið í meira lagi óviðfelldið með hvaða hætti for- sætisráðherra lagði sig í framkróka um að lýsa sérstökum stuðningi Ís- lendinga við innrásina og framferði Bandaríkjamanna í Írak. „Ég hefði talið að úr því að for- sætisráðherra kaus að taka það mál upp á annað borð, hefði hann átt að ítreka hörð mótmæli sem fram hafa komið hér heima á Alþingi og reynd- ar af hálfu utanríkisráðherra líka, gegn svívirðilegri háttsemi banda- rískra hermanna gagnvart stríðs- föngum og saklausum borgurum í Írak,“ segir Össur. Hann segir að í viðræðunum hefði verið eðlilegra að forsætisráðherra hefði haft í sínu farteski mat stjórn- valda hér heima á því hverjar varn- arþarfirnar væru. „Þessum upplýs- ingum hefði átt að koma til banda- rískra stjórnvalda fyrir löngu þannig að þau, í viðræðum við Ís- lendinga, hefðu getað undirbúið lausn sem fæli m.a. í sér með hvaða hætti eigi að fullnægja tvíhliða samningnum, ekki síst þeim þörfum sem íslensk stjórnvöld kynnu að meta fyrir loftvarnir og sömuleiðis yrði þróun mannafla í herstöðinni á næstunni að liggja fyrir,“ segir Öss- ur. Hann segist undrast hvernig hald- ið hafi verið á þessum málum að undanförnu. „Á sínum tíma tók forsætisráð- herra þetta mál úr höndum utanrík- isráðherra og hefur í reynd haft stjórn á viðræðunum um þetta mál með þeim árangri að það er nánast ekkert að gerast, Bandaríkjamenn kvarta undan skorti á upplýsingum um stöðu mála og þarfir Íslendinga og heimamenn á Suðurnesjum eru í fullkominni óvissu um framtíðina á þessu sviði,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson Huggulegt teboð UMFERÐ um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aukist til muna en að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra flugstöðvarinnar, hefur komu- og brottfararfarþegum fjölgað um rúm 40% á tveimur árum. „Þetta gerir það að verkum að það er komið mikið álag á bygginguna sem var byggð 1987 og þess vegna tókum við þá ákvörðun að stækka flug- stöðina,“ segir Höskuldur en nýverið var lokið við fyrsta áfanga stækkunarinnar. Hösk- uldur telur einkum þrjár skýr- ingar liggja að baki þessari miklu fjölgun. Íslendingar farnir að ferðast meira „Í fyrsta lagi eru Íslendingar farnir að ferðast meira. Auk þess hafa fargjöld lækkað all- verulega með tilkomu aukinnar samkeppni og í þriðja lagi virð- ist svokölluðum skiptifarþeg- um, þ.e. farþegum sem eiga leið um Ísland en koma ekki inn í landið, hafa fjölgað mikið milli ára,“ segir Höskuldur og bætir við að fjölgun erlendra ferða- manna hafi jafnframt áhrif. „Þessi fjölgun farþega er skemmtilegt verkefni að glíma við. Ég efa að það sé sambæri- legt í nágrannaríkjum okkar.“ Mikil fjölg- un farþega í Keflavík Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja að enn sé óvissa um varnarmál hér á landi þegar leitað var eftir viðbrögðum þeirra við fundi Davíðs Oddssonar og George W. Bush í Hvíta húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.